Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 69

Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 69 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Körfubolti er aðal- íþróttin í Njarðvík „via ERUM eina liðið í úrslitunum sem í eru stelpur," sagði Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir, sem er lykilleikmaður i IMjarðvíkurlið- inu í minnibolta, þegar hún var tekin tali í lok úrslitakeppninnar. Njarðvíkingarnir stóðu sig vel í keppninni og lentu f þriðja sœti. „Körfubolti er aðalíþróttin í Njarðvík og góður árangur meist- araflokks eykur áhugann í yngri flokkunum. Hjá okkur eru um þrjátíu krakkar sem œfa og við *fum þrisvar f viku,“ svaraði Lovísa. Næst barst talið að því hvers vegna svo fáar stelpur væru liðs- menn f liðunum sem tóku þátt f úrslitakeppninni. „Ég held að stelpurnar þori bara ekki að æfa með strákunum," sagði Lovfsa um þetta. Hún sagði jafnframt að á næsta ári færi hún f 3. flokk kvenna en vonaðist samt til að fá að æfa með strákunum áfram. MorgunblaðiðA/IP • Lovfsa Aðalheiður og vinkona hennar, Marfa Pálsdóttir, sem mætti til að hvetja Lovísu til dáða. Karfa 4. flokkur: Haukar meistarar SEINASTI leikur úrslitakeppninn- er í fjórða flokki karla f körfu- knattleik var á milli Hauka og ÍBK. Mikil spenna rfktl fyrir þenn- an leik þvf bæði liðin höfðu unnið alla sfna leiki og þvf var um hrein- an úrslitaleik að ræða. Fjöldi áhorfanda var mættur til að hvetja liðin sem þóttu skara nokkuð framúr í þessum úrslit- um. Haukar náðu fljótlega góðri for- ystu í leiknum en Keflvíkingarnir náðu að rétta sinn hlut fyrir leik- hlé. Staðan í hálfleik var 21 stig gegn 16 Haukum í vil. I síðari hálfleik náðu Suður- nesjastrákarnir að minnka muninn í tvö stig. Nær hleyptu Haukarnir þeim ekki og sigruðu í leiknum með 40 stigum gegn 32. í þessum leik buðu liðin uppá mjög góðan körfubolta og má sem dæmi nefna að Haukar skoruðu fjórar þriggja stiga körfur sem er frábær árangur hjá svo ungum leikmönnum. Stig Hauka í leiknum gerðu: Þorvarður Henningsson, 12 (tvær þriggja stiga körfur), Jón Arnar Ingvarsson, 12 (tvær þriggja stiga körfur), Guðmundur Björnsson, 10 og Einar Einarsson, 4. Stig ÍBK gerðu: Kristinn Friðriks- son, 13, Guðni Hafsteinsson, 8, Nökkvi M. Jónsson, 7 og Starri Jansson, 4. Keppnistímabilið er ekki aldeilis búið hjá Haukum því þeir hafa • Valsararnir Álfgeir og Gunnar. Morgunblaðið/VIP Stefnum á annað sætið VALSMENN stóðu sig mjög vel á íslandsmótinu í minnibolta þar sem þeir höfnuðu í 2. sæti. Blaða- maður hitti Valsarana Álfgeir Loga Kristjánsson og Gunnar Zoega áður en endanleg staða þeirra í mótinu var ráðin og spurði þá um hvernig horfurnar væru. „Við eigum enga möguleika á (slandsmeistaratitli en stefnum á annað sætið. Til þess þurfum við að vinna leikina gegn Grindavík og Njarðvík. Það á alveg að takast," svöruðu þeir. Strákarnir sögðust hafa æft vel í vetur undir stjórn Torfa Magnús- sonar og hefði hann lagt mikla áherslu ó varnarleikinn. „Ef vörnin er góð þarf sóknin ekki að vera neitt sérstök segir Torfi alltaf," sögðu Álfgeir og Gunnar en ruku síðan út á völl því upphitun fyrir næsta leik var hafin. fengið boð um að keppa á mjög sterku móti í Svíþjóð um páskana. Það mót er vegna styrkleika síns kallað Norðurlandamót félagsliöa. Unglingaíþróttasíðan óskar Hauk- um til hamingju með íslandsmeist- aratitilinn og veit að þeir standa sig vel í Svíaríki. Morgunbla6iö/VIP • Það er erfitt að ná fráköstunum þegar maður horfir í naflan á mótherjanum. í minnibolta er oft mikill munur á stærð leikmanna eins og sést á þessari mynd. Höfum ekki tapað leik KEFLVlKINGARNIR Guðmundur Sigurðsson og Snorri Már Jóns- son voru kátir þegar þeir voru teknir tali í fþróttahúsinu í Njarðvík síðasta sunnudag. Ástæðan fyrir kæti þeirra var sú að þegar viðtalið fór fram var orðið Ijóst að ÍBK hafði unnið ís- landsmeistaratitilinn f minni- bolta. „Þetta er allt búið að ganga vel við höfum ekki tapað leik í allan vetur. Valsmenn voru erfiðustu andstæðingarnir okkar en við unn- um þá samt með sautján stiga mun í úrslitunum. Við eigum eftir að spila við ÍR. Við erum nú dálítið smeikir við þennan stóra hjá þeim," sögðu strákarnir um gang mála í vetur og í úrslitakeppninni. Hinum frábæra árangri vildu Guðmundur og Snorri fyrst og fremst þakka þjálfaranum sínum og sögðu það ekki hafa nein áhrif á svarið, að þjálfarinn heyrði sam- taliö. „Við æfum tvisvar í viku 100 mínútur í hvort skipti. Þetta er al- veg nægjanlegur æfingartími," bættu þeir við. Flestir eru liðs- mennirnir búnir að æfa körfubolta í tvö ár. Tími þeirra í minnibolta er nú senn liðinn því næsta vetur munu þeir æfa og keppa með 5. flokki. Strákarnir voru spurðir hvernig það legðist í þá. „Það verð- ur erfitt því strákarnir í 5. flokki eru miklu stærri. Svo eru körfurnar líka hærra uppi og boltinn stærri. Reglurnar í 5. flokki eru líka öðru- vísi en í minnibolta," svöruðu þeir. Þrátt fyrir þetta er það ekki á stefnuskránni hjá þeim að hætta í körfubolta. „Við ætlum sko örugglega að halda áfram og stefnum á að komast í landsliðið. Kannski verðum við Larry Bird númer tvö," sögðu félagarnir skondnir á svip. Auk körfubolta eru kapparnir líka í handbolta og fótbolta. „Ég nef nú samt verið mikið meiddur þannig að ég hef ekki getað verið á fullu í íþróttum. Ég fékk títuprjón upp í ilina og hann fór svo langt að það þurfti að skera í fótinn til að ná honum út," sagði Snorri. Til að fagna sigrinum sögðust Keflvíkingarnir ætla að halda „partý" um kvöldið. Þar yrði auk íslandsmeistaratitilsins haldið uppá sigur í afmælismóti KKl og Sparisjóðsmóti, sem var fyrir lið af Suðurnesjunum. En ekki þýðir fyrir strákana að gleyma sér við veisluglauminn of lengi því þeir stefna á sigur í Hi-ci-mótinu sem er á næstunni. „Svo er það NBA,“ sögðu Guðmundur og Snorri Már að lokum. • Guðmundur Sigurðsson og Snorri Már Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.