Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 23

Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 23 Agústa Agústsdóttir söngkona: Erfitt klassískt verk flutt í Gerðubergi „Wesendonk-ljóðin eru að mínum dómi erfíðustu ljóð sem söngvari getur átt við og þau hafa sárasjaldan verið flutt hér í Reykjavík, hvað þá úti á landi. En þetta er ákaflega fallegt og tilkomumikið verk eins og allt sem liggur eftir Wagner," sagði Ágústa Ágústsdóttir söngkona í spjalli við Morgunblaðið í vi- kunni. Um helgina, á sunnudag- inn, mun hún syngja umrædd ljóð á tónleikum í Gerðubergi við undirleik séra Gunnars Bjöms- sonar, sem leikur á selló, og Vilhelmínu Ólafsdóttur, sem leik- ur á píanó. Wesendonk-ljóðin eru annað verkið á dagskrá tónleik- anna, fyrst verður flutt einleiks- svíta (nr. 4) eftir Bach, sem Gunnar leikur á selló, því næst syngur Ágústa ljóðin og tónleik- unum lýkur svo með flutningi tveggja „andlegra söngva“ eftir Brahms. Hvað veldur því að Ágústa kýs að syngja ljóð sem hún telur jafn erfíð viðureignar og raun ber vitni? Hún segir: „Eg kynntist þessu verki hjá söngkennara mínum í Weimar í Þýskalandi, Hanne-Lore Kohse, sem er stór- stjama og kennir söngfólki bæði í Vestur- og Austur-Þýskalandi. Ég heyrði hana syngja þetta á tónleikum og hreifst svo mjög að ég varð mér úti um nótur að verkinu og fór að æfa mig. í fyrrasumar leyfði ég Hanne-Lore að heyra og hún útskrifaði mig í „Wesendonk-ljóðunum, sagði að verkið félli einkar vel að rödd minni. Sjálfri fínnst mér ég eiga afskaplega gott með að syngja þetta verk og í raun er það alls ekkert óeðlilegt, því Wagner var ákaflega norrænn í sér og tónsmíðum sínum. Ég hef aldrei skilið rökin fyrir því að hann var bendlaður við nasista á sínum tíma og ekki honum að kenna að Hitler fékk ást á tónlist hans.“ Og „andlegu söngvamir"? Ágústa: „Það verk hefur líka sárasjaldan verið flutt á íslandi. Brahms samdi það fyrir víólu, píanó og altrödd, en selló má koma í stað víólu og notfærum við okkur það. Þetta verk er fyr- ir altrödd sem fyrr sagði, en ég er sópran. Mér fínnst hins vegar svo mikið til þess koma að ég keypti hljómplötu með banda- rísku blökkusöngkonunni Jesse Norman þar sem hún söng þetta. Með þessa plötu í fómm mínum Morgunblaðið/Einar Falur Tónlistarhjónin, séra Gunnar Björnsson Fríkirkjuprestur og Ágústa Agústsdóttir. fór ég að æfa mig og að mínum ina, þannig að þetta var kannski dómi get ég vel sungið þetta ekkisvoerfíttmeðtillititilþess." þótt ég hefí aldrei áður sungið Sem fyrr segir verða tónleik- eitt eða neitt nema í sópran. Á amir í Gerðubergi í Breiðholti á það ber þó að líta, að Brahms sunnudaginn og heijast þeir samdi sérstaklega vel fyrir rödd- klukkan 15.00. Jens Wint- her í „Heita pottinum“ DANSKI trompetleik- arinn Jens Winther mun ásamt þeim Eyþóri Gunn- arssyni píanó- leikara, Tómasi R. Einarssyni kontrabassa- Ieikara og Gunnlaugi Briem trommuleik- ara, halda tónleika í hinum nýstofnaða djassklúbbi í Reykjavík, „Heita pottinum“, sem er til húsa í Duus-húsi við Fischersund. Tónleikamir verða mánudagskvöldið 30. mars og hefjast kl. 21.30. Jens Winther kemur hingað til lands til að leika inn á hljómplötu með fyrmefndum íslendingum og verða tónleikamir lokapunkturinn í samvinnu þeirra að sinni. í fréttatilkynningu segir að Jens Winther hafí orðið meðlimur í Rad- ioens Big Band árið 1982 og hefur auk þess leikið með fjölmörgum 'dönskum hljómsveitum, s.s. Emie Wilkins Almost Big Band, Creme Fraiche, Erling Kroner Tentet og hefur síðustu árin verið með eigin kvintett, sem á síðasta ári varð númer tvö í keppni, sem Alþjóðlega djasssambandið (IJF) efndi til með- al yngri kynslóðar evrópskra djassleikara. HON13A.CÍVÍC 3d Verd frá 390.400..- HOKTDA.CÍVÍC 3d Sport Verð frá 464.100.- H01VOA.Civic 4d Sedan Verð frá 458.900.- HOWI>ACivic Shuttle 4WD Verð frá 557.500.- HONDAPrelude EXS Verð frá 662.900.- HOKTDAAccord Sedan Verð frá 669.000.- BILASALAN OPIN I DAG KL. 13 — 17 f mnm > CflR OFTHEVtflR 1987 Emn athyglisverðasti bíii síðari tíma, HondaAccord, fyririiggjandi. Treystið vaii hinna vandlátu, veljið Honda Accord Honda Accord hefurhlotiðein- róma lof bílasér- fræðinga um víða veröld. Honda Ac- cord varvalinn bíll ársins 1985 — 1986 íJapan og „Car and Driver" völdu Honda Accord og Honda Prelude meðal 10 bestu bíla ársins í Bandaríkjunum fimmta árið í röð. á Islandi, Vatnagörðum 24, sími 38772.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.