Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 45 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson NámskeiÖ í stjömuspeki í dag verður síðasta greinin um stjömuspeki fomaldar. Miða ég þá við fall Rómar á fimmtu öld. Firmicus Maternus Síðastur merkra stjömuspek- inga fomaldar var Julius Firmicus Matemus, lögfræð- ingur og öldungadeildarþing- maður, ættaður frá Sýrakus á Sikiley. Hann starfaði á fyrri hluta fjórðu aldar. Á efri árum dró hann sig í hlé og helgaði líf sitt fræðimennsku. Eftir hann liggur ritið Mat- heseos Libri VII, eða Átta bækur um kenningar stjömu- speki. Þetta rit dregur saman þekkingu þess tíma á stjömu- speki. Það merkilega við Matheseos er kannski það að það var eitt fyrsta rómverska verkið sem var uppgötvað á miðöldum. Það var fyrst þýtt á Spáni á 10. öld og barst til Englands í lok 11. aldar. Spádómar Sem höfundur þykir Firmicus ekkert sérstaklega frumlegur. Enda kom fátt merkilegt í ljós hvað varðar hugsun og fræði- mennsku frá síðasta skeiði Rómar. Einkennandi fyrir bókina er áhersla á spádóma og fullyrðingar um að ákveðn- ar afstöður leiði óhjákvæmi- lega til einhverra tiltekinna atburða. Sem dæmi má nefna: „Merkúr og Venus saman í 2. húsi skapa einstaklinga sem standa í töluverðum við- skiptum og eru uppteknir við mikilvæg málefni í lengri tíma í einu. Þeir eru geðugir og heillandi í lífi og persónuleika, en hafa of sterka kynhvöt og eru drykkfelldir ..." Ófrelsi Þama birtist sú tilhneiging eldri stjömuspekinga að halda því fram að ákveðin orka leiði svo til óhjákvæmilega til ákveðinna atburða. Einstakl- ingurinn sjálfur hefur lítið val. Slíkar fullyrðingar byggj- ast yfirleitt á því að viðkom- andi stjömuspekingur þekkir nokkra einstaklinga sem hafa ákveðna stöðu, t.d. Venus og Merkúr ( 2. húsi. Hann spyr sjálfan sig: Hvemig fólk er þetta? Útfrá þessum litla hópi manna er síðan dregin sú ályktun að allir sem hafi sömu stöðu hljóti að vera eins. Ann- ars vil ég ekki gagnrýna löngu látna höfunda. Hugsanlega veit Firmicus af þessu og ger- ir sér grein fyrir því að uppeldi, ytri aðstæður og frjáls vilji mannsins hafa áhrif, en gætir þess ekki að koma þeirri vitneskju nægi- lega skýrt frá sér. Fýrir vikið finnst 20. aldar lesendum verk hans hálf hlægileg. Skemmtileg innsýn Annars em bækur eins og Matheseos skemmtilegar, ekki síst fyrir það að þær sýna okkur inn í nýja og sér- kennilega veröld: „Staða Venusar í 9. húsi gefur til kynna stöðuga ásókn anda. Viðkomandi ganga um óþrifa- legir og illa til fara eða eyða tíma sínum í musterum og segjast boða vilja guðanna. Stundum túlka þeir drauma." Fyrst og fremst gefa svona lýsingar innsýn I hugsunar- og lifnaðarhætti ttmans. Reyndar er slíkt alltaf hlut- verk stjömuspeki; að fyalla um mannlífið og vera spegill tímans. Við fall Rómar árið 476 lauk ákveðnu menningar- skeiði og við tók 500 ára hnignun í evrópskri hugsun og menningu. Á meðan varð- veittu arabar menningararf hinna fomu Grikkja. GARPUR GRETTIR DYRAGLENS (VÍLTU FARA i QOMSO-A V TOK, i-ANA ? ) V ---~—V----1------' ' ' v ■ UOSKA ? I HANN 5£tDI lO ~ | |/V1II_LJÓM HLL)rA8REFv JjJ * í supua-pakóta <sofo-fT\ s 1 álCIPAFÉLASIMU „------'XJJ Fae>' \/AP CCDVMM /V Mr\ rtKUIIMMlMU SMAFOLK LIV/IN6 IN THE PE5ERT ISN'T ALL BAP... ■0-------------- /0-/2. © 1985 United Feature Syndicate.lnc. TMERE'5 BEAUTIFUL' SCENERY... Það er hreint ekki svo Landslagið er fallegt bölvað að búa í eyðimörk- inni ... Samræðurnar ánægjuleg- Hæ, steinn! ar ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hindmn vesturs átti sinn þátt í því að NS fóm í fremur hæpna spaðaslemmu, en hún varð jafn- framt til þess að sagnhafi fann bestu leiðina til vinnings. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KD94 ¥ D73 ♦ KG82 ♦ G5 Vestur Austur ♦86 imn 472 ♦ AKG9842 V105 ♦ 4 ♦ D10653 ♦ 842 +D973 Suður ♦ ÁG1053 ♦ 6 ♦ Á97 ♦ ÁK106 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði 3 hjörtu 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Fjögur grönd suðurs var fímm „ása“ Blackwood, þar sem trompkóngurinn er metinn sem ás. Sú er skýringin á fimm tígla svari norðurs. Vestur lyfti hjartaás gegn slemmunni, og skipti svo yfír í tromp. Sagnhafi, einn af risum íþróttarinnar, Oswald Jacoby, tók slaginn í blindum og spilaði laufgosa. Austur lagði drottn- inguna á eftir nokkra umhugs- un. Það var rétt vöm, því Jacoby var ákveðinn í að svína. Án af- skipta vesturs af sögnum væri besta leiðin vafalaust að stinga tvö lauf í blindum og treysta á tígulsvinninguna. En nú var Ijóst að austur átti lengd í láglitunum og líklega báðar drottningamar. Jacoby notaði innkomur blinds á tromp til að stinga hjörtu heima og fjölgaði þannig slögunum um einn. Staðan leit þá þannig út: Norður ♦ 4 ¥- ♦ KG82 ♦ 5 Vestur Austur ♦ - ♦ - ♦ KG9 II ¥- ♦ 4 ♦ D106 ♦ 84 Suður ♦ - ¥- ♦ Á97 ♦ Á106 ♦ 973 Næsta skrefíð var að þvinga austur í laufi og tígli. Jacoby tók tígulás og kóng og síðasta trompið gerði út um austur. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opna alþjóðlega mótinu í Lugano í Sviss, sem lauk fyrr í þessum mánuði, kom þessi staða upp í skák þeirra Barbero, Arg- entínu, sem hafði hvitt og átti leik, og heimamannsins Rtlet- schi. Hvítur fann snjalla leið til að komast út í auðunnið endatafl: 24. Hxf7+! - Hxf7, 25. Dxh6+! - Kg8, 26. Dh8+ - Kxh8, 27. Rxf7+ - Kg8, 28. Rxd6 og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.