Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 12

Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 H Ó T E L E S J A HANS Indriðason hótelstjóri á Hótel Esju náði á síðasta ári verulegnm árangri með endurskipulagninu á rekstri hótelsins og varð arðsemin u. þ. b. helmingi meiri eftir breytinguna. Hans hefur unnið á vegum Flugleiða um árabil og gengt mörgum trúnaðarstörfum hérlendis og erlendis. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Hans á dögunum og var hann fyrst spurður hvaða breytingar á rekstri Hótel Esju hefðu skilað mestum árangri. Morgunblaðið/Einar Falur Hans Indriðason hótelstjóri Þetta var spennandi starf og í mörg hom að líta. Starfsliðlið var um 100 manns um sumarmánuð- ina enda var tölvuvæðingin ekki komin til sögunnar þá. í þessu starfi lærði ég margt og hef notið góðs af því síðan. Árið 1967 riðum við í bókunardeildinni á vaðið með tölvuvæðingu starfseminar og var deild Loftleiða í New York fyrsta bókunardeildin sem var tölvuvædd. Þá var rekstur allra söluskrifstofa Loftleiða í Bandaríkjunum samein- aður í einu tölvukerfi og stjómað frá söluskrifstofunni í New York. Um þetta leyti hafði ég forgöngu um að setja upp nýtt símakerfi, svonefnt WATS-símkerfi, sem tengdist tölvukerfi okkar í New York. Þessu símakefi var mögulegt að koma upp vegna tölvuvæðingar bókunardeildar og sparaði það fyrirtækinu stórfé. Þó ég væri kominn þama í gott starf vildi ég öðlast víðtækari reynslu og tók því við starfi í sölu- deildinni sem ekki þótti eins fínt. Það var erfitt starf og krefjandi. Ég starfaði að því að kynna starf- semi Loftleiða í 6 fylkjum Banda- Fyrst og fremst starfsfólkið sem skapar fyrirtækið Rætt viðHans Indríðason hótelstjóra Breytingar og hagræðing Við tókum þá ákvörðun að leigja út veitingaraðstöðuna á Esjubergi en þar hefði ekki gengið nógu vel, sagði Hans. Esjubergi hafði í raun- inni ekki verið illa stjómað en ýmislegt safnast utaná reksturinn þannig að hann gerði ekki betur en að standa ! jámum þegar best lét, í annan stað gerðum við endur- bætur á bókunartölvukerfi hótels- ins en þar hafði vantað ýmislegt inní þannig að hægt væri að fylgj- ast nákvæmlega með rekstri og nýtingu frá degi til dags. Með þess- um og öðmm breytingum reyndist unnt að koma kostnaðinum niður um 20 milljónir á ársgundvelli. Mikil hagræðing fólst í nýju síma- kerfí sem keypt var og komið upp innan hótelsins en áður hafði verið um handvirka afgreiðslu að ræða sem olli oft miklum töfum. I vetur var sú nýbreytni tekin upp að senda starfsfólkið út um land til að kynna Hótel Esju á vinnustöðum og hjá félagasamtök- um. Þetta starf skilaði sér í aukinni nýtingu á hótelinu yfir vetrarmán- uðina jafnframt því sem starfs- fólkið hafði gaman af þessum ferðum og kom endumært til baka. Reynslan kennir manni að það er fyrst og fremst starfsfólkið sem skapar fyrirtækið og þess vegna hef ég gert mér far um að skoða grannt starfsskilyrði þess hjá fyrir- tækinu. Mér varð fljótlega ljóst að herbergjaþemumar, sem eru ein- hver stæðsti starfshópurinn í hótelrekstrinum, nutu fjarska Iítillar fræðslu. Ég hafði því for- göngu um að meira væri gert fyrir þennan hóp í kennslu- og þjálfun- armálum. - Hvað var það helst? Það þykir sjálfsagt að starfsfólk í hótelafgreiðslu og flugvallar- starfsfólk fái námskeið og leið- beiningar. Ég fékk sjúkraliða til að kenna herbergjaþemunum rétt vinnubrögð þannig að þær kæmust hjá vöðvabólgu og ýmsum kvillum sem gjaman gera vart við sig hjá þeim sem stunda þessi störf. í þessu sambandi kom ýmislegt í ljós. Til dæmis sýndi það sig að sloppamir sem ræstingafólkið not- aði við vinnu sína gerðu því næstum ómögulegt að taka hluti upp á réttan hátt. Þegar þetta koma á daginn sáum við til þes6 að ræstingafólkið fengi hentugri fatnað. Þessum breytingum var svo fylgt eftir með fundum með starfs- fólkinu og þannig kom oft í ljós hvar skórinn kreppti. Það er yfír- leitt starfsfólkið sem kemur með bestu lausninar og þess vegna er ómaksins vert kynna sér hugmynd- ir þess. Þetta höfum við leitast við að gera og það er ekki síst starfs- fólkinu að þakka hve mikill árangur náðist á síðasta ári. Nýjungar Þá hafa ýmsar nýjungar sem ég hef fítjað upp á gengið vel. Á hótelum erlendis tíðkast víðast hvar hafa mínibar með gosdrykkj- um o. fl. á hveiju herbergi og er þetta sjálfsögð þjónusta við hótel- gesti jafnframt því sem nokkur söluhagnaður er af mínibörunum. Það kom strax í Ijós hér að her- bergjaþernumar gátu ekki bætt því á sig að sjá um mínibarina vegna álags. Ég fékk því tvo við- skiptafræðinema til að sjá alfarið um þessa starfsemi fyrir ákveðna prósentu af söluhagnaði og annast þeir þennan rekstur að öllu leyti. Þeir njóta þess sjálfír að þeir hafa náð hagstæðum samningum við gosdrykkjaframleiðendur og eru mjög áhugasamir við starfíð. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir meðal gesta og starfsfólks hótels- ins og hefur gengið prýðilega. Auk gosdrykkja höfum við verið með íslenskt vatn á femum á þess- um mínibörum og átti ég frum- kvæðið að því. Menn höfðu ekki mikla trú á þessu hjá mér í upp- hafí en tilfellið er að við erum búnir að selja héma mörg þúsund femur af íslensku vatni. Meirihluti útlendinga hefur ekki vanist því að drekka kranavatn og vill hafa trygginu fyrir að vatnið sé hreint og ómengað. Mér fínnst ekki nema sjálfsagt að koma til móts við þessi sjónarmið og auðvitað er nokkur hagnaður af þessu. — Eru einhverjar breytingar á döfínni í hótelrekstrinum í náinni framtfð? Já, það er ýmislegt sem við erum að setja í gang nú á næstunni. í ráði er að gera eina eða tvær hæðir hér á hótelinu að sérstökum viðskiptadeildum eins og gert hef- ur verið á SAS-hótelum víða á Norðurlöndum. Þar verður boðið upp á margs konar þjónustu s.s. einkaritaraþjónustu, tölvuþjón- ustu, ljósritunaraðstöðu o.fl. og einnig sérhæfða aðstöðu til ráð- stefnu- og fúndarhalda. Gisting með þessari aðstöðu verður að sjálfsögðu eitthvað dýrari en ann- ars staðar á hótelinu. Við teljum hins vegar að aðstöðu sem þessa skorti mjög hér á landi og ekki verði nein vandræði að fá góða nýtingu á henni. Þá er í ráði að koma upp sér- stakri myndbandsfjölrás hér á hótelinu sem mun gera hótelgest- um kleift að velja úr fjölbreyttu efni erlendis frá. Auk þess mun þessi rás skapa mikla möguleika á viðskiptadeild hótelsins þar sem hægt væri að hafa myndræn §ar- skipti við umheiminn um hana. Þannig gæti sérfræðingur sem staddur væri t.d. í New York birst á sjónvarpsskjá, rætt við ráð- stefnugesti og svarað fyrirspum- um rétt eins og hann væri á staðnum. - Hvað viltu segja um horfumar í rekstri hótela hér á landi næstu árin? Það fer ekki á milli mála að framboð hótelrýmis er orðið of mikið hér á landi ef öll þau hótel verða byggð sem nú er áætlað að reisa. Ástandið verður erfíðast fyr- ir þau hótel sem starfað hafa í skamman tíma og þurfa að standa undir miklum fjármagnskostnaði. Þau hótel sem starfað hafa í lang- an tíma standa mun betur. Annars er ljóst að hér á íslandi þarf að hækka verð á hótelgistingu veru- lega. Erlendis kostar mun meira að gista á sambærilegum hótelum og ég tel víst að hér á landi mætti hækka verðið töluvert án þess að draga myndi úr ferðamanna- straumnum hingað. — Svo við snúum okkur frá hót- elrekstinum að sjálfum þér — hvenær byrjaðir þú að starfa hjá Flugleiðum? Starfsferillinn Ég byijaði í afgreiðslunni hjá Loftleiðum 1962, sagði Hans. Þá voru DC-6 vélamar enn í notkun og þegar maður lítur til baka finnst manni að þetta hafí verið í gamla daga. Ég hef haft hug á að kom- ast áfram í starfí og tveimur árum seinna fór ég í afgreiðslu Loftleiða í New York. Einnig vann ég um tíma sem hleðslumaður á flugvell- inum, því ég vildi kynna mér reksturinn frá grunni og vera inni í sem flestu sem gera þurfti. Skömmu síðar réðst ég á bókunar- deild aðalskrifstofu Loftleiða í New York. Síðar var ég svo hækkaður upp f stöðu aðstoðarbókunarstjóra og loks bókunarstjóra. ríkjanna. Þetta fór þannig fram að ég heimsótti ferðaskrifstofur og klúbba, kynnti kosti þess að fljúga með Loftleiðum og benti á að þannig fengju farþegar m.a. tækifæri til að koma við á Islandi. Að nokkrum tíma liðnum var ég ráðinn skrifstofusjóri. Það var einnig kreíjandi starf því þá stóð yfír ýmiskonar endurskipulagning en einnig annaðist ég starfs- mannahald að hluta. Við sameiningu Flugfélags ís- lands og Loftleiða 1973 urðu miklar breytingar. Þá var ég ráð- inn forstöðumaður bókunar- og þjónustudeildar hér heima. Þetta starf fól í sér eftirlit með að ýmsir aðlilar sem veittu Flugleiðum þjón- ustu erlendis stæðu við þær gæðakröfur sem um hafði verið samið. Starfíð var erilsamt og krafðist mikilla ferðalaga en í því lærði ég margt. Árið 1980 var ég svo settur í nýtt starf og varð for- stöðumaður söludeildar. Sölusvæð- ið var ísland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Skotland og England. Þá lá fyrir að koma á sameiginlegri sölustefnu á helstu markaðssvæðum Flugleiða í Evr- ópu. Þetta var geysimikið starf. Það má segja að okkar hlutverk hafí verið að koma baminu á legg og svo stækkaði það. Vöxtur á þessu sölusvæði var verulegur eins og fram kom á aðalfundi Flug- leiða. Nú er þetta verkefni komið á hendi tveggja aðila. - Hvað varð til þess að þú gerð- ist hótelstjóri hér á Esju? Það hefur jafnan verið stefna hjá Flugleiðum að menn hafí tæki- færi til að skipta um starf innan fyrirtækisins. Mér var boðið að taka að mér þetta starf og þar sem mig langaði til að kynnast hótel- rekstri lét ég slag standa. Ég get vel hugsað mér að vera í þessu nokkur ár enn, þó ég ætli mér ekki að verða alveg mosagróinn sem hótelsjóri. Nú verður mér stundum hugsað til þess að manni hefði verið hollast að byija í hótel- bransanum — hér kynnist maður mörgu og það má mikið af þessari starfssemi læra. - bó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.