Morgunblaðið - 28.03.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.03.1987, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Sauðárkrókskirkja: Margt um að vera í upphafi sæluvikunnar MAJRGT er um að vera hjá Sauð- árkrókskirkju í upphafi sseluviku svo sem venja er til. Sunnudaginn 29. mars verður bamamessa kl. 11.00 og almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Einnig verða hin árlegu kirkjukvöld Sauðárkrókskirkju mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30. í messunni á sunnudag verður kynning á starfsemi Gideon-félags- ins og þá mun Bjami Guðleifsson frá Möðruvöllum predika. Kl. 15.00 á sunnudag verður samkoma fyrir eldri bæjarbúa í safnaðarheimilinu. Þar mun Lionsklúbbur Sauðárkróks annast dagskrá og veitingar. Hin árlegu kirkjukvöld verða Verður tónlistar- bandalagið lagt niður? Á AÐALFUNDI Tónlistarbanda- lags íslands, sem haldinn verður í Reykjavík næstkomandi sunnu- dag, verður fjallað um hvort leggja beri bandalagið niður eða hvort halda skuii starfseminni áfram. Er þetta boðað í fundar- boði til fulltrúaráðsmanna í tónlistarbandalaginu en það var stofnað fyrir tveimur árum. Með stofnun Tónlistarbandalags íslands var fyrirhugað að sameina hagsmuni ýmissa félaga og sam- taka er vinna að tónlistarmálum og (R INNLENT vinna að framgangi þeirra mála er samtökin óskuðu eftir hveiju sinni. Stjóm bandalagsins hefur unnið að ýmsum málum en svo virðist sem áhugi á starfseminni hafí dofnað. Hefur enginn aðili bandalagsins óskað eftir því við stjómina að tek- in verði ákveðin mál til umfjöllunar. Undanfarin misseri hefur stjómin kannað möguleika á útgáfu tónlist- artímarits og verður nánar greint frá þeim hugmyndum á aðalfundin- um. Þar fara einnig fram venjuleg aðalfundarstörf verði það ekki ofan á að starfsemi bandalagsins skuli hætt. Óskað er eftir því að fulltrúa- ráðsmenn sendi varamenn í sinn stað sjái þeir sér ekki fært að sitja fundinn. Hann á að hefjast klukkan 16.54 sunnudaginn 29. mars og verður haldinn í veitingahúsinu Gauki á Stöng. síðan mánudags- og þriðjudags- kvöld og hefjast þau kl. 20.30. Kirkjukór Sauðárkróks syngur bæði kvöldin við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Ómar Ragnarsson fréttamaður flytur erindi á mánu- dagskvöldið sem hann nefnir „Syngið Drottni nýjan söng“. Einn- ig leikur Timothy Beilby tónlistar- kennari einleik á fíðlu. Á þriðju- dagskvöldið verður ræðumaður sr. Birgir Snæbjömsson, prófastur Eyfírðinga. Einnig mun Geysis- kvartettinn frá Akureyri syngja við undirleik Jakobs Tryggvasonar. Frá kl. 20.00 báða dagana leikur organ- isti kirkjunnar þekkt verk á orgelið. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Hjálmar Jónsson Aug'lýsingadeild Rík- isútvarpsins flytur „Bandaríska aðferð- in“ í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- aðferðinni“ þar sem Dennis ingar á myndinni „Bandarísku Hopper, Michael Poolard og ____________ Eugene Lipinski fara með aðal- AUGLÝSINGADEILD Rikisút- varpsins flytur í dag, 28. mars, í ný húsakynni í útvarpshúsinu í Efstaleiti 1 í Reykjavík. Auglýsingadeild rásar 1 og rásar 2 auk auglýsingadeildar sjónvarps- ins verða sem ein heild í nýja útvarpshúsinu. Auglýsingadeildim- ar hafa verið á þremur stöðum, Skúlagötu 4, Efstaleiti 1 og Lauga- vegi 168. Nýtt tölvukerfí hefur verið tekið í notkun fyrir auglýsingadeildimar á rás 1 og rás 2 og verður þá öll auglýsingadeildin tölvuvædd. Auglýsingadeildin er opin frá kl. 8.00 til 18.00 alla virka daga og ffá kl. 8.00 til 12.00 laugardaga. hlutverkin. Leikstjóri myndar- innar er Maurice Phillips. í frétt frá kvikmyndahúsinu seg- ir að enn standi forsetakosningar fyrir dymm í Bandaríkjunum og nú bregður svo við að kona nokk- ur, frú Willa Westinghouse, hefur gefíð kost á sér og em góðar Iíkur á að hún verði frambjóðandi flokks síns. En eins og gengur em ekki allir ánægðir með það, meðal þeirra em nokkrir fyrmm hermenn sem höfðu barist í Vietnam. Þessir menn hafa þá sérstöðu að þeir em sérfræðing- ar á sviði sálfræðilegs hemaðar. Kári Kolbeinsson og Jóhann Steinar Helgason. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Ingiriður Harðardóttir við eitt verka sinna. Seyðfirðingar drekka sólarkaffi. Á myndinni má m.a. sjá Kristjönu Bergsdóttur félagsmálafulltrúa fyrir miðju. Sólardaerur Seyðfirðinsra Seyðisfirði. í LOK febrúar héldu Seyðfirð- ingar upp á sólarkomu, en þá Björn Ómar Guðmundsson og Stefán Sveinn Ólafsson. Hluti veggmyndar Rakelar í baksýn. sést sólin í ölium bænum eftir nokkurra mánaða fjarveru eða frá því um miðjan nóvember. Af þessu tilefni var haldin nokkurs konar fjölskyldusam- koma í Félagsheimilinu Herðu- breið, með ýmsum uppákom- um. Bömin í skólanum höfðu fengið það verkefni hjá myndmennta- kennaranum nokkru áður að teikna mynd út frá hugtakinu „sést til sólar“ og voru myndimar til sýnis í félagsheimilinu í nokkra daga. Síðan var valin besta mynd- in og bömin máluðu hana á stærsta vegginn í félagsheimilinu og þar var hún til sýnis þennan dag. Það tók krakkana um viku að mála myndina á vegginn undir leiðsögn Kristjönu Bergsdóttur félagsmálafulltrúa og Oddnýjar Stefánsdóttur myndmenntakenn- ara. Myndin sem varð fyrir valinu er eftir Rakel Baldursdóttur 12 ára. Myndlistarkonan Ingiríður Harðardóttir hélt þama málverka- sýningu, en hún er borinn og bamfæddur Seyðfirðingur og hef- ur lokið prófí frá Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þetta var hennar fyrsta einkasýning og vakti hún mikla og verðskuldaða athygli. Nokkur heimilisiðnaður er stundaður hér á Seyðisfirði og á sumrin er rekinn hér útimarkað- ur, þar sem kvenfélagskonur hafa þessa vöm til sölu fyrir ferða- menn. En þennan dag var sett upp sýning í Herðubreið á þessum heimilisiðnaði og vom þama sýnd- ir margir fallegir munir sem vöktu athygli gesta. Jóhann Svein- bjömsson bæjargjaldkeri flutti minni kvenna og leshópur kvenna las upp smásögu eftir Iðunni Steinsdóttur. Jón Bjömsson kenn- ari söng nokkur lög við undirleik Guðjóns Matthíassonar harmon- ikkuleikara. Meðal annars fmm- fluttu þeir „ Seyðisfjarðarvalsinn", sem Guðjón samdi sérstaklega í tilefni dagsins, við texta Valgeirs Sigurðssonar kennara. Að lokum fengu allir sér sólarkaffí og ijóma- pönnukökur. Skipulagning þessarar sam- komu var í höndum Kristjönu Bergsdóttur félagsmálafulltrúa. — Garðar Rúnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.