Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Persaflóaríkin: Er bjartsýnisviðhorf stjómendanna byggt á raunsæi eða óskhyggju? ÍRAKAR hóta nú, að auka stórlega áráair á hemaðarlega- og efnahagslega mikilvæga staði í íran með það fyrir augum að torvelda þeim olíuvinnsluna, sem er vitanlega meginundirstaða þess, að Iranir geti haldið striðinu áfram. Utanríkisráðherra ír- aka sagði nú síðast í viðtali við vikuritið Al-Dustour, sem hefur ritstjórnarskrifstofur í London, að héðan af yrði ekki aftur snú- ið. Hann sagði, að hótanir írana upp á síðastið hefðu það augljós- lega að markmiði, að þvinga Persaflóaríkin til að styðjalran, en fram til þessa hafa þau staðið með írak. Eins og kunnugt er af fréttum hafa íranir komið fyrir kinverskum eldflaugum, af gerðinni Silkiormur, við Hormutzsund og það er talin veruleg hætta á því, að íranir muni ætla sér að gera loftárásir á skip frá Persaflóaríkjum til að knýja þau til að styðja írani í þessu langa stríði Ibrezka blaðinu Economist segir frá því, að nýtt viðhorf, sem kalla megi bjartsýni, en ætti kannski að vera innan gæsalappa, hafi gagntekið hinar íhaldssömu Persaflóaþjóðir. Þar sé gestum og gangandi nú sagt, að í þessum heimshluta hafi menn ekki jafn miklar áhyggjur af því og áður, þó svo að Iranir bæru sigurorð af írak. Menn horfist þó í augu við, að sigur af slíku tagi gæti borið í sér hættu. Ef íran yrði sigurvegari er trúlegt, að það reyndi að hremma Kuwait, eða „frelsa" hina helgu staði í Saudi Arabiu. Það gæti ennfremur haft í för með sér að íransstjóm reyndi yrði að breiða út, með góðu eða illu, islamska bókstafstrúar- stefnu. Það gæti einnig verið að reynt yrði að fá shita í þessum löndum til að taka þátt í samsær- inu. En stjómendur Persaflóaríkja segja kokhraustir, að þeir efist um, að þessar hótanir verði annað en orðin tóm, og að þeir geti ráð- ið við þetta, ef á skyldi reyna. Það er ekki alveg á hreinu, hvort þessi bjartsýnisandi er byggður á bjargi, og hvort sú ályktun stenzt, að íran Sigurveg- ari, myndi vera alltof uppgefíð, ef svo má að orði kveða til að leggja út í ný ævintýri. Persaf- lóaríkin hafa líka gert ýmsar ráðstafanir síðan stríðið hófst milli írans og íraks. Þar ber hæst að komið var á stofn Samvinnur- áði Persaflóaríkja, GCC, aðeins fáeinum mánuðum, eftir að stríðið brauzt út. Innan vébanda þess eru Saudi Arabía, Kuwait, Oman, Bahrein, Quatar og Sameinuðu arabisku furstadæmin. Þegar ég var í Óman og Sameinuðu fursta- dæmunum fyrir skömmu, veitti ég því athygli, að mikil fundahöld vom innan ráðsins og í blöðum var meira og skilmerkilegar sagt frá störfum þess og umræðum á fundum en nokkram heimsfrétt- um. Það er einsætt að Persaf- lóaríkin í GCC, hafa mjög aukið samskipti sín á milli og almennt er samvinna betri og nánari en áður. í Óman sögðu mér menn, að starf ráðsins gæti kannski eitt komið í veg fyrir að íran héldi áfram útþenslustefnu sinni, þó svo að íran sigraði íraka. írönskum valdhöfum væri ljós styrk staða GCC og myndu hugsa sig um tvi- svar, ef ekki þrisvar, áður en þeir létu til skarar skríða. Það hefur verið lögð áherzla á það af hálfu ríkja GCC, að árás á eitt ríkjanna yrði skoðuð sem árás á öll. Á sviði hemaðar og vamarmála hafa þessi ríki einnig aukið samvinnu og þau hafa sam- eiginlegar heræfíngar. Þau veija til vamarmála sem svarar um 25 milljörðum dollara á ári. Her- mennimir era þó lítt reyndir í bardögum og er á það bent að vamarlínan fyrsta sé því veikur hlekkur. Persaflóaríkjastjómend- ur telja sig eiga vísan stuðning ýmissa annarra Múhammeðstrú- arríkja, einkum þeirra sem eru andsnúnir bókstafstrúarstefnu ír- ansstjómar. Egyptar mæta hlý- legra viðmóti nú en nokkra sinni frá því þeir gerðu friðarsamning við Israela. Kuwaitar hafa meira að segja gefíð í skyn, að þeir séu tilbúnir að leyfa Egyptum að koma aftur í Arababandalagið, þótt þeir tregðist við að taka á ný upp stjómmálasamskipti við Egypta, fyrr en önnur GCC ríki gera það. Þá hafa stjómendur Persaflóaríkjanna einnig ástæðu til að ætla að Jórdanir, Pakistanir og væntanlega Tyrkir myndu koma snarlega til liðs við þau, ef íranir gera árás Eftir því sem óstaðfestar heim- ildir segja hafa Pakistanar þegar sent sextán þúsund hermenn á svæðið með aðsetur í Saudi Arab- iu. Einhver hópur pakistanskra hermanna mun vera í öðrum Pers- aflóaríkjum. Þá binda GCC ríkin vonir við stuðning Bandaríkjanna. Eins og alkunna er hafa bæði Óman og Saudi Arabia mikil sam- skipti við Bandaríkin á sviði vamar og öryggismála. Því muni Bandaríkjamenn ekki siija hjá og horfa aðgerðarlausir á það, ef ír- anir ráðist á Persaflóaríki. Í húfí séu einnig beinharðir hagsmunir Bandaríkjanna. í þriðja lagi er staðhæft, að Sovétmenn muni ekki heldur kæra sig um að íran- ir nái einhveijum tökum við Persaflóa og því myndu fulltrúar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í sameiningu finna lausn á mál- inu. Þá treysti ríkin töluvert á liðveizlu Breta, ekki hvað sízt Kuwait, sem var undir vemdar- væng þess þar til árið 1961. Það gæti orðið flóknara við- fangs að beijast gegn undirróður- siðju á heimavígstöðvum. íranstjóm hefur reynt - með furðulitlum árangri þó - að fá shita í Persaflóaríkjum til að vinna fyrir sig. I Bahrein era til dæmis sjö af hveijum tíu, shitar og marg- ir era af írönsku bergi brotnir. íranir reyndu að steypa emimum í Bahrein árið 1981 og vakti það mikla skelfingu í þessum löndum. Kuwait er einnig í meiri hættu nú, innanfrá, en áður. Venjulega vora hryðjuverk þar afgreidd sem fólskuverk útlendinga. En nú era 16 shitar í fangelsi og bíða réttar- halda, eftir skemmdarverk í olíuhreinsunarstöð í janúar. Þeir era sannanlega Kuwaitar. Meira að segja Saudar era í ákveðnum erfíðleikum, þótt aðeins um 8 pró- sent Sauda séu shitar. í nokkram austurhéraðum landsins, þar sem olíulindir era mestar, kom til átaka og uppreisnartilrauna af einhveiju tagi á árunum eftir 1980, þótt lítið hafi verið frá þeim sagt. Samt er greinilegt, að það er hægara ort en gjört að stunda skipulagða undirróðursiðju í þágu írans í Persaflóaríkjum. 011 leggja þau mikið kapp á að fylgjast með útlendingum sem til landsins koma og hafa vakandi auga með þeim, sem á einn eða annan hátt gætu haft tengsl við íransstjóm. Svo virðist einnig sem þjóðemis- vitund á hveijum stað hafí verið metin meira að minnsta kosti fram að þessu. Það er kannski ein af ástæðunum fyrir bjartsýnisstefnu Persaflóaríkjastjómenda. Og auð- vitað gæti líka verið að þeir hefðu á einn eða annan hátt tryggt sér stuðning stórveldanna, ef í harð- bakkann slær, svo að bjartsýnin væri byggð á raunsærri vissu, en ekki óskhyggjunni einni saman. Heimild m.a. Economist, Middle East S.tbl 1987 Fyrsti þátturinn í nýja hljóðverinu sendur út. Útrás: Nýtt hljóðver ÚTRÁS, útvarpsstöð fram- haldsskólanema, hefur tekið í notkun nýtt hljóðver. Hljóðver- ið er í eigu Nemendafélags Fjölbrautaskóla Breiðholts, en Útrás er rekin af átta fram- haldsskólum á höfuðborgar- svæðinu. Knútur Rafn Armann tækni- maður sagði í samtali við Morgunblaðið að undanfarið hefðu staðið yfir svokallaðir sælu- dagar í skólunum og hefði því dagkráin mótast nokkuð af því tilefni. Hinsvegar kæmist hún í fastar skorður í þessari viku. Út- varpað verður þá frá 17.00 til miðnættis alla virka daga og allan sólarhringinn um helgar á FM tíðni 88,6. Knútur sagði að kostnaðurinn hefði verið töluverður við uppsetn- ingu hljóðversins. Guðmundur Sveinsson skólameistari veitti nemendafélaginu 300.000 krónur til tækjakaupa frá skólanum, en að öðra leyti hafa nemendur unn- ið að þessu verkefni í sjálfboða- vinnu. Ingólfur Birgir Bragason og Stefán Baxter sjá um tæknimálin fyrir hönd Fjölbrautaskóla Breiðholts ásamt þeim Knúti Rafni Armann og Einari Benediktssyni. Fjórir tæknimenn starfa við stöðina frá hverjum skóla. Austurbæjarbíó Joachim strengjakvart- ett heldur tónleika JOACHIM strengjakvartettinn frá Þýskalandi heldur tónleika sunnudaginn 29. mars nk. í Aust- urbæjarbíói kl. 14.30 á vegum Tónlistarfélagsins. Kvartettinn er nefndur eftir þýska fiðlusnill- ingnum Joseph Joachim. Joachim kvartett var stofnaður í mars 1978 og þremur mánuðum síðar vann hann „Deutsche Musik Wettbewerb 1978“ í Bonn. í kjölfar þess fylgdu margir tónleikar og útvarpsupptökur. Síðan hefur hann ferðast víða um heim, m.a. til Kóreu, Malasfu og Indlands. Hann kemur hingað í lokin á löngu ferða- lagi um Norðurlönd á vegum Goethe stofiiunarinnar. Miðar verða seldir við inngang- inn. Joachim kvartettinn frá Þýskalandi heldur tónleika i Austurbæj- arbíói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.