Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 101. tbl. 75.árg. FIMMTUDAGUR 7. MAI 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hvítra manna kosning Þingkosningar voru í Suður-Afríku I gær og var búist við öruggum sigri stjórnarflokksins. Úrslit voru ekki kunn þegar Morgunblaðið fór í prentun að öðru leyti en þvi að Wynard Malan, sem sagði sig úr stjómarflokknum, hefði haldið sæti sínu í kjördæminu Randburg í Jóhannesarborg. Malan berst fyrir hraðari umbótum og afnámi aðskilnaðar. Aðeins hvítir menn í Suður-Afriku höfðu kosningarétt. Myndin var tekin fyrir utan eina kjördeildina í Jóhannesarborg. Sjá ennfremur „Allt með kyrrum kjörum . . .“ á bls. 26. Kjarnorkuvopn í Evrópu: Uppræting þeirra lífshættuleg fyrir NATO-ríkin - segir Carrington lávarður London, Reuter. CARRINGTON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, segir i viðtali sem birtist i Lundúnablaðinu The Times í gær að samkomulag risaveld- anna um upprætingu meðal- og skammdrægra flauga í Evrópu geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Segir lávarðurinn að slíkt samkomulag gæti leitt til þess að öll kjarnorkuvopn verði fjarlægð frá Vestur-Evr- ópu og að það kynni að reynast lífshættulegt fyrir aðildarríki NATO. Carrington lávarður segir að ríki Vestur-Evrópu þurfí nú í fyrsta skipti að .taka afstöðu til tillögu Sovétmanna sem kunni að leiða til frekari tillagna um upprætingu allra kjamorkuvopna í Eviópu. „Evrópuríkin geta ekki fellt sig við þessa stöðu mála,“ segir Carrington lávarður. Pyrir utan Bandaríkja- Vopnasalan undirbúin í París og Lundúnum Skjaldborg slegið um Reagan til að vernda hann Washington, Reuter. RICHARD Secord, fyrrum hers- Secord sagði að á fundum í Lund- höfðingi í Bandaríkjaher, skýrði únum og París í desember 1985 í gær frá hrossakaupum og baktjaldamakki i ýmsum stór- borgum heims sem leiddu til vopnasölunnar til írans. Secord fullyrti einnig við vitnaleiðslur í Bandaríkjaþingi að um leið og málið varð opinbert hefði verið slegið skjaldborg um Ronald Reagan, forseta, til þess að vernda hann og leyna hlutdeild hans í málinu. hefði vopnasalan verið undirbúin. Þar hefði verið rætt um skipti á vopnum og gíslum, einkum við íranska vopnakaupmanninn Manuc- her Ghorbanifar. Fundina sátu m.a. Robert McFarlane, fyrrum örygg- isráðgjafi Reagans, Oliver North, ofursti, aðstoðarmaður öryggisráð- gjafa forsetans, ísraelski kaup- sýslumaðurinn Yaacov Nimrodi, ísraelski vopnakaupmaðurinn AÍ Noregur: Hlutabréf lækka vegna nýrra skatta Osl6, Reuter. VERÐBRÉF lækkuðu í verði í kauphöllinni í Osló í gærmorgun vegna áforma ríkisstjórnar Verkamannaflokksins um að leggja 2% sölugjald á hlutabréf. Fjármálaráðuneytið skýrði í fyrradag frá áformum ríkisstjómar- innar um að leggja sérstakt gjald á hlutabréf, sem ganga kaupum og sölum. Væri skattlagning liður í ráðstöfunum, sem gripið yrði til vegna fjárlagabreytinga, sem skýrt verður frá 15. maí nk. Öll hlutabréf lækkuðu í verði en mest lækkuðu hlutir í bönkum, tryggingafyrirtækjum og iðnfyrir- tækjum. Sérfræðingar í verðbréfa- viðskiptum spáðu því að skattlagn- ingin muni hafa mjög neikvæð áhrif á viðskipti af þessu tagi. Búast mætti við samdrætti í fjárfestingum og að fjárfestendur leituðu fyrir sér í erlendum kauphöllum. Talsmenn Hægri flokksins sögðust myndu beijast gegn skattlagningunni en aðrir stjómarandstöðuflokkar hafa ekki tekið afstöðu til hennar. Schwimmer, David Kimche, ráðu- neytisstjóri í ísraelska utanríkis- ráðuneytinu, og ónafngreindur ísraelskur hershöfðingi. Andlát Williams Casey, fyrram yfírmanns bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, og ákæra á hendur Richard Miller, fyrrum kosninga- stjóra Reagans og ráðgjafa utanrík- isráðuneytisins, beindi athyglinni frá vitnaleiðslunum í gær. Secord kvaðst þrisvar hafa átt fund með Casey um leynilega vopnaflutninga til skæraliða í Nicaragua. Hann ítrekaði að hann hefði ætíð staðið í þeirri trú að stjórn Reagans væri samþykk vopnasölunni og því að hluti andvirðis vopnanna rynni til skæraliða í Nicaragua. Secord sagðist nú telja að írönsk yfirvöld hefðu aldrei verið búin að samþykkja að skipta á bandarískum gíslum í Líbanon í stað vopna þegar McFarjane fór til Teheran í maí í fyrra. Öryggisráðgjafínn hefði sjálf- ur talið sér trú um að svo væri og Ghorbanifar hefði jafnan boðið upp á „vöraskipti" af þessu tagi. Secord sagðist hafa lagt að John Poindexter, fyrrum öryggisráðgjafa Reagans, að hætta við afsögn sína og boðist til að tala við forsetann um málið. „Hann sagði það um seinan því hann hefði afhent af- sagnarbréfíð og þeir hefðu reist múra um forsetann," sagði Secord. Við vitnaleiðslumar var skýrt frá leynilegu táknmáli sem notað var í Reuter Daniel Inouye (t.v.), formaður þingnefndar, sem rannsakar vopnasölumálið, ræðir við starfs- bróður sinn, Lee Hamilton, við vitnaleiðslur á Bandaríkjaþingi. vopnasölumálinu, en samkvæmt því var nafnið Henry notað yfir Banda- ríkjaforseta, Nancy fyrir leyniþjón- ustuna (CIA), emir fyrir skæraliða í Nicaragua, sem kallað var Eden og orðið salt var notað yfír vopn, sem send vora skæraliðum. Sam- kvæmt táknmálinu fengu emimir í Eden salt í kádilják en það þýddi að vopnum hefði verið varpað f fall- hlífum til skæraliða í Nicaragua. Sjá einnig „Casey reif leyni- þjónustuna ...“ á bls. 26. menn og Sovétmenn eiga Bretar og Frakkar kjamorkuvopn í Evr- ópu. Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefur iagt til að allar skammdrægar flaugar í Evrópu verði upprættar eftir að samið hef- ur verið um útrýmingu meðal- drægra flauga í álfunni. Vamaráætlanir Atlantshafsbanda- lagsins gera ráð fyrir þeim mögu- leika að unnt verði að grípa til kjamorkuvopna ef Sovétmenn he§a árás með hefðbundnum herafla en á því sviði hafa þeir mikla yfirburði. í viðtalinu kveðst Carrington lá- varður telja „mjög líklegt" að samningamenn stórveldanna í Genf nái samkomulagi um meðaldrægu flaugamar og kveðst hann jafn- framt telja það þjóna hagsmunum bæði austurs og vesturs. Á hinn bóginn þurfí Atlantshafsbanda- lagsríkin að ráða yfír kjamorku- vopnum til mótvægis við yfírburði Varsjárbandalagsríkjanna á sviði hefðbundins vígbúnaðar og efna- vopna. Framkvæmdastjórinn segir einnig að Bandaríkjamenn berti stjómir ríkja Evrópu ekki þrýstingi og bætir við að Atlantshafsbanda- lagið þurfí að vera á varðbergi gagnvart samningum, sem gerðir yrðu samninganna vegna. Loks minnir Carrington lávarður á að Gorbachev Sovétleiðtogi geti breytt stefnu Sovétríkjanna í vígbúnaðarmálum á örskömmum tíma en skipulag Atlantshafsbanda- lagsins, sem 16 þjóðir eiga aðild að, sé með þeim hætti að taka verði tillit ólíkra hagsmuna aðildarríkj- anna. Súdan: Skutu niður farþegavél Khartoum, Reuter. SÚDANSKIR skæruliðar sögðust hafa skotið tveggja hreyfla smá- flugvél niður í suðurhluta lands- ins í gær. Flugvélin steyptist til jarðar i ljósum logum og með henni fórust 13 manns, þar af fjögur börn. I tilkynningu, sem flugmála- stjóm landsins gaf út í gær, var ekkert sagt um orsakir þess að flug- vélin hrapaði til jarðar og að allir, sem um borð vora, fórast. Flugvélin var af gerðinni Cessna-404 og var á leið frá Mala- kal til Khartoum, höfuðborgar Súdan. Flugmennimir vora hol- lenzkir en ekki var skýrt frá þjóðemi farþeganna. • Talsmenn Þjóðfrelsishers Súdans (SPLA) sögðu skæraliða samtak- anna hafa grandað flugvélinni. Að sögn sjónarvotta steyptist hún log- andi til jarðar 60 kflómetra norður af Malakal. Skæraliðar hafa löng- um varað við flugferðum í suður- hluta landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.