Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 41 Kræklingahlíð: Svínaræktin er áhættubúskap- ur og má lítið fara úrskeiðis ~ segja bræðurnir sem reka svínabúið Hlíð sf. í Hraukbæ EITT af stærstu og fullkomnustu svínabúum landsins er í Hraukbæ í Kræklingahlíð, rétt utan við Akureyri. A búinu eru 160 gyltur og þegar allt er talið er svína- fjöldinn rúmlega 2.000. Búið er tæknilega mjög fullkomið, meðal annars með sjálfvirkri fóðrun hjá öllum gripunum. Það er þekkt fyrir góðan árangur í kynbótum svínastofnsins. Fj ölsky ldurekstur Hlíð sf. rekur svínabúið í Hrauk- bæ. Eigendur þess eru bræðumir Auðbjöm, Halldór og Andrés Krist- inssynir en auk þeirra standa Kjartan bróðir þeirra og foreldrar þeirra, Kristinn Bjömsson og Sigur- björg Andrésdóttir, að rekstrinum. Þau vinna öll við búið og auk þess einn fastráðinn maður til viðbótar. Blaðamaður skoðaði búið á dögun- um, í fylgd Kristins og Auðbjörns. Þeir segja að upphaf þessa bús megi rekja til afa þeirra og pabba, sem byijuðu með svín fyrir 35 ámm. Foreldrar þeirra vora lengi með 10 gyltur á Hamraborgum ofan við Akureyri. Bræðumir fluttu starfsemina í Hraukbæ árið 1982 og höfðu þá byggt 750 fermetra svínahús. Áður en þeir fluttu voru þeir með 50 gyltur en vora búnir að leggja drög að flölgun og fljótlega eftir að flutt var í nýja húsið vora gyltumar orðn- ar 150. Þetta var því 100 gyltna stökk og segja þeir að það hafi verið býsna erfítt tímabil. í þessu húsi era gyltumar ásamt grísunum þar til þeir verða 2 V2 mánaða gaml- ir. Eftir það era grísimir fluttir í annað hús, sláturgrísahúsið, sem byggt var haustið 1985. Þar eru þeir aldir upp í sláturstærð, sem þeir ná um það bil 6 mánaða gaml- ir. Sláturgrísahúsið er 1.100 fermetrar og komast 1.200 grísir í það. Góður árangur af ræktunarstarfinu Fjölskyldan er búin að rækta svínastofninn í mörg ár, og síðustu 7—8 árin hafa svínin verið ræktuð skipulega með kynbótum. Þeir segj- ast halda nákvæma skrá yfir öll svínin og að skýrsluhaldið sé grand- völlur þess árangurs sem náðst hafi í ræktunarstarfinu. Sem dæmi um þetta má nefna að fyrir nokkr- um áram var talið að meðal vaxtarhraði svína upp í sláturstærð væri 8—9 mánuðir en er nú 6— 6mánuðir. í þessu felst mikill ávinningur, betri nýting fæst á fóðri, húsum og vinnuafli. Innflutningur á svínasæði er bannaður og hefur þessi árangur því allur náðst innanlands með ræktun á eiginleikum svínastofns- ins. Auðbjöm sér um skýrsluhaldið. Hann sagði að náðst hefði miklu meiri árangur en menn hefðu getað ímyndað sér fyrirfram og væri skýrsluhaldið grandvöllur alls. Hann sagði að á búinu væri kyn- bætt með tilliti til fleiri atriða en vaxtarhraða. Líkamsbygging og kjöteiginleikar væra mikilvægt at- riði. Þá væru þeir búnir að rækta ýmsa galla úr svínunum, til dæmis kviðslit. Markaðurinn vill þungfa en fitulitla skrokka Varðandi kjöteiginleikana sögðu þeir að neytandinn vildi ekki feitt svínakjöt 0g þeir ekki heldur, og miðaðist ræktunin því við löng og grönn svín. Á þessu væra almennir bændur ekki búnir að átta sig, jafn- vel þó mun dýrara væri að framleiða fitu en kjöt. Þeir bændur sem ekki fylgduöt skipulega með svínunum með skýrsluhaldi vissu ekki nema takmarkað hvað þeir væra að gera. Þeir sögðu að markaðurinn vildi vel holdfyllta og vöðvamikla skrokka. Þeir væra að reyna að verða við þessum óskum neytenda með því að auka fallþunga svínanna. Meðalfallþungi svína- skrokka hefði almennt verið um 50 kg en þeir væra að reyna að ná honum upp í 60 kg með því að ala grísina lengur. Þetta gengi misjafn- lega, einkum vegna þess hvað mikil eftirspum væri eftir kjöti hjá þeim, þannig að þeir hefðu ekki tíma til að bíða aðeins lengur með slátran- ina. Skóf lur ekki notaðar Svínabúið er tæknilega fullkom- ið, var byggt þannig í upphafí. Halldór sagði að þeir hefðu undir- búið byggingamar vel og leitað að því fullkomnasta sem völ var á þá Morgunblaðið/Helgi Bjamason Eigendurnir með starfsmönnum utan við svínabúið, f.v.: Þorgils Guðmundsson, Kristinn Björnsson, Auðbjörn Kristinsson, Andrés Kristinsson, Kjartan Kristinsson og Halldór Kristinsson. Áuðbjörn, Andrés, Kjartan og HaUdór eru bræður, synir Kristins. Auðbjörn hugar að grisum í sláturgrísahúsinu. Unglingameistaramót íslands á Akureyri 3.-5. apríl 1987 Skíöaráö Akureyrar Komið og sjáið bestu ungiinga iandsins. Slippstöðin hf. Mjólk er holl Mjólkursamlag og hagkvæmt að nota. Stærðin hefði gert þeim kleift að kaupa full- komnari tæknibúnað en hagkvæmt væri að nota á minni búum. Sjálf- virkt fóðurkerfí er í öllu búinu, ýmist tölvustýrt eða klukkustýrt. Það sparar mikla vinnu, enda felst vinnan nú eingöngu í því að fylgj- ast með því að kerfíð sé í lagi og að nóg fóður sé í sílóunum. Flot- flórakerfí er í búinu, þannig að grísimir og gyltumar standa á grindum. Því er aldrei notuð skófla í búinu, aðeins sópar til að hreinsa ofan af grindunum. Fullkomin loft- ræsting er í öllu búinu og er hún hitastýrð. Búinu er skipt niður í hólf og er hver hluti loftræstur sér- staklega, þannig að unnt er að halda kjörhitastigi hjá svínunum, eftir því hvað hentar hveijum hópi. Allar innréttingar era sérhannaðar fyrir svínabúið og þar er einnig sjálfvirk hitavakt, viðvöranarkerfí og eldvamarkerfi. Þannig var staðið að uppbygg- ingu búsins að búnaðurinn var fyrst valinn, en húsið síðan teiknað utan um þau, en ekki öfugt eins og oft er. Þeir segja að með þessu móti hafí verið hægt að hafa bygging- amar eins hagkvæmar og mögulegt var. Ef tæknibúnaðurinn væri ekki í búinu hefði þurft tvöfalt stærra húspláss til sömu framleiðslu og þrefalt fleiri starfsmenn, að sögn bræðranna. Salan g'engnr vel Búið lætur sláturhús á Akureyri slátra svínunum, en bræðumir sjá sjálfír um söluna. Halldór sér um þann þátt rekstrarins. Framleiðslan er 200—250 tonn af kjöti á ári, og fer megnið af kjötinu á Reykjavík- urmarkað. Til framleiðslunnar era notuð yfír 1.000 tonn af fóðri. Halldór sagði að salan hefði gengið mjög vel hjá þeim, en sagði að það segði ekki alla söguna um markað- inn, því sumum gengi illa að selja framleiðsluna. Markaðurinn í heild væri þó í jafnvægi, en sagði að búast mætti við offramleiðslu eftir næstu áramót þegar fram kæmi 10—20% framleiðsluaukning á svínakjöti sem nú væri í undirbún- ingi. Hann sagði að stöðug aukning væri í neyslu svínakjöts, en ekki nægileg til að taka við svo mikilli framleiðsluaukningu. Hann sagði að svínakjötið væri eina kjöttegund- in sem væri á virkilegri uppleið, og miðað við neysluvenjur í nágranna- löndunum mætti búast við hraðari aukningu á næstu áram. Auðbjöm sagði að framleiðsla á svínakjöti væri hagkvæm, einnig út frá þjóð- hagslegum sjónarmiðum. Það kostaði meiri gjaldeyri að framleiða hvert kíló af lambakjöti en svína- kjöti og ætti áróður sauðfjárbænda um hagkvæmni kindakjötsfram- leiðslunnar umfram svínakjötið ekki við nein rök að styðjast. Nefndi hann að til að framleiða hvert kfló af svínakjöti þyrfti 5—6 fóðurein- ingar, en 21—22 til að framleiða lambakjötskfló. Fleira mætti nefna, eins og til dæmis fjárfestingamar, sem væra hlutfailslega meiri í sauð- fjárræktinni. Góður rekstur Reksturinn á svínabúi Hlíðar sf. á Hraukhóli hefur gengið vel. Bygg- ist það sjálfsagt á því að eigendumir era samhentir og vinna allir við búið. Aðstaðan er góð, umönnun dýranna góð og sölumálin í lagi. Bræðumir skipta þannig með sér verkum að Halldór sér um sölu kjötsins, fjármál og bókhald. Hann er auk þess mikið í félagsmálum svínabænda. Er formaður Svína- ræktarfélags íslands og situr í stjóm Stéttarsambands bænda og í Framleiðsluráði landbúnaðarins. Auðbjöm stjómar á búinu sjálfu og sér um svínabókhaldið. Andrés og Kjartan annast daglega hirðingu dýranna, auk annarra starfa við búið. Þó að vel gangi nú segja þeir að aðstæður geti breyst á stuttum tíma. Svínaræktin væri áhættubú- skapur og mætti lítið fara úrskeiðis. Ef mikil offramleiðsla yrði og verð- iækkanir í kjölfarið gæti allur ávinningurinn tapast á stuttum tíma. - HBj. Sjónvarp Akureyri LAUGARDAGUR 28. marz 9.00 Lukkukrúttin. 9.26 Högni hrekkvísi 9.60 Penelópa puntudrós 10.16 Garpamii 10.40 Stikkilsberja-Finnur 11.36 BennyHill 12.10 Hlé 18.00 Dynasty 18.36 Heimsmeistarinn að tafli 19.20 Spæjarinn 19.45 Undirheimar Miami 20.35 Grease2 22.10 KirRoyale 00.10 BestDefence 01.40 Aftaka Raymond Graham 03.00 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 29. marz 9.00 Högni hrekkvísi 9.20 Stubbarnir 9.50 Drekarogdyflissur 10.15 Rómarfjör 10.35 Prinsessa fyrirliðanna 12.05 Hlé 18.00 (þróttir 19.35 Matreiðslumeistarinn 20.00 BennyHill 20.35 Cagneyog Lacey 21.35 Námakonan 23.00 Lagakrókar 23.50 Elvis Presley 10.00 Dagskrárlok Undirbúningsfundur að stofnun hlutafélags um rekstur fiskmark- aðar á Norðurlandi verður haldinn á Hótel KEA sunnudaginn 29. mars nk. kl. 15.00. Tillögur að stofnsamningi og samþykktum fyrir félagið verða lagðar fram á fundinum. Hér með er öllum þeim sem hafa áhuga á þátttöku í stofnun félagsins boðið að koma á fundinn. Akureyri, 25. mars 1987. Undirbúníngsnefndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.