Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 31 Þorsteinn Pálsson á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna: Nú sýnum við styrk Sj álfstæðisflokksins Flokkur Alberts getur opnað vinstri mönnum nýja möguleika „ÞAÐ ER EKKI ágrelningnr um menn og ekki um málefni, sem hefur leitt til framboðs Alberts Guðmundssonar og stuðningsmanna hans“, sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fjöl- mennum fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á Hótel Sögu í fyrrakvöld. Þorsteinn lagði áherslu á, að Albert hefði sjálfur tekið ákvörðun um að víkja úr ríkisstjórninni, en ekki verið rekinn. Hann hefði einn- ig sagst ætla, að sitja áfram á lista Sjálfstæðisflokksins, en ekki verið vikið af honum. Milli hans og Sjálf- stæðisflokksins væri enginn mál- efnalegur ágreiningur. Það hefði því komið sér mjög á óvart, að Al- bert lét undan þrýstingi og ákvað að fara í framboð gegn Sjálfstæðis- flokknum. Formaður Sjálfstæðisflokksins rakti í ræðu sinni aðdraganda þess, að Albert vék úr ríkisstjóminni fyrr í vikunni. Hann sagði, að afsláttar- greiðslur frá Hafskip til fyrirtækis Alberts hefðu komið upp, þegar skýrsla skiptaráðanda í Hafskips- málinu var opinberuð s.l. sumar. Þau mál hefðu verið rædd í þing- Söngvakeppni sjónvarpsstöðva: Kostnaður RÚV 2,5 milljónum minni en í fyrra KOSTNAÐUR Ríkisútvarps- ins vegna söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva nemur 4,6 milljónum króna í ár. Það er 2,5 millj. kr. lægri upphæð en RÚV eyddi í keppnina í fyrra, en þá fór kostnaðurinn yfir sjö milljónir króna. Spamaðurinn er til kominn vegna breytts fyrirkomulags keppninnar hér á landi. íslensku keppninni, sem fram fór sl. mánu- dagskvöld, svipaði mjög til aðal- keppninnar og var forskrift hennar reyndar sótt í sjálfa aðal- keppnina, að sögn Bjöms Bjöms- sonar hjá Hugmynd. Höfundar og plötuútgefendur hefðu nú alfarið séð um endanlegan búning lag: Leiðrétting í Morgunblaðinu í gær var rangt farið með starfsheiti Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur. Það er Ragna Bergmann, sem er formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar, en ekki Aðalheiður Bjamfreðsdóttir. Hið rétta er að Aðalheiður er, form- aður Starfsmannafélagsins Sóknar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. anna og kostnað því samfara. I fyrra vom hljóðritanir hins vegar á kostnað sjónvarpsins. Sjónvarp- ið réð þá tvo útsetjara, hljómsveit, hljómsveitarstjóra og flytjendur til að koma lögunum í endanlegt horf. „Fulltrúar annarra landa hafa hagað sínum undirbúningi á sama hátt og við gerðum nú. Gert er ráð fyrir að hljómplötuútgefendur komi til liðs við höfunda enda til mikils að vinna því að ef lag kemst áfram er það plötuútgefandinn sem græðir en ekki sjónvarpsstöð- in,“ sagði Björn að lokum. flokki sjálfstæðismanna, en sú afstaða tekin að ekki væri tilefni til neinna viðbragða að svo stöddu, þar sem ekki lægi fyrir niðurstaða af hálfu rannsóknaraðila um það, hvort þessar greiðslur væm á ein- hvem hátt óeðlilegar. Þorsteinn sagðist hafa tekið málið upp að nýju vegna skrifa í Helgarpóstinum í desember á síðasta ári. Hann kvaðst hafa snúið sér til skattrann- sóknarstjóra og óskað eftir því að vera látinn vita, ef einhver ráðherra ríkisstjórnarinnar tengdist skatt- svikamálum. Albert boðið að segja af sér Það hefði síðan komið í ljós í síðasta mánuði, að greiðslur sem Albert fékk frá Hafskip, meðan hann gegndi embætti fjármálaráð- herra, hefðu ekki verið taldar fram til skatts. Þorsteinn sagðist hafa rætt þessi mál við Albert og gefið þingflokki sjálfstæðismanna skýrslu um málið. Hann kvaðst ítrekað hafa sagt við Albert, að skynsamlegast væri að hann tæki fmmkvæði í málinu og léti af emb- ætti. Með því gæti Albert varið sjálfan sig og flokkinn fyrir áföllum. Þorsteinn Pálsson varði einnig þá ákvörðun sína, að halda fund með blaðamönnum eftir að Helgar- pósturinn ljóstraði upp um skatta- mál Alberts. Það hefði verið óhjákvæmilegt, að skýra frá stað- reyndum málsins. Annars hefðu tekið við þrír dagar óvissu, meðan Albert var erlendis, og umfjöllun fjölmiðla á þeim tíma hefði getað skaðað flokkinn vemlega. Hann vakti athygli á því, að á blaða- mannafundinum hefði hann aðeins fjallað um staðreyndir málsins, en beðið með að skýra frá afstöðu sinni til framtíðar Alberts í ríkisstjóm- inni, þar til Albert var kominn heim. Þorsteinn Pálsson vék síðan að því, að Sjálfstæðisflokkurinn útskúfaði engum fyrir fullt og allt. Ummæli Alberts um, að starfssvið Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Davíð Odds- son, borgarstjóri, á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í fyrra- kvöld. hans sem 1. þingmanns Reyk- víkinga hefði verið þrengt hefðu ekki við haldbær rök að styðjast. Þingmenn flokksins skiptust ekki í fyrsta og annars flokks þingmenn. Engir gætu gert ófrávíkjanlegar kröfur til ráðherraembætta. Og það væri heldur ekki frambærileg ástæða fyrir klofningsframboði í öðmm kjördæmum, að starfssvið 1. þingmanns Reykvíkinga hefði verið þrengt. Möguleiki á nýrri vinstri stjórn Þorsteinn sagði, að Albert ætti að baki langan og litríkan feril í Sjálfstæðisflokknum. Ástæða væri til að þakka honum fyrir samstarf- ið. „En nú mætum við honum sem andstæðingi í nýjum stjómmála- flokki,“ sagði Þorsteinn. Framboð Alberts myndi væntanlega ekki aðeins hafa áhrif á fylgi Sjálfstæð- isflokksins, heldur einnig annarra flokka. Vinstri flokkárnir hefðu gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir að umbera Albert. Nú mætti hins vegar búast við því, að þeir tækju hinum nýja flokki hans opnum örm- um, enda eygðu þeir í honum von um nýja vinstri stjórn. Flokkur Al- berts gæti opnað vinstri flokkunum nýja möguleika. „Nú er tækifæri og ástæða til að sýna, svo ekki verði um villst, hvaða afl Sjálfstæðisflokkurinn er. Nú á flokkurinn, að svara einum rómi um land allt. Hann á að sýna styrk, ábyrgð og festu. Við höfum verið á góðum skriði að undanförnu og þurfum að halda sókninni áfram. Við skulum sýna, að komust óskad- daðir út úr baráttunni,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Sanitas HRINGDU og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta reikning pinn manaoariega. SÍMINN ER 691140 691141 N1PPARTS o Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. EIGUM A LAGER: KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERN ATORA, SÍUR,AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA FREMSTIR í VARAHLUTUM AMERÍSKAN BÍL. BiLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.