Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 71

Morgunblaðið - 28.03.1987, Side 71
MORGÍhsfBLAÐK)1, lATOMajAGPR3^. MAR^ 1987 Tímamót í sögu íslenskra afreksmanna í íþróttum: KRON styrkir Einar, Vilhjálmsson fram að OL Hæsti innlendi styrkur, sem íslenskur íþróttamaður hefur hlotið „ÞETTA er geysilegur léttir og styrkurinn, sem KRON veitir mór nú, er ómetanlegur stuðningur. Árið í ár er eitt hið stœrsta í frjáls- um íþróttum frá upphafi, bœði á innlendum sem eriendum vett- vangi, og styrkurinn gerir mér mögulegt að undirbúa mig sem best verður á kosið við bestu hugsanlegar aðstœður fyrir heimsmeistaramótið í Róm í haust og Ólympíuleikana í Seoul nœsta ár. Ég hef sett stefnuna á toppinn og er geysilega þakklátur Ólafi Stefáni Sveinssyni, kaup- félagsstjóra, sem hefur haft framgang í þessu máii, og KRON fyrir skilninginn og stuðninginn," sagði Einar Vilhjálmsson, spjót- kastari, við Morgunblaðið í Kaupgarði í gœr, þar sem hann tók við hæsta innlendum styrk, sem islenskur íþróttamaður hef- ur hlotið. Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis á 50 ára afmæli á árinu og fyrirhugaðar eru ýmsar breyt- ingar á starfsemi fyrirtækisins. Fyrir skömmu var ákveðið að styrkja Einar það myndarlega að hann gæti einbeitt sór að íþrótt- inni og tekið stefnuna óhindraða á toppinn. „íslenskur afreksmaður í íþróttum er tæpast samkeppnis- fær, nema hann geti æft og keppt á fullu og þurfi ekki að vera í ann- arri vinnu á sama tíma. Því höfum við ákveðið að styrkja Einar, svo hann geti sinnt sínu verkefni," sagði Ólafur Stefán Sveinsson, kaupfélagsstjóri KRON. „Einarhef- ur sagt í viðtölum, að hann næði ekki endum saman, ef hann ætti að undirbúa sig sem best fyrir heimsmeistaramótið og Ólympíu- leikana og því stigum við þetta skref." Gerir miklar kröfur Einar hefur unnið á vöktum hjá lögreglunni í Reykjavík í vetur, en fer til Austin í Texas í Bandaríkjun- um á morgun, þar sem hann mun æfa í tvo mánuði, en síðan tekur þriggja og hálfs mánaða keppnis- tímabil við. „Ég gerði áætlun um hvernig best væri að standa að undirbúningnum til að vera sam- keppnisfær, en þrátt fyrir styrk frá ÍSÍ, sá ég fram á óbrúanlegt bil, sem KRON hefur nú brúað. Fyrir vikið geri ég mun meiri kröfur til sjálfs míns, ég er í góðri alhliða æfingu, er mjög bjartsýnn á gott gengi í sumar og sé enga ástæðu til að ætla annað en vel gangi. Verðlaunasæti Heimsmeistaramótið í Róm er sterkasta frjálsíþróttamót heims- ins og að sjálfsögðu stefni ég á verðlaunasæti þar sem ánnars staðar. Ég kem til með að taka þátt í Grand prix-keppninni, sem hefst í Bandaríkjunum um mánað- armótin maí-júní, síðan eru þaö heimsleikar stúdenta í Júgóslavíu, Evrópubikarkeppnin í Portúgal og þá Róm í lok ágúst. 11. september verða úrslitin í Grand prix-keppn- inni í Belgíu, en hvort ég verð þar á meðal keppenda fer eftir árangr- inum á Grand prix- mótunum í sumar. Þá verð ég með á afmælis- móti FRÍ, landsmóti UMFÍ og meistaramótinu. Takmarkið er að ná eins langt og hægt er og ég leyni því ekki að ef ekki væri raunhæft að stefna á verðiaunasæti á þessum mótum, þá myndi ég hætta þessu. Ef óg hefði ástæðu til að ætla að ég yröi ekki á verðlaunapöllum á þessum stöðum, þá myndi ég hvorki sinna þessu né sækja um styrki." -S.G. Morgunblaðið/Einar Falur • Einar Vilhjálmsson og Ólafur Stefán Sveinsson takast í hendur eftir undirritun tímamótasamningsins. Létt hjá Stjörnunni • Jakob Sigurðsson svífur boltalaus inn í teiginn. Morgunbiaðið/Bjami 1. deild karla í handbolta: Nýliðar Breiðabliks í Evrópukeppni? BREIÐABLIK náði að hefna taps- ins f bikarnum é miðvikudags- kvöldið — sigraði Val í gærkvöldi í 1. deild karla í handbolta og um leið tryggði félagið sér að öllum Kkindum þétttökurétt f IHF- keppninni næsta haust. Liðið er f 2. sæti, með tvö stig é Val og á aðeins eftir að leika gegn Ar- manni. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur og úrslitin róðust ekki fyrr en undir lokin. Kópavogs- menn, vel studdir af fjölmörgum áhorfendum, voru fyrr í gang, en Valsmenn komust fljótlega inn í leikinn og náðu að jafna fyrir hlé. Seinni hálfleikur var mun jafnari og var jafnt á nær öllum tölum. Kristján Halldórsson skoraði síðasta mark Breiðabliks, þegar rúm mínúta var eftir og reyndist það sigurmarkið. Fögnuður nýlið- anna var mikill að leik loknum sem skiljanlegt er, enda árangurinn frá- bær. Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson voru mistækir og smámunasamir dómarar, einkum í lokin. F.E. Leikurinn ítölum fþróttahús Seljaskóla, 27. mars. 1. deild karla f handbolta Valur - UBK 24:26 (14:14) 0:2, 4:4, 8:12, 13:13, 14:14, 16:14, 18:16, 18:18, 19:19, 24:24, 24:25 Mörk Vals: Júlíus Jónasson 6, Jakob Sigurðsson 5, Stefán Halldórsson 5/2, Geir Sveinsson 4, Valdimar Grímsson 3, Þorbjörn Guömundsson 1. Mörk UBK: Jón Þ. Jónsson 11/10, Svafar Magnússon 4, Aðalsteinn Jónsson 3, Björn Jónsson 3, Þórður Davíösson 2, Kristján Halldórsson 2. STJARNAN átti ekki í erfiðleikum með unglingalið KR í 1. deild karla f gærkvöldi og sigraði með sex marka mun. KR-ingar náðu aðeins að hanga í Stjörnunni í byrjun fyrri hálfleiks, en gáfu eftir og voru fimm mörkum undir í hléi. Stjarnan náði mest átta marka forskoti í seinni hálfleik og jafnt lið Garðbæinga sigraði örugglega. KR-ingar voru án flestra lykil- manna vegna meiðsla eins og að undanförnu. F.E. Þór í 1 „ÉG er i áttunda himni. í haust var takmarkið að hanga í deild- inni, en alla þessa viku efaðist ég aldrei um að við myndum sigra (BV og komast þar með í1. deild. Stígandinn hefur verið góður í allan vetur og strákarnir hafa lagt mikið á sig,“ sagði Erlendur Her- mannsson, þjálfari Þórs, eftir 22:20 sigur liðsins gegn ÍBV í 2. deild karla í handbolta á Akureyri í gærkvöldi. Þórsarar höfðu frumkvæðið lengst af og voru 11:7 yfir í hálf- leik. Þegar átta mínútur voru til leiksloka náði ÍBV að jafna, 19:19,. og var allt á suðupunkti. Þegar rúm mínúta var eftir var staðan 20:20, en heimamenn skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sór sæti í 1. deild, en þar leiku þeir áður 1974. Þúsund áhorfendur trylltust af fögnuði að loknum þessum æsi- spennandi leik. „Ef strákarnir halda áfram að taka framförum og æfa vel, þá spjarar liðið sig í 1. deild," sagði Erlendur, en viðræð- ur eru í gangi um að hann haldi áfram með liðið. Sigurpáll Aðalsteinsson, Jóhann Samúelsson ogÁrni Stefánsson í , vörninni voru bestir hjá Þór, en Leikurinn í tölum íþróttahús Seljaskóla, 27. mars 1987. 1. deild karla í handbolta KR-Stjarnan 26:32 (10:15) 2:4, 6:6, 7:10, 10:11, 10:15, 13:21, 16:23, 19:27, 24:31, 26:32 Mörk KR: Jóhannes Stefánsson 9/4, Konráð Ólavson 6, Guðmundur Pálmason 4, Páll Ólafsson 3, Sverrir sverrisson 2, Kristján Schram 1. Mörk Stjörnunnar: Sigurjón Guð- mundsson 7, Hannes Leifsson 6/2, Hafsteinn Bragason 5, Einar Einars- son 5, Skúli Gunnsteinsson 4, Gylfi Birgisson 3, Páll Björgvinsson 1, Hilm- ar Hjaltason 1. . deild Jóhann Pétursson, Páll Scheving og Sigbjörn Óskarsson hjá ÍBV. Mörk Þórs: Sigurpáll Aöalsteinsson 10, Jóhann Samúelsson 3, Sigurður Pálsson 3, Gunnar Gunnarsson 2, Arni Stefánsson 1, Ólafur Hilmarsson 1, Erlendur Her- mannsson 1, Hörður Haröarson 1. Mörk ÍBV: Jóhann Pétursson 9, Páll Sche- ving 4, Sigbjörn Óskarsson 4, Sigurður Friðriksson 2, Eyjólfur Bragason 1. AS Grótta vann GRÓTTA vann HK 31:28 i 2. deild karla í handbolta og þar með færðist Grótta af hættusvæði botnsins. » ♦ » Bætti sig um tvo metra UNNAR Garðarsson, HSK, kast- aði spjótinu 68,34 m á innanfó- lagsmóti Ármanns á Valbjarnar- velli í gær og bætti sig um tvo metra. Pétur Guðmundsson, UMSK, varpaði kúlunni 18,29 m og bætti sig um einn cm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.