Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Bandaríkin: George Shultz fagnar stefnu Mik- hails Gorbachev „Glasnost“ gefur tilefni til bjartsýni Washinglon, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, telur að stefnubreytingar í tíð Mikhails S. Gorbachev gefi tilefni til bjart- Mikil þorsk- gengd við SV-Grænland Kaupmannahðfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL þorskgengd er nú á Dana- banka úti fyrir Fredriksháb í Suðvestur-Grænlandi, að sögn Grænlenska útvarpsins. Þetta hefur haft í för með sér, að grænlenska landstjómin hefur orðið að samþykkja tilslakanir á reglunum um, að aðeins 10% af þorski megi vera í karfaafla Einn af togurum landstjómarinn- ar, Maniitsok, fékk nýlega 1000 tonna afla. Þar af voru 950 tonn þorskur. Þrátt fyrir þessar tilslakanir er ekki ætlunin að leyfa, að farið verði fram úr 5800 tonna heildarþorsk- kvótanum við vesturströndina. sýni um bætt ástand mannrétt- indamála í Sovétrikjunum. Shultz lét þessi orð falla í gær er efnt var til hátíðarsamkomu til heiðurs sovésku skáldkonunni Irinu Ratushinskaya í Washington. Sagði ráðherrann að bandarískir ráða- menn fögnuðu þeirri stefnu Gorbac- hevs að heimila opinskáa umræðu (Glasnost). Hins vegar sagði Shultz að enn væri ekki ljóst hvort leið- toginn hygðist afnema lög sem heimiluðu fangelsun manna af pólitískum- eða trúarlegum ástæð- um. „Enn sem komið er getum við aðeins vonað að það verði gert,“ sagði Shultz. Sagði hann þúsundir samviskufanga enn sitja í fangelsi í Sovétríkjunum. Irinu Ratushinkaya, sem er 33 ára að aldri, var sleppt í október á síðasta ári eftir að hafa afplánað fjögurra ára útlegðardóm í vinnu- búðum. í gær voru henni afhent „frelsisverðlaun" bandarískrar stofnunar sem kennir sig við trú- frelsi og réttlæti. George Shultz sagði viðeigandi að hún hefði unnið til verðlaunanna þetta árið. „Frelsið mun að lokum sigra, vegna fram- göngu Irinu Ratushinskaya og hennar líkra,“ sagði bandaríski ut- anríkisráðherrann. Lánstraust ríkja heims: Lánadrottnar hafa hvað Rostropovich fær viður- kenningu Vestur-Þjóðveijar veittu hinum heimsþekkta sellóleikara og hljómsveitarstjóra Mstislav Rostropovich, sem leikið hefur hér á landi, sérstaka heiðurs- viðurkenningu í gær. Rostropovich fæddist í Sov- étríkjunum, en er búsettur i Bandaríkjunum. Hann brosti breitt þegar Gunther van Well, sendiherra Vestur-Þýskalands í Washington, afhenti tónlistar- manninum orðuna. Reuter mest traust á Japönum Island í 36. sæti New York, AP. BANDARÍKJAMENN sem löng- um hafa notið mests trausts lánastofnana hafa orðið að víkja fyrir Japönum. Bandaríkjamenn eru nú í fjórða sæti en íslending- ar í hinu 36. að því er skýrt var frá í bandaríska timaritinu Instit- utional Investor í gær. Vestur-Þjóðverjar eru í öðru sæti listans en á hæla þeirra koma Sviss- lendingar. 100 alþjóðlegar banka- stofnanir tóku þátt í könnun tímaritsins á lánstrausti 109 ríkja. Japanir fengu 96 stig af 100 mögu- legum en Vestur-Þjóðveijar og Svisslendingar 94,2. Af öðrum ríkjum sem njóta lánstraust má nefna Bretland, Kanada, Frakk- land, Austurríki og Noreg. Neðst á listanum eru Nicaragua, sem hlaut rúm fimm stig og Norður-Kórea, sem fékk aðeins 4,6 stig. Til fróð- leiks má geta þess að Líbanir hlutu 9 stig og Eþíópar 9,3. Sem fyrr sagði eru íslendingar í 36. sæti með 51,7 stig og er það tæpu hálfu stigi minna en lands- menn fengu í síðustu könnun blaðsins í september á síðasta ári. íslendingar eru einu sæti neðar en Tékkóslóvakía en einu ofar en Ind- land. Svíþjóð: Lyf sem veld- ur fósturláti SaMiarov þiffgur boð til Astralíu Sydney. Reuter. SOVÉSKI nóbelsverðlaunahaf- inn Andrei Sakharov hefur þegið heimboð til Ástralíu, að þvi er ástralska mannréttinda- og jafn- réttisnefndin tilkynnti í gær. Formaður nefndarinnar, Marcus Einfeld, sagði, að hann hefði hitt Sakharov að máli á heimili hans í Moskvu fyrir tveimur vikum og Sakharov mundi sækja um leyfí til fararinnar í september. Einfeld sagði, að Sakharov hygð- ist dveljast a.m.k. fjóra daga í Ástralíu og mundi þá m.a. sækja fyrst þing mannréttindasamtaka landsins. Þetta verður fyrsta ferð Sakharovs til útlanda, eftir hann losnaði úr útlegðinni í Gorkí fyrr á þessu ári. MASTER LEÐURSÓFASETT — MÝ SENDIMG FJÖLBREYTT ÚRVAL - GOTT VERÐ Smiöjuvegi 6, Kópavogi simar 45670 — 44544. Stokkhólmi, AP. ÁRANGURSRÍKAR tilraunir hafa farið fram á Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi með Iyf, sem kallar fram fósturlát. Líkur eru á, að lyf þetta verði sett á markaðinn í pilluformi innan fimm ára. Var þetta haft eftir Marc Bygdeman, prófessor, sem er lækn- ir á Karolinska sjúkrahúsinu. Bygdeman sagði, að þetta lyf yrði unnt að nota í stað þess að framkvæma fóstureyðingu hjá konum með skurðaðgerð. Lyfið hefði verið reynt í þijú ár á 600 vanfærum konum í Svíþjóð, Kína, Indlandi, Ungveijalandi og fleiri löndum og hefði þetta verið gert í samvinnu við Alþjóða heilbrigðis- stofnunina. Konunum var gefið lyfíð í þijá daga einhvem tímann á fyrstu Grænland: þremur vikunum, eftir að þær hættu að hafa á klæðum. Var það gert bæði með því að þær tóku það inn í pilluformi eða því var sprautað í þær. „Meðferðin bár árangur í 95% tilfellanna," sagði Bygdeman. Bygdeman tók það fram, að hliðarverkanir hefðu verið þær sömu og venjulega, þegar fóstur- lát ætti sér stað, t. d. talsverðar blæðingar. Norðmenn smíða tvo togara fyrir Grænlendinga Samningnrinn harðlega gagnrýndur meðal stjórnenda danskra skipasmiðja Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landstjórnin hefur samið við norsku skipa- smiðjuna Skip og bátbyggeri, sem er fyrir norðan Álasund, um smíði tveggja 1400 tonna togara. Umsamið verð er 93.250.000 danskar krónur (rúml. 531 mil(j. ísl. kr.) fyrir hvorn þeirra. Á að afhenda hinn fyrri 30. október nk., en hinn síðari 28. febrúar á næsta ári. Danskir stjómmálamenn og stjómendur skipasmiðja hafa haft sig mikið í frammi til að fá við- skipti þessi til Danmerkur, en málið strandaði á því, að ekki vara talið fært að veita Grænlend- ingum hlutdeild í danska „skip- asmíðapakkanum" svonefíida. Þar er um að ræða niðurgreiðslur, sem danska ríkið greiðir skipasmiðjun- um. En þar sem Grænlendingar fá danska fjárhagsaðstoð, sem þeir geta notað til togarasmíðinn- ar, töldu stjómmálamennimir sig ekki geta fallist á frekari ívilnanir þeim til handa. Stjómendur danska skipa- smiðja hafa harðlega gagnrýnt þessa afgreiðslu á málinu og benda þeir á, að það sé mjög erf- itt að keppa við norskar skipa- smiðjur, sem njóta yfír 20% vaxtaniðurgreiðslna frá ríkinu. Samtímis var þó tilkynnt, að norska fyrirtækið Jan Mayen og Co hefði pantað rækjutogara hjá dönsku Danyard-skipasmiðjunum, sem eru hluti af J. Lauritzen- samsteypunni. Togarinn verður smíðaður í Álaborg og afhentur í maí á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.