Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Bandarikin: Reuter um eftir að kona slapp úr prísund- inni í kjallara hans á miðvikudag og fór til lögreglu. Þá fyrst fór lög- regluna að gruna að eitthvað væri á seyði í kjallaranum hjá Heidnick, sem er íjörutíu og þriggja ára gam- all hjúkrunarfærðingur. Lögregla gerði leit í húsinu og fundust þijár hálfnaktar, ungar konur hlekkjaðar í kjallaranum, útlimir í frystikistu og ýmsir líkams- hlutar í eldhúsi. Eftir þetta var Heidnick handtekinn. Lögregla kvaðst hafa fundið lík af konu í afskekktum skógi austur af Fíladelfíu og handtekið annan mann, Cyril Brown, sem búið hafði í húsinu um tíma. Brown var sakað- ur um að hafa myrt tvær konur Þegar föður Heidnicks, Michael, var greint frá glæpum sonar síns kvaðst hann ekkert hafa átt saman við hann að sælda í 26 ár. „Þeir geta gert það sem þeim sýnist við hann. Ég vona að þeir hengi hann og ég skal halda á reipinu," sagði Michael Heidnick í sjónvarpsviðtali. í dagblaði var haft eftir honum: „Hann kemur mér ekki við og ég vil ekkert hafa af honum að segja. Sá sem gerir svona nokkuð á ekki skilið að lifa.“ Konumar, sem björguðust sögðu að þeim hefði verið nauðgað og einnig hefðu þær mátt sæta pynt- ingum. Þær kváðust hafa séð höfuðkúpu í potti og rifbein og hrygg úr manni í ofni. Að þeirra sögn létu tvær konur lífið meðan þær vom í haldi. Pékk önnur þeirra raflost í vatnsfylltri holu, en hin hlaut byltu. „Hann handjámaði mig við jám- rör og sagði að ekkert myndi koma fyrir mig ef ég væri samvinnuþýð," sagði Lisa Thomas, nítján ára göm- ul stúlka, sem fannst í kjallara Heidnicks. „Hann sagði: „Treystu mér,“ og tók síðan fleka ofan af holu í jörðunni og tvær stúlkur stigu upp úr henni." Lisa Thomas, sem er við besta heilsu af konunum þremur, kvaðst aðeins hafa fengið hundamat, hundakex og vatn sér til viðurværis Sendiherra Eþíópíu fær pólitískt hæli Lögregla leiðir Gary Heidnick, sem handtekinn var á miðvikudag fyrir að hafa gert konur að þrælum sínum. Heidnick er grunaður um morð, nauðgun og pyntingar. Handtekinn fyr- ir morð, nauðg- un o g pyntingar FUadelfiu, AP, Reuter. MAÐUR, sem sakaður hefur verið um að halda hálfnöktum konum í hryllingskjallara í húsi sínu í Fíladelfíu í Bandaríkjun- um og geyma útlimi manna í frystikistu, var í gær dæmdur í gæsluvarðhald án þess að eiga þess kost að verða látinn laus gegn tryggingu. Mál hans verður tekið fyrir 1. apríl. Gary Heidnick var tekinn hönd- meðan hún var í prísundinni. Tókýó, Reuter. SENDIHERRA Eþíópíu í Jap- an, Abebe Kebede, kom í gær úr felum og tilkynnti að hann hefði sótt um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Kebede sagði við blaðamenn að sljórnin í Addis Ababa væri að breyta landi sínu í verkfæri sovéskrar útþenslustefnu. Kebede sagði að eþíópskir út- sendarar sæktust eftir lífí sínu. Tvær vikur eru síðan hann hvarf úr sendiráðinu í Tókýó. Kebede hélt í gær til Bandaríkjanna, þar sem honum hefur verið veitt hæli. „Ég get ekki með góðri sam- visku haldið áfram að þjóna ríkisstjóm, sem hefur fómað þjóðartrausti á altari pólitískra hagsmuna og breytt Eþíópíu í verkfæri sovéskrar útþenslu- stefnu," sagði Kebede. Mengistu Haile Mariam, leiðtogi Eþíópíu, er dyggur stuðningsmaður Moskvustjómar. Kebede var spurður hvort líf hans væri í hættu: „A því leikur enginn vafí. En það mun ekki stöðva mig. Ég get ekki þagað, það er skylda mín að greina frá.“ Hann vildi ekki segja hvar hann hefði alið manninn frá því hann hvarf úr sendiráðinu 12. mars. Talsmaður japanska utanríkis- ráðuneytisins hafði þann dag eftir starfsmönnum bandaríska sendiráðsins að Kebede myndi sælq'a um hæli. Bretland: Bandalagið næst stærsti flokkurinn St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GALLUP skoðanakönnuyn, sem birtist í Daily Telegraph í gær, hefur Bandalagið I öðru sæti, tveimur prósentum á undan Verkamannaflokknum. Þessar niðurstöður auka líkur á kosningum í október. Skoðanakönnun Gallups sagði fylgi flokkanna nú vera: íhalds- flokkur 37,5 prósent, Bandalagið 31,5 prósent og Verkamanna- flokkur 29,5 prósent. Skoðana- kannanir, sem birtust um síðustu helgi, gáfu til kynna að Verka- mannaflokkurinn og bandalagið stæðu nú jafnt að vígi. Sam- Heidnick tældi hana inn í hús sitt þremur dögum fyrir jól í glæsivagni með gylliboðum um peninga fyrir fatnaði og reikningum á veitinga- stöðum. Hún sagði að þær hefðu sofið í skítnum á botni holunnar í kjallar- anum, en Heidnick hefði af og til tekið þær með sér úr kjallaranum og hlekkjað við handrið til að horfa á myndbönd. Nágrannar Heidnicks kveðast hafa kvartað undan óþef, sem lagði frá húsinu. Þeir segja einnig að tónlist og skarkali hafí oft og tíðum borist þaðan. Yfirvöld, nágrannar og vinir segja að Heidnick hafí eigrað um hverfíð í leit að andlega skertum konum og hann hafí tælt þær upp í fína bfla áður en hann gerði þær að þrælum sínum. Pólland: Sjónvarp á rússnesku Varsjá, Reuter. SOVESKA sjónvarpið hóf á fimmtudag útsendingu gegnum gervihnött tU PóUands. Útsendingin er alfarið á rússnesku. Vegna tveggja klukkustunda mismunar milli Varsjár og Moskvu þurftu þeir, sem fylgjast vUdu með upphafi fyrsta útsendingar- dagsins, að rísa úr rekkju klukkan fimm á fimmtudagsmorgun að staðartíma í Varsjá til að fylgjast með morgunleikfiminni. Sérstökum sendi, sem Sovét- menn gáfu Pólveijum, hefur verið komið fyrir ofan á Höll menningar- innar í Varsjá og er hægt að taka á móti sendingum frá honum í allt að tuttugu km fjarlægð. Talið er að tvær milljónir manna eigi þess kost að horfa á útsendinguna. Útsendingin er hluti af viðskipta- samningi, sem var undirritaður þegar Nikolai Ryzhkov, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, var í Póllandi í október. Þeir sem búa í Varsjá og ná- grenni þurfa að greiða fimm til tíu þúsund slotí (880 til 1600 ísl.kr.) fyrir afruglara. Þá geta þeir hafíst handa við að hressa upp á rúss- neskukunnáttuna. í skólum Pól- lands er rússneska kennd í allt að sjö ár. Sjónvarpað var í fimm klukku- stundir á nýju rásinni á fímmtudag. Meðal efnis voru þriðji og fjórði þáttur af „17 myndir af vori“, sem sagður var ævintýraþáttur úr heimsstyijöldinni síðari, fréttir, skák og tónleikar með verk eftir Rachmaninoff á efnisskránni. kvæmt þessum niðurstöðum fengi enginn flokkur í neðri mál- stofu breska þingsins hreinan meirihluta. Roy Jenkins, talsmaður banda- lagsins í fjármálum, sagði í fyrradag á þingi skoskra sósíal- demókrata í St. Andrews, að bandalagið ætti að stefna að sigri í næstu kosningum. David Owen, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur lýst yfir ánægju sinni með þessar skoðanakannanir og sagt, að Neil Kinnock geti ekki stöðvað hnignun Verkamannaflokksins. Kinnock er í Bandaríkjunum að kynna stefnu flokksins í vam- armálum og hitti Bandaríkjafor- seta í gær. Hann gerði lítið úr þessum skoðanakönnunum , en talið er að þær geti haft þau áhrif að þessi för hans misheppn- ist íhaldsmenn hafa áhyggjur af þessum niðurstöðum, því þeim er ekki ljóst hvemig á að bregð- ast við uppgangi bandalagsins. Ýmsir áhrifamiklir þingmenn og ráðherrar flokksins hafa viljað stefna að kosningum í júní, en þessar niðurstöður em áfall fyrir þá. Þær em taldar auka líkur á kosningum í október. En mikilvægast í þessu er, að nú virðist flokkakerfið í Bretlandi vera að breytast í gmndvallarat- riðum, sem hefur ekki gerst síðan í upphafi þessarar aldar. Verður Japönum refsað fyrir undirboð á Bandaríkjamarkaði? Japönsk fyrirtæki eiga sjálf í vök að verjast vegna aukinnar samkeppni Washington. AP. HESLTU ráðgjafar Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta hafa hvatt hann til að grípa til refsiaðgerða gegn japönskum tölvukubbaframleiðendum og knýja þá til að standa við við- skiptasamninga, sem gerðir voru fyrir átta mánuðum. Bandarískir embættismenn staðar frá. segja, að efnahagsmálaráð forset- ans, sem flestir ráðherramir sitja í, hafí lagt þetta til á fundi sínum í fyrradag en ef til refsiaðgerða kemur, yrðu þær fólgnar í refsitoll- um á ýrnsar japanskar rafeindavör- ur, ekki síst fjarskiptabúnað. Embættismaður í viðskiptaráðu- neytinu, kunnugur þessum málum, sagði, að refsitollamir myndu fyrst og fremst verða lagðir á þær japan- skar vörur, sem auðvelt er fá annars Deilan snýst um samkomulag, sem gert var í ágúst sl., um að jap- önsk rafeindafyrirtæki hættu undirboðum á Bandaríkjamarkaði og annars staðar en þau hafa vald- ið bandarískum fyrirtækjum mikl- um erfíðleikum. Á þetta féllust Japanir gegn því, að Bandaríkja- menn legðu til hliðar þau undirboðs- mál, sem þá vom til athugunar. Bandarískir embættismenn halda því fram, að Japanir hafi farið í kringum samkomulagið. Hafi þeir að vísu hætt undirboðunum í Bandaríkjunum sjálfum en stundað þau áfram í Hong Kong og Singap- ore þaðan sem vörumar eru síðan fluttar til Bandaríkjanna. Reagan- stjómin hefur einnig sakað Japani um að bijóta í bága við annað at- riði í samkomulaginu, sem sé það að opna sinn eigin markað fyrir bandarískum tölvukubbum. Sérfróðir menn um tölvuiðnaðinn og frammámenn ýmissa fyrirtækja segja, að í þessum málum sé við ramman reip að draga og að undir- boð Japana sé aðeins einn þáttur þessa máls. Ef bandarísk fyrirtæki ætli sér að vera samkeppnisfær í framtíðinni verði þau einfaldlega að minnka framleiðslukostnaðinn. Þessir sömu menn segja, að sam- komulagið við Japani skyldi þá til að verðleggja vöruna þannig, að þeir fái fyrir hana fullan fram- leiðslukostnað og nokkra álagningu einnig. Megi þetta heita afarkostir á sama tíma og framleiðslugetan sé miklu meiri en heimsmarkaður- inn leyfir og vöruhúsin full af óseljanlegum tölvukubbum. Ofan á allt þetta bætist, að Suð- ur-Kóreumenn og aðrar Asíuþjóðir, sem nú eru að koma inn á þennan markað, eru ekki aðilar að sam- komulaginu og geta því undirboðið Japani miskunnarlaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.