Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 1

Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 1
72 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 73. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Reuter Grískir prestar mótmæla Prestar grísku rétttrúnaðarkirkjunnar halda á loft stórum tré- kross. Mynd þessi var tekin í miðborg Aþenu, er kirkjunnar menn í Grikklandi efndu til mikilla mótmælaaðgerða gegn þeim áformum stjórnvalda að svipta kirkjuna landareignum sínum. Sovétríkin: Vilja fjarlægja eld- flaugar af Eystrasalti Kaupmannahöfn, AP. SOVÉTRÍKIN eru reiðubúin til þess að flytja burt frá Eystra- salti þá kafbáta sína, sem búnir eru kjarnorkueldflaugum, ef Norðurlönd koma upp hjá sér kjarnorkuvopnalausu svæði. Anatoli I. Lykyanov, ritari mið- stjórnar sovézka kommúnista- flokksins, skýrði frá þessu í gær. Lykyanov sagði þetta á fundi með fréttamönnum í Kaupmanna- höfn, en þar var hann staddur í boði danska Jafnaðarmannaflokks- ins ásamt þremur öðrum frá miðstjórninni. Komst Lykyanov svo að orði, að Sovétríkin væru fús til þess til að sýna „góðan vilja að taka burt úr Eystrasaltsflota sínum þá sex kafbáta, sem búnir eru kjarnorkueldflaugum", ef Norður- lönd ná samkomulagi sín í milli um kjamorkuvopnalaust svæði. „Sovétríkin hafa lagt áherzlu á það við mörg tækifæri, að þau eru fús til að taka þátt í viðræðum við Norðurlönd um fjölþjóðlegt sam- komulag eða gera samkomulag við þau hvert í sínu lagi, þar sem Sov- étríkin skuldbinda sig til að beita ekki kjarnorkuvopnum gegn þeim,“ sagði í yfirlýsingu frá Lykyanov. Þar voru jafnframt ítrekaðar tillög- ur Sovétmanna um algera útrým- ingu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga þeirra og Bandaríkjamanna í Evrópu fyrir árslok 1991. „Með öðrum orðum, við höfum í reynd fallizt á „núlllausn" Bandaríkja- manna, sem öll aðildarríki NATO styðja," sagði Lykyanov. Yfirlýsingin er gefin daginn eftir að utanríkisráðherrar Norðurland- anna komust að sameiginlegri niðurstöðu um það hér í Reykjavík að setja á fót vinnuhóp til að kanna forsendur fyrir kjarnorkuvopna- lausu svæði, sem næði yfir norður- slóðir, þar með bæði Eystrasalt og Kóla-skaga í Sovétríkjunum. Reuter Sprenging í Barcelona Brunaliðsmenn kanna tjón af völdum öflugrar bílsprengju, sem sprakk í Barcelona á Spáni siðdegis í gær. Einn maður beið bana og 14 særðust. í gærkvöldi hafði enginn lýsl yfir ábyrgð á sprenging- unni, en grunur lék á, að aðskilnaðarhreyfing Baska hefði staðið að henni. Sjá: Hermaður lézt í bílsprengingu á bls. 33. Dollarinn ekki lægri í áratugi London, Reuter, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði skyndilega í gær og komst neðar gagnvart japanska jeninu en nokkru sinni áður eftir stríð þrátt fyrir tilraunir seðlabanka í mörgum löndum til þess að koma doílarnum til hjálpar og styrkja hann. Talið er, að hagtölur frá Japan Bretland: Sex farast 1 ofsaveðri London, AP. SEX manns fórust í ofsaveðri sem gekk yfir suðurhluta Bret- lands í gær. Tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnslínur slitnuðu en vindhraðinn mældist 145 kíló- metrar á klukkustund í mestu hviðunum. Feijusamgöngur fóru víða úr skorðum og í London fuku þak- plötur af húsum. Samgöngur um Heathrow-flugvöll töfðust einnig sökum veðurofsans. Þrír menn lét- ust og þrír slösuðust nærri Ban- stead suður af höfuðborginni þegar þeir urðu undir tré sem rifnað hafði upp. Byggingaverkamaður lét lífið í Edington þegar hann varð undir aurskriðu sem myndaðist vegna gífurlegrar rigningar. Þá létu tveir ökumenn lífið þegar vindhviður hrifu ökutæki þeirra með sér og franskan sjómann tók út af togara undan Falmouth í suðurhluta lands- ins. yfir febrúarmánuð hafi einkum valdið lækkun dollarans. í þeim kom fram, að viðskipajöfnuður Japans var hagstæður um 8,14 milljarða dollara í febrúar og því enn hag- stæðari en í janúar, er hann var hagstæður um 5,7 milljarða dollara. Það var til lítils, þó að seðlabank- ar Japans, Vestur-Þýzkalands, Frakklands og Sviss keyptu gífur- lega fjárhæðir af dollurum til þess að draga úr framboði hans. Að vísu dró úr lækkun dollarans, er á dag- inn leið, þannig að hann varð stöðugri. Haft var eftir fjármálasér- fræðingum, að gengi dollarans væri einfaldlega of hátt enn þá og það yrði að lækka enn frekar eða niður í 145 jen á móti dollar. Hætta á hemaðarátökum milli Grikkj a og Tyrkja Aþenu og Ankara, Reuter, AP. MIKIÐ hættuástand kom upp milli Grikkja og Tyrkja síðdegis i gær, en þá stefndu herskip frá báðum þessum þjóðum til Eyja- hafs. Var sú hætta yfirvofandi, að til átaka kynni að koma á milli þeirra. Báðar eru þessar þjóðir aðilar að Atlantshafs- bandalaginu. Tilefnið var, að Tyrkir sendu rannsóknarskip til Eyjahafs til olíu- leitar þar á svæði, sem þeir hafa lengi deilt um við Grikki. Er þetta vitnaðist, skipaði gríska stjórnin flota sínum, landher og flugher í viðbragðsstöðu. Lýsti hún því yfir, að herskip yrðu send til Eyjahafs og að rannsóknarskipið fengi aldrei að framkvæma þær tilraunir á hinu umdeilda hafsvæði, sem því væri ætlað að gera. Tyrkneska skipið, sem ber heit- ið „Sismik 1“, var statt á Dardann- ellasundi í gær og átti að koma inn á Eyjahaf árdegis í dag. Talsmaður tyrknesku stjórnarinnar vildi ekki skýra frá því í gærkvöldi, hve mörg herskip fylgdu því, en sagði aðeins: „Þau eru nógu öflugur floti.“ Verk- efni þeirra væri að tryggja rann- sóknarskipinu „vernd, ef það yrði fyrir einhveijum hindrunum við skyldustörf sín“. Talsmaðurinn bætti því við, að fjölmennar sveitir tyrkneska herins væru í viðbragðsstöðu og þeim yrði beitt gegn sérhverri árás á „þjóðar- hagsmuni Tyrkja". Hann kvaðst samt vona, að „almenn skynsemi" fengi að ráða og að ekki myndi koma til neinna átaka. Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, hótaði í gærkvöldi að láta loka herstöðvum Bandaríkjamanna í landinu, ef til hernaðarátaka kæmi við Tyrki. Atvik svipuð þessu hafa áður komið upp milli þessara þjóða. í júlí 1976 sendu Tyrkir sama skip og nú inn á Eyjahaf til þess að sýna í verki, að þeir væru ákveðnir í að láta ekki af kröfum sínum um jafna hlutdeild á við Grikki í landgrunni Eyjahafs. Á skyndifundi sendiherra allra NATO-ríkjanna 16 í aðalstöðvum samtakanna í Brussel í gær, var þeirri áskorun beint til Grikkja og Tyrkja, að sýna fyllstu varkámi og þeir hvattir til að „hefja þegar í stað viðræður til þess að binda enda á hættuástandið“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.