Morgunblaðið - 28.03.1987, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 28.03.1987, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 69 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Körfubolti er aðal- íþróttin í Njarðvík „via ERUM eina liðið í úrslitunum sem í eru stelpur," sagði Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir, sem er lykilleikmaður i IMjarðvíkurlið- inu í minnibolta, þegar hún var tekin tali í lok úrslitakeppninnar. Njarðvíkingarnir stóðu sig vel í keppninni og lentu f þriðja sœti. „Körfubolti er aðalíþróttin í Njarðvík og góður árangur meist- araflokks eykur áhugann í yngri flokkunum. Hjá okkur eru um þrjátíu krakkar sem œfa og við *fum þrisvar f viku,“ svaraði Lovísa. Næst barst talið að því hvers vegna svo fáar stelpur væru liðs- menn f liðunum sem tóku þátt f úrslitakeppninni. „Ég held að stelpurnar þori bara ekki að æfa með strákunum," sagði Lovfsa um þetta. Hún sagði jafnframt að á næsta ári færi hún f 3. flokk kvenna en vonaðist samt til að fá að æfa með strákunum áfram. MorgunblaðiðA/IP • Lovfsa Aðalheiður og vinkona hennar, Marfa Pálsdóttir, sem mætti til að hvetja Lovísu til dáða. Karfa 4. flokkur: Haukar meistarar SEINASTI leikur úrslitakeppninn- er í fjórða flokki karla f körfu- knattleik var á milli Hauka og ÍBK. Mikil spenna rfktl fyrir þenn- an leik þvf bæði liðin höfðu unnið alla sfna leiki og þvf var um hrein- an úrslitaleik að ræða. Fjöldi áhorfanda var mættur til að hvetja liðin sem þóttu skara nokkuð framúr í þessum úrslit- um. Haukar náðu fljótlega góðri for- ystu í leiknum en Keflvíkingarnir náðu að rétta sinn hlut fyrir leik- hlé. Staðan í hálfleik var 21 stig gegn 16 Haukum í vil. I síðari hálfleik náðu Suður- nesjastrákarnir að minnka muninn í tvö stig. Nær hleyptu Haukarnir þeim ekki og sigruðu í leiknum með 40 stigum gegn 32. í þessum leik buðu liðin uppá mjög góðan körfubolta og má sem dæmi nefna að Haukar skoruðu fjórar þriggja stiga körfur sem er frábær árangur hjá svo ungum leikmönnum. Stig Hauka í leiknum gerðu: Þorvarður Henningsson, 12 (tvær þriggja stiga körfur), Jón Arnar Ingvarsson, 12 (tvær þriggja stiga körfur), Guðmundur Björnsson, 10 og Einar Einarsson, 4. Stig ÍBK gerðu: Kristinn Friðriks- son, 13, Guðni Hafsteinsson, 8, Nökkvi M. Jónsson, 7 og Starri Jansson, 4. Keppnistímabilið er ekki aldeilis búið hjá Haukum því þeir hafa • Valsararnir Álfgeir og Gunnar. Morgunblaðið/VIP Stefnum á annað sætið VALSMENN stóðu sig mjög vel á íslandsmótinu í minnibolta þar sem þeir höfnuðu í 2. sæti. Blaða- maður hitti Valsarana Álfgeir Loga Kristjánsson og Gunnar Zoega áður en endanleg staða þeirra í mótinu var ráðin og spurði þá um hvernig horfurnar væru. „Við eigum enga möguleika á (slandsmeistaratitli en stefnum á annað sætið. Til þess þurfum við að vinna leikina gegn Grindavík og Njarðvík. Það á alveg að takast," svöruðu þeir. Strákarnir sögðust hafa æft vel í vetur undir stjórn Torfa Magnús- sonar og hefði hann lagt mikla áherslu ó varnarleikinn. „Ef vörnin er góð þarf sóknin ekki að vera neitt sérstök segir Torfi alltaf," sögðu Álfgeir og Gunnar en ruku síðan út á völl því upphitun fyrir næsta leik var hafin. fengið boð um að keppa á mjög sterku móti í Svíþjóð um páskana. Það mót er vegna styrkleika síns kallað Norðurlandamót félagsliöa. Unglingaíþróttasíðan óskar Hauk- um til hamingju með íslandsmeist- aratitilinn og veit að þeir standa sig vel í Svíaríki. Morgunbla6iö/VIP • Það er erfitt að ná fráköstunum þegar maður horfir í naflan á mótherjanum. í minnibolta er oft mikill munur á stærð leikmanna eins og sést á þessari mynd. Höfum ekki tapað leik KEFLVlKINGARNIR Guðmundur Sigurðsson og Snorri Már Jóns- son voru kátir þegar þeir voru teknir tali í fþróttahúsinu í Njarðvík síðasta sunnudag. Ástæðan fyrir kæti þeirra var sú að þegar viðtalið fór fram var orðið Ijóst að ÍBK hafði unnið ís- landsmeistaratitilinn f minni- bolta. „Þetta er allt búið að ganga vel við höfum ekki tapað leik í allan vetur. Valsmenn voru erfiðustu andstæðingarnir okkar en við unn- um þá samt með sautján stiga mun í úrslitunum. Við eigum eftir að spila við ÍR. Við erum nú dálítið smeikir við þennan stóra hjá þeim," sögðu strákarnir um gang mála í vetur og í úrslitakeppninni. Hinum frábæra árangri vildu Guðmundur og Snorri fyrst og fremst þakka þjálfaranum sínum og sögðu það ekki hafa nein áhrif á svarið, að þjálfarinn heyrði sam- taliö. „Við æfum tvisvar í viku 100 mínútur í hvort skipti. Þetta er al- veg nægjanlegur æfingartími," bættu þeir við. Flestir eru liðs- mennirnir búnir að æfa körfubolta í tvö ár. Tími þeirra í minnibolta er nú senn liðinn því næsta vetur munu þeir æfa og keppa með 5. flokki. Strákarnir voru spurðir hvernig það legðist í þá. „Það verð- ur erfitt því strákarnir í 5. flokki eru miklu stærri. Svo eru körfurnar líka hærra uppi og boltinn stærri. Reglurnar í 5. flokki eru líka öðru- vísi en í minnibolta," svöruðu þeir. Þrátt fyrir þetta er það ekki á stefnuskránni hjá þeim að hætta í körfubolta. „Við ætlum sko örugglega að halda áfram og stefnum á að komast í landsliðið. Kannski verðum við Larry Bird númer tvö," sögðu félagarnir skondnir á svip. Auk körfubolta eru kapparnir líka í handbolta og fótbolta. „Ég nef nú samt verið mikið meiddur þannig að ég hef ekki getað verið á fullu í íþróttum. Ég fékk títuprjón upp í ilina og hann fór svo langt að það þurfti að skera í fótinn til að ná honum út," sagði Snorri. Til að fagna sigrinum sögðust Keflvíkingarnir ætla að halda „partý" um kvöldið. Þar yrði auk íslandsmeistaratitilsins haldið uppá sigur í afmælismóti KKl og Sparisjóðsmóti, sem var fyrir lið af Suðurnesjunum. En ekki þýðir fyrir strákana að gleyma sér við veisluglauminn of lengi því þeir stefna á sigur í Hi-ci-mótinu sem er á næstunni. „Svo er það NBA,“ sögðu Guðmundur og Snorri Már að lokum. • Guðmundur Sigurðsson og Snorri Már Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.