Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 mmánn ©198« UntverMl PfM* Syndtcat* „ Ek.Ke.rt cxf p&ssum bygg'mcjum voru h’ema..'' Með morgunkaffinu ’ann er að æfa sijj í að vera fyndinn. HÖGNI HREKKVÍSI Tökum ekki erlendan vam- ing fram yfir innlendan Kæri Velvakandi. Að safna skuldum í góðæri hefði í mínu ungdæmi verið talið allt að því glæpur. Ég man þegar Jón Þorláksson, okkar fyrsti formaður sjálfstæðismanna, kom til Eski- Qarðar og hélt þar þann stórkost- legasta fund sem ég man eftir. Þá sagði hann meðal annars: „Hver þjóð sem vildi hlúa að sjálfstæðri tilveru sinni yrði að búa sem mest að sínu.“ Hvað skyldi hann hafa sagt í dag þegar flokkurinn hans, sem hann lagði fyrstu og bestu lífsreglumar, er nú fremstur í flokki þeirra sem vilja gefa allan innflutn- ing frjálsan og ekki nóg með það, heldur er ýtt undir þá öfugugga- kenningu að allt sé best sem kemur að utan. Það er oft þegar maður kemur í verslanir á höfuðborgar- svæðinu að fyrst er spurt um hvort varan sé erlend. Það er því engin tilviljun að jafnvel húsgögn og þess háttar er orðið í meirihluta frá er- lendum aðilum á boðstólum í ísl. verslunum, og þó er það staðreynd að bestu húsgögnin eru smíðuð hér á landi. Fiskibátar, sem best hafa dugað, eru innlend iðja en nú er hugað að erlendum bátum með því að útboðin eru lægri þar. En síður litið til þess að um leið og við kaup- um innlenda smíð erum við bæði að stuðla að atvinnu einstaklingsins og fyrirtækisins og síðan að efla sjóði þess byggðarlags þar sem smíðin fer fram. Þessi viðhorf eru skilin víða um heim og hagfræði þar er á þann veg að um leið og við kaupum innlenda vöru gerum við bæði, að styrkja atvinnu og efla sjóði þá sem að framkvæmdum standa til velmegunar landsins. Það er talað um stéttvísa menn. En er ekki rétt að fara að breyta þessu og tala um þjóðvísa menn. Ég vil elska mitt land, kvað Jón Trausti. Þetta syngjum við oft við hátíðleg tækifæri. En við elskum ekki landið ef við tökum erlendan vaming fram yfir íslenskan. Þetta skyldum við athuga. íslandi allt var og vonandi er kjörorð æskunnar. Það þarf að sýna í verki. Við værum ekki lengi að minnka erlendar skuldir ef við gætum breytt hugarfarinu. Og að nokkrum íslendingi skuli detta í hug að gefa frjálsan innflutning land- búnaðarafurða. Er það ekki til að bíta höfuðið af skömminni? ísland fyrir Islendinga. Því fyrr sem við skiljum þetta því betra. Þetta er kjami málsins og með framanritað að leiðarljósi getum við vænst bjart- ari framtíðar. Ámi Helgason Yíkveiji skrifar Reyklausir dagar á borð við þann sem haldinn var í gær em áreiðanlega góðra gjalda verðir og kannski hafa nokkrar sálir frels- ast úr fjötrum vanans og nikótínsins við það eitt að komast reyklausir í gegnum heilan dag. Engu að síður er Víkveiji að velta því fyrir sér hvort þeir aðilar sem að reyklausa deginum standa séu ekki að byija á vitlausum enda. Er ekki skynsamlegra að beina áróðr- inum að því að fá reykingafólk til að virða rétt þeirra sem reykja ekki, t.d. á opinbemm stöðum og fjöl- mennum vinnustöðum, með því t.d. að hamra á skaðsemi t.d. óbeinna reykinga fyrir það fólk. Takist síðan að úíhýsa tóbaksreyknum í félags- legu tilliti, verður róðurinn gegn reykingum almennt vafalaust auð- veldari. Það er nefnilega vafalítið staðreynd að margir þeirra sem tekist hefur að hætta reykingum um tíma, falla aftur vegna þess að þeir em stöðugt innan um tóbaks- reyk á t.d. Qölmennum vinnustöð- um og standast þá ekki freistinguna til lengri tíma. XXX að er mikið umrót í stjóm- málunum þessa dagana og fjölmiðlafár því samfara. Enn einu sinni hafa sannast þau gullnu orð Harold Wilson að vika er ekki lang- ur tími í pólitík. En í öllu fjölmiðlafárviðrinu í kringum mál Alberts Guðmunds- sonar verður þó líklegast minnis- stæðastur viðræðuþátturinn í ríkissjónvarpinu sl. þriðjudagskvöld með Albert Guðmundssyni. Þar fór æði margt úrskeiðis. Auðvitað er ekki nema gott um það að segja að menn finni til með Albert Guðmundssyni í pólitískum harmleik hans en að velta sér upp úr tilfinningaseminni með þeim hætti er gert var í þessum þætti er nútíma fréttamennsku til lítils sóma. Það er með ólíkindum hvem- ig tveir gamalreyndir fréttamenn komust í gegnum heilan sjónvarps- þátt án þess að komast eiginlega nokkru sinni að kjama málsins og spyija Albert gagnrýnið um skatta- málið og siðferðileg tengsl hans við það. í þess stað var þama búinn til notalegt rabbumhverfí og það var eins og ríkissjónvarpið væri að segja okkur að Albert væri fyrst og fremst fómarlamb „flokkseig- endanna" í Sjálfstæðisflokknum en ekki að þama sæti fyrrum fjármála- ráðherra sem orðið hefði uppvís að því að telja ekki rétt fram til skatts. XXX Fyrir fjölmiðlunina í landinu em hinar pólitísku sviptingar síðustu daga e.t.v. merkilegastar fyrir þá sök að þetta er eiginlega fyrsta stórfréttin þar sem nýju ljós- vakamiðlamir koma verulega við sögu. í fréttum hefur mátt heyra að Albert Guðmundsson hafi jafnan á hælum sér á annan tug frétta- manna og ljósmyndara, og er ástandið því að verða líkast því sem gerist meðal milljónaþjóðanna í kringum okkur. Samkeppnin hefur harðnað til muna og menn mega ekki misstíga sig hið minnsta án þess að dagskrár séu rofnar og tíðindin send út á öldum ljósvak- ans. Það er því greinilegt stjóm- málamenn og aðrir þeir sem sveipa sig sviðsljósinu, þurfa að fara að taka tillit til breyttra aðstæðna í íslenska fjölmiðlaheiminum og jafn- framt standa gömlu prentmiðlamir áreiðanlega á vissum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.