Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 2
2 T MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Friðrik Sophusson stj órnarf ormaður Ríkisspítalanna: „Málið í höndum samn- inganefndar ríkisins“ FRIÐRIK Sophusson, formaður stjórnarnefndar Ríkisspítalanna segir að stjórnin hafi ekki kjara- samninga við starfsfólk spítal- anna i höndum sér, heldur samninganefnd ríkisins. „Við héldum fund í morgun með fulltrúum faghópanna sem eru háskólamenntaðir og starfa á Ríkisspítölum. Þar kom fram að fulltrúar þessara hópa töldu að samninganefnd ríkisins hefði sagt þeim að hlunnindagreiðslur fyrir utan kjarasamninga væru mál stjómamefndar Ríkisspítalanna," sagði Friðrik í samtali við Morgun- blaðið. Friðrik kvaðst í framhaldi þess fundar hafa haft samband við fjár- málaráðherra, heilbrigðisráðherra og samninganefnd ríkisins: „Nið- urstaða fundarins varð sú að þau atriði sem fulltrúar faghópanna ræddu við okkur um, væru kjara- samningaatriði og ættu að ræðast í samningaviðræðum milli samn- inganefndar ríkisins og viðkom- andi stéttarfélaga," sagði Friðrik, „en ekki við stjómamefnd Ríkisspítalanna." Hann sagði að síðdegis í gær hefði hann svo boð- að til fundar með forstjóra Ríkisspítalanna, formanni lækna- ráðs, hjúkrunarforstjóra Ríkisspít- alanna, fulltrúum faghópanna aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra og Indriða H. Þorálkssyni. „Þar staðfesti ég að það væri sameigin- leg niðurstaða þessara aðila að málaleitan fulltrúa faghópanna ætti heima í kjarasamningaviðræð- um,“ sagði FViðrik. Félag háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga hefur verið boðað á samningafund með samninga- nefnd ríksisins á mánudaginn. Hildur Einarsdóttir formaður samninganefndar FHH sagði í samtali við Morgunblaðið að samn- inganefnd ríkisins hefði haft heila viku til að skoða þær hugmyndir sem félagið lagði fram á síðasta samningafundi en eins og staðan væri þá stundina gerði hún sér ekki miklar vonir um að mikið kæmi út úr fundinum á mánudag- inn. Hildur sagði að fundur sam- starfsnefndar háskólamenntaðra starfstétta og forsvarsmanna Ríkisspítalanna hefði frekar orðið til þess að minnka bjartsýni fólks um að samningar takist. Hún sagði þó að ef þær kröfur næðust fram, sem Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga hefur gert, myndu þær fara langt með að minnka þann mun sem er á kjörum hjúkrunarkvenna hjá ríkinu og á almennum markaði. Hinsvegar væri óvíst að það dygði til að allar þær sem sagt hafa sagt upp störf- um myndu draga uppsagnir sínar til baka. Fíkniefnamál: Níu neytend- ur handteknir STARFSMENN fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík gerðu húsleit á tveimur stöðum í borg- inni á fimmtudag og handtóku niu manns. Lögreglan hófst handa við hús- leit um kvöldmatarleytið og var að fram undir miðnætti. Lagt var hald á hass, en í litlu magni þó. Níu neytendur efnisins voru handteknir, en þeim var öllum sleppt úr haldi í gær. Arktis River siglir til Portúgals í dag: Skipstjórinn telur sig hafa fengið rangar upplýsingar VIÐ sjópróf vegna strands danska flutningaskipsins Arkt- is River við Rif á Snæfellsnesi Grindavík Nýr slökkviliðs- stjóri skipaður Grindavík. SÚ sérkennilega staða er nú komin upp í Slökkviliði Grindavíkur að starfandi eru tveir slökkviliðsstjórar. Magnús Ingólfsson, sem verið hefur slökkviliðsstjóri undanfarin ár, hefur dregið uppsögn sína til baka með skilyrðum, en á sama tíma hefur bæjarstjórinn, Jón Gunnar Stefánsson, sent einum slökkviliðsmanninum, Þorkeli Guðmundssyni, skipunarbréf sem slökkviliðsstjóra með endur- reisn slökkviliðsins í huga. Eins og kunnugt er af fréttum sögðu allir slökkviliðsmenn í Grindavík upp störfum á síðasta ári og giltu uppsagnimar frá og með áramótum síðastliðnum. Upp- sagnarfresturinn er þrír mánuðir og rennur út fyrsta apríl. Aðal- ástæðan fyrir uppsögnunum, var að sögn slökkviliðsmanna sinnuleysi ráðamanna bæjarins varðandi byggingu nýrrar slökkviliðsstöðvar. A fundi, sem slökkviliðsmenn héldu í hádeginu á föstudag, var lýst yfir fullum stuðningi við Magn- ús Ingólfsson sem slökkviliðsstjóra og verði hann látinn hætta, muni enginn þeirra taka endurráðningu. Kr.Ben. kom fram að skipstjórinn hafði ekki siglt á réttan hátt inn í höfnina á Rifi. Telur hann sig hafa fengið rangar upplýsingar um siglingarleiðina hjá hafnar- stjóranum á Rifi. Arktis River heldur í dag til Portúgals með saltfiskinn sem búið var að lesta þegar óhappið varð. Það kom einnig fram við sjó- prófín að skipstjórinn hafði ekki kort af Rifshöfn, aðeins gróft sjó- kort. Upplýsingamar sem koma fram við sjóprófin em sendar til ríkissaksóknara, Landhelgisgæsl- unnar, dönsku útgerðarinnar, rannsóknamefndar sjóslysa og Siglingamálastofnunar. Sjóprófin fóru fram að ósk Landhelgis- gæslunnar sem mun gera kröfu til björgunarlauna, þar sem varð- skipið Oðinn dró danska skipið á flot. Sjóprófín fóru fram við borgar- dómaraembættið í Reykjavík, og stýrði Hrafn Bragason borgar- dómari þeim. Meðdómendur voru Guðmundur Hjaltason skipstjóri og Þorvaldur Ingibergssón kenn- ari við Stýrimannaskólann. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Nemendur brenndu bækur sínar fyrir framan stjórnarráðið í gær. Framhaldsskólanemendur: Kröfuganga nemenda niður Bankastrætið. Bókabrenna í Lækjargötu NEMENDUR í framhaldsskólum efndu til bókabrennu fyrir fram- an stjórnarráðið í Lækjargötu í gær, eftir að hafa þrammað fylktu liði frá fjármálaráðuneyt- inu undir trumbuslætti og kröfuspjöldum. í göngunni voru hátt á annað hundrað manns og á kröfuspjöldum stóð t-d. Kennsla er okkar krafa, Mennt er máttur, Samninga strax og Er æskan einskis virði? Brúður héngu í gálgum sem nemendur báru á milli sín, „Við erum brúðurn- ar, stjórnvöld eru gálginn," sögðu nemendur. „Við erum alveg að gef- ast upp á þessu ástandi, það verður að semja strax ef ekki á að eyði- leggja allt nám okkar í vetur,“ sagði ein sem ekki veit hvort hún verður stúdent í vor. Lögregla stóð vörð fyrir framan stjómarráðið en þegar ljóst var að enginn í stjómarráðinu virti nem- endur viðlits, var aftur haldið að fjármálaráðuneytinu þar sem stór hópur hefur haldið til undanfama sólarhringa. Þar varð töluvert þref, þar sem ekki átti að hleypa nemend- um inn í fjármálaráðuneytið. Nemendur ætluðu þá að meina starfsfólki útgöngu. Að sögn starfs- manns ráðuneytisins urðu töluverð- ar stimpingar þegar nemendur mddust inn í ráðuneytið, þar sem þeir hyggjast halda kyrru fyrir þangað til séð er fyrir endann á kennaradeilunni. „Þetta var ósköp meinlaust, það hljóp kergja í krakk- ana, þau héldu að ekki ætti að hleypa þeim inn og töldu sig hafa leyfí til að dvelja í ráðuneytinu. Þetta eru bestu krakkar," sagði lögreglan þegar Morgunblaðið leit- aði álits hennar á stimpingunum við fjármálaráðuneytið í gær. Siguijón Sighvatsson framleið- ir 4 kvikmyndir í Hollywood Ein g-erð eftir bók David Morell sem samdi bækurnar um Rambo Los Angeles. Frá Sveinbirni I. Baldvinssyni. SIGURJÓN Sighvatsson kvik- myndagerðarmaður í Banda- ríkjunum hefur ásamt félaga sínum Steve Golin undirritað samning um framleiðslu fjög- urra kvikmynda á tveimur árum fyrir risafyrirtækið Poly- gram. Mun annað tveggja fyrirtækja Sigurjóns og Golins, Volcanic Films, sjá um gerð þessara kvikmynda að öllu leyti fyrir fjármagn frá Polygram. Aætlaður framleiðslukostnað- ur myndanna sem samningur- inn nær til er þijár til fimm milljónir dala fyrir hveija mynd eða 120 til 200 mUljónir íslenskra króna. Samningur þessi hefur verið alllengi í undirbúningi eða allt frá því þeir Sipnjón og Golin hófu samstarf við Polygram um gerð kvikmyndarinnar Private Investi- gations, sem senn verður frum- sýnd á íslandi. Sú mynd hefur hlotið mjög góðar undirtektir í kvikmyndaiðnaðinum hér vestra og seldu þeir Siguijón þannig dreifíngarrétt að þeirri mynd í Bandaríkjunum til MGM-kvik- myndafélagsins en Samuel Goldwyn keypti dreifíngarréttinn í öllum öðrum löndum. Fór þessi sala fram löngu áður en myndin var fullgerð og er myndin því þegar búin að skila Polygram umtalsverðum hagnaði þótt sýn- ingar á henni séu enn ekki hafnar. I samtali við Siguijón kom fram að hann er mjög ánægður yfir að þessir samningar hafa náðst og einkum það hvað þeim félögum eru gefnar fijálsar hendur um val og útfærslu verkefna. Starfa þeir í nánu sambandi við yfírmann kvikmyndadeildar Polygram en aðrir koma hvergi nærri. Undirbúningur er þegar langt kominn varðandi gerð hinna myndanna þriggja. Hin fyrsta þeirra heitir The Blue Iguana og eru tökur á henni um það bil að hefjast í Mexíkó, en Paramount hefur þegar tryggt sér dreifíngar- réttinn. Onnur nefnist The Frater- nity of the Stone, og er byggð á samnefndri bók eftir spennu- sagnahöfundinn David Morell, sem meðal annars skrifaði met- sölubókina um John Rambo, First Blood. Enn hefur ekki verið end- anlega ákveðið hver hin þriðja verður. Allar eiga fyrmefndar kvikmyndir það sammerkt að vera spennumyndir sem gerast í samtímanum. Þeir Sigurjón og Steve Golin reka í sameiningu fyrirtækið Propaganda Films sem meðal annars framleiðir sjónvarpsmynd- ir, tónlistarmyndir og auglýsing- ar. Það fyrirtæki hefur gert tónlistarmyndir fyrir þekkt tón- listarfólk, svo sem Kenny Logg- ins, U2, Janet JacksonogBerlin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.