Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Reykingar foreldra virðast ráða meiru en flest annað um það hvort unglingar byija að reykja í trássi við alla fræðslu. 1975 19?? 1980 Reyktana sjálfur! eftir Ásgeir R. Helgason Það er að verða deginum ljósara að reykingar eru ekkert einkamál þeirra sem þær stunda. Frelsi reykingamannsins til að reykja hlýtur að enda þar sem nefið á næsta manni byrjar, þó ekki væri nema vegna óloftsins og óþægind- anna sem reykmettað andrúmsloft hefur í för með sér. Óþægindin og óloftið sem reykingamaðurinn skapar með athöfn sinni er þó ekki meginástæðan fyrir því að sífellt fleiri bætast nú í þann hóp, sem gerir kröfur um reyklaust um- hverfí. Það hefur nefnilega komið í ljós á síðustu árum að tóbaks- mengun í andrúmsloftið getur verið afar skaðleg. Hliðarreykur En hvers vegna er reykmengun af tóbaki svona skaðleg? í fyrsta lagi eru yfir 4.000 eitruð efni í tób- aksreyk, þar á meðal kolsýrlingur, bensól, ammoníak, arsenik, blá- sýra, formaldehýð, vinýl klóríð og nikotín, auk milljóna agna sem einu nafni eru kallaðar tjara. Reyk- urinn sem stígur upp frá sígarett- unni á milli þess sem reykingamað- urinn dregur að sér reykinn nefnist hliðarreykur og hann inniheldur tvisvar sinnum meiri tjöru og nik- ótín og margfalt meira af kolsýrl- ingi en reykurinn sem reykinga- maðurinn sogar að sér og blæs siðan út í andrúmsloftið. Þannig yfirvinnur hliðarreykur þá hreinsun sem þó verður á reyknum við það að fara niður í lungu reykinga- mannsins áður en honum er skiiað út í andrúmsloftið. En hvers vegna er meira af eitur- efnum í hliðarreyk? Við sogið hitnar glóðin en við það eyðast mörg hinna skaðlegu efna. Hliðarreykur stígur hins vegar upp frá glóðinni þegar ekki er verið að draga að sér reyk. Hann fer ekki í gegnum neina síu og vegna þess að hitastigið á glóð- inni er lægra verður til meira af hættulegum lofttegundum eins og kolsýrlingi. Það er samt engin spuming að það er hættulegra að reykja sjálfur en að anda að sér reykmengun frá öðrum. Engu að síður eru þeir sem vinna í reyk- fylltum herbergjum neyddir til að anda að sér jafngildi nokkurra síga- retta á dag í formi óbeinna reykinga. Sjúkdómar í börnum Öndunarfærasjúkdómar svo sem berkjubólga og lungnabólga eru mun tíðari á fyrsta aldursári hjá bömum ef reykt er á heimilinu. Það virðist fylgjast nokkum veginn að, að því meira sem reykt er á heimil- inu, þeim mun algengari em þessir sjúkdómar í bömum. Mest em áhrifin á yngstu bömin. Ungbörn anda hraðar en fullorðnir og draga þvi að sér meira loft og meiri mengun miðað við likams- þyngd. Þegar á heildina er litið em böm sem búa við reykmengun á heimilum oftar veik en önnur böm og gildir það út alla bemskuna. Rannsóknir benda og til þess að astmi hjá bömum starfi að hluta til af reykingum foreldra, enda læt- ur nærri að 90% astmabama skáni sjúkdómurinn og sumum batni að fullu ef foreldramir hætta að reykja. Böm sem búa við reyk- mengun verða einnig oftar fyrir því að taka þurfi úr þeim háls- og nefkirtla og nýlegar rannsóknir benda til þess að reykingar foreldra eigi þátt í aukinni tíðni eyraabólgu í bömum. Rey kingar og meðganga Fóstur í móðurkviði er vafalaust vamarlausasta fómarlamb óbeinna reykinga. Fóstur reykjandi mæðra eru með mun meira af kolsýrlingi í blóði en eðlilegt er en kolsýrlingur dregur úr hæfni blóðrauðans til að flytja súrefni. Allur vöxtur er háður súrefni og því þarf engan að undra þó kolsýrlingsmenguð fóstur þroskist að jafnaði verr og séu að meðaltali 250—300 gr léttari við fæðingu. Minni fæðingarþyngd gerir bamið svo næmara fyrir sjúk- dómum og eykur líkumar á dauða skömmu fyrir og eftir fæðingu. Nikótín berst einnig nokkuð auð- veldlega til fóstursins og hefur í för með sér hjartsláttar- og blóðþrýst- ingsóreglu auk annarra eiturverk- ana. Aukin tiðni hjartasjúkdóma og krabbameina í bömum hefur einnig verið tengd reykingum mæðra á meðgöngu, en þessar rannsóknir em flestar á byijunar- stigi og of snemmt að segja endanlega til um niðurstöður. Fullorðnir þolendur Þó böm séu vísast helstu þolend- ur sjúkdóma af völdum óbeinna reykinga, fara fullorðnir síður en svo varhluta af skaðlegum afleið- ingum tóbaksmengunar. Stórar rannsóknir hafa leitt í ljós að eigin- konur reykingamanna sem ekki reykja sjálfar em í meiri hættu á að fá lungnakrabbamein en konur sem ekki em giftar reykingamönn- um og reykja ekki sjálfar. Það kemur einnig fram í þessum rann- sóknum að bein tengsl em á milli flölda reyktra sígarettna á heimil- inu og lungnakrabbameinstilfella í hópi þeirra kvenna sem eiga sér reykjandi eiginmenn. Frá óbeinum til beinna Áhrif óbeinna reykinga eru víðtækari en margur hyggur. í grein sem ég skrifaði í Morgun- blaðið 21. janúar á síðasta ári fjallaði ég um áhrif fyrirmynda Ásgeir R. Helgason og þar segir meðal annars: „Við vitum að böm læra hegðun sína m.a. með því að lfkja eftir hegðun fullorðinna. Fullorðnir gera jafn- framt þá kröfu að böm og unglingar líti upp til þeirra og hlýði þeim. í huga ungra bama eru fullorðnir því nánast guðir og orð þeirra og at- hafnir hafin jrfir aila gagnrýni. Þó baminu lærist smám saman að hér er um falsmynd að ræða, er ljóst að máttur fyrirmyndarinnar er mik- ill.“ Þessu til stuðnings vom birtar niðurstöður úr könnun borgarlækn- is frá 1978 þar sem fram kemur að 22,8% 13 ára bama reyktu ef báðir foreldramir reyktu, en aðeins 7,6% ef hvomgt foreldrið reykti. Þó reykingar gmnnskólanema hafi almennt dregist vemlega sam- an síðan þessi könnun var gerð, kom í ljós í sambærilegri könnun 1986 að samskonar fylgni reyndist vera milli reykinga bama og reykinga foreldra (sjá meðfylgjandi súlurit). Reykingar rejmdust rúmlega tvöfalt algengari í hópi 12—16 ára bama ef faðir eða móðir reyktu og allt að þrefalt algengari ef áhrifum systkina var bætt við. Áhrif óbeinna reykinga eru þvi ekki síst félagsleg og segja má með nokkrum sanni að óbein- ar reykingar séu einn helsti áhrifaþátturinn á nýliðun í hóp reykingamanna. RÍS 2000 Þó innanhúsmengun af völdum tóbaksreyks sé enn vissulega stórt vandamál, er þó ástæða til að líta björtum augum fram á veginn. Markviss fræðsla í gmnnskólum landsins á vegum Krabbameins- félagsins hefur skilað ótrúlega góðum árangri og segja má að reykingar hafi minnkað jafnt og þétt þau 11 ár sem fræðslustarfið hefur verið rekið. í könnunum sem borgarlæknir hefur látið gera í gmnnskólum á höfuðborgarsvæð- inu (sjá meðfylgjandi súlurit) kemur þróunin mjög greinilega fram. í fyrstu könnuninni sem framkvæmd var 1974 áður en skipulagt fræðslu- starf fór af stað reyktu 32% bama á aldrinum 12—16 ára, en nú 12 ámm síðar reykja aðeins 12,6% bama í sama aldurshópi og segja má að reykingar séu nær horfnar hjá jmgstu aldurshópunum. Það er því ekki út í hött að ímjmda sér að árið 2000 verði í það minnsta reyklaus kjmslóð á íslandi ef ekki reyklaust land eins og samtökin RIS 2000 sem stofnuð vom að und- iriagi Krabbameinsfélagsins 1985 hafa að markmiði. Námskeið í reykbindindi Þó draumsýnin um reyklausa framtíð byggist fyrst og fremst á þvi að okkur takist að koma í veg fyrir að böm og unglingar hefy reykingar hefur fyöldi reykinga- manna hætt að reykja og sífellt bætast fleiri í þann hóp. Krabba- meinsfélagið og Heilsuvemdarstöð- in bjóða nú upp á námskeið í reykbindindi og hefur aðsóknin á námskeið Krabbameinsfélagsins, þar sem ég þekki best til, verið með eindæmum góð. Þessi námskeið standa öllum opin. Þó mörgum tak- ist að hætta reykingum rejmist það flestum nokkuð erfíð raun. Það er þó von okkar sem að þessum málum vinnum, að þeir sem reykja og „ætla ekki“ eða „geta ekki“ hætt sýni þó að minnsta kosti þá sjálf- sögðu tillitssemi að reykja ekki innanhúss nema á sérstökum af- mörkuðum svæðum. Ef menn vilja fræðast nánar um áhrif óbeinna reykinga, skal á það bent að þessi grein verður birt ásamt ýtarlegri heimildaskrá í næsta tölublaði Meinatæknablaðs- ins, sem væntanlegt er í maí næstkomandi. Höfundur er fræðalufulltrúi Krabbameinsfélagsins. 2.5 HLUT— FALL 1.5 0.5 TENGSL REYKINGA Á HEIMILUM OG REYKINGA 12-16 ÁRA GRUNNSKOLANEMA I REYKJAVlK 1986 I I I I I I I I I I ENGINN ANNAR REYKIR FADIR MÓDIR FADIR OG SYSTKINI REYKIR REYKIR M0DIR REYKJA REYKJA KOnnun ð vegum Borgarlnkniaembaattielne 40-r 30-- % 20-- 10 BREYTINGAR A REYKINGAVENJUM 12-16 ARA GRUNNSKÖLANEMA f REYKJAVÍK 32 22.8 -4- 23.4 17.1 -+- 19.1 14.6 12.6 1974 1978 1982 Konnanir ð vegum BorgaHnkniaembnttieina 1986 □ REYKJA ALLS ■ REYKJA DAGLEGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.