Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 ~ 57 Minning: Einar Birkir Guðbergsson Fæddur 17. júlí 1983 Dáinn 23. mars 1987 farvegur og svo var með fleira. En þetta hafði engin áhrif á ná- býli okkar og samstarf. Tómas var alltaf boðinn og búinn að veita að- stoð ef með þurfti. Samskipti okkar þessi ár voru margvísleg og af ýmsum toga. Allt frá því að gant- ast saman á leiksviði. Leggja á bakið 100 kg síldarmjölssekki eða kolapoka við uppskipun og vaka jrfír doðakúm. Alltaf var Tómas samur og jafn. Hinn trausti hlekkur. Það kom stundum fyrir að hann væri seinn til svars er vanda bar að höndum sem þurfti að leysa. Eftir andartaks hlé kom oft þetta svar: „Ætli maður reyni ekki.“ Þar með var málið útkljáð og lið- veisla hans fulltryggð. Það er langur vegur frá Stafni til Breiðaijarðar talið í kílómetrum, en þó miklu lengra sé mælt í bú- skaparháttum. Það er tvennt ólíkt að stunda búskap á heiðarbýli norður í Þing- eyjarsýslu eða á hlunnindajörð við Breiðafjörð þar sem segja má að hálft jarðargagnið sé í sjó. Það er sitt hvað að stunda hey- skap í eyjum eða á fyalli. Það þarf bæði þekkingu og reynslu til að nytja hlunnindi svo vel fari. Allt þetta tiléinkaði Tómas sér á skömmum tíma. Naut hann þar meðfæddrar vandvirkni og hag- leikni. Hann varð að vísu aldrei sjósóknari til jafns við innfædda breiðfírska formenn. En hann náði þeim tökum á báti er dugðu honum til að nytja eyjagagns og aðdrátta. Tómas saftiaði ekki fjármunum. Til þess lágu ýmsar ástæður. Stórt heimili til framfærslu, oft þröng og ótrygg ábúð. En síðast en ekki síst hversu veitul þau hjón voru. Hann reisti sér aldrei hurðar- ás um öxl með lántökum. Hans lífsstíll var í ætt þeirrar kynslóðar, er taldi farsælast að sjá fótum sínum forráð. Þau hjón voru með afbrigðum gestrisin og nutu þess að blanda geði við gesti sína og veita þeim af rausn. Staðurinn og störf Tómasar buðu upp á gestanauð. Það vakti reyndar furðu margra hversu vel þeim hjón- um nýttist aflafé sitt. En þar kom til nýtni þeirra og umhyggja. Og alla tíð voru þau veitendur. En Tómas safnaði öðrum verð- mætum. Hann eignaðist vináttu og virðingu meðbræðra sinna. Með leyfí Kristínar dóttur hans langar mig að lokum að minnast hér atviks er hún sagði mér frá. Þegar búið var að kistuleggja var nokkur óvissa um hvort næðist strax í bíl til þess að flytja kistuna vestur en óhægt var um geymslu hennar á staðnum. Er þetta var rætt gefur sig fram ungur maður og segir: „Eg lána ykkur bara minn bíl.“ Kristín sagðist hafa orðið undr- andi, því hún þekkti manninn ekki og hann gerði engan fyrirvara um ökumann eða annað er bílinn varð- aði. Vegna uppruna mannsins kemur mér ekki á óvart þótt hann sé skjótgreiðvikinn. Þó langar mig til að seilast lengra. Maðurinn vissi reyndar full skil á Tómasi því hann var fæddur hér í sveit en fluttist ungur úr byggðar- laginu. Hins vegar efast ég um að hann hafí nokkur bein tengsl haft við þá er þama voru staddir. Sjálf- sagt hefur honum einnig verið kunnugt að afi hans og faðir voru góðvinir Tómasar. En var það næg ástæða til að treysta ókunnu fólki fyrir bílnum? Nú gef ég mér þá forsendu að vin- átta feðranna hafí á vissan hátt átt þama hlut að máli og þann veg fannst mér Kristín líta á málið. Væri þá ekki leyfilegt að álykta að samhygð, samhjálp og samvinna séu þau verðmæti er gildi halda þótt annað reynist hjóm. Undir það myndi Tómas taka mætti hann mæla. Það var hans sannfæring og þeirri sannfæringu var hann trúr. Tómas er horfínn af sviðinu. Við sem áttum samleið með hon- um í áraraðir þökkum og söknum hans. í okkar augum eru Reykhólar aðrir en áður. Ég og ijölskylda mín vottum Steinunni og öðru vandafólki samúð okkar. Jens Guðmundsson Kveðja frá afa og ömmu í Bol- ungarvík, Anítu systur og fjöl- skyldu. Vegir drottins eru órannsakan- legir, og í dag kveðjum við með harmi og söknuði litla drenginn okkar, sem er látinn. Einar litli- fluttist með foreldrum sínum hingað vestur og var hann litla sólskinið í lífi okkar allra, fallegt og yndislegt barn sem hann var og ávallt verður í hugum okkar og við vitum í hjört- um okkar að Jesús sagði: Leyfíð bömunum að koma til mín og ban- nið þeim það ekki, því að þeirra er Guðs ríki. Með þetta fyrirheit ritn- ingarinnar vitum við, elsku foreldr- ar, að Drottinn mun veita ykkur huggun í sorg ykkar. Það er rúmt ár síðan Einar og foreldrar fluttust suður til Reykjavíkur og við viljum þakka fjölskyldu tengdadóttur okkar á Ashóli í Holtahreppi fyrir alla þá hlýju og umhyggju í garð Einars litla og Drottins blessun. Birkir Skúlason, Sigríður Guð- bergsdóttir og fjölskylda. Ég get varla trúað því ennþá að heimsins besti frændi sé kominn til Guðs, aðeins þriggja ára og átta mánuðum betur. Þessi myndarlegi og skýri drengur sem alltaf var til- búinn að gera allt sem hann gat til að gleðja aðra, bæði ménn og dýr. Og þegar ég minnist þess get ég ekki annað en hugsað um það sem stendur í Opinberun Jóhannes- ar 19.11: Þá sá ég himininn opinn og sjá: Hvítur hestur. Sá, sem á honum sat, heitir Trúr og Sannur, hann dæmir og berst með réttvísi." Það er ekki hægt að segja annað en þau sem Guð elskar, deyja ung. En það verðum við að muna að meðan minningin er til, deyr eng- inn, þess vegna verður Éinar Birkir alltaf hjá okkur. „Kristur minn ég kalla á þig komdu að rúmi mínu. Gakk hér inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum." Með þessu vil ég votta elsku stóru systur minni og besta mági í heimi, Önnu Grétarsdóttur og Guðbergi Gr. Birkissyni, mína innilegustu samúð. Elín Grétarsdóttir, Áshóli. Ástarkveðjur frá afa og ömmu, Áshóli. í dag er til grafar borinn Einar Birkir Guðbergsson að Hraungerð- iskirkju. Harmafregnin um hina skyndi- legu brottför Einars litla skilur eftir í hjörtum okkar sorg og djúpan söknuð. Einar hafði flust vestur til Bol- ungarvíkur með foreldrum sínum Guðbergi Birkissyni, syni Birkis Skúlasonar og Sigríðar Guðbergs- dóttur og Anítu systir sem eru búsett hér vestra. Móðir Ejnars er Anna Grétarsdóttir frá Áshóli í Holtahreppi. Þau hjón urðu okkar einlægu vinir og Hjalti sonur okkar og Ein- ar litli hinir mestu mátar og leik- félagar. Þeir voru nánast óaðskilj- anlegir og voru ávallt fagnaðarfundir er þeir hittust. í hugum okkar er ennþá lítill og fal- legur drengur sem kom brosandi og glaður að hitta okkur í Meiri- Hlíð. Einar fluttist fyrir rúmu ári til Reykjavíkur þar sem foreidrar hans stofnuðu lítið einkafyrirtæki og naut hann heimilis þeirra og ástúðar. Einnig vitum við að hann átti ekki einungis ástkæra fyöl- skyldu í Bolungarvík því að hann átti einnig hlýju og aðdáun afa og ömmu að Áshóli í Holtahreppi. Enda var Einar náttúrubam í sér og naut þess að segja okkur frá þeim unaðsreiti er hann þar átti. Okkur er ekki gert kleift að ráða gátur þessarar tilveru okkar hér á jörð, en mánudaginn 23. mars síðastliðinn var lítill drengur hrifínn burt af þessari jörð frá elskandi foreldrum og ástkærri ijölskyldu til þess að hvfla í faðmi og umsjá Drottins. Kæru vinir, við vottum ykkur innilega samúð okkar og guðs blessun. Fjölskyldan Meirihlið Bolungarvík: Ragnar Haraldsson, Sigríður Þórðardóttir, Hjalti Ragnarsson, Gísli Ragnarsson. Allt upp í 20% gjaldskrár- lækkun taki ríkið skuldir á sig - segir Ingólfur Hrólfsson, veitu- stjóri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar VEGNA mistaka við vinnslu Morgunblaðsins, sem kom út í gær, féllu niður hlutar úr þessum tveimur fréttum. Þær eru því birtar hér aftur í heild. „ÉG tel að gjaldskrá hitavei- tunnar geti lækkað allt að 20% miðað við núverandi stöðu á vaxtamörkuðum og ef tekst að losa veituna við 400 miiyónir eins og rætt hefur verið um í ríkisstjóm,“ sagði Ingólfur Hrólfsson, veitustjóri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, f samtali við Morgunblaðið i gær. Hitaveitan skuldar rúmlega einn milljarð auk þeirra 400 millj. kr., sem í ráði er að losa hana við. Fundur verður í stjóm hitavei- tunnar nk. mánudag og verða þar tillögur ríkisstjómarinnar ræddar. Þá er gert ráð fyrir því að eigna- raðilar fundi bráðlega um málið og ræða síðan við fjármálaráðu- neytið í framhaldi að því. I fyrsta lagi er lagt til að stofn- að verði sameiginlegt orkuveitu- fyrirtæki í Borgarfjarðarhéraði þar sem ríkið legði til allt að 150 millj. kr. og að þetta nýja fyrir- tæki yfírtæki allar eignir og skuldir þeirra orkufyrirtækja sem á svæðinu em. Þessi fyrirtæki em: Hitaveita Akraness og Borg- arfjarðar, Rafveita Akraness, Rafveita Borgamess, Rafmagn- sveitur ríkisins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Andakflsár- virkjun og dreyfíveitan á Hvann- eyn. I öðm lagi er lagt til að ríkið kaupi eignarhluta þeirra sem eiga hitaveituna í Andakílsárvirkjun og kaupverð verði látið ganga upp í skuldir hitaveitunnar. Síðan mun það sem upp á vantar verða skipt á milli eignaraðila og ríkisins til fjármögnunar. Talað er um að létta þurfi 400 millj. kr. af hitavei- tunni þannig að ef út úr Andakfls- árvirkjun kæmu með þessu móti um 100 millj. kr., þá standa eftir um 300 millj. kr., sem myndu samkvæmt tillögunni skiptast á milli ríkis og eignaraðila. „Fyrst og fremst er verið að reyna að bjarga hitaveitunni, en ákveðin andstaða ríkir við þessar hugmyndir, sérstaklega um að sameina hitaveituna Andakflsár- virkjun þar sem ekki em sömu eigendur að þessum fyrirtækjum. Ekki þykir því sjálfgefið að eig- endum virlqunarinnar fínnist sjálfsagt að sameinast hitavei- tunni,“ sagði Ingólfur. Akraneskaupstaður á þriðjung í Andakflsárvirkjun, Mýrarsýsla á jafnframt þriðjung í virkjuninni og Borgarfjarðarsýsla þriðjung. Hitaveitan er hinsvegar í 72,8% eigu Akraneskaupstaðar, Hita- veita BorgarQarðar á afganginn, 27,2%, en í henni em eigendur Borgameshreppur, Andakils- hreppur og Bændaskólinn á Hvanneyri. Þriðji möguleikinn, sem reifað- ur var í ríkisstjóm um vanda Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar, mun hafa verið sá að ríkið yfirtaki 175 millj. kr., og eigna- raðilar yfírtækju 200 millj. kr. á móti. Hinsvegar mun óleyst með hvaða hætti eignaraðilar munu geta yfirtekið þessar skuldir og hvort sveitarfélagið treysti sér einfaldlega til þess, að sögn In- gólfs. „Mér sýnist hinsvegar þessi þriðji kostur sá skásti. Hann er að minnsta kosti sá eini sem ég Selfossi. HJÁ Húsgagnaiðjunni á Hvols- velli er nú unnið að smíði á raðsófum og stólum í flugstöðv- arbygginguna á Keflavíkur- flugvelli. Um er að ræða i kringum 140 sæti sem kosta munu um fjórar milljónir króna. sé að er framkvæmanlegur," sagði Ingólfur. Undanfarin ár hefur veitan ekki getað staðið sjálf und- ir vaxtagreiðslum, en séð var fram á það nú að hægt yrði að standa skil af vaxtagreiðslum með 14% boðaðri hækkun á gjaldskránni ffá og með sl. áramótum. Ekki hefur ennþá orðið af hækkuninni, en ákvörðun um hækkun hefur tvisvar sinnum verið frestað, að sögn hitaveitustjórans. Franz Ámason, hitaveitustjóri á Akureyri, sagði að ekki hefðu verið gerðar neinar tillögur vegna vanda Hitaveitu Akureyrar. „Ríkisstjómin ijallaði vissulega um veituna, en ég get ekki séð Flestir sófamir em úr þykku leðri sem unnið er úr dönskum nautshúðum. Húsgagnaiðjan á Hvolsvelli sér að öllu leyti um smíðina, hönnun og útfærslu. Það var Ólafur Ólafsson, sem teiknaði húsgögnin, og Kjartan Einarsson sem útfærði bólstrunina í samráði neinar lausnir í sjónmáli. Við send- um nefndinni greinargerð um hvemig við teldum mögulegt að lækka gjaldskrá veitunnar, en mér vitandi hefur ekkert verið tekið tillit til hennar. Skuldbreyting hefur þegar farið fram og ríkis- stjómin hefur ekki boðist til þess að taka við skuldum af Hitaveitu Akureyrar." Hitaveita Akureyrar skuldar nú um 2,2 mifljarða kr. Franz sagðist ekki geta séð að þó gert sé ráð fyrir að Hitaveita Akraness og Borgamess og Hitaveita Vest- mannaeyja fái „smástyrk" frá ríkissjóði, stæðu þær betur að vígi á eftir - það væri örugglega mis- skilningur. Athugasemd í gær féll niður nafn höfundar við greinina_ íslensk hönnun, en hana ritaði Ásdís Loftsdóttir. við húsameistara ríkisins. Hjá Húsgagnaiðjunni vinna 22 í allt og þar eru framleidd heimil- ishúsgögn af ýmsum gerðum og sérhönnuð húsgögn fyrir elli- og dvalarheimili. — Sig. Jóns. Sófar úr nautshúðum fyrir nýiu flugstöðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.