Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987
Dagar í Óman:
A fimmtán árum hefur
súltaninn leitt þjóðina
út úr grárri forneskju
Súltaninn Quaboos Bin Said
Quaboos Bin Said, súltan í
Oman ræktar rósir og hefur
unun af klassiskri tónlist, hann
er mikill lestrarhestur og hefur
einkum gaman af því að lesa
um stjórnmál. Hann hefur
áhuga á sögu; almennt sagður
menningarlega þenkjandi.
Hann er virtur og elskaður af
þegnum sinum, og ekki að
ósekju. Á þeim sextán árum,
sem eru liðin frá því hann tók
við völdum í Óman af föður
sinum, hefur hann lyft grettis-
taki á öllum sviðum þjóðlífsins
og það sem mikilvægast er,
hann hefur fengið landa sína
til að taka á og það með sannri
gleði.
Óman hafði því sem næst týnzt
í áratugi þegar Quaboos Bin Said
komst til valda. Faðir hans var
íhaldssamur og þröngsýnn, sagð-
ur eiginhagsmunaseggur. Olía
hafði fundizt í landinu nokkrum
árum áður og þáverandi súltan
hafði að sönnu látið hefja vinnslu
hennar. En ijármagninu virðist
hann síðan hafa safnað í sínar
hendur og ef til vill fáeinna ann-
arra. Þegar sonurinn sté í valda-
stól þann 23.júlí 1970, var það
hans fyrsta verk að ávarpa þegna
sína og hvetja þá til starfa. Hann
lét sjálfur ekki sitja við orðin tóm.
Hann lét áfram vinna olíu af
kappi, en hagnaði var ráðstafað
beint út í þjóðlífíð.
Muskat, höfuðborgin, var þá
bara þyrping hrófatildra. Hann lét
skipuleggja nýja borg, í íslömsk-
um stfl. Undirbúin var lagning
vega um landið; malarvegir höfðu
verið í grennd við þéttbýliskjama
og þar með upp talið. Hann fýrir-
skipaði, að skólar yrðu byggðir
um landið þvert og endilangt og
skólaskylda frá 6-16 ára aldurs
var lögboðin. I máli súltansins á
þessum fyrstu árum kemur greini-
lega fram metnaður hans einmitt
í sambandi við uppfræðslu. Hann
blygðaðist sín fyrir, að Óman var
á flestum sviðum statt aftur í
grárri fomeskju. Og hann var
staðráðinn í að bót yrði ráðin á
því. Skipulögð var heilbrigðis-
þjónusta og heilsugæzlustöðvar
reistar.
Til þessara verka þurfti súltan-
inn að kveðja til mikinn fjölda
útlendinga, eins og gefur að skilja.
Ómanir voru, að miklum meiri-
hluta gersamlega vanbúnir að
taka á sig þessi verk. Súltaninn
sóttist eftir að fá Breta til starfa
og raunar vildi hann umfram ann-
að fá góða og hæfa menn
almennt, hvaðan sem þeir voru.
Einnig tóku að flykkjast til lands-
ins á þessum árum Austur-
landabúar, Pakistanir, Indveijar
ístopulum
tómstundum
ræktar súltáninn
rósir og hlustar á
tónlist
og Filippseyingar. Það fólk er enn
dijúgur hluti íbúa, en er aðallega
í erfíðisvinnu, á hótelum og í hvers
konar þjónustustörfum.
Gestur í Óman nú fær naum-
ast trúað því, að öll þessi upp-
bygging hafí gerzt á hálfum
öðrum áratug. Eins og ég hef
getið um í annarri grein frá Öman,
eru allir að vinna. Af kappi og
af svo mikilli gleði, að það er
lærdómsríkt að fylgjast með því.
Súltaninn hefur sagt, að innan tíu
ára eigi Ómanir að hafa náð því
marki að geta gengið í öll störf
og þá vill hann að útlendingar séu
famir úr landinu. Ekki allir í einu
og samtímis, heldur taki óman-
skir karlar og konur smátt og
smátt við störfunum þeirra, eftir
því sem efni og ástæður leyfa.
Víst má fullyrða, að olían hefur
gert súltaninum auðveldara um
vik. En hinu má heldur ekki
gleyma að hann hefur nýtt þennan
auð til að byggja upp merkilegt
nútímaþjóðfélag, og hann hefur
fullan hug á að efla aðrar atvinnu-
greinar, eins og sjávarútveg og
landbúnað til að Ómanir þurfí
ekki að vera háðir olíunni um of.
Áður en ég kom til landsins
hafði ég gluggað í opinber plögg
um stjómun og framleiðslu. Það
var dálítið erfítt að taka hátíðlega
allar frásagnimar um, hveiju
hefði verið komið í verk fyrir til-
stuðlan Quaboos súltans. Eg
leyfði mér að ætla að, að haldið
væri uppi skipulagðri súltandýrk-
un. En maður hlýtur að komast
á aðra skoðun. Eftir að hafa verið
í landinu og farið um, séð allar
þær athafnir og aðgerðir sem þar
fara fram er óhjákvæmilegt annað
en verða hrifínn, og er þá ekki
djúpt í árinni tekið.
Sjálfstæð utanríkis-
stefna hefur vakið
athygli
Ómanir fylgja býsna sjálf-
stæðri utanríkisstefnu. Þeir em
að sjálfsögðu fulltrúar í Araba-
bandalaginu og líta á það sem
eðlilega skyldu sína að standa
með Aröbum. Óman vinnur í
auknum mæli með öðmm ríkjum,
sem eiga land að Persaflóa og það
á ennfremur aðild að Samtökum
islamskra ríkja. En varðandi sam-
skiptin við aðrar Arabaþjóðir er
fróðlegt að rifja upp, að Ómanir
lýstu yfír stuðningi við friðar-
fmmkvæði Sadats Egyptalands-
forseta á sínum tíma og síðan
Camp David samkomulagið. Að
vísu gerðu þeir fyrirvara á og
kröfðust þess að réttur Palestínu-
manna yrði tryggður, en í öllum
meginatriðum studdu þeir Sadat
heilshugar. Súltaninn skeytti
engu mótmælum annarra Ara-
baríkja og engar refsiaðgerðir af
þeirra hálfu komu nokkum tíma
til tals.
Spyiji maður Ómani, hver sé
afstaða þeirra til ísraels segja
þeir yfirleitt að þeir séu vitaskuld
á móti ísraelsríki. Vegna þess að
með stofnun þess hafí Israelar
hrakið þjóðina, sem einnig bjó í
landinu á brott og skapað þar
með vandamál, sem ekki verði séð
fyrir endann á. Samt eru við-
brögðin viðspumingum um Israel,
afar ólík í Óman ellegar til dæmis
í Sýrlandi eða Jórdaníu. Þeir
benda á, að ísrael sé langt í burtu.
Það séu önnur mál, sem skipti þá
meira. Stríðið við Persaflóa nú
síðustu ár, kuldaleg samskipti við
Suður Jemen.Þessi mál snerti
.eurra daglega líf. „Við getum
ekki bylt okkur andvaka um næt-
ur vegna þess að ísraelsríki er
til. Það er í rauninni ekki á okkar
áhugasviði og hagsmunir okkar
em hvergi i hættu, þótt ísrael sé
þama. Það er ekki hægt að leiða
hjá sér, að Palestínumenn eiga
ekki land, en við emm ekki þeir,
sem leysum það mál. Aftur á
móti hefur stríðið milli írans og
íraks áhrif á daglegt líf okkar.
Við emm fyrir mynni Hormutz-
sunds. Við hugsum um samskiptin
við Suður Jemen, vegna átakanna
sem vom milli þessara ríkja. Þessi
mál em virkileiki. Ekki ísraelsríki
sem slfkt.“
Súltaninn hefur enda lagt
áherzlu á, að hann vilji að Óman
hafí vinsamleg samskipti við allar
þjóðir. Þó svo að Ómanir séu mjög
andsnúnir kommúnisma, hefur
Sovétmönnum nýlega verið leyft
að opna sendiráð í Múskat. Til
bráðabirgða þó og með hörðum
skilmálum. Menn segja mér, að
þetta sé þáttur í stefnu stjómar-
innar að vingast við allar þjóðir.
Hins vegar mátti merkja, að
Bandaríkjamenn höfðu þungar
áhyggjur af þessu. En eftir öllum
sólarmerkjum að dæma verður
það súltaninn, sem ræður ferðinni
þar sem annars staðar.
Súltaninn ferðast um
4 mánuði á ári.
Quaboos súltan tók fljótlega
upp þann sið, eftir að hann komst
til valda að ferðast um landið,
samfleytt í fjóra mánuði á ári
hveiju. Hann fer um ríkið þvert
og endilangt og fylgist með að
framkvæmdir sem hafa verið
áformaðar séu á réttri leið. Hann
býr í tjaldi á þessum ferðalögum,
fer um í þyrlu eða bílum, eftir því
sem honum þykir henta. Menn
segja mér, að hann geti brugðist
mjög harkalega við, ef hann verð-
ur þess vís, að fyrirmælum hans
hefur ekki verið fylgt. Eftir lýs-
ingum á athafnasemi súltansins
hefði það eiginlega ekki komið á
óvart, þótt maður hefði keyrt fram
á hann á malbikunarvélinni ein-
hvers staðar úti á landinu.
Á þessum ferðum vill súltaninn
ekki sízt hitta menn að máli og
alþýða manna þyrpist á hans fund,
tjáir honum vandamál sín, stór
og smá og þar sem hann er sagð-
ur minnugur og greiðasamur með
afbrigðum, reynir hann að láta
leysa hvers manns vanda.
Hann hefur mikinn áhuga á að
Óman sé hreint land. Ég hef áður
vikið að því, hversu ótrúlega hrein
borg Múskat er. Sama máli gegn-
ir, þegar keyrt er um landið. Þar
er varla nokkurs staðar rusl eða
drasl. Þó má sjá með nokkurra
kílómetra millibili svarta rusla-
poka. Hreinsunarlið svæðisins
hefur verið að störfum og innan
tíðar kemur bíll og hirðir pokana.
Annríki hans eykst og
rósaræktin situr á
hakanum
Quaboos Bin Said er sagður
vingjamlegur í framkomu, virðu-
legur og gæddur afburða gáfum.
Hann er fæddur í borginni Salalah
í suðurhlutanum, þann 18.nóv-
ember 1940. Móðir hans var
ættuð frá Salalah og þar á hann
sér bústað og dvelur oft vikum
saman, einkum á monsúntíman-
um, þegar fjöllin í kring grænka
upp á tinda.
Menn hafa spurt, hvað myndi
verða nú, ef Quaboos súltan félli
skyndilega frá. Þá hugsun vilja
menn helzt ekki hugsa til enda.
„Megi hann lifa í hundrað ár og
eignast marga syni“ segja þegnar
hans og fínnst hann vera haldreip-
ið og fasti púnkturinn. í því liggur
kannski einmitt veiki púnkturinn.
Að Quaboos súltan hefur verið
einráður og ekki hirt um að ala
upp einhveija þá sem gætu tekið
við. Og því er nú verr og miður;
enn sem komið er á hann ekki
syni.
TextiiJóhanna Kristjónsdóttir
T&I C I
SÍUNGUR FERÐAMANNASTAÐUR SEM ÓDÝRT ER
AÐ FERÐAST TIL VEGNA MARGHÁTTAÐRA AF-
SLÁTTA SEM FERÐASKRIFSTOFAN SAGA BÝÐUR;
rn\lA J U L
1.
2.
4.
SÖGUAFSLAlTUR, 1000 - 2500 KR.
BARNAAFSLÁTTUR, 9000 - 12000 KR
afsiAttur fyrir söguhnokka,
AFSlATTUR FYRIR ELDRI BORGARA 2500 KR.