Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 55

Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 55 aði vel á orgel, tók oft unglinga í læri og studdi þá fyrstu fetin á því sviði. Þegar ég var smádrengur átti ég því láni að fagna að dvelja á þessu góða heimili um nokkurra vikna skeið á vetri hveijum og bjó þar við eftirlæti. Trúlega hefur þessi venja helgast af því að ég er heitinn eftir Guðmundi sáluga í Vatnshlíð og var skírður við kistu hans. Þetta árvissa fagnaðarefni er mér ógleymanlegt. A milli mín og Péturs frænda míns mynduðust sterk tilfinningatengsl, sem aldrei rofnuðu þótt á ýmsu hafí gengið í lífí mínu og ævinlega þegar fundum okkar hefur borið saman á lífsleið- inni hefí ég „fundið mig heima" í návist hans. Árið 1938 brugðu Pétur og Herdís búi og fluttu til Sauðár- króks, þar sem heimili þeirra stóð síðan. Herdís andaðist haustið 1971. Það var mikill missir fyrir Pétur en hann bar áfallið með æðruleysi hins trúaða og yfírvegaða manns. Heilsu og kröftum hélt hann lengi, bjó í húsi sínu og var sjálfum sér nægur fram á tíræðisaldur. Síðustu árin átti hann athvarf á sjúkrahúsi Sauðárkróks, sáttur við Guð og menn og þakklátur þeim sem önnuðust hann. Hann var líka það lánsamur að Þuríður dóttir hans, sem alltaf hef- ur sýnt föður sínum mikla um- hyggju er starfandi á sjúkrahúsinu og má nærri geta hvað návist henn- ar hefur verið honum mikilvæg. ' Andlegum kröftum og reisn hélt hann til þess síðasta og fékk hægt andlát. Góður maður er genginn, langri vegferð lokið. Blessuð sé minning Péturs frá Vatnshlíð. Guðmundur Gunnarsson Vatnshlíð — þetta bæjamafn var mér ríkt í huga á bemskuárunum. Yfír því hvíldu einhveijir óvenjuleg- ir töfrar. Þar bjó móðursystir mín, Herdís Grímsdóttir, og maður henn- ar, Pétur Guðmundsson, ásamt tveim dætrum sínum. Ég hafði aldr- ei komið þar, en þegar á heimilið var minnst fýlgdi því ávallt virðing. Pétur fæddist 18. júní 1887 í Vatnshlíð og ólst þar upp, sonur hjónanna Þuríðar Lilju Stefáns- dóttur frá Geldingaholti í Skagafirði Sigurbjörg ólst að mestu leyti upp hjá afa sínum og ömmu. Nálægð hennar og nærvera með syni sína á síðari ámm hefur áreiðanlega dregið úr þeim tómleika og til- gangsleysi sem oft vill verða vart hjá gömlu fólki sem lokið hefur störfum. Ég og fjölskylda mín þökkum samveruna. Ingimundur Benediktsson Útför Salómons fór fram í gær, föstudag, frá Fossvogskapellu. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! og Guðmundar Sigurðssonar frá Reykjum á Reykjabraut í Húna- vatnssýslu. Hann lést 19. mars sl. og vantaði því aðeins 3 mánuði í að verða 100 ára. Herdís var af hinni svokölluðu Syðri-Reykjaætt í Biskupstungum, dóttir Ragnheiðar Gissurardóttur og Gríms Einarsson- ar, er þar bjuggu um langt árabil. Hún fæddist 15. nóvember 1884, en lést 15. september 1971. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vatnshlíð, en 1938 fluttu þau til Sauðárkróks og áttu þar heima til æviloka. Vatnshlíð er Skagafjarðarmegin við Vatnsskarðið, en tilheyrir þó Húnavatnssýslunni. Það mun hafa verið talin kostarík jörð á tíma hinna fyrri búskaparhátta, og þar eru talsverð hlunnindi af veiði í vatni og lækjum. Og þótt jörðin standi nokkuð hátt er þar mikil veðursæld í skjóli Vatnshlíðar- hnjúksins. Þar er mjög fallegt, sérstaklega að sumarlagi, enda Vatnið rétt við túnfótinn og Vala- dalshnjúkurinn gnæfir yfír. Þau hjónin, Herdís og Pétur, ráku gott og arðsamt bú. Pétur var mjög vinnusamur og natinn við hvert eitt verk, þau samhent um alla búsýslu og Herdís góð húsmóðir í þess orðs besta skilningi. Hjá þeim leið öllum vel, hvort heldur mönnum eða mál- leysingjum. Bæði voru þau listræn í sér; hann sérstaklega söngvinn, en innan bæjar bar allt vott smekk- vísi og umhyggju. Er Pétur var ungur, sótti hann nám í orgelleik til Akureyrar. Tónlistin _var hans hugðarefni til æviloka. Á Sauðár- króki héldu þau heimili þar til Herdís lést. Pétur vann þar fulla vinnu fram á níræðisaldur, en hin síðustu ár dvaldi hann á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki. Hann hafði fótavist og hélt að mestu andlegum kröftum til dauðadags. Herdís og Pétur eignuðust tvær dætur, er upp komust, Kristínu og Þuríði. Hvor um sig eiga þær tvö böm, og bama- böm þeirra em níu. Það mun hafa verið sumarið 1930, að ég, Konráð bróðir minn og Grímur Gíslason frá Saurbæ fómm ríðandi norður í Vatnshlíð. Það var ströng dagleið, enda farið um Blönduós. Þetta var heillandi ferðalag sem og móttökumar. Fyrir þessa heimsókn hafði ég lítil kynni haft af fjölskyldunni í Vatnshlíð, en eftir komuna þangað og dvölina í einn dag, skildi ég virðinguna, er ég ávallt fann, þegar Vatnshlíðar- fólkið bar á góma, og sú minning hefur ekki breyst. Mér kemur nú í hug, þegar ég nú minnist þessara hjóna, hve mik- ils virði okkur frændfólki og vinum þeirra var að fá þau í heimsókn, eða að koma við hjá þeim, hvort heldur var í Vatnshlíð eða á Sauðár- króki. Herdís, þessi fallega, fíngerða kona, sem öllum vildi vel, og Pétur með sína ljúfu lund og tónlistaráhuga. Hann greip til org- elsins hvenær sem færi gafst, og mörgum kenndi hann. Þá mun hinn aðlaðandi persónuleiki og tónnæmi . hafa komið sér vel fyrir nemend- urna, sem án efa hafa verið haldnir minnimáttarkennd, en löngun til að spila á hið dýrmæta hljóðfæri heim- ilanna, stofuorgelið svokallaða. Herdísi fór vel að skarta, hún bar með ágætum íslenska búninginn, og fagra, mikla hárið hennar í tvö- földum fléttum náði allt til beltis. Hún var hógvær í fasi og við kynni. Nú við fráfall Péturs, færum við Lára þeim Vatnshlíðarsystrum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Úndan lögmáli lífs og dauða kemst enginn. Þau Vatnshlíðarhjón voru búin að eiga langa og góða ævi, þótt ekki hafí verið án skugga. Minningin um góða foreldra, afa og ömmu lifir. Haukur Eggertsson NÝR ÞÁTTUR Á STÖD 2 SUNNUDAG KL 20:50 Bíll er bara bíll í augum margra, aðeins tæki til að flytja mann úr einum stað í annan. Aðrir líta bílinn allt öðrum augum. Hann er tákn og tómstundagaman. Svo er til þriðji hópurinn, þar sem bílaáhuginn er nánast trúarbrögð. Nýi þátturinn „BÍLAFT erfyrir alla þessa hópa. Fjallað verður um notagildi ýmissa tegunda bíla og þeir prófaðir. Sýndar verða nýjartegundir í fyrsta sinn, sýnt úr rallkeppni og margt fleira. Lifandi og skemmtilegur þáttur fyrir alla. STOÐ-2 „BÍLAR" STÖÐ 2 SUNNUDAG KL. 20:50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.