Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 71
MORGÍhsfBLAÐK)1, lATOMajAGPR3^. MAR^ 1987 Tímamót í sögu íslenskra afreksmanna í íþróttum: KRON styrkir Einar, Vilhjálmsson fram að OL Hæsti innlendi styrkur, sem íslenskur íþróttamaður hefur hlotið „ÞETTA er geysilegur léttir og styrkurinn, sem KRON veitir mór nú, er ómetanlegur stuðningur. Árið í ár er eitt hið stœrsta í frjáls- um íþróttum frá upphafi, bœði á innlendum sem eriendum vett- vangi, og styrkurinn gerir mér mögulegt að undirbúa mig sem best verður á kosið við bestu hugsanlegar aðstœður fyrir heimsmeistaramótið í Róm í haust og Ólympíuleikana í Seoul nœsta ár. Ég hef sett stefnuna á toppinn og er geysilega þakklátur Ólafi Stefáni Sveinssyni, kaup- félagsstjóra, sem hefur haft framgang í þessu máii, og KRON fyrir skilninginn og stuðninginn," sagði Einar Vilhjálmsson, spjót- kastari, við Morgunblaðið í Kaupgarði í gœr, þar sem hann tók við hæsta innlendum styrk, sem islenskur íþróttamaður hef- ur hlotið. Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis á 50 ára afmæli á árinu og fyrirhugaðar eru ýmsar breyt- ingar á starfsemi fyrirtækisins. Fyrir skömmu var ákveðið að styrkja Einar það myndarlega að hann gæti einbeitt sór að íþrótt- inni og tekið stefnuna óhindraða á toppinn. „íslenskur afreksmaður í íþróttum er tæpast samkeppnis- fær, nema hann geti æft og keppt á fullu og þurfi ekki að vera í ann- arri vinnu á sama tíma. Því höfum við ákveðið að styrkja Einar, svo hann geti sinnt sínu verkefni," sagði Ólafur Stefán Sveinsson, kaupfélagsstjóri KRON. „Einarhef- ur sagt í viðtölum, að hann næði ekki endum saman, ef hann ætti að undirbúa sig sem best fyrir heimsmeistaramótið og Ólympíu- leikana og því stigum við þetta skref." Gerir miklar kröfur Einar hefur unnið á vöktum hjá lögreglunni í Reykjavík í vetur, en fer til Austin í Texas í Bandaríkjun- um á morgun, þar sem hann mun æfa í tvo mánuði, en síðan tekur þriggja og hálfs mánaða keppnis- tímabil við. „Ég gerði áætlun um hvernig best væri að standa að undirbúningnum til að vera sam- keppnisfær, en þrátt fyrir styrk frá ÍSÍ, sá ég fram á óbrúanlegt bil, sem KRON hefur nú brúað. Fyrir vikið geri ég mun meiri kröfur til sjálfs míns, ég er í góðri alhliða æfingu, er mjög bjartsýnn á gott gengi í sumar og sé enga ástæðu til að ætla annað en vel gangi. Verðlaunasæti Heimsmeistaramótið í Róm er sterkasta frjálsíþróttamót heims- ins og að sjálfsögðu stefni ég á verðlaunasæti þar sem ánnars staðar. Ég kem til með að taka þátt í Grand prix-keppninni, sem hefst í Bandaríkjunum um mánað- armótin maí-júní, síðan eru þaö heimsleikar stúdenta í Júgóslavíu, Evrópubikarkeppnin í Portúgal og þá Róm í lok ágúst. 11. september verða úrslitin í Grand prix-keppn- inni í Belgíu, en hvort ég verð þar á meðal keppenda fer eftir árangr- inum á Grand prix- mótunum í sumar. Þá verð ég með á afmælis- móti FRÍ, landsmóti UMFÍ og meistaramótinu. Takmarkið er að ná eins langt og hægt er og ég leyni því ekki að ef ekki væri raunhæft að stefna á verðiaunasæti á þessum mótum, þá myndi ég hætta þessu. Ef óg hefði ástæðu til að ætla að ég yröi ekki á verðlaunapöllum á þessum stöðum, þá myndi ég hvorki sinna þessu né sækja um styrki." -S.G. Morgunblaðið/Einar Falur • Einar Vilhjálmsson og Ólafur Stefán Sveinsson takast í hendur eftir undirritun tímamótasamningsins. Létt hjá Stjörnunni • Jakob Sigurðsson svífur boltalaus inn í teiginn. Morgunbiaðið/Bjami 1. deild karla í handbolta: Nýliðar Breiðabliks í Evrópukeppni? BREIÐABLIK náði að hefna taps- ins f bikarnum é miðvikudags- kvöldið — sigraði Val í gærkvöldi í 1. deild karla í handbolta og um leið tryggði félagið sér að öllum Kkindum þétttökurétt f IHF- keppninni næsta haust. Liðið er f 2. sæti, með tvö stig é Val og á aðeins eftir að leika gegn Ar- manni. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur og úrslitin róðust ekki fyrr en undir lokin. Kópavogs- menn, vel studdir af fjölmörgum áhorfendum, voru fyrr í gang, en Valsmenn komust fljótlega inn í leikinn og náðu að jafna fyrir hlé. Seinni hálfleikur var mun jafnari og var jafnt á nær öllum tölum. Kristján Halldórsson skoraði síðasta mark Breiðabliks, þegar rúm mínúta var eftir og reyndist það sigurmarkið. Fögnuður nýlið- anna var mikill að leik loknum sem skiljanlegt er, enda árangurinn frá- bær. Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson voru mistækir og smámunasamir dómarar, einkum í lokin. F.E. Leikurinn ítölum fþróttahús Seljaskóla, 27. mars. 1. deild karla f handbolta Valur - UBK 24:26 (14:14) 0:2, 4:4, 8:12, 13:13, 14:14, 16:14, 18:16, 18:18, 19:19, 24:24, 24:25 Mörk Vals: Júlíus Jónasson 6, Jakob Sigurðsson 5, Stefán Halldórsson 5/2, Geir Sveinsson 4, Valdimar Grímsson 3, Þorbjörn Guömundsson 1. Mörk UBK: Jón Þ. Jónsson 11/10, Svafar Magnússon 4, Aðalsteinn Jónsson 3, Björn Jónsson 3, Þórður Davíösson 2, Kristján Halldórsson 2. STJARNAN átti ekki í erfiðleikum með unglingalið KR í 1. deild karla f gærkvöldi og sigraði með sex marka mun. KR-ingar náðu aðeins að hanga í Stjörnunni í byrjun fyrri hálfleiks, en gáfu eftir og voru fimm mörkum undir í hléi. Stjarnan náði mest átta marka forskoti í seinni hálfleik og jafnt lið Garðbæinga sigraði örugglega. KR-ingar voru án flestra lykil- manna vegna meiðsla eins og að undanförnu. F.E. Þór í 1 „ÉG er i áttunda himni. í haust var takmarkið að hanga í deild- inni, en alla þessa viku efaðist ég aldrei um að við myndum sigra (BV og komast þar með í1. deild. Stígandinn hefur verið góður í allan vetur og strákarnir hafa lagt mikið á sig,“ sagði Erlendur Her- mannsson, þjálfari Þórs, eftir 22:20 sigur liðsins gegn ÍBV í 2. deild karla í handbolta á Akureyri í gærkvöldi. Þórsarar höfðu frumkvæðið lengst af og voru 11:7 yfir í hálf- leik. Þegar átta mínútur voru til leiksloka náði ÍBV að jafna, 19:19,. og var allt á suðupunkti. Þegar rúm mínúta var eftir var staðan 20:20, en heimamenn skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sór sæti í 1. deild, en þar leiku þeir áður 1974. Þúsund áhorfendur trylltust af fögnuði að loknum þessum æsi- spennandi leik. „Ef strákarnir halda áfram að taka framförum og æfa vel, þá spjarar liðið sig í 1. deild," sagði Erlendur, en viðræð- ur eru í gangi um að hann haldi áfram með liðið. Sigurpáll Aðalsteinsson, Jóhann Samúelsson ogÁrni Stefánsson í , vörninni voru bestir hjá Þór, en Leikurinn í tölum íþróttahús Seljaskóla, 27. mars 1987. 1. deild karla í handbolta KR-Stjarnan 26:32 (10:15) 2:4, 6:6, 7:10, 10:11, 10:15, 13:21, 16:23, 19:27, 24:31, 26:32 Mörk KR: Jóhannes Stefánsson 9/4, Konráð Ólavson 6, Guðmundur Pálmason 4, Páll Ólafsson 3, Sverrir sverrisson 2, Kristján Schram 1. Mörk Stjörnunnar: Sigurjón Guð- mundsson 7, Hannes Leifsson 6/2, Hafsteinn Bragason 5, Einar Einars- son 5, Skúli Gunnsteinsson 4, Gylfi Birgisson 3, Páll Björgvinsson 1, Hilm- ar Hjaltason 1. . deild Jóhann Pétursson, Páll Scheving og Sigbjörn Óskarsson hjá ÍBV. Mörk Þórs: Sigurpáll Aöalsteinsson 10, Jóhann Samúelsson 3, Sigurður Pálsson 3, Gunnar Gunnarsson 2, Arni Stefánsson 1, Ólafur Hilmarsson 1, Erlendur Her- mannsson 1, Hörður Haröarson 1. Mörk ÍBV: Jóhann Pétursson 9, Páll Sche- ving 4, Sigbjörn Óskarsson 4, Sigurður Friðriksson 2, Eyjólfur Bragason 1. AS Grótta vann GRÓTTA vann HK 31:28 i 2. deild karla í handbolta og þar með færðist Grótta af hættusvæði botnsins. » ♦ » Bætti sig um tvo metra UNNAR Garðarsson, HSK, kast- aði spjótinu 68,34 m á innanfó- lagsmóti Ármanns á Valbjarnar- velli í gær og bætti sig um tvo metra. Pétur Guðmundsson, UMSK, varpaði kúlunni 18,29 m og bætti sig um einn cm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.