Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 19
ÁSTHILDUR PÉTURSDÓTTIR Ásthildur Pétursdóttir skipar 7. sæti lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi. Hún er fædd í Reykjavík, dóttir Jórunnar Bjömsdóttur og Péturs Jónssonar, en hefur búið í Kópavogi um 30 ára skeið. Eiginmaður Ásthildar, Páll Þorláksson rafverktaki, er nýlátinn, en börn þeirra eru tvö, Björgvin Ijós- myndari hjá Sjónvarpinu og Margrét, sem lokið hefur BÁ prófi í þýsku og frönsku, bæði búsett í Kópavogi. Starf aldraðra hefur verið Ásthildi hugleikið og var hún forstöðumaður þess frá byrjun til ársins 1978. Hún hefur sótt námskeið urn slíka starfsemi aldraðra bæði í Danmörku og Svíðþjóð. Hún starfarenn mikið að þessum ntálutn og fer m.a. tvisvar á ári hverju með hópa aldraðs fólks í skipulagðar utanferðir. Starfið að málefnum aldraðra er þó aðeins eitt af fjölmörgum félagslegum málefnum, sem Ásthildur hefur tekið upp á sína arma, enda er hún óþreytandi driffjöður hvarvetna þar sem hún kemur við sögu. Listinn yfir félagsmálaþátttöku hennar er langur, en hér verður aðeins stiklað á stóru og nefnt það helsta sem hún hefur tekið sér fyrir hendur á því sviði. Hún hefur verið formaður Sjálfstæðiskvennafélags Kópavogs og kvenfélagasambands Kópavogs og er nú varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þá hefur hún setið í stjóm fulltrúaráðs Sjálfstæðis- llokksins, í sveitastjómamefnd og menntamáianefnd flokksins, í skólanefnd og tómstundaráði og verið varaformaður kjördæmisráðs Reykjaneskjördæmis. Á vegum Kópavogsbæjar hefur Ásthildur setið í skólanefnd, félagsmálaráði, náttúruvemdamefnd, verið formaður leikvallanefndar, starfsmaöur Félags- málastofnunar og er nú bæjarfulltfúi. Auk alls þessa rekur hún svo eigið fyrirtæki fyrir hádegið, eins og hún sjálf kemst að orði, en starfar á ferðaskrifstofu eftir hádegið. Þó svo virðist sem tími hennar sé fullskipaður og þar ekki á bætandi, telur hún sig ekki muna um eitt og eitt verkefni í viðbót, einkuni ef þar er um að ræða störf, sem miða að því að hlúa að gömlu fólki eða bæta aðstöðu bama, en hún hefur einmitt talsvert látið sig skipta málefni yngstu kynslóðarinnar. VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON í sjötta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi er Víglundur Þorsteinsson, búsettur á Sel- tjamernesi en borinn og barnfæddur Reykvíkingur, sonur hjónanna Ásdísar Eyjófsdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar sjómanns og síðar ftsksala, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Víglundur er Verslunarskólastúdent og lögfræðing- ur frá Háskóla íslandr. Hann hefur starfað lengst af hjá Steypustöð B.M.Vallá,þarsem hannvar þegar far- inn að vinna íhlaupastörf í skólafríum á námsárunum. Að loknu lagaprófi gegndi Víglundur starfi frani- kvæmdastjóra fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um eins árs skeið. þar til hann 1971 réðst á ný til B.M.Vallá, í þetta sinn sem framkvæmda- stjóri, en í því starfi hefur hann verið síðan. Víglundur er kvæntur Sigurveigu Jónsdóttur, sjón- varpsfréttamanni, og eiga þau þrjá syni, Jón Þór, Þor- stein og Björn, sem allir eru við nám. Strax á skólaárum beygðist krókurinn í átt til félagsmála og í Háskólanum varð Víglundur formað- ur Orators, félags laganema, um tíma, einnig í stjórn Vöku og Sambands ungra sjáJfstæðismanna. Hann var í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnar- nesi við bæjarstjórnarkosningar 1974, þegar flokkur- inn vann í fyrsta sinn 5 fulltrúa, og sat þar í bæjar- stjóm eitt kjörtímabil. Víglundur tók virkan þátt í íþróttum sem knattspyrnumaður í KR, en sat auk þass um tíma í stjórn þess félags og var einnig forntaður aganefndar knattspyrnusambansins um skeið. Þá hef- ur hann setið í stjóm Verslunarráðs og einnig Félags íslenskra iðnrekenda og verið formaður þess félags frá árinu 1982. Einnig hefur Víglundur setið í fram- kvæmdastjórn og samningsráði Vinnuveitendasam- bandsins. Það er Ijóst, að hinn ötuli framkvæmdamaður hefur í ntörg horn að líta, en til afþreyingar, hvíldar og heilsubótar kveðst hann sjálfur hafa fundið hið ákjós- anlegasta ráð og notfært sér nú um nokkurra ára bil. Hann fer á skíði alltaf þegar tækifæri gefst og rennir sér urn hjarnbreiður til að hvíla hugann og hressa lík- amann. Síðan gengur hann tvíefldur í slaginn á ný. Franian við steypustöð B.M. Vallá: Ásgeir Andri Karlsson og Víglundur Þosteinsson. * r < T’wm IT • j ' í wls mm ml/m. ff Franian við elsta slökkvibílinn á slökkvistöðinni í Keflavfk: Guðntundur R. J. Guðmundsson, Gylfi Ármannsson, Ellert Eiríksson og Gunnar Guöntundsson. ELLERT EIRÍKSSON Fjórði maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi er Ellert Eríksson, fæddur að Járngerðar- stöðum í Grindavík á ofanveröunt fjórða áratugnum, foreldrar Hansína Kristjánsdóttir og Eiríkur Tómas- son, útgerðarmaður. Eftir lát föður síns flutti Ellert með móður sinni til Keflavíkur þriggja ára gamall og hefur hann átt heima þar síðan. Hann er alinn upp á heimili móður sinnar og seinni manns hennar Guðna Magnússonar, maálarameistara, Keflvíkingur frá þriggja ára aldri og stundaði þar leik bemskunnar og skólanám ásamt þeirri vinnu sem unglingur í sjávarplássi átti kost á, enda þekktur fyrir að geta tekið til hendi ef á þurfti að halda. Ungur maður vann hann í fiski og var til sjós um tíma, en réðist 1960 verkstjóri til Keflavíkurbæjar, þar sem hann starfaði í tuttugu og tvö ár. Frá 1982 hefur Ellert svo verið sveitarstjóri í Garðinum. Um eins árs skeið fékk hann frí frá bæjarverksjórn í Kefia- vík og dvaldi í St. Paul i Minncsotafylki í Bandaríkj- unum til að kynna sér vegalagnir úr malbiki og steypu. Ellert er kvæntur Bimu Helgu Jóhannesdóttur, ætt- aðri frá Siglufirði, og eiga þau hjónin þrjú uppkomin börn, Eirík, Jóhannes og Elvu. Óhætt er að segja að Ellert hafi snemma fengið brennandi áhuga á félagsmálum og fiokksbundinn Sjálfstæðismaður hefur hann verið frá sextán ára aldri. Hann komst ungur í stjóm Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna, en hefur síðan gengt fjölda trúnað- arstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Suðurnesjum.setið í stjóm Sjálfstæðisfélags Keflavíkur, gegnt stöðu for- manns fulltrúaráðs í Keflavík og fonnanns kjördæmis- ráðs í Reykjaneskjördæmi. Hann á nú sæti í flokks- ráði Sjálfstæðisflokksins. Sagt er, að ekkert bæjarfélag á Suðurnesjuin sé jafn vel statt fjárhagslega og það sem Ellert stjómar í Garðinum. Skattheimta er einnig minni þar en annars staðar á svæðinu. Þeir sem til þekkja þakka þetta að stórum hluta ötulu og markvissu starfi Ellerts. En hann hefur fleiri hnöppum að hneppa þarna syðra því hann hefur verið í slökkviliði Keflavíkur í 26 ár og lengst af sem varaslökkviliðsstjóri. Myndin ereinmitt tekin við elsta bílinn á slökkvistöðinni. Við alþingiskosningarnar 25. apríl nk. eru þrír nýir frambjóðendur í sjö efstu sætunum ó lista S|álfstæðismanna í Reykjaneskiördæmi, þau Ásthildur Pétursdóttir í 7. sæti, Ellert Eiríksson í 4. sæti og Víglundur Þorsteinsson, sem skipar 6. sæti listans. X-D Li REYKJANES Á RÉTTRI LEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.