Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 3

Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 3 V arnarliðsflutning- ar til Njarðvíkur - segir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipaf élagsins „VIÐ höfum miðað allar okkar áætlanir við það, að varan verði losuð í Njarðvíkum eins og verið hefur að undanfömu," sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands, þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann, hvar vörum til varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli yrði skipað upp. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á miðvikudaginn gerði Eimskipafélagið lægsta tilboð í vöruflutninga á vegum bandaríska flotans og fær því 65% vamarliðs- flutninga milli Bandaríkjanna og íslands í sinn hlut. Bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation fær að líkindum 35% flutninganna. Samtals er um að ræða 44. þúsund tonn af vamingi, aðallega í gámum, sem fluttir verða frá austurströnd Bandrílqanna til íslands á ári hveiju. Bestu kaup á smábíl í dag Við getum nú aftur afgreitt þennan frábæra, fjölhæfa, japanska gæðabíl. Verðin eru ótrúlega hagstæð Cuore 5 dyra, 5 gíra kr. 269.900.- (ryðvörn kr. 10.700) Cuore 5 dyra, sjálfskiptur kr. 289.900.- (ryðvörn kr. 10.700) Cuore 3ja dyra, 5 gíra, 4x4 (torfærubíll) kr. 307.900.- (ryðvörn kr. 10.700) (gengi 13/3) Cuore er litli bróðir Daihatsu Charade sem 4000 íslendingar aka á í dag sér til ómældrar ánægju og sparnaðar. Cuore er ótrúlega vandaður og magnaður bííl. Menn verða að setjast inn í hann og aka honum til að trúa því sem hann hefur uppá að bjóða. Bílasýning milli kl. 13 og 17 í dag Daihatsuumboðið Ármula 23, símar 685870 — 681733.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.