Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 33 Reuter Lögregluþjónn rekur á eftir námsmanni þegar mótmælaganga spænskra stúdenta var leyst upp í Madríd í fyrradag. Róstusamt á Spáni: Hermaður lézt í bflsprengingu Madrld, AP. Reuter. Svíþjóð: Carlberg viður- kennir ólögleg vopnaviðskipti Stokkhólmi, AP, Reuter. SÆNSKA viðskiptablaðið Veckans Affarer birti i gær útdrátt úr viðtali við Anders Carlberg, framkvæmdastjóra Nobel-iðnfyrirtækis- ins, þar sem hann viðurkennir að fyrirtæki sitt hafi selt vopn til ÖFLUG bílsprengja sprakk í gær á hafnarsvæðinu í Barcelóna með þeim afleiðingum að einn þjóð- varðliði beið bana, einn særðist lífshættulega og 14 óbreyttir borgarar slösuðust. Háttsettir embættismenn ríkis- stjórnarinnar voru staddir í Barcel- ona þegar sprengjan sprakk og sögðu allt benda til þess að aðskiln- aðarsamtök baska, ETA, bæri ábyrgð á sprengingunni. Að sögn lögreglu var sprengjan í blárri bifreið af gerðinni Mercedes Benz, sem lagt hafði verið rétt hjá varðstöð þjóðvarðliðsins í aðkom- unni að hafnarsvæðinu, og örstutt frá aðalstöðvum hersins í Barcel- ona. Bifreiðin var nánast úttroðin af sprengiefni og var það sprengt með þráðlausri fjarstýringu. Atburður- inn átti sér stað klukkan 13:35 að staðartíma í gær. Stór vestur-þýzkur vörubíll með tengivagn ók framhjá bifreiðinni um það leyti sem hún sprakk. Var vörubíllinn hlaðinn pappírsrúllum og myndaði því vamarmúr, sem dró úr tjóni af völdum sprengingarinn- ar. Engu að síður kviknaði í 12 nærstöddum bílum. Mikil ólga hefur verið á Spáni síðustu daga vegna verkfalla. Læknar og starfsfólk sjúkrahúsa hófu verkfall í fyrradag í mótmæla- skyni við áform ríkisstjómarinnar um breytingar á heilbrigðisþjón- ustunni og til að krefjast launahæk- kanna. Boðað var tveggja sólar- hringa verkfall, sem ljúka átti á miðnætti sl. Þá lögðu starfsmenn flugfélags- ins Iberia og jámbrautarfélagsins Renfe, sem bæði eru ríkisrekin, nið- ur vinnu í gær til að leggja áherzlu á launakröfur sínar. Talið er að hálf milljón manna hafi ekki komizt leiðar sinnar af þeim sökum. Aflýsa varð 331 flugferð Iberia af 350, sem félagið áætlaði að fljúga í gær. Jafnframt héldu háskólastúdent- ar áfram aðgerðum sínum fimmta daginn í röð. Hafa þeir hundsað fyrirlestra og efnt til mótmælaað- gerða. Kreflast þeir umsagnarrétts um áform um breytingar á mennta- kerfi Spánar. Kom til átaka milli námsmanna og lögreglu þegar þeir fyrrnefndu virtu ekki bann við mót- mælagöngu við þinghúsið í Madríd. í gærkvöldi þótti allt stefna í að vantrauststillaga hægrimanna gegn stjóm Felipe Gonzalez yrði felld. Antonio Hemandez Mancha, leiðtogi Þjóðarbandalagsins (AP), bar fram tillöguna í fyrradag og sagði hana fram komna vegna þess að ríkisstjómin bæri ábyrgð á þeirri upplausn, sem ríkti í landinu. Gonzales hefur mikinn þingmeiri- hluta og engar líkur vom talda á að vantraust yrði samþykkt. landa á bannlista. Haft var eftir framkvæmdastjór- anum að tvær pantanir af Robot-70 loftvamarskeytum, sem stýrt er með leysigeysla og systurfyrirtæki Nobel, Bofors, framleiðir, hefðu verið sendar til Singapore með fullri vitneskju stjómenda fyrirtækjanna um að síðan yrðu þau flutt til Dubai og Bahrain. Samkvæmt sænskum lögum er Ítalía: Kosningar í vændum? Róm, Reuter. FRANCESCO Cossiga, forseti Ítalíu, hitti í gær og á fimmtudag leiðtoga stjóramálaflokka til að ræða hvað grípa skuli til bragðs eftir að tilraunir Giulio Andre- ottis, leiðtoga kristilegra demókrata, til stjórnarmyndunar fóru út um þúfur. Stefnir allt í það að boðað verði til kosninga á Ítalíu. Cossiga hefur verið staðráðinn í að koma í veg fyrir að gengið verði til kosninga nú, en stjómmálaský- rendur segja að það sé nánast ógjömingur eftir að Andreotti afsal- aði sér umboði til stjómarmyndun- ar. Að sögn skýrenda gæti Cossiga veitt Amintore Fanfani, forseta öld- ungadeildar þingsins, umboð til að kanna málin, eða útnefnt annan mann til að mynda stjóm og setjast í stól forsætisráðherra. Aftur á móti er talið ólíklegt að öðrum manni takist það sem Andre- otti mistókst, að leysa deilu kristi- legra demókrata og sósíalista. bannað að selja vopn, hvort heldur það er beint eða gegnum milliliði, til ríkja, sem eiga í styijöld, eða til heimshluta, þar sem spenna er mik- il. Ifyrirtækin Nobel Kemi og Bofors sæta nú rannsókn vegna ásakana um,að hafa selt vopn til ríkja á bannlistanum og hefur málið valdið ólgu í Svíþjóð. Carlberg kvaðst einnig efast um að ríkisstjómir eða háttsettir embættismenn hefðu vit- að af vopnasölu af þessu tagi, en því hefur verið haldið fram í fjöl- miðlum að svo hafí verið. í fréttaþættinum Aktuellt í sænska sjónvarpinu var haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum að rannsókn sænskra tollyflrvalda hefði leitt í ljós að hagsmunabanda- lag fyrirtækja í sex Evrópuríkjum hefði framleitt og flutt sprengiefni fyrir írana. í þættinum var sagt að fyrirtæki í a.m.k. sex Evrópuríkjum, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Belgíu, Frakkl- andi og Ítalíu, hefðu starfað saman í hagsmunabandalaginu og flutt sprengiefni til írans um Júgoslavíu, Ítalíu, Austur-Þýskaland, og Aust- urríki. Pólland: Aðeins minni verðhækkanir Varsjá. AP, Reuter. PÓLSKA stjórnin hefur ákveðið að draga úr fyrirhuguðum verð- hækkunum á þessu ári vegna mikillar andstöðu við þær innan opinberu verkalýðsfélaganna. Skýrðu talsmenn þeirra frá þessu á fimmtudag. Verð á helstu nauðsynjum mun hækka um 9,6% á árinu í stað 13% eins og áætlað hafði verið og einn- ig verða minni hækkanir á fargjöld- um, bensíni og orkuverði en þessir liðir áttu að hækka um 26%. í tilkynningu frá opinberu verka- lýðsfélögunum sagði, að stjómin hefði fallist á að „hraða mjög efna- hagslegum umbótum" í landinu, bæta láglaunafólki verðhækkanim- ar að nokkra og taka upp viðræður um fyrirhugaða lækkun niður- greiðslna. Verðhækkanir era viðkvæmt mál í Póllandi og leiddu t.d. til upp- reisna og átaka árið 1970, 1976 og 1980 og til stofnunar Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna, sem nú era bönnuð. wmm gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollars lækkaði gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum Evrópu. Dollar- inn snarlækkaði gagnvart yeninu. Síðdegis kostaði sterlingspund- ið 1,6030 dollara (1,6050) í London. Gengi dollars var annars þanning að fyrir hann fengust: 1,8240 vestur-þýsk mörk (1,8285), 1,5210 svissneskir frankar (1,5275), 6,0620 franskir frankar (6,0950), 2,0585 hollensk gyllini (2,0670), 1.297,50 ítalskar lírar (1.304,50) 1,3063 kanadíska dollara (1,31225) og 147,65 yen (149,35). Gullúnsan hækkaði í verði og kostaði 417,30 dollara (411). Sovétríkin: Mikill efnahagsbati í valdatíð Gorbachevs Washington, AP. EFNAHGSBATI í Sovétríkjunum á síðasta ári var hinn mesti í tíu ár, að því er segir í nýrri skýrslu sérfræðinga bandarísku leyniþjónustunnar og varaarmálaráðuneytisins. Höfundar skýrsl- unnar telja hins vegar að andstaða við umbótastefnu Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga kunni að koma í veg fyrir áframhald- andi hagvöxt. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að árið 1986, sem var fyrsta heila árið er Gorbachev situr að völdum, hafí verið mjög gott í efnahagslegu tilliti fyrir Sovét- menn. Segir í skýrslunni að efnhagsbatinn hafi ekki verið meiri í heilan áratug og að verg þjóðarframleiðsla hafi aukist um ij'ögur prósent á síðasta ári. Er þetta einkum þakkað aukinni landbúnaðarframleiðslu og minna vinnutapi en áður. Til samanburðar geta höfundar þess að undanfarinn áratug hafi verg þjóðarframleiðsla að meðal- tali aukist um tvö prósent á ári í Sovétríkjunum einkum vegna úr- eltra framleiðslutækja. Segir í skýrslu þeirra að Sovétmenn séu enn tíu til tólf áram á eftir Banda- ríkjamönnum hvað varðar há- tækniiðnað svo sem tölvubúnað. Þótt búast megi við framforam séu engar líkur á að það bil verði brúað. Höfundamir kveðast telja að Gorbachev hafi ekki gert sér fylli- lega grein fyrir efnahagsvanda þjóðarinnar þegar hann komst til valda fyrir tveimur áram. Segja þeir einnig að svo virðist sem ekki hafi verið gerð heildaráætlun um endurskipulagningu efna- hagslífsins þó svo að unnið hafi verið af miklu kappi á ákveðnum sviðum. Á hinn bóginn er borið lof á herferð Sovétleiðtogans gegn spillingu og drykkjusýki og fullyrt að hún hafi að flestu leyti reynst árangursrík. Sérfræðingamir segja að stein- rannir embættismenn og and- stæðingar Gorbachevs séu alvarlegasta ógnunin við umbóta- hugmyndir hans. „Flokksfélagar og embættismenn í hinu þungl- amalega valdakerfi hafa barist gegn ýmsum þeim umbótum sem hann hefur boðað," segir í skýrsl- unni. „Þótt hugmyndir Gorbac- hevs séu ekki allar nýjar af nálinni, virðist hann hafa til að bera elju og vilja til að leita lausna, en hið sama verður ekki sagt um forvera hans á valdastóli," segir þar ennfremur. í gær var einnig birt ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um efnahag Evrópuríkja. Þar kemur fram að fallandi gengi Bandaríkjadollars og lækkun olíuverðs hefur haft mikil áhrif á viðskipti austurs og vesturs. í skýrslunni segir að skuldir Sovétmanna við útlönd hafi aukist um 20 prósent á síðasta ári þrátt fyrir að útflutn- ingur til vesturlanda hafi aukist um 17 prósent. Þá kemur einnig fram að verðmæti útflutningsaf- urða austantjaldsríkjanna allra stóð í stað á meðan innfluttar vörar hækkuðu í verði. Ge
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.