Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 22

Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Háskólinn XX: Háskólabókasafnið eftirÞórð Kristinsson Bókasafni má líkja við hjarta hvers háskóla. Þaðan liggja þræðir til allra deilda og stofnana; án bók- anna væri enginn háskóli. Bóka- safn Háskóla íslands var formlega opnað í nýjum húsakynnum aðal- byggingar hákólans 1. nóvember 1940. Við stofnun háskólans þijátíu árum fyrr fylgdu sérbóka- söfn embættismannaskólanna með í farteskinu og urðu deildabóka- söfn, auk þess sem heimspekideild eignaðist smám saman sitt eigið bókasafn er stundir liðu. En bækur háskólans áttu sér ekki samastað í húsakynnum skólans í Alþingis- húsinu þessi fyrstu árin, enda þrengsli mikil, heldur var þeim komið fyrir til geymslu á Lands- bókasafni þar sem kennarar höfðu aðgang að þeim. Þessar aðstæður réðu miklu um að ekki varð telj- andi gróska í bókasafnsmálum háskólans fyrr en hann komst í eigið hús árið 1940, þar sem gert var ráð fyrir sérstökum húsakynn- um undir háskólabókasafn. Jafnframt því sem Háskólabóka- safnið var stofnað og fékk þak yfir höfuðið í nóvember 1940 voru sett lög á Alþingi í júní þá um sumarið sem tryggja áttu safninu öruggan vöxt í framtíðinni — með því að allar prentsmiðjur í landinu eru þar skyldaðar til að láta Há- skólasafni í té eitt eintak af hverri bók og hvers kyns ritlingum smáum og stórum sem út eru gefn- ir á prent. Með lögum þessum var því að vissu leyti viðurkennd sér- staða og þýðing safnsins fyrir háskólann og þjóðina. Er safnið var opnað töldust þar vera 31 þúsund bækur að meðtöldum sérprentun- um. Háskólabókasafn er í senn kennslu- og rannsóknabókasafn háskólans, en um leið er það aðal- bókasafn landsins í ijölmörgum greinum; sem slíkt sinnir það einn- ig að vissu marki þörfum atvinnu- lífs, stjómsýslu og rannsókna utan háskólans. Ljóst er að safn af þessu tagi, sem er svo mikilvægt háskól- anum og þjóðinni, þrífst ekki á þeim bókum einum sem prentaðar eru innanlands, erlendar bækur og tímarit hvers konar ráða miklu um gildi þess og viðgang sem mið- stöðvar safns vísindarita — og ræðst gildið meðal annars einmitt af því að á boðstólum sé ávallt hið nýjasta og besta í hverri fræði- grein. Viðleitnin hefur alla tíð verið í þá áttina, en skortur á fé til bóka- kaupa hefur ávallt sniðið stakkinn í þrengra lagi, þannig að safnið hefur einungis getað keypt hluta þeirra bóka og tímarita sem sóst er eftir. Val bókanna skiptir því gríðarlegu máli og reynt eftir megni að vanda til þess. Um 80% af bókakostinum eru erlendar bæk- ur og tímarit. Auk lögboðinna skyldueintaka sem safninu berast og sjálfstæðra bókakaupa hafa því einnig borist margar dýrmætar bókagjafir í gegnum tíðina, frá háskólum og stofnunum, erlendum sendiráðum og fjölmörgum einstaklingum bæði hér heima og erlendis. Arið 1960 nam bókaeign að viðbættum sér- prentum um 90 þúsund bindum og um þessar mundir eru um 250 þúsund bindi í safninu. Þessi fjöldi bóka er hins vegar fátæklegur ef miðað er við erlenda háskóla, t.d. eru 400 þúsund bindi í bókasafni háskólans í Tromsö í Noregi sem stofnaður var 1968 og tók til starfa 1972; þar eru um 2200 nemendur, en tvöfalt fleiri eru við Háskóla íslands, eða um 4500; 300 fastir kennarar eru við háskólann í Tromsö, en um 240 í Háskóla ís- lands. Helsta hlutverk Háskólabóka- safns er þjónusta við kennara og nemendur, það er í beinum tengsl- um við allar deildir og stofnanir háskólans og auk þess er það öllum opið sem vilja. Meðal annars eru veittar upplýsingar um tölvuvædda upplýsingaþjónustu erlendis og að- stoðað við noktun tölvubanka. Þá eru svonefnd millisafnalán stór þáttur í starfseminni, þár sem safn- „Háskólabókasafn er í senn kennslu- og rann- sóknabókasafn há- skólans, en um leið er það aðalbókasafn landsins í fjölmörgum greinum; sem slíkt sinnir það einnig að vissu marki þörfum atvinnulífs, sljórn- sýslu og rannsókna utan háskólans.“_____________ ið annast lán á ritum úr öðrum söfnum innanlands og utan og út- vegar filmur eða ljósrit af tímarits- greinum o.fl. Þessi síðasttaldi þáttur hefur aukist mjög á seinni árum, einkum sakir skorts á fé til bókakaupa. Aðsetur safnsins er í aðalbygg- ingu háskólans svo sem verið hefur frá 1940. Um 1970 var byrjað að setja á fót útibú og sérsöfn á nokkr- um stöðum fyrir deildir og stofnan- ir háskólans, nú orðin samtals á 18 stöðum utan aðalsafnsins. Þrengsli, mannekla og fjárskortur hafa hrjáð safnið allar götur frá 1960 og var svo komið að þar ríkti hálfgert neyðarástand. Svo tekið sé dæmi er hillurými aðalsafnsins í aðalbyggingu fyrir rúm 96 þúsund bindi, um 74 þúsund í útibúum og um 50 þúsund bindi eru aðgengileg í geymslum á Skemmuvegi 2 og Dugguvogi 9—11. Restin er geymd í kössum hingað og þangað í komp- um og kjöllurum. Ástæður þessara vandræða eru sjálfsagt af ýmsum toga, en á síðasta ári má segja að áþreifanleg hugarfarsbreyting hafi orðið bæði innan skólans og utan hvað varðar málefni safnsins, einkum húsnæði og starfsfólk og hlutverk þess í starfsemi háskólans. Áætlun hefur verið samþykkt sem m.a. felur í sér viðleitni til aukinnar safnnotk- unar nemenda, laun og rekstrar- gjöld verði tvöfölduð í áföngum á næstu þremur árum, bókakostur verði aukinn í áföngum og stefnt að því að árleg aðföng að þremur árum liðnum svari til kaupa á 6000 bókum og 2000 tímaritum. í tengslum við þetta var hátíðasalur háskólans tekinn undir bókasafnið og er sú ráðagerð hugsuð sem undirbúningur undir breytta starfs- hætti og aukna safnnotkun — sem taka mun stakkaskiptum er Há- skólabókasafn sameinast Lands- bókasafni í Þjóðarbókhlöðu. Og hugarfarsbreytinguna gagnvart Háskólabókasafninu utan skólans er einmitt að finna í gerðum Al- þingis í maí 1986, er samþykkt voru lög um þjóðarátak um bygg- ingu Þjóðarbókhlöðu með álagn- ingu sérstaks eignarskattsauka á gjaldaárunum 1987,1988 og 1989. Aætlað er að með því fáist fé til að ljúka byggingunni árið 1990 og þykir varla seinna vænna í ljósi sérkennilegrar byggingasögu bók- hlöðunnar sem alþingismenn færðu sér og umbjóðendum sínum að.gjöf árið 1974. Verður ekki farið út í þá sálma hér. Þess er að geta til gamans í lok- in að 29. maí 1957 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga þar sem kveðið er á um sameiningu Háskólabókasafns og Landsbóka- safns á næstu árum í Þjóðarbók- hlöðu. Síðan eru þijátíu ár og hillir undir sameininguna; en með henni verður ritakostur beggja safnanna, Háskóla- og Landsbókasafns, sam- einaður að miklu leyti og mun þá um leið opnast aðgangur að fjölda rita sem nú eru í lokuðum geymsl- um, samfara því að aðstaða til þjónustu við notendur verður allt önnur og betri. Mæld í fermetrum verður breytingin mikil: Lands- bókasafn hefur nú um 2000 fermetra til umráða í Safnahúsinu við Hverfisgötu; Háskólabókasafn um 700 fermetra í aðalbyggingu háskólans; Þjóðarbókhlaðan við Birkimel verður yfir 12000 fer- metrar. Húsnæðisþörf safnanna verður þar með borgið um nánustu framtíð og með samrunanum fæst einnig hagkvæmari nýting bæði á bóka- kosti og bókakaupafé. Höfundur er prófstjóri við Há- skóla íslands. VEGUR ÞUNGT ÞÉR TIL LÉniS enda er Létt og laggott sér á parti! Nú er tækifærið til að laga línurnar: smyrja brauðið og grenna sig um leið. Létt og laggott er nýtt viðbit sem er helmingi fituminna en allt borðsmjörlíki. Tónleikar í Krists- kirkju á sunnudaginn FYRSTU tónleikarnir sem haldn- ir eru í Kristskirkju að lokinni viðgerð og endurnýjun verða sunnudaginn 29. mars kl. 17.00. Það er Tónlistarfélag Krists- kirkju sem gengst fyrir tónleik- unum, en þar munu Þröstur Eiríksson organleikari og Gunn- ar Eyjólfsson leikari flytja tónverkið Job eftir norska tón- skáldið Egil Hovland. Verk þetta er um klukkustundarlöng dra- matísk orgelsvíta, sem byggir á textum úr Jobsbók gamlatesta- mentisins og eru textar samofnir tónlistinni. Þröstur Eiríksson orgelleikari stundaði framhaldsnám í organleik og kirkjutónlist við tónlistarháskól- ann í Osló, en kom heim að loknu meistaraprófi fyrir rúmu ári síðan. Þröstur hefur haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis og lagt rækt við nútímatónlist samhliða klassísku efnisvali. Leikarinn Gunnar Eyjólfsson er einn af velunnurum Tónlistarfélags Kristskirkju þó hann hafí ekki kom- ið fram á vegum þess fyrr. Norska tónskáldið Egil Hovland hefur samið hljómsveitar- og kam- mermúsíkverk, kórtónlist og verk fyrir einleikshljóðfæri. Meirihluti verka Hovlands er kirkjutónlist enda er hann sjálfur organisti. Eins og áður segir hefjast tón- leikamir kl. 17.00 og er öllum heimill aðgangur. Ámessýsla; Eldri borgarar með góugleði á Hótel Órk Selfossi. ELDRI borgarar í Áraessýslu munu bregða undir sig betri fætinum sunnudaginn 29. mars og skemmta sér á Hotel Örk. Á dagskránni er meðai annars ein- söngur, kvartettsöngur, kór- söngur og danssýning. Undirbúningsnefndin, sem að skemmtuninni stendur, hvetur alla eldri borgara að vera með í Örkinni og taka með sér gesti. Þær konur, sem eiga íslenskan búning, eru hvattar til að mæta í honum. Þeir, sem vilja tilkynna þátttöku og tryggja sér borð og góð sæti, geta gert það í síma 1345. Sig. Jóns. Vorfundur þing*- eyskra kvenna HINN árlegi vorfundur þingey- skra kvenna verður haldinn á Hallveigarstöðum sunnudaginn 29. mars kl. 15.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.