Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 54

Morgunblaðið - 28.03.1987, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Hjónanunning: Pétur Guðmundsson Herdís Grímsdóttir Pétur Fæddur 18. júní 1887 Dáinn 19. mars 1987 Herdis Fædd 15. nóvember 1884 Dáin 15. september 1971 Á miðrju Stóra-Vatnsskarði, rétt við mörk Húnavatnssýslu að vestan og Skagafjarðarsýslu að austan er svonefnt Vatnshlíðarvatn og bær- inn Vatnshlíð er þar í fjallshlíðinni og horfír mót suðri yfir vatnið. Vatnshlíð er austasti bær í Húna- vatnssýslu og tilheyrir Bólstaðar- hlíðarhreppi, þótt langt sé til bæjar í Svartárdal og er miklu styttra til næstu bæja í Skagafírði. Jarðimar Kálfárdalur og Selhagi vom nágrannajarðir Vatnshlíðar, nokkru vestar, en eru komnar í eyði fyrir áratugum. Nokkuð fram yfír síðustu alda- mót bjuggu í Vatnshlíð hjónin Guðmundur Sigurðsson frá Reykj- um á Reykjabraut í Austur-Húna- vatnssýslu og Þuríður Lilja Stefánsdóttir frá Geldingaholti í Skagafirði. Orð fór af þeim hjónum báðum og þótti bóndinn sérstæður og hvatvís í tilsvörum. Þau Guðmundur og Þuríður áttu tvö böm. Dóttirin Stefanía varð eig- inkona Hjálmars Sigurðssonar frá Skeggsstöðum í Svartárdal. Sonur þeirra Stefaníu og Hjálmars var Guðmann, smiður og tónskáld á Blönduósi, sem m.a. samdi hið hljómmikla lag við kvæði Páls G. Kolka, Húnabyggð. Sonurinn Pétur fæddist í Vatnshlíð 18. dag júnímánaðar árið 1887. Hann tók síðar við búi í Vatnshlíð og kvæntist þann 6. júlí árið 1912 móðursystur minni, Herdísi Grímsdóttur frá Syðri- Reykjum í Biskupstungum í Amessýslu. Hún andaðist 15. sept- ember árið 1971. Þau Herdís og Pétur bjuggu í Vatnshlíð til vorsins 1938, er þau fluttu til Sauðárkróks. Búskapur þeirra í Vatnshlíð var traustur og góður á þeirra tíðar mælikvarða. Öll umgengni, úti og inni, bar vitni um smekkvísi og snyrtimennsku húsráðendanna beggja. Herdís var fíngerð kona, þrifín, smekkvís og hög. Hún hafði lært og stundað saumaskap í Reykjavík. Pétur var þrekmenni, rólegur í öllu fasi og frábær viðmæl- andi, sökum fjölhæfni sinnar og listhneigðar. Kímnigáfu átti hann, sem gaf frásögn hans líf og litríki. Hann var óvenju minnugur á sam- töl og orðfæri annarra og tókst að segja frá broslegum hliðum án alls lasts eða særinda fyrir þá sem um var rætt. Er mikill skaði að því að eiga ekki ýmsar frásagnir Péturs í rituðu máli, sem hefði mátt jafna við snilld fræðiþulsins Magnúsar Bjömssonar á Syðra-Hóli. Pétur var mikill músíkmaður og músíkunnandi. Sjálfur lék hann á orgel og kenndi Qölda nemenda, bæði meðan hann var bóndi í Vatnshlíð og eftir að þau hjónin fluttu til Sauðárkróks. Áttu þeir Guðmann systursonur hans, er fyrr er nefndur, mjög samleið og var með þeim mikil og góð frændsemi. Pétri lét lítt að ræða um dægur- mál, svo sem mörgum er títt og hann mun lítið hafa blandað sér í þau mál samfélagsins, en skoðana- svið hans var víðfemt og hugarefni til umræðna mörg. Þótt tónlistin skipaði þar heiðurssæti. Trúarskoð- anir hans voru einnig áberandi er við hann var rætt og hygg ég að efaleysi hans í þeim efnum hafí verið honum mikil blessun og þá ekki síst eftir að hann missti lífsförunaut sinn og ævikvöldið lengdist. Þótt um sex áratugir séu síðan er mér mjög minnisstætt er við þrír frændur Herdísar í Vatnshlíð, þá lítið komnir yfír fermingu, tókum okkur ferð á hendur vestan úr Vatnsdal norður í Vatnshlfð. Fórum við á hestum og það þó var nokkuð fyrirtæki, þótt vordagar væru. Auk mín voru þetta Konráð og Haukur Eggertssynir á Haukagili. Ágústína móðir þeirra bræðra og Katrín móðir mín voru systur Herdísar í Vatnshlíð, en bróðir þeirra var Eiríkur í Ljótshólum. 011 gerðust þessi Syðri-Reykja-systkini Hún- vetningar og er af því orðin nokkur saga þó ekki verði sögð hér frekar. Ég held að í þessari Vatnshlíð- arför hafí fæðst sú væntumþykja okkar frænda um þau Herdísi og Pétur, sem enst hefír síðan. Það var líka ákafíega gaman að sjá þá fyrst dætur þeirra tvær, Kristínu, sem var á líku reki og við frændum- ir úr Vatnsdalnum, og Þuríði (Þurý), nokkrum árum yngri. Þriðju dótturina höfðu þau hjón eignast en hún dó skömmu eftir fæðingu. Sjálfum fannst mér alltaf jafn elskulegt og gaman að koma til þeirra Herdísar og Péturs, eftir að þau vom orðin búsett á Sauðár- króki. Eins var það eftir að Pétur var orðinn einn á heimili þeirra. Þar sem engu hefur verið haggað, frá því sem var er þau vom þar bæði og enn er það svo þótt Pétur dveldi síðustu misserin á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Lýsir þetta mjög lífsviðhorfí Péturs og virðingu fyrir minningum um eiginkonu hans. Á þá minningu féll enginn skuggi þar til yfir lauk. Pétur Þ. Guðmundsson varð gamall maður. Aðeins þijá mánuði skorti til þess að hann lifði heila öld. Hann lést 19. þ.m. Andlegri heilbrigði hélt hann til síðustu stundar þótt hrörleiki ellinnar setti þar á skorður. Vom þó líkamskraft- ar hans orðnir mjög litlir. Er ég kom til hans ásamt konu minni dag einn laust fyrir miðjan janúar sl., gladd- ist hann yfír komu okkar og enn lýsti viðmót hans vináttu og rólegri yfírvegun hins þroskaða öðlings. Hann sagðist móka mikið og að sér liði vel. Áður en ég vissi af hafði ég spurt hann hvort hann sæi þá ekki heillandi sýnir og heyrði fal- lega hljóma. Hann brosti sínu ljúfa brosi og játaði því, svo að ekki varð um villst og enn miðlaði Pétur mér sömu góðu áhrifunum, sem hann hafði alltaf gert er fundum okkar bar saman. Fyrir þau áhrif er ég þakklátur góðum vini. Vegna búsetu Kristínar Péturs- dóttur í Reykjavík kom það mjög í hlut systur hennar Þurýar að ann- ast um föður þeirra, bæði meðan hann bjó einn, eftir lát móður þeirra og eins eftir að hann var orðinn vistmaður á Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki, en báðar voru þær honum góðar dætur og allir afkomendur hans og venslafólk sýndu honum elskusemi og umhyggju, sem hann þakkaði mjög. Pétur Þ. Guðmundsson verður lesinn til moldar frá Sauðárkróks- kirkju í dag. Er það rúmum hálfum öðrum áratug síðar en kona hans var lögð þar í sama reit. Gott verður að minnast þeirra Herdísar og Péturs. Blessun þeirra mun fylgja afkomendum þeirra, venslamönnum og vinum. Nú eiga þau aftur samleið, eins og þau áttu meðan bæði lifðu. Grímur Gíslason Fimmt.udaginn 19. þessa mánað- ar andaðist í sjúkrahúsi Sauðár- króks öldungurinn Pétur Guðmundsson, fyrrum bóndi í Vatnshlíð, Austur-Húnavatnssýslu. Við andlát þessa góða frænda míns leitar hugurinn til bemskuára minna og ég hugleiði með nokkrum trega, að með Pétri hverfur af sjón- arsviðinu síðasti fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem var á miðjum starfs- aldri þegar ég var að alast upp í sveitinni minni, Bólstaðarhlíðar- hreppnum. Pétur Guðmundsson fæddist í Vatnshlíð 18. júní 1887 og skorti því aðeins þijá mánuði í það að ná hundrað ára aldri. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson, Sigurðssonar, bónda á Reykjum á Reykjabraut og Þuríður Stefánsdóttir, Einarssonar, bónda í Vatnshlíð. Þuríður og Guðmundur vom mæt hjón og vel virt af samtíð sinni. Þau bjuggu í Vatnshlíð góðu búi á þeirra tíma mælikvarða og vom orðlögð fyrir gestrisni og greiðasemi. Böm þeirra, sem upp komust, vora Stefanía, fyrram hús- freyja í Stafni í Svartánlal og Pétur, sem hér er minnst. Auk þess ólu þau upp Guðmann Hjálmarsson dótturson sinn, Stefán Sveinsson að miklu leyti, og móður mína Ingi- björgu Lárasdóttur frá 8 ára aldri. Hún var bróðurdóttir Þuríðar hús- freyju en Stefán systursonur hennar. Mér er það minnisstætt, hvað Vatnshlíðarheimilið var mömmu kært og hvað henni þótti vænt um fósturforeldrana og böm þeirra, sem alla tíð reyndust henni eins og bestu systkin. Pétur tók við búi í Vatnshlíð af foreldram sínum. Hann kvæntist Herdísi Grímsdóttur frá Syðri- Reykjum í Biskupstungum og mun ekki ofmælt að frændi minn var hamingjumaður í hjónabandi sínu. Herdís var fágætlega hugþekk og aðlaðandi kona og gædd þeim elskulegu persónutöfram, sem strá yl og birtu á leið samferðamanna. Herdísi og Pétri búnaðist vel í Vatnshlíð. Þau vora samhent í gestrisni, greiðasemi og góðvild til nábúanna. Eðlislæg og ástunduð hugarfarsmenning mótaði heimilis- braginn, háttvísi og grandvarleiki. Heimilið var fallegt og menning- arlegt, mikið lesið og lesefni rætt. Pétur var tón- og söngelskur, spil- Björn Á. Þórðarson forstjóri - Minning Fæddur 20. ágúst 1910 Dáinn 16. mars 1987 Bjöm Ágúst fæddist á Akranesi 20. ágúst 1910. Foreldrar hans vora hjónin Sigríður Jónsdóttir og Þórður Stefánsson beykir, bæði komin af gömlum borgfirskum ætt- um. Bjöm var yngstur 5 systkina, 4 bræðra, sem allir era látnir og einn- ar systur, Jakobínu, auk uppeldis- systur sem lifa bræður sína. Árið 1912 flyst Bjöm með ijöl- skyldu sinni til Reylqavíkur, fyrsta heimili þeirra í Reykjavík var á Bergstaðastræti 45, „Baldurshúsi", en tveim áram síðar eignast þau húsið á Bergstaðastræti 37. Bjöm stundaði nám í Miðbæjar- skolanum í Reykjavík. Hann byijaði ungur að starfa hjá Stefáni Thorar- ensen, fyrst sem sendisveinn við Laugavegs Apótek og síðan við Efnagerð Reykjavíkur. Þar hóf hann framhaldsnám sitt í vinnslu efíia, sem varð hans lífsstarf. í Efnagerð Reykjavíkur eignaðist hann læriföður og vin, danskan mann að nafni Heskin. Hann reynd- ist Bimi góður kennari. Hæfileikar Bjöms á sviði efnagerðar vora róm- aðir. Bjöm hóf sjálfstæðan rekstur um 1940, aðalverksvið hans var alltaf á sviði efnagerðar, og rak hann síðan sjálfstæðan atvinnurekstur, lengst af undir nafninu Efnagerðin Stjaman. Ungur heillaðist Bjöm af útivist og íþróttum, hann gekk í KR og stundaði íþróttir, hann var einn af framkvöðlum skíðadeildar KR og lagði fram mikið starf við upp- byggingu í Skálafelli. Bjöm var góður skautamaður enda var æskuheimili hans í nálægð við 'Ijömina og hann nýtti sér það. Hann var í stjóm Skautafélags Reykjavíkur í mörg ár. Bjöm var mjög listelskur maður, ungur blés hann í hom með Lúðra- sveit Reykjavkur, hann lék einnig á o rgel. Ónefnt er þá starf hans með æskuvini sínum, Óskari Kjartans- syni, í Litla leikfélaginu. 1. júlí 1939 giftist Bjöm eftirlif- andi eiginkonu sinni, Elsu Jóns- dóttur. Foreldrar hennar vora Margrét Ingjaldsdóttir og Jón Bjamason frá Stóra-Hólmi í Leira. Elsa bjó manni sínum fagurt og notalegt heimili, þar sem hver hlut- ur var valinn af smekkvísi og komið fyrir á nákvæmlega réttum stað. Þetta gilti jafnt innan húss sem utan. Þau hjónin höfðu bæði mikið yndi af garðrækt. Það var þeirra sameiginlega áhugamál, gróðurinn launaði þeim hlýju handtökin, þar sem blómin brostu við þeim, enda ávallt mikið prýði blóma og tijáa við heimili þeirra. Bjöm var mikið fyrir útivera, sérstaklega gönguferðir og nátt- úraskoðun. Fjöraferðir fóra þau hjónin margar og héldu þá oft á fjörugrjóti með sér til baka. Þessir steinar skipuðu sérstakan sess f görðum þeirra, við Flókagötu, Laugarásveg og nú við Bergstaða- stræti. Ég, sem þessar línur rita, var tíður gestur á heimili þeirra hjóna allt frá unga aldri. Ég varð aðnjót- andi vináttu og velvildar þeirra. Eftir að ég varð fjölskyldumaður og fór að koma með konu minni og bömum til þeirra hjóna endurtók sagan sig. Bömin okkar hrifust af þeim og hjartahlýju þeirra. Að leiðarlokum þakka ég frænda mínum og vini fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Er við fóram á skauta á Tjöminni, skíðaferðimar í Skálafell, ferðimar í Borgaifyörð til að hitta frændur og vini. Ég þakka einnig umhyggj- una fyrir mér alla tíð frá bamsaldri. Kæra Elsa, við biðjum Guð að styðja þig og styrkja, fjölskyldan sendir þér einlægar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Bjöms Ág- ústs Þórðarsonar. Ásgeir Einarsson Salómon G. Hafliða- son — Minning Það var föstudaginn 20. mars sem mér barst sú fregn að Salómon væri fallinn. Já, fallinn, þannig var það einmitt. Hann var á heimleið eftir matarinnkaup. Að vísu veit ég að hann hefði kunnað því betur að koma vamingnum heilum heim fyrst, en síðan ekkert að vanbún- aði. Óg ekki held ég að sjúkrahús- dvöl hefði hentað honum best. Salómon fæddist á Neðra-Núpi í Miðfírði 10. janúar 1902. Munu foreldrar hans hafa búið við fremur kröpp kjör eins og þá var títt og ekki bætti úr er hann á þriðja ári missti móður sína. Var honum þá komið fyrir á Torfastöðum í sömu sveit, en þar ólst hann upp til full- orðinsára. Hin erfíðu störf til sveita með ferðalögum á veglausu landi, oft í tvísýnum veðram, hafa áreið- anlega mótað Salómon ekki síður en aðra er ólust upp á þessum áram. Ekki sluppu allir með heilt skinn úr slíkúm ferðum, það fékk móður- bróðir hans, Guðmundur Tómasson, að reyna, en hann varð úti 10. jan. 1902. Var hann á heimleið úr kaup- staðarferð frá Borðeyri. Salómon hét einnig eftir þessum móðurbróð- ur sínum, enda fæddur á dánardegi hans. Sennilega hafa þeir frændur verið býsna líkir í ýmsu, en Guð- mundi er þannig lýst: „Hann var talinn skýr maður og bókhneigður. Hagur var hann á tré og stundaði smíðar í ýmsum stöðum og þótti góður vérkmaður." Einhverrar skólavistar naut Salómon í Hjarðar- holti í Dölum en þar dvaldi hann um skeið, eða til ársins 1925 er hann fluttist til ísafjarðar. Vann hann þar löngum við trésmíðar og þótti góður verkmaður. Árið 1937 gekk hann að eiga Sigurbjörgu H. Sigurvinsdóttur og eignuðust þau einn son, Karl. Að nokkram áram liðnum fluttu þau í eigið hús í Sundstræti 35A. Árið 1950 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Enn sem fyrr urðu smíðar vinna Salómons og að þessu sinni við framleiðslu amboða hjá afa mínum, Magnúsi F. Jónssyni, uppeldisbróður sínum. í fomu máli stendur: „í kili skal kjörviður." Þetta merkir að vanda skuli til efn- is í kjölinn þá er menn hefja smíði skips. Þetta hygg ég að Magnús hafí einnig haft í huga er hann réð Salómon til starfa, því vissulega era starfsmenn einnig kjölur hvers fyr- irtækis. Rækti hann starf sitt af stakri samviskusemi og trúmennsku allt fram til ársins 1981 að hann hætti vinnu sakir heilsuleysis, en þess hafði hann kennt um rúman hálfan annan áratug. Skýr hugsun og minni bilaði hins vegar ekki. Það var áreiðanlega mikið áfall fyrir þau hjón er þau misstu einkason sinn Karl í blóma lífsins. Ekki vora þó tilfinningamar bomar á torg út fremur en endranær. Karl var gift- ur Rósu Jensdóttur og eignuðust þau þijár dætur, Ingibjörgu Sigríði, Sigurbjörgu Katrínu og Svanhildi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.