Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Verðbólgan Stolt siglir fleyið mitt eftirÁsmund Stefánsson Innantökur Sjálf- stæðisflokksins „Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann?“, spurði Jón Hreggviðsson á sinni tíð. Þegar efsta manni á lista Sjálfstæðis- flokksins er rutt úr ráðherradómi og hann nánast skilinn eftir með spumingu Jóns Hreggviðssonar, og hann svarar með sjálfstæðu fram- boði, er ekki að undra, að fjölmiðla- fár verði mikið og önnur mál víki. Ekki síst þar sem flestir sjá í dag formann Sjálfstæðisflokksins fyrir sér muldra hina sígildu spumingu „Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann?“ í ótæplegri óreiðu með svarið. Um þessi mál ætla ég ekki að fjalla, til þess hafa aðrir verið kvaddir. Ég vil hins veg- ar minna á að komandi kosningar snúast þrátt fyrir allt um málefni og ég ætla í þessari grein að fjalla um það málefnið, sem ríkisstjómar- flokkamir telja sér helst til gildis og ræða spuminguna: Hefur verð- bólgan verið kveðin í kútinn? Verðbólgubruninn 1983 Ríkisstjómin segist tvisvar hafa drepið verðbólgudrauginn. Hið fyrra sinn 1983 og hið síðara 1986. Skammt hafí því verið stórra högga á milli. Árið 1983 lækkaði verðbólgu- hraði verulega, en þó ekki meira en svo, að enn valt hún áfram í 30—40%. Það er hins vegar rétt- mætt að spyrja: Var einhver vandi leystur? Lausn verðbólguvandans var sú sama og leysa átti allan vanda, jafnt viðskiptahalla sem at- vinnuuppbyggingu framtíðar. Lausnin var kjaraskerðing. Bann við verðbótum á laun og bann við kjarasamningum, sem negldi það niður, að launafólk var svipt meira en fjórðungi kaupmáttar kauptaxta á stuttum tíma. Launafólk var þannig látið greiða verðlagið niður af kaupi sínu. Dýr- tíðin var látin brenna upp kaup- máttinn. Vandinn var ekki leystur. Minnkun verð- bólgu 1986 í ársbyijun 1986 stóðu samn- ingamenn verkalýðshreyfingarinn- ar frammi fyrir miklum vanda. Verðbólgan var yfir 30% og stefndi hærra. Reynslan hafði kennt að miklar kauphækkanir tryggðu ekki aukinn kaupmátt. Fólk var þess minnugt, hvemig ríkisstjómin hafði eytt yfir 20% kauphækkun nóvem- bersamninga 1984 á fáum mánuð- um með gengisfellingu og verðbólguskriðu. Komið kaupmætti niður fyrir það, sem var fyrir samn- inga, ekki með lagaboði að þessu sinni, heldur með því að magna upp verðbólgudrauginn og láta dýrtíðina brenna upp kaupmáttinn. Því var ljóst að reyna varð nýjar leiðir, láta reyna á það, hvort hægt væri að knýja á um aðgerðir til að halda aftur af verðhækkunum. Fyrirsjá- anlegar hækkanir á verði okkar afurða á erlendum mörkuðum og verðlækkun á olíuvörum áttu að létta róðurinn. Ég ætla ekki að rekja efnið af nákvæmni hér, en ég minni á, að samið var um óbreytt gengi, tak- mörkun á hækkun búvara og lækkun á hitaveitutöxtum, raforku- verði, bílum o.fl. Ég vil minna á, að í desembersamningunum var knúið á um áframhald sömu gengisstefnu og aðhald í verðlagsmálum. Ásmundur Stefánsson „Sá árangur sem náðst hefur varðandi verð- bólguna er greinilega það flaggskip sem ríkis- stjórnin ætlar að sigla til sigurs í stórsjóum kosninganna. En flagg- skip fljóta ekki lengra frá botninum en önnur skip.“ Frumkvæði ríkisstjómarinnar var í því fólgið að taka á móti því, sem kom að utan. Ytri aðstæður og utanaðkomandi aðilar knúðu á um aðgerðir. Nauðug viljug var ríkisstjómin knúin til aðgerða. Þátt- ur hennar fólst í því að þvælast sem minnst fyrir. Tímasprengja Verðbólgudraugurinn hefur hins vegar ekki verið kveðinn niður. Hækkun á verði Evrópumynta hef- ur raskað verðbólguspám og stór- felldur fjárlagahalli ríkissjóðs og mikil peningaþensla stefna öllu í hættu. Verðbólgudraugurinn gæti snarmagnast á stuttum tíma. Að- haldsleysi í þessu efni má líkja við tímasprengju. Kjósendur hafa rétti- lega áhyggjur af því að hún verði látin springa eftir kosningar. Eftir kosningar verða skattar hækkaðir Fjárlagahalli ríkissjóðs er talinn nærri þijú þúsund milljónum og em þá ekki taldar þær átta hundmð milljónir, sem í þinglok vom settar til að innleysa Hafskipsskuldir Út- vegsbankans. Fjárlagahallanum verður að mæta og reynslan sýnir, að honum verður seint mætt með niðurskurði útgjalda. Lausnin hlýt- ur því að verða aukin skattheimta, þó enginn virðist hafa kjark til þess að segja það fyrir kosningar. Það er víst vinsælla að tala um lækkun skatta. Skattar fyrirtækja og skattsvik I tíð þessarar ríkisstjómar hafa frádráttarmöguleikar fyrirtælq'a verið stórauknir. Sumir telja, að þær breytingar spari fyrirtækjunum nærri tvöþúsund milljónir á þessu ári. Þá er vitað að milljarðar em sviknir undan skatti. Með auknu aðhaldi má ekki aðeins ná stórfé í ríkiskassann, heldur væri þar geng- ið stór skref í réttlætisátt. Fæstir sjá eftir því að greiða skatta sína og skuldir, en þeim svellur móður í bijósti við að horfa á þá sem mega sín meira sleppa við að skila til sameiginlegra sjóða. Söluskattur á mat og byggingarkostnað Stjómarflokkamir era ekki líklegir til þess að leggja skatta á þau fyrirtæki, sem burði hafa. Þeir em ekki líklegir til þess að gera neitt stórt í því að stoppa skattsvik. Þeir hafa hins vegar í tvígang sett fram tillögur um virðisaukaskatt, tillögur um flókna skattkerfísbreyt- ingu, sem felur í sér þann einfalda meginkjama, að skatturinn falli á allar matvömr, en þær em nu und- anþegnar söluskatti, og allan byggingarkostnað íbúðarhúsnæðis, sem nú er undanþeginn að hálfu. Matvömr mundu því hækka um 4. ■' Fátt er betra til að efla samstöðu innan fjölskyldunnar en að fara á skíði í Bláfjöllum og njóta samverunnar í snjónum. Ungur nemur, gamall temur eða öfugt - brekkur eru við allra hæfí. Um helgar eru námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Ef einhver vill koma með og prófa er skíðaleiga í þjónustumiðstöðinni - allir geta verið með. BLAFJALLA- NEFND Komið í Bláfjöll og standið saman - það er heilbrigð skemmtun. Símanúmer í Bláfjalla- skála: 78400 Snnsvari: 80111 a.m.k. 20% og nýbyggingar um 10%. Tillögur hafa verið uppi um að mæta þessum verðhækkunum með rösklegum niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum og byggingar- styrkjum. Hvomgt er líklegt til að standa lengi. Við höfum reynslu af skammvinnum niðurgreiðslum. Kjósendur verða að gera sér grein fyrir því, að í kosningum er kosið um það, hvað gerist eftir kosningar. Það er kosið um það, hvort vandi ríkissjóðs verður leystur með því að láta okkur borga sölu- skatt af matvömm eða með skatt- heimtu á öflugum fyrirtækjum og skattsvikumm. Fallvalt f laggskip Sá árangur sem náðst hefur varðandi verðbólguna er greinilega það flaggskip sem ríkisstjórnin ætl- ar að sigla til sigurs í stórsjóum kosninganna. En flaggskip fljóta ekki lengra frá botninum en önnur skip. Árið 1628 var Vasa sjósett í Stokkhólmi, hið glæsilega flagg- skip, stolt hirðarinnar og konungs- ins mekt. Allir féllu í stafí yfir glæsileika farkostsins þegar hann sigldi út höfnina með mikilli við- höfn. Hið mikla skip skyldi bera orðstír sænskrar dýrðar yfir úthöf- in. Skipið flaut en þó skemur en menn höfðu gert ráð fyrir. Áður en skipið náði hafnarkjaftinum valt það, sneri upp kili og sökk til botns. Dýrðin var skammvinn. Hið stolta fley var sokkið. Þyngdarpunkturinn var ekki á réttum stað. Skyldi ríkisstjómin trúa því að hún hafi fundið hinn eina, sanna þyngdarpunkt verðbólgunnar og þar með smíðað sér það flaggskip sem ekki getur sokkið. Flestir sjá, að það verður að flytja þyngdar- punktinn til, ef skipið á ekki að sökkva. Höfundur er forseti ASÍ. Stöð 2 ræðir við kirkjuimar menn um samstarf VIÐRÆÐUR eru nú hafnar á milli kirkjunnar manna og for- ráðamanna Stöðvar 2 um sam- vinnu á sviði dagskrárgerðar á trúarlegu efni, og þá hugsanlega frá og með næsta hausti. Bemharður Guðmundsson, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að svo virtist sem mikill vilji væri fyrir hendi hjá Stöð 2 um slíkt sam- starf, ekki bara á framleiðslu trúarlegs efnis fyrir böm heldur einnig fyrir aðra aldurshópa. Fram kom að trúarlegt barnaefni mun verða flutt óraglað á Stöð 2 ef af því verður og kirkjunnar menn lögðu ríka áherslu á að efnið yrði ekki flutt á þeim tímum dags er bamastarf fer fram í kirkjunum. Bemharður sagðist hafa kallað saman fulltrúa bama- og æskulýðs- starfs í landinu til skrafs og ráðagerða fyrr 5 vikunni vegna fyr- irhugaðs samstarf við Stöð 2 og hefði þar komið fram ótvíræður vilji til samstarfs. Eftir þann fund fór síðan fjögurra manna nefnd kirkj- unnar manna á fund forráðamanna Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag til að ræða um með hvaða móti samstarf væri mögulegt. Ásamt Bemharði, var í nefndinni Ragn- heiður Sverrisdóttir djákni í Fella- og Hólasókn, séra Valgeir Ástráðs- son frá fjölmiðlanefnd Reykjavíkur- prófastdæmis og Gunnar Siguijóns- son guðfræðistúdent. Bernharður sagði að ekki væri ljóst með hvaða hætti þetta gæti gengið, en næstu skref væri tillögugerð af hálfu beggja aðila. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.