Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 47 Minning: Björn Sigurfinns- son, Hurðabaki Fæddur 29. mars 1933 Dáinn 22. mars 1987 Bjöm Sigurfínnsson, bóndi, Hurðarbaki á Ásum, Austur-Húna- vatnssýslu, andaðist í Landspítalan- um 22. marz sl. Hann fæddist á Komsá í Vatns- dal 29. marz 1933 og var því aðeins 53ja ára að aldri er hann lést. Nokk- urra vikna gamall fluttu foreldrar hans, Sigurfínnur Jakobsson og Björg Erlendsdóttir, að Hurðarbaki á Ásum, en þá jörð fengu þau til ábúðar að hluta á vordögum 1933, en eignuðust hana síðar. Þar ólst Bjöm upp ásamt systkinum sínum þeim Sigurlaugu, Guðrúnu, Óskari og Jakob, en hann andaðist 1966. Bömin á Hurðarbaki fóm fljótt að vinna að bústörfum með foreldrum sínum og seinna er þau voru eldri unnu þau við ýmis bústörf heima og á ýmsum bæjum í sveitinni og var Bjöm m.a. um tíma í Steins- nesi hjá séra Þorsteini. Árið 1958 keyptu þeir bræður Bjöm og Óskar jörðina Meðalheim á Ásum og höfðu þar félagsbú um tíma, en síðar tók Óskar bróðir hans við búi þar, en Bjöm hóf bú- skap á Hurðarbaki. Þá vora Björg og Sigurfínnur flutt til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan 1965, en Sigurfínnur andaðist 21. febrúar sl. þá 95 ára að aldri. Hann var jarð- settur á Blönduósi 7. marz sl. Það er því skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni frá Hurðarbaki er Bjöm er nú fallinn í valinn aðeins mánuði seinna en faðir hans. Bjöm Sigurfínnsson kvæntist 22. júní 1963 Önnu Pálsdóttir, frá Blönduósi og eignuðust þau 5 böm. Þau era Hafsteinn, fæddur 1962, Sigurpáll, fæddur 1964, Eyþór, fæddur 1965, Jakob, fæddur 1968, og Ragnheiður, fædd 1970. Fyrir fáum áram minnkuðu Bjöm og Ánna bústofninn og hann fór að vinna á Blönduósi og lengst af þeim tíma vann hjá Blönduóshreppi við ýmis störf, enda var hann mjög laginn maður, smiður góður bæði á tré og jám. Vélar og tæki léku í höndum hans og var því eftirsóttur maður til margvíslegra starfa. Einnig var hann skytta góð og var refaskytta sveitarinnar um fjölda ára. Hann var hjálpsamur maður og viljugur, sem allra vanda vildi leysa, og margt gerði hann fyrir okkur hjónin í sambandi við sumar- bústað okkar og Guðrúnar systur hans, sem er í landi Hurðarbaks. AUtaf var hann reiðubúinn hvemig sem á stóð hjá honum sjálfum, fyr- ir það þökkum við. Ég minnist hans með söknuði og færi aðstandendum hans samúð mína, bið Önnu, bömin, bamaböm, tengdaböm, móður hans, systkini og aðra aðstandendur í sorgum sínum að geyma hjá sér minninguna um góðan dreng og vellátinn, megi það verða þeim hjálp í þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu Bjöms Sig- urfínnssonar. Kristinn Breiðfjörð Okkur systkinin langar til að minnast pabba okkar í örfáum orð- um. Pabbi fæddist að Komsá í Vatnsdal 29.3. 1933. Sama ár flutt- ist hann ásamt foreldrum sínum og systkinum að Hurðarbaki á Ásum og ólst þar upp. Árið 1957 fór hann sem vetrar- maður að Meðalheimi á Ásum og ári síðar hóf hann sjálfur þar bú- skap ásamt bróður sínum Óskari. Árið 1962 tók hann saman við móður okkar, Önnu Pálsdóttur og bjuggu þau í Meðalheimi til ársins 1966 er þau fluttu að Hurðarbaki. Þar bjuggu þau til ársins 1982 en fluttu þá til Blönduóss. Hóf hann þá störf hjá Blönduóshreppi og starfaði þar allt þar til hann varð að láta af störfum vegna veikinda sinna og var lagður inn á Landspít- alann í Reykjavík til rannsókna. Þar lést hann svo sunnudaginn 22. mars 53ja ára að aldri. Pabbi var um marga hluti fróð- ur, mest þó um vélar og margvís- legan tækjabúnað, enda var oft til hans leitað með bilaðar vélar, hey- vinnuvélar og margt fleira því hann var bæði hjálpsamur og greiðvikinn, og fátt það til sem hann gat ekki gert við. Einnig var hann góður smiður bæði á tré og járn. Og allt sem hann gerði, gerði hann vel og vand- aði svo mjög að óaðfinnanlegt var. Pabbi smíðaði mikið að skeifum og vora þær eftirsóttar. Hann smíðaði líka margt annað svo sem vagna, kerrar og allskonar verkfæri, margt eftir eigin hugviti þm' margt fann hann upp sjálfur. Okkur er lika minnisstætt hve vænt honum þótti um dýr. Sérstaklega þótti honum vænt um hrossin sín og undi sér oft lengi hjá þeim, talaði blíðlega til þeirra og lét vel að þeim. Þannig var það líka með æmar. Pabbi átti líka alltaf tíma fyrir okkur, og sagði okkur frá mörgu skemmtilegu og fróðlegu, leiðbeindi okkur og hjálpaði. Og alltaf gátum við leitað til hans ef eitthvað bját- aði á. En nú er hann horfínn héðan úr jarðnesku lífi, en í hjörtum okk- ar stendur eftir sorgin, djúpur söknuður og falleg minning um yndislegan og ástríkan föður. Við þökkum honum alla þá ást hans og kærleika sem hann veitti okkur af sínu ótakmarkaða örlæti á samleið okkar. Megi Guð almáttugur blessa minningu pabba okkar um ókomna framtíð. Hafsteinn, Sigurpáll, Eyþór, Jakob og Ragnheiður. Herstöðva- andstæðing- ar með fund SAMTÖK herstöðvaandstæðinga efna til baráttufundar á Hótel Borg sunnudaginn 29. mars kl. 15.00. í fréttatilkynningu segir m.a. að tilefni fundarins sé að 30. mars næstkomandi verða 38 ár liðin frá því að ísland var gert að aðila að hemaðarbandalaginu NATO. Með inngöngunni í NATO hafí verið horfið frá þeirri hlutleysisstefíiu sem þjóðin markaði sér er hún fékk fullveldi árið 1918 og hafi aðildin að NATO og vera hersins hér haft það í för með sér að erfítt hafí reynst fyrir landið að koma fram á alþjóðavettvangi sem málsvari frið- ar og afvopnunar. Á fundinum mun Bubbi Mort- hens, Guðrún Hólmgeirsdóttir og Hjörleifur Valsson flytja tónlist, Aðalsteinn Bergdal leikari verður með upplestur og söng, ávörp flytja Bima Gunnlaugsdóttir og Vigfús Geirdal. Þorvaldur Öm Ámason stjómar fjöldasöng. Fundarstjóri verður Jón Múli Amason. FRISTUND Þrumandi góð afþreying Frístund er stútfull af krossgátum, myndagátum, þrautum, leikjum, léttum | gátum og skopi. ' Alltaf nýtt og áður óbirt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.