Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 58

Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 rokksíðan Umsjón: Árni Matthíasson Glimmerrokk Segja má að hið svokallaða glimmerrokk, rokk þar sem mikið er lagt upp úr því að vera málað- ur sem kvenmaður (sértu karlmaður) og klæddur í sem afkáralegust og skrautlegust föt, hafi haf- ist til vegs og „virðingar11 með hljómsveitinni The New York Dolls. Fleiri fylgdu í kjölfarið, en hreyfingin náði aldrei að festa sig í sessi og lognaðist útaf um svipað leyti og New York Dolls, enda sá lífsstíll glimmer- rokksveita yfirleitt til þess að menn entust ekki lengi í því. I glimmerrokki New York Dolls var ein- mitt að finna helstu hningnunareinkenni rokksins sem fólust í alskyns andiegu og líkamlegu svalli. Síðustu ár hafa komið upp nýjar glimmerrokk- hljómsveitir, sem tekið hafa upp þráðinn þar sem frá var horfið og virðast eiga heldur en ekki hljóm- grunn hjá þorra unglinga í Bandaríkjunum a.m.k. Helsti munur á glimmerrokki dagsins í dag er að það er aðeins á yfirborðinu, þetta eru bara stælar kjá flestum sveitanna. Meðal helstu hljómsveita glimmerrokksins í dag eru Mötley Crue, Ratt, China, Poison og Cinder- ella. Tvær þeirra hafa átt einna greiðasta leið upp á stjörnuhimininn nú upp á síðkastið og er því við hæfi að kynna þær sem fulltrúa glimmerrokksins. Poison Hljómsveitina Poison stofnuðu þeir Bobby Dall, C.C. DeVille, Bret Michaels og Rikki Rockett árið 1983. Poison nafnið er frá árinu 1984. Fyrsta plat- an kom út í maí 1986 og sex mánuðum síðan fór hún að seljast. Um þessar mundir er platan á leið upp sölulista í Bandaríkjunum, er þegar kom- in í gull og búist er við platínu fljótlega. Tónlistin er létt þungarokk, ekki ósvipuð þeirri tónlist sem Jon Bon Jovi malar gull á. Cinderella Cinderella er eilítið yngri hljómsveit, stofnuð 1984. Hana skipa Jeff LaBar, Tom Keifer, Eric Brittingham og Fred Coury. Cinderella er undir áhrifum frá Bon Jovi, enda var sveitin ráðin sem upphitunarhljómsveit hjá Bon, eftir að hann heyrði til þeirra fyrir tilviljun. Drengjunum í Cinderella svipar til þeirra í Poison að því leytinu 'til að þeir lifa heilbrigðu lífi og líta ekki við svínaríinu sem oft vill fylgja þungarokksveitum. Plötudómar Fyrir nokkru tóku athugulir eftir því að á listanum yfir plötur frá sjálfstæðu útgefend- unum í Bretlandi fór að bera á einkennilegu hljómsveitarnafni, Camper van Beethoven, og þá yfirleitt ofarlega á listum. Er grannt var skoðaö kom í Ijós að hér var um að ræða bandaríska hljómsveit, upp- runna í Kaliforíu 1983. í Camper van Beethoven eru Chris Molla, Jonathan Segal, Victor Krumm- enacher, David Lowery og Greg Lisher. Tónlistin sem Camper flytur er eins óvenjuleg og nafnið. Á ptötum þeirra bregður fyrir búlgarskri þjóðlagatónlist, bandarískri sveitatónlist, Pink Floydlegu sýrurokki, ska og þungarokki. Ólíkleg blanda en góð þegar upp er staðið. Alltaf áhugavekjandi með hæfilegum skammti af kímni og félagslegri gagnrýni. Fyrsta plata sveitar- innar, Telephone Landslide Victory, vakti hrifningu og síðan hafa tvær bæst í hópinn, enn betri. Á fyrstu plötunni var af- bragðslagið eftirminnilega Take The Skinheads Bowling, sem er meðal betri „indie" laga sem komið hafa út. Ekki veit ég hvort margir þekki til Camper van Beetho- ven hérlendis, en óhætt er að benda mönnum á að kynna sér sveitina, séu þeir gefnir fyrir að láta koma sér á óvart. Poison - Brett Michaels, Rikki Rockett, C.C. DeVille, Bobby Dall. CAMPER VAN BEETHOVE Diskarnir vinsælu. Bítlar slá í gegn Það fór eins og greint var frá hér á síðunni fyrir nokkru — fyrstu fjórir leysidiskar Bítlanna slógu í gegn og vel það. Svo virðist sem að flestir hafi keypt alla fjóra í einu, a.m.k. seldust þeir mjög jafnt. Munurinn á þeirri sem mest seldist, „A Hard Day’s Night", og þeirri sem minnst seldist, „With The Beatles", var víst hverfandi lítill. Þó telja menn aö þessar plötur seljist ekki í hálfkvisti viö það sem hinar „stóru" — þ.e.a.s. „Sgt. Peppers" og „Hvíta albúmið" — muni selj- ast í. Þá hafa tónlistargagnrýnendur hrósað útgefendunum fyrir að hafa sýnt þá smekkvísi að gefa diskana út í réttri tímaröð, því að með því hafi þeir endurvakið áhuga á þessari vinsæl- ust, ef ekki bestu, rokkhljómsveit allra tíma. Hefðu útgefendurnir byrjaö á að gefa út hinar fyrrnefndu „stóru" plötur er hætt við að aðrar hefðu gersam- lega fallið í skuggann. ★ ★ ★ ★ Ég hélt ekki að ég myndi lifa þann dag að Glimmer-rokkið risi upp frá dauð- um. Sá dagur kom þó og sannaðist enn sem áður að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Eftir útlitinu að dæma gæti hljóm- sveitin reyndar vel verið eitthvað, sem kötturinn dró með sér inn, enda heitir platan „Look What The Cat Dragged In". Hljómsveitin Poison mun vera komin frá aust- urströnd Bandaríkjanna, en eftir að hljómsveitar- meðlimir sáu fram á sult og seyru við Atlantshaf komu þeir sér til Kaliforníu, en þar gekk þeim betur á framabrautinni. Til allrar hamingju er Poison ekki Glimmer-rokksveit að öðru leyti en útlitinu, sem er reyndar alveg meira en nóg. Tónlist Poison er hins vegar í ætt viö me- lódískt þungarokk og ekki alls óskylt því sem Bon Jovi hefur verið að gera. Mörg lögin eru prýðileg áheyrnar og má þar nefna „Cry Tough" og „Acti- on Tonight". Platan er töluvert ferskari en ég bjóst við, enda er hermt að hún hafi verið tekin upp á tólf dögum! Platan er í fjörlegasta lagi og í raun og veru ágætt að láta hana ganga á fóninum. í fyrrihluta partýs á föstudagskvöldi er hún t.a.m. fyrirtak og kemur fólki í ágætt skap. Hvað tónlistina varð- ar er ekki um neina uppgerð að ræða og það drepst enginn af þessu eitri. A.M. ★ ★ ★ Umslag þessarar plötu er hræðilegt eins og flest þunga- rokksumslög. Inni- haldið er hins vegar töluvert 8kemmti- legra. Öskubusku- piltar koma frá Philadelphiu, en tónlistin er þó helst í ætt við vestur- strandarrokk. Cinderella varð fyrst þekkt af því að vera upphitunarband fyrir David Lee Roth og Bon Jovi, en ferðast nú um á eigin vegum og telja fróðir hljómsveitina til stórræða líklega. Ég er ekki frá því, a.m.k. er þetta prýðis þungarokk, sem sveitin leikur. Titillag plötunnar, „Night Songs", er býsna þungt og kröftugt lag — e.t.v. ekki dæmigert fyrir plötuna, en sýnir þó að Cinde- rella er ekki föst í því kviksyndi meðalmennskunn- ar, sem alltof margar nýjar þungarokkssveitir eru hálfdrukknaöar í. Á eftir fylgir gott keyrsíulag, „Shake Me“. Önnur góð lög eru t.d. „In From The Outside" og „Push, Push". Aðalforinginn í Cinderellu er Tom Keifer, en hann semur öll lög, syngur og leikur á rytmagít- ar. Sólógítarleikarinn er ekki beint svakaspenn- andi, en hann á þó góða spretti og frumlega. Rokkunnendur komast svosem af án þessarar plötu, en þeir ættu að fylgjast með CindereHu í framtíðinni. A.M. Stjörnu- gjöf Umsjónarmenn rokksíðunn- ar hafa ákveðið að taka upp stjörnugjöf í plötudómum, enda segja fáeinar stjörnur oft meira en mörg orð. Stjörnugjöfin verður svo- hljóðandi: ★ ★★★★: Fyrsta flokks, keyptu hana. ★ ★ ★ ★: Ekki gallalaus, hugsaðu málið. ★ ★ ★: Fáðu hana lánaða. ★ ★: Nærri vonlaus. ★: Gleymdu henni. ★ : Rusl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.