Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 13 BRIPS Arnór Ragnarsson Bridsfélag Kvenna Eftir þijár umferðir í parakeppni félagsins er staða efstu para orðin þessi: Lovísa Eyþórsdóttir — Garðar Sigurðsson 399 Sigrún Pétursdóttir — Sveinn Sigurgeirsson 371 Nanna Ágústsdóttir — Sigurður Ámundason 364 Guðrún Jörgensen — Þorsteinn Kristjánsson 364 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 363 Soffía Theodórsdóttir — Eggert Benónýsson 349 Aldís Schram — Ellert B. Schram 350 Erla Eggertsdóttir — Hálfdán Hermannsson 346 Ólafía Jónsdóttir — Baldur Ásgeirsson 345 Þorgerður Þórarinsdóttir — Ólafur Als 345 Fjórða umferðin verður spiluð næsta mánudag í Sigtúni 9. Bridsfélag Tálknafjarðar Sveitakeppni félagsins auk með sigri sveitar Ævars Jónassonar. Með honum voru: Jón H. Gíslason, Guðlaug Friðriksdóttir og Steinberg Ríkharðsson. Röð sveitanna varð þessi: Sv. Ævars Jónassonar 63 Sv. Brynjars Olgeirssonar 46 Sv. Bjöms Sveinssonar 34 Sv. Guðmundar S. Guðm. 30. Annan mánudag hefst svo þriggja kvölda firmaeinmennings- keppni. Opna Daihatsu-stór- mótið á Loft- leiðum um páskana Yfír 30 pör eru þegar skráð til leiks á opna Daihatsu-stórmótið, sem spilað verður á Loftleiðum á skírdag og föstudaginn langa. Eins- og fram hefur komið er þetta veglegasta bridsmót sem haldið hefur verið á Norðurlöndum til þessa. Heildarverðmæti vinninga eru á sjöunda hundrað þúsund. Aðeins er gert ráð fyrir þátttöku 42 para (barometer m/3 spilum milli para, alls 123 spil) og rennur frestur til skráningar út miðviku- daginn 8. apríl nk. Skráð er hjá Bridssambandi íslands, hjá Stefáni Pálssyni og Suðurlandsvideó á Sel- fossi (Aðalsteini Jörg.), auk þess sem skráð er á spilakvöldum hjá Bridsfélagi Reykjavíkur næstu tvo miðvikudaga. Keppnisgjald er að- eins kr. 7.000 á par, sem verður að teljast í lægri kantinum, þar sem þau renna öll til verðlauna. Spilað verður um silfurstig og Agnar Jörg- ensson mun sjá um stjómun. Utreikningur fer fram í tölvu undir stjóm Kristjáns Haukssonar. Opna Daihatsu-stórmótið er opið öllum spilurum. Engin takmörkun verður á þátttöku, stigalega séð eða búsetulega séð. Þeir sem skrá sig fyrstir ganga fyrir. Vakin er sérstök athygli á því, að keppnisgjaldið, kf. 7.000 pr. par, verður að greiðast í síðasta lagi miðvikudaginn 8. apríl, vegna fyrirkomulags. Greiðslu má koma til Ólafs Lárussonar hjá BSÍ, póst- hólf 272 — 121 Reykjavík eða beint í Sigtún 9. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 381. þáttur Ég er stundum í vandræðum með orðið snjór. Hvemig er það t.d. í eignarfalli eða bara í fleir- tölu? Er eignarfallið snjós, snjóvar eða snjóar? Er fleirtal- an snjóvar eða snjóar? Ámi Böðvarsson hefur líka verið í vanda um þetta, þegar hann samdi orðabókina miklu, því að hann hefur þar alla möguleikana sem ég spurði um hér að framan. Nú má segja að orðið snjór sé einnig til í afbrigðunum snjár og snær. Er þetta allt talið sama orðið í Fritzner. Ekki fer milli mála um upphaflega beygingu. Þetta var (eða þetta voru) wa- stofn(ar). Eignarfall eintölu hefur þá verið snjóvar, snjávar, snævar, þágufall eintölu snjóvi, snjávi, snævi og nefnifall fleir- tölu eins og eignarfall eintölu. En ýmislegt í beygingarending- um wa-stofna hefur reynst endingarillt, einkum vi-endingin í þágufalli eintölu, sbr. þó snævi, þakinn. Hyggjum annars að nokkmm gömlum dæmum, þar sem ein- hveijar myndir af snjór, snjár, snær koma fyrir, sbr. einnig mismunandi samsetningar eins og Snjófríður, Snjáfríður og Snæfríður. í Grágás segir (um bamskím- ir): „Nú náir eigi vatninu eða sjó, getr snjó, hann skal gera krossa á snænum ok kveða slík orð yfir, sem hann skyldi á vatn- inu, hann skal drepa baminu í snæinn, hann skal bræða snæinn með höndum sér ok ríða svá á, at þat verði alvátt.“ í Baldurs draumi 5. vísu, seg- ir: Hvat er manna þat mér ókunnra, er mér hefir aukit erfitt sinni? Var ek snivin snjóvi ok slegin regni ok drifin döggu, dauð var ek lengi. Það er ekki dónalegt tal, að hafa verið snivin(n) snjóvi. Sjálfsagt hefur verið til í fymd- inni * sníva — sneiv — snivum — snivinn. í Fommanna sögum segir: „Gerði at þeim veðr hörð, ok fóru þeir villir — lagði á þá snjáva ok útfærðir." Byskupa- sögun „Þenna tíma vóru snjóv- ar svá miklir á jörð, at menn kómust varla bæja millum." Heilagra manna sögur: „Fylgdi hónum óvígr herr riddara, og höfðu hvíta hesta, allir snjávi hvítari," og enn í sömu ritum: Karlkynið: enginn engan (öng(v)an) engum (öng(v)um) ft. engir (öngvir) enga (öng(v)a) engum (öng(v)um) engra (öngra) „Þá sýndist allr líkami hans snævi bjartari." ★ Þannig höfðu menn þetta í gamla daga. En hvað skal nú segja? Við erum úti f snjónum, úti eru miklir snjóar, fénu er beitt fram í fyrstu snjóa, vegna snjó- anna voru hey á þrotum, en það er eins og við veigrum okkur við að hafa þetta orð í eignarfalli ein- tölu snjósins, snóarins. I stofnsamsetningum notum við ýmist snjó-, snjá- eða snæ-, sbr. kvennanöfnin fyrr í þessum kafla, og alltaf fínnst mér þokki yfír orðinu snjánám=leysing. Snær hefur verið gert að skímamafni karla, og verður eignarfallið af því að vera Snæs, sbr. fomkonuna Mjöll Snæsdóttur. Ef menn ætl- uðu að nota eignarfallið Snævar, tæki það að hljóma allt of líkt nafninu Snævar(r): Hér er orðið svo mikið af snjó og mjöll, að blessaður Steinn er farinn að hljóma í eyrum mér: Snjór, snjór. Brimhvt mjöll. Eins og frosin lík af ljósum, eins og haf af hvitum rósum hylur mjöllin spor þín öll. ★ En fleiri orð en snjór hafa ýmsar afbrigðilegar myndir. Óákveðna fomafnið enginn (engi) er eitt þeirra. í sumum föllum eru þar til myndir með ö-hljóði eða öllu heldur au- hljóði, eins og nú er tíðast að bera fram á landinu. Karlkynið beygist þannig: hvorugkynið: ekkert (ekki) ekkert (ekki) engu (öng(v)u) ft. engin (engi) engin (engi) engum (öng(v)um) engra (öngra). I Hávamálum segir: Ong er sótt verri hveim snotrum manni an sér engu at una. I erfíljóðum um Jónas Hallgrímsson (eftir Konráð Gíslason ?) stendun Nú hhistum vér og hlusta munum löngum, en heyrum ei — því drottinn viskuhár vill ekki skapa skáldin handa öngum; nú skiljum vér hvað missirinn er sár; í allra disa óvild nú vér göngum. Og Rögnvaldur Rögnvaldsson kvað: Eitt sinn fyrir óralöngu áttaði drottinn sig á því, að skapað gæt’ ’ann allt úr öngu, ef hann bara nennti því. kvenkynið: engin (engi, öng) enga (öng(v)a) engri (öngri) ft. engar (öng(v)ar) engar (öng(v)ar) engum (öng(v)um) engra (öngra) CITROEN BX BEINTÁ GÖTUNA FYRIR KR. 529.500,-* .. G/obus? Lágmúla 5, sími 681555 Umboðiö á Akureyri: Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684. *Með ryðvörn, skráningu og fullum bensíntanki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.