Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 STÓRHUGA Myndlist Bragi Ásgeirsson Því verður á engan hátt mót- mælt, að Guðrún Arndís Tryggvadóttir sé stórhuga í list- sköpun sinni. Hér er þá ekki endilega vísað til stærða málverka hennar, heldur vinnubragða, metnaðar og hugsun- arháttar. í M}mdlista- og handíðaskólanum var hún öll árin einna atorkusam- asti nemandinn, sem mætti snemma í skólann og fór seint — vann fram- eftir, þegar verkefnin tóku hug hennar allan og það var býsna oft. Eiginlega halda slíkir nemendur listaskólum gangandi, nákvæmlega eins og sömu eiginleikar halda allri list gangandi, og væru leiðbeinend- ur illa settir, ef þeirra nyti ekki við. Guðrún Amdís er nú með fyrstu stóru einkasýningu sína, og að sjálf- sögðu hefur hún lagt undir sig stærsta sal Kjarvalsstaða, og hér vantar ekki stóru málverkin, en minni stærðir fljóta með í bland. Minnir þessi ferill hennar furðumik- ið á viðhorfín, sem ríktu, er ég og mínir líkir voru að koma fram fyrir rúmum þijátíu árum. Sú hugsun var fjarlæg að halda opinbera sýn- ingu fyrr en að loknu námi og nokkurri glímu við viðfangsefnin, þar til upp höfðu safnast nægilega mörg verk á hressilega sýningu í Listamannaskálanum gamla. Það fer oft saman, að þeir sem gæddir eru eiginleikum Guðrúnar eiga iðu- lega erfitt með að marka sér ákveðna stefnu í list sinni, þeir vilja helst gleypa allt með húð og hári sem fyrir verður, og mála hvert viðfangsefni, eins og það kemur þeim fyrir sjónir og þeir upplifa það, en ekki samkvæmt einhverri sérstakri formúlu. Þeir teljast því oft vera ósamstæðir í listsköpun sinni, sem er þó alrangt, því að hér er frekar um frjósemi að ræða og löngun til að sjá hlutina hveiju sinni í nýju ljósi. Það má á einfaldan hátt útskýra þetta þannig, að í lista- skóla nota þeir stöðugt nýja liti við málun fyrirsæta sinna í stað þess að koma sér upp ákveðnu kerfi — eru stöðugt að rannsaka nýja mögu- leika í samsetningu lita, línu og forma. Slíkir hafa til skamms tíma átt erfíðara með að ná fótfestu á al- mennum listamarkaði og verið ásakaðir um línudans, á meðan hin- ir einhæfu, sem ekki geta hugsað sér að breyta út af afmarkaðri, áunninni tækni og litameðferð eru hafnir til skýjanna sem persónuleg- ir og traustir listamenn. Þetta allt er mikilvægt að athuga við skoðun sýninga Guðrúnar Amdísar, ef menn vilja skilja hana til nokkurrar hlítar. Guðrún Amdís fer létt með að byggja upp myndflöt á strangflatar- legum formum og viðhafa hér mikla nákvæmnisvinnu — gæti auðveld- lega haslað sér völl með glæsibrag á þvf sviði. Ymsum mun máski þykja það fáránlegt, að ég kem auga á skyld- leika milli þessara mynda og hinna stóm umbúðalaust máluðu akryl- mynda á pappír. En málið er, að í þeim nær hún á köflum jafnvægi, sem einungis er á valdi þeirra, sem hafa myndbygginguna í blóðinu, og nefni ég hér sérstaklega myndina „Við höfnina" (12), sem er ekki einasta kröftug og hamslaus, heldur býr yfir jafnvægi, sem er sjaldgæft að sjá í slíkum myndum hérlendis. Leitt, að þessi mynd skuli ekki hafa verið gerð á betra eftii, en mögu- , 'l íbúð í Kópavogi Nýkomin til sölu mjög falleg 3ja herb. íb. á efri hæð í fjórbhúsi við Kársnesbraut. Parket á gólfum. í kj. 1 herb. með sérinng. Stórar svalir. Bílsk. Fallegt útsýni. Opið í dag frá kl. 13.00-16.00. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. ^ / SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS' L0GM J0H Þ0RÐARS0N H0L Vorum að fá í sölu m.a.: 3ja herb. góða íb. v/ Drápuhlíð f kj. um 75 fm nettó. Parket á gólfum. Sórhiti. Nýl. gler. Ákv. sala. Góðar sérhæðir — Stórir bflskúrar Kirkjuteig. Neðri hæð 91,9 fm. 4ra herb. Allt sér. Sólsv. Trjág. Blönduhlíð. Efri hæö 117,4 fm. 5 herb. Sólrík forstofuherb. Trjág. Skammt frá Borgarspítalanum. Neðri hæð (tvíb. 4ra herb. m/góðum bílsk. 145 fm. Ný úrvals eign. Allt sór. Sérhönnuð fyrir fatlaöa. Teikn. á skrifstofunni. 3ja herb. mjög góð ib. vlð Furugrund Kóp. á 1. hæö 67 fm nettó. Nýl. Stórar sólsvalir. Fullgerö sameign. Með útsýnl við Eyjabakkann. 4ra herb. mjög göð fb. á 3. hæð 88,5 fm nettó. Sór þvotta- og vinnuherb. Sólsv. Góð sameign. Verð aöeins kr. 3-3,2 millj. Ennfremur úrvalsgóðar 4ra herb. íbúðir í eftirsóttum hverfum borgarinnar. 2ja herb. íb. við Jöklasel. Á 2. hæö 64,7 fm nettó. Ný endaíb. Sérþvhús. Ágæt sam- eign. Langtímalán kr. 1,2 m. fylgir. Ákv. sala. Básenda. 75,3 fm nettó. Stór og mjög góð lítiö niöurgr. í kj. Sérhiti. Trjág. Þríb. Ákv. sala. Nokkur einbýlishús Höfum á skrá nokkur rúmg. einb.- og tvfbhús. Meðal annars í: Breið- holti, Mosfell88veit, Garðabæ, Seltjarnanesi og Fossvogi. Nánari upplýs. aðeins á skrlfstofunni. Telkningar fyrirl. á skrifstofunni. Fjöldi fjársterkra kaupenda af íbúðum. Einkum miösvæðis i borginni með bílskúrum. Sérhæðum í borginni og nágrenni og ennfremur nokkrir mjög fjársterkir kaupendur að einb- húsum og raðhúsum, sérstaklega aö eignum á einni hæö. Margskonar eignaskipti möguleg. Margir kaupenda óska eftir góðum eignum gegn útborgun. Opiðfdag kl. 10-12 og kl. 13-16 AIMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Guðrún Amdís Tryggvadóttir legt væri að líma pappírinn á léreft, festa á blindramma og ramma inná einfaldan hátt. Þá sæju menn stór- um betur, hve sterk og vel gerð þessi mynd er í raun og veru. Hinar stóru fígúratífu myndir Guðrúnar eru og vel uppbyggðar, þótt maður sé ekki jafnan sammála útfærslunni. Það er vegna þess að listakonan vinnur með hugmyndir, sem liggja alls ekki í augum uppi, og hér verður skoðandinn að lesa á milli línanna líkt og í óræðum skáldskap. Hér er hugmyndafræði á ferð, sem á stundum gengur of langt, t.d. í málverkinu. „Hetju- mynd“ (6) þar sem hinn vel málaði og svipsterki hestur virkar af holdi og blóði, en riddarinn hugumprúði líkast plastkalli. Myndin stendur alveg fyrir sínu án riddarans, en hér þurfti víst að umbylta hefð- bundnu viðhorfí, þótt það sé alls ekki neitt óvenjulegt, að maður sitji hest. Hesturinn, sem sýnist á harða- spretti, liggur bara flatur í grasinu, sem ber svip af teppi og hefði það allt verið nægilega frumlegt. Auk þess er ekki sömu málunartækni beitt á manninn, sem er öllu stífari í formum og eitthvað svo óraun- verulegur. Andstæðar myndheildir falla bet- ur saman í myndinni „Egypsk mynd“ (7), og hér kemst hið dul- ræna ágætlega til skila, jafnframt því sem myndin er vel máluð. Hið dulræna og trúarlega er stór þáttur í myndsköpun Guðrúnar um þessar mundir og mun vera liður í sjálfskönnun. Það er að mínu áliti rétt stefna hjá Gu8ðrúnu að vinna að þeim hugmyndum, sem sækja á hana hveiju sinni, og það kann að bera dijúgan árangur, þegar fram í sæk- ir, og tímann hefur hún fyrir sér, því að hún er einungis 28 ára. Guðrún Amdís er víst engum að þóknast nema sjálfri sér í þessum myndum sínum, og það er aðal hvers skapandi og metnaðargjams listamanns. Menn verða svo annað tveggja að leggja sig nokkuð fram til að skilja myndhugsun hennar eða melta hana við nánari kynni. Ennþá er þetta svo nýtt og óvenjulegt, að það kemur mörgum í opna skjöldu, auk þess sem margur þykist sjá í listakonunni meiri hæfileika en fram koma á sýningunni. Víst á Guðrún Amdís nóg í list- rænum sarpi sínum, og nú er það framtíðarinnar að skera úr um hvemig henni nýtist sá forði. Lista- konan er enn einu sinni að stokka upp spilin og leggja land undir fót og fylgja þessum línum bestu óskir um giftudijúga athafiiasemi. AUKATÓNLEIKAR Tönlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Mozart: Sinfónía nr. 40 Ravel: Gæsamömmu-svítan Rachmaninoff: Píanókonsert nr. 3 Einleikari: Dimitris Sgouros Stjórnandi: Petri Sakari Tónleikamir hófust á þeirri fer- tugustu eftir Mozart, einhverri fallegustu sinfóníu sem samin hefur verið, þó einhveijir kenn- ingamenn hafi talið verkið létt- meti og lítinn vanda að semja svona sætar „melódíur". Sinfóní- an var vel íeikin undir stjóm Sakari og ýmislegt skemmtilegt dregið fram í litbrigðum og stefja- leik verksins. Annað verkið var „Gæsamamma", svíta sem notið hefur töluverðrar hylli. Verkið er ekki stórbrotið en fallega skifað fyrir hljómsveitina og var margt fallega hljómandi í flutningi henn- ar. Þessi svíta er í fimm þáttum og er fyrsti þátturinn aðeins tutt- ugu taktar og heitir Dans þymi- rósu. Annar þátturinn á að túlka söguna um Tuma þumal, er hugð- ist rata til baka með því að strá brauðmolum þar sem hann fór en uppgötvaði sér til undrunar, að fuglamir höfðu borðað þá, svo hann rataði ekki heim til sín. Efni seinni þáttanna er einnig tekið úr bamaævintýrum og er þessi tónlist kjörin sem ballettefni fyrir börn en heldur dauflegt tón- verk, þó falleg sé, fyrir tónleika sem þessa. Síðasta verkið á efnis- skránni var þriðji píanókonsertinn eftir Rachmaninoff. Snillingurinn og undraunglingurinn Dimitris Sgouros lék þennan erfiða konsert eins og ekkert væri og með af- brigðum vel. Hljómsveitin var mun betur á verði með að halda hljómaninni í skefjum en oft áður og er það blátt áfram stór nauð- syn í verkum eins og píanókon- sertum eftir Rachmaninoff, því ritháttur sá sem hann notar oft- lega fyrir hljómsveitina er mjög í ætt við „pedal“-hljóman píanósins og á því að mynda eins konar hljómrænan bakgmnn. Kunnátta og tækni hins unga píanósnillings em hreint undur og verður fróð- legt að fylgjast með þroska hans sem listamanns, en hann mun sem betur fer hafa margvísleg önnur áhugamál til að glíma við en tón- listina og ætti því ekki að lokast inni í „búningsherbergjum" tón- leikasalanna, eins og frægur píanóleikari sagðist hafa gert og harmaði mjög. Skora á deilu aðila að leita allra leiða til sátta MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Samtaka foreldra- og kennarafé- laga í grunnskólum Reykjavíkur (SAMFOK); kennarafélags og fjármálaráðu- neytis vill stjóm SAMFOKS skora á báða deiluaðila að leita allra leiða við að ná samningum sem fyrst í deilu þessari. Dragist sættir á langinn verða nemendur fyrir miklu tjóni, enda þegar orðið verulegt. Það er viðurkennt af öllum stjómmálaflokkum að laun kennara hafi verið óeðlilega lág, og hefur það bitnað rnjög á skólastarfi. Góð menntun er þjóðfélaginu nauðsyn, fyrir því eru bæði efnahagsleg rök og menningarleg, lýðræði byggir og á menntun. Nauðsynlegt er því að starfskjör kennara séu bætt svo að starfið verði eftirsóknarvert." í stjóm Samtaka foreldra- og kennarafélag í grunnskólum Reykjavíkur eru Valgarður Egils- son, Magnús Skúlason, María Norðdahl, Erla Jóhannsdóttir og Bogi Amar Finnbogason. „Vegna kjaradeilu Hins íslenska MEDEINUSfMTAU erhægt að breyta innheimtuad- 2J2Uj2!tííIDI2HEin2iIHi23ííiíSÍ argjöldin sku viÖkomandi greiðslukortareikn- SIMINNER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.