Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 37 Elín Óskarsdóttir sjúkraliði, Hafdís Guðmundsdóttir sjúkraliði og Anna Ólafsdóttir deildarsijóri lyflækningadeildar. Ingibjörg Jóhannsdóttir og Guðbjörg Ragnarsdóttir sjúkraliðar standa hér við höfðagaflinn hjá Ragnari Edvardssyni sem er að ná sér eftir skurðaðgerð á bæklunardeild Landsspítalans. laun eftir 7-10 ára starf. „Maður tekur því alla vinnu sem býðst,“ sagði Hafdís. „Og tvöföld vinna kemst fljótt upp í vana.“ Hjól akandi spít- ala stöðvast Á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur starfa 19 sjúkraliðar við heima- hjúkrun og hafa 17 þeirra sagt upp störfum. Morgunblaðsmenn náðu tali af fimm sjúkraliðum sem vor í hádegishléi frá önnum dagsins. Þær byijuðu spjallið með þeirri ábend- ingu að heimahjúkrun væri burðar- ásinn í þeirri stefnu stjómvalda að minnka álagið á sjúkrahúsunum og gera fólki kleift að dvelja í heima- húsi. „Heimahjúkrunin felst í eftir- liti með sjúklingum, aðhlynningu og lyfjagjöf. Við emm eiginlega akandi spítali. Starfssvæði okkar nær frá Grafarvogi og Árbæ út á Seltjamames ,“ sagði Þóra Engil- bertsdóttir. Sjúkraliðamir töldu laun sín al- gjörlega úr samhengi við kaup og kjör í þjóðfélaginu. „Við viljum komast á sama stig og fyrir árið 1982 og ná landsbyggðinni í kjör- um,“ varð einni að orði. „Það lifír enginn á 31.000 krónum á mánuði — við leiðumst því út í óhóflega yfirvinnu en gallinn er sá að það er aðeins um að ræða að taka heil- ar vaktir, 8 eða 16 tíma. í starfí þar sem mest er um vert að við getum sýnt umhyggjusemi getur slíkt ekki gengið til lengdar." Þær sögðu að sjúklingar virtust almennt hneykslaðir á óbilgimi stjómvalda. Fólki þætti erfítt að skilja afhverju ekkert hefði verið tekið í taumana þegar sex mánuðir væm liðnir frá því að uppsagnimar lágu fyrir. „Við vitum að vinnudeil- an bitnar á þeim sem síst skyldi, og auðvitað vonum við þar til í síðustu lög að samið verði,“ sagði ein sjúkraliðanna. Stefanía Jónsdóttir er ein hjúkr- unarfræðinga heimahjúkrunarinn- ar. Hún hefur því ekki sagt upp starfí. Aðspurð hvort álagið á þeim sem halda áfram heimahjúkmninni eftir mánaðamótin muni ekki auk- ast svaraði hún að starfsmenn væm þegar fullbókaðir. „Við komumst einfaldlega ekki yfír meira," sagði Stefanía. „Stefnan verður sett á að sinna þeim sem em algjörlega ósjálfbjarga. En þegar sautján starfsmenn vantar hlýtur þjónustan að skerðast." Jónína Mikaelsdóttir og Guðrún Jónsdóttir hjúkranarfræðingar tóku í sama streng. „Við leggjum til dæmis niður alla böðun, getum ekki sinnt nema takmarkaðri kvöld- og næturþjónustu, eða morgunvakt. Það em mjög margir sem þurfa aðhlynningu á þessum tímum, lam- að fólk sem við hjálpum að hátta sig og fólk sem þarf. að snúa í rúm- inu á nóttunni. Sá sjúklingur sem tíðasta aðstoð þarf fær vitjun fimm sinnum á dag, en margir aðrir 3-4 sinnum. Þessa þjónustu þurfum við að skera niður, og það verður ekki sársaukalaust,“ sagði Jónína. Síðustu tvær vikur hefur ekki verið skráð í heimahjúkmn, en 25-30 sjúklingar bætast venjulega í hópinn á viku. Þau sjúkrahús sem Steinunn Kristjánsdóttir, Margrét Sigtryggsdóttir, Helga Júlíusdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Andrea Helgadóttir og Svala Waage sjúkraliðar á geðdeild Borgarspítala. Margrét Kristinsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Gyða Kristinsdóttir og Þóra Engil- bertsdóttir sjúkraliðar heimahjúkrunar. Þær hafa allar sagt upp störfum frá mánaðamótum. Jónína Melsteð, Guðrún Jónsdóttir og Stefanía Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingar í heimahjúkrun Heilsuvemdarstöðvarinnar. allra starfsmanna og tækni sem sérhæft starfsfólk þarf til að nota. Sú staða gæti því komið upp að fólk sem var'í engri hættu yrði í lífshættu vegna þess að ekki er hægt að sýna rétt viðbrögð.“ Þeir sögðu að viðbúnaður vegna uppsagnanna væri í raun hafinn. Ekkert hefði verið tekið inn af bið- listum undanfama viku og á þriðju- dag þyrfti að vera búið að rýma helming sjúkrarúma á spítalanum. „Við emm búnir að hafa áhyggjur af þessum uppsögnum síðan um áramót. Þetta ástand hefur lengi verið yfirvofandi og við hræðumst þessa stund,“ sagði Jóhannes. Aðspurður sagði Jónas að sjúkra- liðar væm hörmulega launaðir. Því hefði þurft að kippa í liðinn fyrir löngu. „Staðreyndin er að allt starfsfólk sjúkrahúsanna er illa launað og stenst engan samanburð við almennan vinnumarkað," sagði hann. Tvöföld vinna kemst í vana Níu af hveijum tíu sjúkraliðum á Landakoti hafa sagt upp störfum. Logi Guðbrandsson forstjóri var svartsýnn á að samningar tækjust í vinnudeilunni áður en til uppsagn- anna kæmi. „Ég sé ekki að þetta gerist. Við höfum verið að búa okk- ur undir að rýma um 88 sjúkrarúm af um 200 sem em hér á spítalanum og í Hafnarbúðum." Hann sagði að útgangan myndi hafa mjög alvarleg áhrif. Margir sjúklingar verða út- skrifaðir eftir helgina, mun fyrr en heilsa þeirra gefur tilefni til. „Öll starfsemi spítalans skerðist og við verðum að takmarka þann fjölda sem lagður er inn á spítalann. Al- varlegustu áhrifin verða án efa þau að eftir helgina verður enginn sjúkl- ingur tekinn inn á spítalann nema í neyð.“ Á lyflækningadeild 1-A var legið í hveiju rúmi og gott betur, því þrír sjúklingar höfðust við á gangin- um þegar Morgunblaðsmenn bar að. „Við áttum erfiða bráðavakt,“ útskýrði Anna Ólafsdóttir deildar- hjúkmnarfræðingur. „Nú eigum við eftir eina slysavakt fyrir mánaða- mót og aðra 1. apríl þannig að ástandið gæti versnað. A deildinni em þijátíu rúm og við þurfum að losa helming þeirra. Ég veit ekki hvernig það mun ganga,“ bætti hún við. Samstarfsmenn Önnu, Elín Óskarsdóttir og Hafdís Guðmunds- dóttir sjúkraliðar, sögðu að svo virtist sem ríkisvaldið hefði enn ekki gert sér grein fyrir alvöm málsins. Þær vora vondaufar um að samningar næðust fyrir mánaða- mótin. „Við vonum að sjálfsögðu að það semjist fljótt svo til þess komi ekki að við þurfum að fara í aðra vinnu," sagði Elín. Anna sagði að mikil undirmönn- un hefði verið á Landakoti undan- farið ár. Það þýddi að starfsfólkið ynni margfalda vinnu. Elín og Hafdís tóku undir þetta. Þær sögð- ust vera með um 30.000 krónur í keppast nú við að útskrifa sjúklinga áður en til uppsagnanna kemur geta því ekki leitað aðstoðar heima- hjúkmnarinnar, að sögn Margrétar Þorvarðardóttur _ hjúkmnarfram- kvæmdastjóra. „Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið getur orðið um miðja næstu viku," sagði hún. Landspítalinn getur ekki annað bráðavakt Landspítalinn varð fyrir mestum skakkaföllum þegar verkfall há- skólamenntaðra hjúkmnarfræðinga hófst. Vigdís Magnúsdóttir hjúkr- unarforstjóri sagði að 1. apríl yrðu 290 sjúkrarúm auð en í hópi þeirra sem sagt hafa upp störfum em 160 sjúkraliðar. „Til þessa höfum við getað bjargað málum með undan- þágum sem verkfallsmenn hafa veitt. Eftir mánaðamótin koma þær að sjálfsögðu ekki til greina því þá verða þessir hópar ekki lengur í starfí hér. Við höfum þegar þurft að gera ýmsar ráðstafanir eins og þá að færa hluta af bráðavakt spítalans á laugardag yfír á Borg- arspítalann. Nú er ekki tekið á móti öðmm en þeim sem skilgreind- ir em sem neyðartilfelli,“ sagði Vigdís. Sendum mikið veikt fólk heim Grétar Ólafsson yfírlæknir bijóstholslækningadeildar Lands- pítalans sagði að nú væri fyrirsjáan- legt að flytja þyrfti sjúklinga í aðgerðir erlendis næðust ekki samningar fyrir miðja næstu viku. „Það fór fram lungnaskurðaðgerð hér í morgun en ég sé ekki fram á að þær verði fleiri. Við stöndum frammi fyrir því að senda mikið veikt fólk heim, því í raun em sjúkrahúsin að lokast." Hann sagði að nú væra um eitt hundrað manna á biðlista eftir hjartaþræðingu, og 31 biðii aðgerð- ar vegna kransæðastíflu. Listinn héldi áfram að lengjast en allar skurðaðgerðir hefðu 'legið niðri síðan verkfall háskólamenntaðra hjúkranarfræðinga hófst fyrir rúmri viku. „Það sem ég óttast mest er að komi uppsagnimar til framkvæmda muni hluti þess liðs sem vann að hjartaþræðingunum ekki snúa aftur á spítalann. Við höfum lagt mikla vinnu í þjálfun fólks erlendis, en hættan er fyrir hendi að öllum þessum undirbúningi verði kastað á glæ,“ sagði Grétar. Eins og starfsbræður sínir á Borgarspítalanum benti Grétar á að uppsagnir líffræðinga í Blóð- bankanum munu stöðva allar alvarlegri skurðaðgerðir. Engin leið væri því að bregðast við slysum þar sem líf væri í veði. „Eitt af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir er að sjúklingar sem sendir hafa verið í hjartaþræðingu til Bretlands hafa mjög oft fengið ígerð við heimkomuna. Við munum ekki hafa nein ráð til þess að bregð- ast við slíkri hættu,“ sagði Grétar. Uppsagnirnar eina leiðin Guðbjörg Ragnarsdóttir og Ingi- björg Jóhannsdóttir sjúkraliðar á Bæklunardeild 1 sögðu að það yrði mjög slæm tilfínning að ganga út af spítalanum og skilja sjúklingana eftir. „Við höfum af því miklar áhyggjur og/það hefur greinilega sett mark sitt á starfsandann und- anfarnar vikur, því horfumar em slæmar," sagði Guðbjörg. Ingibjörg tók undir þetta en sagði að úr því sem komið væri hlytu uppsagnimar að vera eina leiðin til að ná fram bættum kjömm. Þær sögðust binda miklar vonir við skjóta samninga. Stór skörð yrðu höggvin í sjúkraliðahópinn ef málið leystist ekki greiðlega. Blaða- maður spurði hvemig á því stæði að sjúkraliðar veldu sér starf sem væri bæði erfitt og illa launað. „Það er erfítt að hætta. Við höfum aflað okkur menntunar, þetta er gefandi og þakklátt starf. En við komum ekki aftur ef iaunin hækka ekki,“ var svar þeirra beggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.