Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 6

Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Staldrað við A Igærdagsgreininni vék ég að spjalli Ingva Hrafns fréttastjóra ríkissjón- varpsins við þá Albert og Þorstein Pálsson, sem frægt er orðið, og sagði þá meðal annars: „Ingvi Hrafn virðist einfaldlega svo nátengdur tilfinninga- lega því pólitíska andrúmslofti er leikur um þá Albert og Þorstein að hann getur ekki tekið þá félaga á beinið í sjónvarpssal svo vel fari. Hér varð þvl að mínu mati ákveðinn „trúnaðarbrest- ur“ milli fréttastjórans og áhorfandans útí bæ.“ Ég hef því við að bæta að þótt ég hafi hér talið Ingva Hrafn of nátengdan tilfinningalega hinu póli- tíska andrúmslofti er leikur um Albertsmálið er ekki þar með sagt að á milli hans og áhorfenda ríki ekki alla jafna trúnaður. Ég legg á það þunga áherslu að persónulega tel ég að hingað til hafi ríkt fullur trúnaður á milli Ingva Hrafns fréttastjóra ríkis- sjónvarpsins og hins almenna sjón- varpsáhorfanda þrátt fyrir frumhlaup Ingva Hrafns í Albertsmálinu. Vafa- laust heist sá trúnaður. LeikritiÖ Eitt af öðru sjá verðlaunaverkin úr leikritasamkeppni ríkisútvarpsins dagsins ljós. Þannig skreið úr eggi síðastliðinn fimmtudag verkið Staldrað við eftir Úlf Hjörvar, en það verk hlaut silfrið. í umsögn dómnefndar var að finna þessa klausu: Staldrað við eftir Úlf Hjörvar er vel samið leikrit um efni sem löngum hefur gefist vel í leik- bókmenntum; afhjúpun gamallar misgerðar sem um árabil hefur legið falin bak við hrukkulaust yfirborð góð- borgaralegs lífs. Uppistaða leiksins er Qölskyldudrama sem óvæntur atburður verður til að endurvekja og höfundur leiðir á markvissan hátt í ljós. Ég get svo sem verið sammája dóm- nefndinni því samtölin í verki Úlfs eru vel skrifuð þó svo að „iila“ skrifuð samtöl í leikverki geti eins þjónað til- gangi, því við tölum ekki öll gullaldar- mál I hinu daglega amstri, og máski er það höfuðstyrkur leikskálds að eiga þess kost að hverfa sem lengst frá bókmáli og til hins daglega skrafs. 1 verkinu eru annars dregnir fram tveir gerólíkir þjóðflokkar, annars vegar ungt og frískt sjónvarpslið í BOSS- bolum og stútfullt af innihaldslausum kvikmyndaleikskólafrösum, hins vegar roskið alþýðufólk, rótfast í saltri mold sjávarþorpsins. Kvikmyndagengið er að heyja efni í þáttaröð um íslenska myndlistarmenn og fer á vit ættingja eins slíks er týnst hafði í helför Hitl- ers sáluga. Skömmu áður en kvik- myndatakan hefst ræða systir listmálarans, Steins, og mágkonan um bréf er iistamaðurinn hafði ritað frá þýskalandi nazismans, þar sem hann grátbændi ættingjana um peninga svo hann gæti flúið til Danmerkur. Þessum bréfum hafði verið stungið undir stól. Svo endar leikritið á því að dymar opnast og kvikmyndagengið tekur til við að koma tólum slnum fyrir, og þarf ekki að spyija að spumingunum er listfræðingurinn í hópnum lætur djmja yfir hnípna ættingjana, — reynd- ar lætur Úlfiir Hjörvar áhorfendum eftir að spá í spumingahríðina. Hér vaknar auðvitað sú spuming hvort áhorfendur hafí ekki verið skildir eftir í lausu lofti og tel ég persónulega að Úlfur Hjörvar hefði að ósekju mátt spinna þráðinn ögn lengur, því hann hafði í höndunum gullinn leiktexta; samtal sjónvarpsspyrlunnar við hina öldruðu ættingja listamannsins, samtal er hefði birst áheyrendum í ljósi bréf- anna frá Steini sáluga. En er máski styrkur verksins fyrst og fremst fólg- inn í því samtali er áhorfendur verða að skálda við leikslok — hver veit? Stefán Baldursson stýrði þessu stutta leikverki og fórst leikstjómin vel úr hendi, til dæmis studdu leik- hljóðin ágætlega textann og áttu þátt í að skerpa leikmyndina. Þó fannst mér Stefán reka fullmikið á eftir hinni gamalreyndu leikkonu Guðbjörgu Þor- bjamardóttur, er lék systur Steins. Leikaramir verða að hafa tíma til að anda. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Stöð 2: > Ovætt- urinn ■■■■ Óvætturinn 0015 (Jaws), bandarísk bíó- mynd með Roy Scheider, Richard Dreyfuss og Ro- bert Shaw í aðalhlutverk- um, verður sýnd í Stöð 2 í kvöld. Efni myndarinnar er á þá leið að geysimikill hvítur hákarl heijar á strandgesti og reynist mannskæður. Lögreglu- stjóri í smábæ við ströndina fær það verkefni að kljást Biómyndin Óvætturinn verður sýnd á Stöð 2 í kvöld. við hákarlinn en það geng- ur brösuglega að ráða niðurlögum hans. Mynd þessi olli almennum ótta á baðströndum á sínum tíma og hlaut mikla aðsókn. Rás 1: Tillögur um menningarstefnu ■^■■1 í þættinum 1 A 00 Sinnu greinir ’ Birgir Sigurðs- son rithöfundur og formað- ur Bandalags íslenskra listamanna frá þeim tillög- um sem bandalagið lagði fyrir menntamálaráðherra um menningarstefnu á ís- landi. Rætt verður við Sigurð Sigurðsson listmál- ara, sem sýnir um þessar mundir í Listasafni íslands. Elín Edda Ámadóttir dans- ari segir álit sitt á sýningu íslenska dansflokksins á „Ég dansa við þig“, sem frumsýnd var sl. miðviku- dag. Þá segir Gylfi Gröndal frá því hvemig ævisagna- ritun fer fram. Umsjónar- maður Sinnu er Þorgeir Ólafsson. UTVARP © LAUGARDAGUR 28. mars 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna og síðan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 í morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdis Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. Tilkynningar. 11.00 Vísindaþátturinn. Um- sjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverris- son. 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur i vikulokin í um- sjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veöurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald SJÓNVARP £4 TF LAUGARDAGUR 28. mars 16.00 (þróttir Umsjónarmaður: Bjarni Fel- ixson. 18.00 Spænskukennsla — Hablamos Espanol Spænskunámskeiö í þrett- án þáttum ætlaö byrjend- um. (slenskar skýringar: Guðrún Halla Tulinius. 18.30 Litli græni karlinn Sögumaður: Tinna Gunn- laugsdóttir. 18.40 Þytur í laufi Áttundi þáttur í breskum brúðumyndaflokki. Þýöandi: Jóhanna Þráinsdóttir. 19.00 Háskaslóöir 7. Sá eini. Kanadískur myndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri við verndun dýra í sjó og landi. Þýðandi: Jóhanna Jóhanr.s- dóttir. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Stóra stundin okkar Umsjón: EKsabet Brekkan og Erla Rafnsdóttir. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Lottó 20.35 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show) — 11. þáttur. Bandarískur gaman- myndaflokkur með Bill Cosþy í tltilhlutverki. Þýð- andi: Guðni Kolbeinsson. 21.10 Gettur betur - Spurn- ingakeppni framhaldsskóla Undanúrslit: Menntaskólinn á Laugarvatni og Mennta- skólinn við Sund. Stjórnend- ur: Hermann Gunnarsson og Elisabet Sveinsdóttir. Dómarar: Steinar J. Lúðvíks- son og Sæmundur Guðvins- son. 21.50 Ferö án fyrirheits (Man without a Star) Banda- rískur vestri frá 1955. Leikstjóri: King Vidor. Aðal- hlutverk: Kirk Douglas, Jeane Craine og Claire Tre- vor. Kúreki einn tekur að sér að gera mann úr piltungi sem hann finnur á förnum vegi. Þeir ráðst f vinnu- mennsku hjá konu, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, og blandast þeir félagar í haröar landa- merkjadeilu r: Þýðandi: Reynir Haröarson. 23.16 Hershöfðinginn (The General) s/h. Sígild, þögul skopmynd frá árinu 1927. Leikstjóri og aöal- hlutverk: Buster Keaton. 00.36 Dagskrárlok. 0 i1 STOÐ-2 LAUGARDAGUR 28. mars § 9.00 Lukkukrúttin. Teikni- mynd. § 0.20 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. § 9.40 Penelópa puntu- rós. Teiknimynd. §10.05 Herra T. Teikni- mynd. §10.30 Garparnir. Teikni- mynd. §11.00 Fréttahornið. Fréttatími barna og ungl- inga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson. §11.10 Námur Salómons konungs. (King Salomons Mines). Hörkuspennandi ævintýra- mynd eftir hinni þekktu sögu Rider Haggard, sem komiö hefur út í fslenskri þýöingu. Leit að námum hins vitra Salomons kon- ungs í frumskógum Afríku. 12.00 Hlé. §16.00 Ættarveldiö (Dynasty). Carrington-fjölskyldan kem- ur fram á sjónarsviðið aftur. Tekiö er til við réttarhöldin yfir Steve Carrington, en Alexis, fyrrverandi kona hans, vitnar gegn honum. §16.45 Heimsmeistarinn aö tafli. Sjötti og síðasti þáttur. Hinn ungi snillingur, Nigel Short, og heimsmeistarinn, Gary Kasparow, heyja sex skáka einvígi fyrir sjónvarp á skemmtistaðnum Hippo- drome f London. Friörik Ólafsson skýrir skákirnar. §17.10 Eldvagninn (Chariots of Fire). Bandarisk kvikmynd frá 1981 með John Gielgud, Nigel Davenport, lan Holm og Lindsay Anderson í aðal- hlutverkum. Sönn saga tveggja íþrótta- manna sem kepptu á ólympíuleikunum 1924. Lýst er ólfkum bakgrunni þeirra og þeim hindrunum sem verða á vegi þeirra áður en þeir ná markmiðum sínum. Mynd þessi hlaut fern Óskarsverölaun fyrir bestu mynd, besta handrit, bestu tónlist og bestu bún- inga. Leikstjóri er Hugh Hudson. 19.05Spaejarinn. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Undirheimar Miami (Maimi Vice). Crocett og Tubbs lenda f heilmiklum kappakstri í þessum þætti þar sem þeir þurfa að klófesta morðingja á vændiskonu. §20.50 Benny Hill. Breskur gamanþáttur. §21.15 Kir Royale Geysivinsæl ný þýsk þátta- röð. Fylgst er með slúður- dálkahöfundi og samskipt- um hans við yfirstéttina og þotuliðið f Múnchen. §22.15 Óvætturinn (Jaws). Bandarísk bfómynd með Roy Scheider, Richard Dreyfuss og Robert Shaw í aðalhlutverkum. Lögreglustjóri í smábæ nokkrum við ströndina fær það verkefni aö kljást við þriggja tonna hvítan hákarl sem herjar á strandgesti. Þetta er myndin sem skemmdi fyrir baðstrandar- iðnaðinum f mörg ár eftir að hún var frumsýnd. Leik- stjóri er Steven Spielberg. §00.15 Skilnaðarbörnin (Firstborn). Heimilislífið fer úr böndun- um þegar fráskilin kona með tvö börn leyfir nýja kærastanum slnum að flytja inn. § 1.50 Myndrokk. § 3.00 Dagskrárlok. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á Kðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólaf- ur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Að hlusta á tónlist. 25. þáttur. Hvað er forleikur? Umsjón: Atli Heimir Sveins- son. 18.00 Islenskt mál. Jón Aöal- steinn Jónsson flytur þátt- inn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Á tvist og bast. Jón Hjartarson rabbar við hlust- endur. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Högni Jónsson. 20.30 Ókunn afrek — Mjór er mikils vísir. Ævar R. Kvaran segir frá. 21.00 (slensk einsöngslög. Ragnheiður Guðmunds- dóttir syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Karl 0. Runólfsson og Sigfús Ein- arsson. Guðrún Kristins- dóttir leikur með á píanó. 21.20 Á réttri hillu. Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Andrés Björnsson les 34. sálm. 22.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 1.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á rás 2 til morguns. i&S LAUGARDAGUR 28. mars 1.00 Næturútvarp. 6.00 í bítið - Rósa Guðný Þórsdóttir. 9.03 Tíu dropar. Gestir Helga Más Baröasonar drekka morgunkaffið hlustendum til samlætis. 11.00 Lukkupotturinn. Bjarni Dagur Jónsson sér um þátt- inn. 12.45 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 14.00 Poppgátan. Gunnlaug- ur Ingvi Sigfússon stýrir spurningaþætti um dægur- tónlist. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist. íþróttir og sitt- hvað fleira í umsjá Siguröar Sverrissonar og íþrótta- fréttamannanna Ingólfs Hannessonar og Samúels Arnar Erlingssonar. 17.00 Savanna, Rió og hin trióin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Með sínu lagi. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir. 20.00 Rokkbomsan — Þor- steinn G. Gunnarsson. 21.00 Á mörkunum. —Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akur- eyri.) 22.05 Snúningur. Vignir Sveinsson kynnir gömul og ný danslög. 00.05 Næturútvarp. Fréttir sagöar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 16.00, 22.00 og 24.00. 989 BYL GJAN 28. mars 08.00—12.00Valdís Gunnars- dóttir. Valdis leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00—12.30 í fréttum var þetta ekki helst. Randver Þorláksson, Júlíus Brjáns- son, o.fl. bregða á leik. 12.30—15.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 16.00—17.00Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00Laugardagspopp á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur á atburði síöustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. Fréttir kl. 19.00. 21.00—23.00 Anna Þorláks dóttir í laugardagsskapi Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti aö svíkja. 23.00—04.00 Jón Gústafsson, nátthrafn Bylgjunnar, heldur uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Naeturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla- son leikur tónlist fyhr þá sem fara seint I háttinn og hina sem fara snemma á fætur. Dagskrá Utásar, Alfa og svæði8útvarpsins á Akur- eyri er á bls. 59.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.