Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Ray Gambell, f ramkvæmdast) óri Alþjóða hvalveiðiráðsins: Stefnu íslands er að vaxa ÍSLENDINGAR eru í fararbroddi hvað varðar rannsóknir á hvala- stofnum með tilliti til þess, að hægt sé að halda veiðum áfram með skynsamlegum hætti. Ég held að Alþjóða hvalveiðiráðið hafi full- seint gert sér grein fyrir því, að ætli það að stjóma hvalveiðunum verður stjórain að byggjast á sem beztum mögulegum vísinda- grunni. Ég er bjartsýnn á að frumkvæði íslendinga leiði til þess að aðrar þjóðir auki vísindarannsóknir sínar með tilliti til mögulegs og skynsamlegs afraksturs stofnanna. Það er í raun markmið okk- ar. Við verðum að fá vissar upplýsingar til að geta stjómað veiðunum á beztan mögulegan hátt. Því held ég að stefnu íslands sé að auk- ast fylgi,“ sagði Dr. Ray Gambell, framkvæmdastjóri Alþjóða hvalveiðiráðsins, í samtali við Morgunblaðið. Vísindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins fundaði hér á landi tvær síðustu vikur marzmánaðar. Fund- imir voru haldnir á Hafrannsókna- stofnun og þar náði Morgunblaðið tali af Gambell. „Stöðvun hvalveiða að minnsta kosti fram til 1990 tek- ur endanlegt gildi á þessu ári, einnig fyrir þær þjóðir, sem mótmæltu banninu," sagði Gambell. „Það var gert til að ofveiddir stofnar gætu náð sér að nýju og til að gefa vísindamönnum tækifæri til að meta stofnstærð hvalategunda og hve marga hvali megi veiða án þess að ganga um of á stofnana. Þetta þýðir þó ekki að veiðum ljúki algjör- lega, um einhverjar löglegar veiðar verður áfram að ræða, sérstaklega veiðar í vísindaskyni eins og íslend- ingar stunda. Fundurinn, sem við erum nú á, er sá fyrsti í röð nokk- urra vinnufunda, sem fjalla um sérstök tæknileg atriði í mati á stofnstærð. Ein leið, sem notuð hefur verið — eins og í fískveiðum oft á tíðum — til að meta áhrif veiða á hvalastofna, er að bera sam- an afla á skip eftir tímabilum. Hafi ákveðið skip veitt ákveðinn §ölda hvala á ákveðnum tíma og veiði svo síðar á jafnlöngum tíma aðeins helming af því, sem áður var, mætti ætla að hvölum í hafínu hafí fækk- að um helming. Það er í raun fullmikil einföldun, þar sem margir aðrir þættir geta haft áhrif á veið- ina og um leið stofnstærðina. Vandamál okkar hefur verið, að þó við höfum áður talið að beint sam- band væri milli afla og fjölda hvala stenzt það ekki. Á Islandi benda rannsóknir til mjög lítils samdráttar í veiðum miðað við sama sóknar- þunga. Hvort hvölum hafi í slíkum tilfellum fækkað lítillega eða ekki eða hvort veiðitækni hefur haft áhrif hefur verið meginviðfangsefn- ið á fundum okkar hér. Við við höfum sem sagt verið að fara yfír tæknileg vandamál, sem felast í því að nota gögn um sóknar- afköst og yfírfæra þau á mögulega stofnstærð. Niðurstöður eru á þá leið, að fara verður mjög varlega, eins og í venjulegum fískveiðum, við að meta stofnstærðir eftir veið- um. Við munum halda áfram að fást við þessi viðfangsefni að minnsta kosti næstu tvö árin vegna þess að þessari vinnu á að vera lokið fyrir árið 1990. Fyrir þann tíma munum við gera það, sem mögulegt er, til að meta fjölda hvala og stofnstærðir. Hvalveiðiráðið mun þá endurmeta þá ákvörðun sína að banna hvalveiðar í atvinnuskyni. Segi visindamenn þá, að þeir hafi metið stærð nokkurra stofna og samkvæmt niðurstöðum þeirra sé óhætt að leyfa veiðar innan ákveð- inna marka, gæti ráðið lagt til að leyfa veiðar. Ráðið gæti einnig sagt að upplýsingar væru ófuljnægjandi og bannað veiðar áfram. Ákvörðun- in verður sem sagt byggð á fyrir- liggjandi upplýsingum vísinda- manna. ísland hefur mjög ákveðin áhrif á það, sem við erum að gera, og því erum við ánægðir með að hafa fundað hér. Það skiptir miklu máli að fundað sé á stað, þar sem raunverulegur áhugi er á rannsókn- um sem þessum og aðstæður eru góðar. Það hefur alltaf legið fyrir frá stofnun Alþjóða hvalveiðiráðsins, að nauðsynlegt væri að fylgjast með Qölda hvala og hafa einhveijar 'reglur um heppilega veiði byggðar á rannsóknum vísindamanna. Af mikilli fyrirhyggju byggðu íslend- ingar upp aðstöðu fyrir vísinda- menn í hvalstöðinni árið 1980, áður en veiðamar voru bannaðar. Islend- ingar eru því í fararbroddi hvað varðar rannsóknir á hvalastoftium með tilliti til þess, að hægt sé að halda veiðum áfram með skynsam- legum hætti. Ég held að ráðið hafí fullseint gert sér grein fyrir því, að ætli það að stjóma hvalveiðunum verður það að byggjast á sem bezt- um mögulegum vísindagmnni. Ég er bjartsýnn á að frumkvæði íslend- inga leiði til þess að aðrar þjóðir auki vísindarannsóknir sínar með tilliti til mögulegs og skynsamlegs afraksturs stofnanna. Það er í raun markmið okkar. Við verðum að fá vissar upplýsingar til að geta stjóm- að veiðunum á beztan mögulegan hátt. Því held ég að stefnu íslands sé að aukast fylgi. Þó em margir efins um að nauðsynlegt sé að veiða jafnmarga hvali og íslendingar gera til að fá nægilega vitneskju um ástand stofnanna. Eitt af stærstu vandamálum okkar vísindamanna er að eigi viðunandi upplýsingar að fyigi nást þarf mikinn fjölda sýna og undanfarin ár höfum við ekki getað gefíð ákveðin svör við ákveðnum spumingum, vegna þess að rann- sóknum á veiddum hvölum hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Þegar rannsóknaráætlun er lögð fram, þar sem ákveðinn fjöldi hvala er nefnd- ur, getur það líkst dulbúnum veiðum í atvinnuskyni í augum fólks, sem ekki skilur þarfír vísind- anna. Fjöldi hvala sem veiddur er í vísindaskyni fer eftir því hver til- gangur rannsóknanna er. Hvert markmið krefst ákveðins fjölda og því er erfítt að meta það hvort fjöld- inn er of mikill eða of lítill. I vísindaáætlun íslendinga er talið að áætlaður hvalafjöldi fram til árs- ins 1990 sé nægilegur til að rannsóknir geti gefíð fullnægjandi niðurstöður og svör við brennandi spumingum. Ég er fullviss um að á næsta ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins verður mikið spurt um hve marga Morgunblaðið/Einar Falur Dr. Ray Gambell, framkvæmda- stjóri Alþjóða hvalveiðiráðsins hvali sé nauðsynlegt að veiða við ísland til að fá nægilegar upplýsing- ar. Menn munu væntanlega skiptast nokkuð í tvo hópa, annan, sem tel- ur íslendinga stunda raunhæfar rannsóknir, og hinn, sem telur að vísindaveiðamar séu bara til að hylma yfír veiðar í atvinnuskyni. Þá má búast við hópi umhverfís- vemdarmanna, sem leggjast gegn öllum hvalveiðum, jafnvel í vísinda- skyni, og fara fram á rannsóknar- aðferðir, sem ekki krefjast þess að hvalurinn verði drepinn. Því verður einhver andstaða gegn áætlunum og veiðum íslendinga. Markmið Alþjóða hvalveiðiráðs- ins er að stjóma hvalveiðum, ekki endilega banna þær. Þetta em al- þjóðasamtök, ekki svæðisbundin, og taka því ákvörðun um allar hval- veiðar í heiminum. Það er ekki algengt að veiðar á einhvetjum fisk- eða dýrategundum séu alveg bann- aðar, nema menn telji viðkomandi tegundir í útrýmingarhættu. Hval- veiðum er þannig háttað að á sömu miðunum em margar tegundir, sem sumar hverjar em í útrýmingar- hættu. Til að koma ömgglega í veg fyrir að þær tegundir verði veiddar er ein leið að stöðva allar veiðar. Þá er engin hætta á mistökum. Hin leiðin er að banna veiðar á ákveðn- um tegundum. Um þetta verður að nást samkomulag eða meirihluti innan Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem skipað er fulltrúum frá 41 þjóð. Þess vegna verður farið yfir vísindaáætlun íslendinga gagnrýn- um augum manna, sem hugsanlega segja að rannsóknir séu af hinu góða en veiðar af hinu illa. Útkom- an hlýtur að verða einhvers kónar málamiðlun. Það er mjög mikilvægt að röksemdir fyrir vísindaveiðum séu settar mjög skýrt fram, svo almenningur átti sig á þeim, ekki aðeins vísindamennimir. Mjög mik- ilvægur þáttur er því framsetning mála. Nú lýkur öllum veiðum, nema í vísindaskyni, og þar er ísland fremst í flokki. Eg á von á því að Norðmenn og Japanir ætli sér svip- aða hluti. Nú ráðum við ekki yfir öðrum aðferðum við rannsóknir af vissu tagi, til dæmis aldursgrein- ingu, en að veiða hvalinn. Einn þáttur algjörs veiðibanns er því meðal annars skref f þá átt að neyða vísindamenn til að þróa aðrar að- ferðir en veiðar til sýnatöku og rannsókna. Nú er að hefjast mikil hvalatalning á Norður-Atlantshafí með þátttöku íslendinga, Norð- manna og einhverra fleiri þjóða. Það mun gefa okkur mjög mikil- vægar upplýsingar og er í raun merki þess að menn hafa áhyggjur af viðkomu hvalanna. Vonandi tekst vísindamönnum fljótlega að meta stofnstærðir hvala og Alþjóða hval- veiðiráðinu að koma sér saman um veiðistjómun á grundvelli þess mats,“ sagði Dr. Ray Gambell.' Árbæjarkirkja vígð á morgun ÁRBÆJARKIRKJA, hin nýja, verður vígð við hátíðlega at- höfn á morgun, sunnudag kl. 16. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir kirkjuna og hefst athöfnin með skrúð- göngu hempuklæddra presta að hinni nýju kirkju. Lúðra- sveit Árbæjar og Breiðholts leikur utan dyra áður en at- höfnin hefst. Safnaðarheimili Árbæjarsókn- ar var vígt 1978 og hefur helgi- hald farið að mestu þar fram s.l. átta ár, að sögn sóknarprestsins sr. Guðmundar Þorsteinssonar. Einnig hefur söfnuðurinn _ haft afnot af Safnkirkjunni í Árbæ. Safnaðarheimilið er hluti kirkju- byggingarinnar en framkvæmdir við byggingu kirkjuskipsins sjálfs hófust haustið 1982. Síðan hefur verið unnið nær óslitið við fram- kvæmdir, allt til þessa dags. í gær þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins heimsóttu Árbæjarkirkju, var ýmsu ólokið í frágangi innan dyra, s.s. frágangi á aitari, bekkjum og skímarfonti, en sóknarprestur og forsvarsmenn byggingarinnar voru bjartsýnir á að öllu tækist að ljúka fyrir vígsludaginn, sunnudaginn 29. _mars. Skímarfontur Árbæjarkirlqu er úr íslenskum grágrýtisstein úr Seláshæð og hefur hann verið lát- inn halda náttúrulegum útlínum sínum. Ofan í steininn er felld skímarskál úr messing. í kirkj- unni er tölvustýrt orgel, með pípuorgelstónum sem keypt var frá Bandaríkjunum. Um átta þúsund manns tilheyra Árbæjarsókn. Árbæjarkirkja Morgunblaðið/Þorkell . Frá vinstri:Jón Mýrdal, organleikari Árbæjarkirkju, Mannfreð Vilhjálmsson, arkitekt, sem teiknaði kirkjuna, Konráð I. Torfason, byggingameistari, sr. Guðmundur Þorsteinsson, Jóhann E. Björas- son, formaður sóknarnefndar og Heiðar Þ. Hallgrímsson, formaður byggingamefndar Árbæjar- kirkju Morgunblaðið/Einar Faiur Vísindanefnd ráðsins að störfum í fundarsal Hafrannsóknastofnunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.