Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 51

Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 51 með iðgöldum atvinnurekenda (ákveðið hlutfall greiddra launa) og með framlögum ríkissjóðs. Slíkri breytingu veðri hinsvegar ekki komið á nema í samráði aðila vinnumarkaðarins. Það geti tekið nokkum tíma. Þessvegna hafí ve- rið óhjákvæmilegt að stíga þau mikilvægu skref áleiðins að loka- marki, sem felist í þeim frum- vörpum, sem hlutu lagagildi nú rétt fyrir þinglausnir. Góðar undirtektir - með eilitlum semingi Frumvörpum heilbrigðisráð- herra um fæðingarorlof var vel tekið á Alþingi. Þau fengu og skjóta afgreiðslu, enda fast fylgt eftir. Þingmenn stjómarandstöðu tíndu að vísu sitt hvað til, sem haga mætti á annan veg. í það heila tekið vóru undirtektir þó já- kvæðar. Stjómarandstaðan studdi frumvörp heilbrigðisráðherra, þó að gætt hafí nokkurs semings. Þannig talaði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kl.-Rvk.) um frumvörp ráðherrans sem „áfangasigur í þessum mikilvægu málum...“. Helgi Seljan (Abl.-Al.) sagði: „Það ber vissulega að fagna þessu framvarpi, þó að síðla sé á ferð...“. Magnús H. Magnússon (A.-Sl.): „Ég fagna því að þessi frumvörp skuli fram komin. Vissulega hefðu þau þurft að koma fyrr fram og taka gildi fyrr en ráð er fyrir gert“. Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.) kvað hinsvegar fast að orði og sagði: „Þetta er mikið mál, þetta er réttlætismái og þetta er mál sem við eigum að samþykkja". Og sú varð raunin. Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, og raunar allir réttsýnir menn, geta fagnað góðum málalyktum. William Hurt í Guð gaf mér eyra Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Guð gaf mér eyra (Children of a Lesser God). Sýnd í Háskóla- bíói. Stjömugjöf: Bandarísk. Leikstjóri: Randa Haines. Handrit: Hesper Ander- son og Mark Medoff eftir leikriti Medoffs. Framleiðendur: Burt Sugarman og Patrick Palmer. Kvikmjmdataka: John Seale. Tón- list: Michael Concertino. Helstu hlutverk: William Hurt, Marlee Matlin, Piper Laurie og Philip Bosco. Kannski væntir maður of mik- ils af sumum myndum. Maður gerir sér háar hugmyndir um þær fyrirfram, en þegar til kemur standa þær ekki undir væntingun- um. Það getur allt eins verið manni sjálfum að kenna. Guð gaf mér eyra (Children of a Lesser God) er einmitt ein af þessum myndum sem maður hefði ein- hvem veginn búist við meira af. Það er eins og maður hafí séð flest í henni áður og þótt leikstjór- anum, Randa Haines, takist oft vel upp í því að fílma leikrit Mark Medoffs frá 1980 er ekkert í mynd hennar, sem sýnd er í Há- skólabíói, sem snertir mann sérstaklega djúpt eða kemur á óvart. Hún rennur áfram eftir leiðum sem maður hefði getað sagt sér sjálfur að væru líklegast- ar. Myndin er í alla staði mjög vel gerð eins og við mátti búast og leikur þeirra William Hurt í hlut- verki kennara í heymleysingja- skóla og Marlee Matlin í hlutverki erfíðasta nemandans og elskunn- ar hans er til fyrirmyndar. En það er allt svo auðséð. Hurt er fíjáls- lyndasti og besti kennarinn í heimi og gerir hvert smákraftaverkið á fætur öðra á nemendunum sínum með nýstárlegum aðferðum. Það vill enginn breyta neinu í heym- leysingjaskólanum nema hann. Skólastjórinn segir: „Hér reynir enginn að breyta heiminum," og maður veit að Hurt á einmitt eft- ir að gera það. Hann hittir heymarlausa stúlku (Matlin) í skólanum sem finnst að sér hafi verið hafnað af samfélaginu, er einangruð og inní sér. Hann á eftir að bijóta leið að henni og gera henni fært að takast á við lífið og eftir nokkuð harðan til- fínningalegan árekstur sættast þau aftur og lifa líklega hamingju- söm til æviloka. Það er a.m.k. aldrei neitt sem bendir til annars. Hurt er á svolítið hálum ís í hlutverki kennarans James William Hurt og Marlee Matlin í hlutverkum sfnum f myndinni Guð gaf mér eyra í Háskólabíói. Leeds af því hann leikur Herra Fullkominn og fer næstum í taug- amar á manni. Hann er stundum svo meðvitaður í túlkun sinni á góðmenninu að mann langar til að klappa á öxlina á honum og segja honum að slappa af. Og það er ekki nóg með að hann tali fyr- ir sig heldur talar hann líka fyrir Matlin af því hann þýðir jafnóðum allt sem hún segir við hann með höndunum. Öðravísi vissi maður aldrei hvað hún væri að segja. Matlin er senuþjófurinn í hlut- verki Söra. Guð gaf mér eyra er hennar fyrsta mynd og hún sýnir ofsafenginn og tryllingslegan leik framan af en verður rólegri og yfírvegaðri eftir því sem á líður. Samleikur þeirra Matlin og Hurt er eins innilegur og frekast getur orðið. Umhverfí sögunnar er óskap- lega fallegt í myndatöku John Seale og gefur myndinni viðeig- andi dranga í byijun með haust- litum og dimmu. í myndinni er reynt að sýna okkur inn í heim hinna heymarlausu þótt engin sérstök áhersla sé lögð á það: Áherslan er öll á samband Hurt og Matlin og hvemig hún slítur sig frá h'onum til að öðlast sjálf- stæði og snýr aftur þegar henni finnst hún vera tilbúin. Allt er þetta smekklega gert en maður stendur upp og hugsar: var þetta allt og sumt? PSION ORGANISERII erhnitmiðuð, skemmtilegoggagnlegfermingargjöfsem nýtisteiganda sínum í námi, starfi ogleik tilmargraára. Þessiótrúlega fjöihæfasmátölva, semerástærð við seðlaveski, tengistviðtölvurogprentaraaf flestum gerðum. Hún er forritanleg á auðveldan hátt, með innbyggða gagnaskrá, reiknitölvu, dagbók, dagatal, sérstaka minniskubba og margtfleira. Þannig vex PSION ORGANISERII með eiganda sínum og verðurhonum ómetanleg... T.d. reiknitölva, stundaskrá, vekjaraklukkaogminnisbókfyrirheimalærdóm;skrá yfir firði á vesturlandi, ártöl í frönsku byltingunni og ættkvísl burkna; ensk orðabók, stærðfræðiforrit og hægt að forrita til að finna prímtölur, reikna gröf og fleira... T.d. dagbók og minniskerfi, gagnagrunnur (jafnvel fyrir gulu síðurnarl), við- skiptamannaskrá, pantanamóttaka, reikningagerð, birgðabókhald, lagertaln- ingarogfleira... T.d. forrit fyrir getraunir, leiki og til að finna lottótölur; skrá yfir gullfiska, frímerki, símanúmer, videospólurogheimilisföng;geymsla á uppskriftum, Ijóðum og fleira... PSION ORGANISERII-ENGIN VENJULEG SMASMIÐI Verðfrákr. jE&x Hverfisgötu 33, sími: 20560 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, sími: 26100 SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. 9 9 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.