Morgunblaðið - 28.03.1987, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 28.03.1987, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS / aiTOiM')) ir JI-CI=1-==-r FtlK "EF ÞÚ bE&iR^rKKÍ^KELUNO^^TOFNFTlÍetFLOKK'" Nú blása vindar úr austri Nú rekur það mikið á fjörur frels- isins, að í gamla daga hefðu skáldin ort um þennan hvalreka. Það er upplýst af stjómendum Sovét- Rússlands, að efnahagurinn sé í rúst, sökum þess, að eftir þrælkun- ina á alþýðunni, allt frá byltingunni, séu kraftamir á þrotum. Stórfyrirtæki bera sig ekki og til þess að halda lífínu þá senda for- stjóramir falska reikninga frá sér. Ollum þarf að múta en allt verður dýrara fyrir bragðið, vömskortur er í landinu og heilbrigðismálin þar af leiðandi ekki mönnum bjóðandi, sbr. sjúkrahúsin fyrir verkamenn- ina. Þetta em ekki nýjar fréttir fyrir þá sem hafa meiri áhuga á því sem gerist í Evrópu en í Tansaníu. Svona fer í löndum þar sem fólkið er rétt- laust. Frjálshyggjunni er ekki um að kenna hvemig lífið er í Austur- blokkinni. Það geta ekki allir sem þátt taka í útbreiðslu kommúnis- mans verið sanntrúaðir stalínistar enn þann dag í dag, en það má með sanni segja um þetta fólk: „Sjáandi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra þeir ekki“. Nú skilst manni helst að nú í kosningunum eigi að höggva að rótum frjálshyggjunnar og þá blas- ir við hlutskipti fólksins í Austur- blokkinni. Það fór ekki mikið fyrir kvenna- baráttunni á söguöld, en tjáningar- frelsi höfðu þær Þorgerður Egilsdóttir, Guðrún Ósvífursdóttir og hún vinkona mín Bergþóra Skarphéðinsdóttir, og svo létu þær verkin tala. Nú blása þeir vindar úr austri sem ættu að ríða helstefnu kommúnismans að fullu. Húsmóðir Þessir hringdu . . Kunnum ekki að meta þessa framkomu HJ. hringdi: Ég er alveg hissa á Albert Guðmundssyni ef hann lætur sér detta í hug að fara í framboð fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hann og hans fólk linnir ekki lát- um við að úthúða flokknum og forystumönnum hans. Við al- mennir sjálfstæðismenn kunnum ekki að meta þess konar fram- komu af manni sem vill leiða flokkin í kosningum. Hann og dóttir hans ættu að gæta tungu sinnar betur. Og hvemig er með hinn sk. hulduher? Er það sjálf- stæðisfólk? Því var lýst yfír af mönnum þar á bæ að um 3000 manns hefðu ekki kosið flokkinn þá vegna óánægju svo þetta virð- ist vera heldur óstöðugt fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Tapaði gullarmbandi Guðrún hringdi: Ég tapaði gullarmbandi sl. sunnudag einhversstaðar á leið- inni frá Hótel Sögu upp á Baldurs- götu, þaðan niður á Umferðarmið- stöð og svo með Heijólfí til Vestmannaeyja. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 26823 eða 98-1679. Er ekki eitthvað at- hugarvert við frétta- mennskuna Vinnufélagar á Landsspítalan- um hringdu: Er ekki eitthvað athugarvert við fréttamennsku okkar Islend- inga? A meðan þjóðin stendur frammi fyrir þeim vanda að þús- undir bama og unglinga komast ekki áfram f námi sínu vegna kennaraverkfalls og sjúkrahús- starfsemi er hálflömuð vegna kjaradeilna þá eru fjölmiðlar fullir frétta af peningamálum Alberts og heimkomu Helenar. Væri ekki nær að gera brýnni vandamálum betri skil? Hugsaekkium okkarhag Flensborgarí hringdi: Kennaramir sögðu í upphafi verkfallsins að þeir myndu ekki auka kennslu eftir verkfallið eins og þeir gerðu eftir síðasta verk- fall. Þetta sýnir þá virkilega í réttu ljósi. Þeir þykjast hugsa um okkar hag en fara síðan svona með okk- ur. Það er ríkið sem ákveður kauptaxta þeirra — ekki nemend- ur. Þeir nota okkur sem vopn. Eigum við sem nemendur að styðja svona menn? Að mínu mati nei. Þeir hugsa ekki um okkar hag og af hveiju ættum við þá að hugsa um þeirra hag. Sýnið amerískan fótbolta Auður hringdi: Mér finnst að Ríkissjónvarpið eða Stöð 2 ætti að sýna amerísk- an fótbolta. Skemmtilegt leikrit Halldór Pálsson hringdi: Ég fór að sjá leikritið um Kaj Munk og fannst það sér í lagi skemmtilegt. Amar Jónsson er mjög góður í aðalhlutverkinu. Ég hvet alla til þess að sjá það áður en það hættir. Það er líka hug- mynd hvort ekki væri hægt að koma því sjónvarpið. Ég vil senda kærar þakkir til Guðrúnar Ás- mundsdóttur fyrir að setja upp þetta verk á svo sérstakan hátt Fann hálsfesti Elín Bríem hringdi: Ég fann hálsfesti fyrir neðan KRON í Stakkahlíð fyrir nokkrum dögum síðan. Þetta er mjó keðja, sennilega gullplett. Eigandi getur haft samband við mig í Barmahlíð 18 eða í síma 18310. Abendingtil veðurfræðinga Vigfás Guðmundsson hringdi: Ég vil benda þeim á sem senda veðurfregnimar að þau hafa breytt fallegu lýsingarorði, bæjar- nafrii, í nafnorð. Það er bæjamaf- nið Hælum í Hreppum. Þau segja alltaf Hæll en ættu að segja í Hæli Lykill fannst í Keilusalnum Kona hringdi: Það fannst lykill í Keilusalnum í Öskjuhlíð en á honum stendur „nr.7, verbúð að Hafnargötu 14“. Ég er búinn að hringja í allar Hafiiargötur 14 á landinu en ekki fundið eigandann ennþá. Hægt er að hafa samband í síma 621599. VONDUB VINNA - VANDAB VERK Autohaus Hamburg St. Georg Útflutningurábflum til íslands án vandræðal Viðráðanlegt verð! Beint frá Þýskalandi! Mercedes Benz — BMW — Audi eru dasmi um bfla af yfir 300 bfla lager okkar. Aroerð V#rft frá DM DB-190+ 190E '83—'86 19.900,- DB-230E w-123 '82—'84 13.900,- DB-280SE '76—'79 6.490,- DB-280SE '80—'85 17.550,- DB-280TE '79—'83 15.990,- Audi lOOcc-CD '83—'87 13.500,- BMW 316-323Í '83—'85 12.550,- Allir bflar í mismunandi lltum, taski fylgja, með/ón sjálfskipt- ingar. Við seljum alla bfla é nettó/útflutnin^s- verði. Öfl nauðsynleg pappírevinna innifalin. Heimsækið okkur eða hafið samband í sfma. Enskumæl- andi sölumenn munu reyna að verða við öllum ykkar óak- um f sambandi við bflavið- skipti. Autohaus Hamburg SL Georg Steindamm 51, 2000 Hamburg 1, West-Germany. Tel. 40 243212-13 eða 241166-69. Telex: 2165703 wk d. Innilegt þakklœti til ykkar allra, sem glöddu mig á nirceöis afmali mínu 19. mars meÖ gjöf- um, heillaskeytum og heimsóknum. GuÖ blessi ykkur öll. . Charlotta Jónsdóttir frá Fögruhlíö, Mýrarholti 7, Ólafsvík. Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum fyrir heimsóknir, blóm og margskonar fagrar og nytsamar gjafir og hlýjar kveÖjur á áttrœÖis- afmœli minu. Einnig þakka ég af alhug starfs- fólkinu hér í SeljahlíÖ fyrir ómetanlega hjálp og fyrirgreiÖslu. GuÖ blessi ykkur. Þórunn Pálsdóttir. Innilegar þakkir fœri ég öllum œttingjum og vinum, sem heimsóttu mig á áttroeÖis afmceli mínu þann 22. mars 1987. Ennfremur þakka ég allar þcer gjafir, sem mér bárust, auk fjölda blóma og heillaóskaskeyta. Sérstakar þakkir fceri ég börnum mínum, sem undirbjuggu dag- inn af rausn og myndarskap, þannig aÖ allt yrÖi sem ánœgjulegast fyrir mig og gesti mina. Hugheilar kveÖjur til allra. Gissur Guðmundsson, Hátúni 10B. Verslanir—fyrirtæki —stofnanir—einstaklingar Getum bætt við okkur saumaskap á tískufatnaði, vinnufatnaði og ein- kennisfatnaði. Saumastöðin Skipholti 25, sími 21812. Mörgblöð með einni áskrift!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.