Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 34

Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Halli á ríkissj óði meiri en búist var við - segir í greinargerð Þjóðhagsstofnunar um ástand og horfur í efnahagsmálum Vegna stjórnarmyndunarviðræðnanna, sem í hönd fara, hefur Þjóðhagsstofnun að beiðni stjómmálaflokkanna tekið saman greinargerð um ástand og horfur í efnahagsmálum. Morgunblaðið birtir hana hér á eftir í heild: Þessi greinargerð byggist fyrst og fremst á febrúarspá Þjóðhagsstofn- unar. Þetta er þó ekki heildarendur- skoðun þjóðhagsspár þar sem efnahagsstefnan fyrir síðari hluta ársins eðli málsins samkvæmt hefur ekki enn verið mótuð. Áfram verður unnið að athugunum á ýmsum þátt- um efnahagsmála og ber að líta á þessa greinargerð sem fyrsta vinnu- skjal vegna stjómarmyndunarvið- ræðnanna. Henni er ætlað að sýna líklega þróun helstu þátta þjóðarbú- skaparins á þessu ári án þess að gert sé ráð fyrir sérstökum efna- hagsráðstöfunum, sem gripið kann að verða til að lokinni myndun ríkis- stjómar. Breytingar frá fyrri spá felast einkum í tvennu: í fyrsta lagi hafa tekjur hækkað meira en áður var reiknað með. í öðru lagi stefnir nú í meiri halla á ríkissjóði en gert var ráð fyrir í fyrri áætlunum. Helstu áhrif þessara breytinga koma fram í vaxandi viðskiptahalla gagnvart út- löndum og meiri verðbólgu en áður var spáð. Tekjur, verðlag og kaupmáttur Mikið skortir enn á, að fullnægj- andi upplýsingar séu fyrir hendi um launaþróun það sem af er þessu ári. Þá er enn ósamið við ýmsa hópa laun- þega og kjarasamningar við aðra eru ekki fullfrágengnir. Einnig má ætla að töluvert iaunaskrið sé á vinnu- markaðinum. Að öllu samanlögðu er þvf erfitt að spá fyrir um tekjuþróun á árinu. Tekjur munu þó án efa hækka meira en áður var reiknað með. í febrúarspá Þjóðhagsstofnunar var gert ráð fyrir 22—23% hækkun atvinnutekna á mann milli áranna 1986 og 1987. Hún byggðist á des- embersamningi ASÍ og VSÍ, þannig að gert var ráð fyrir að aðrar samn- ingsbundnar launabreytingar á þessu ári yrðu í meginatriðum þær sömu og þar. í ljósi þeirra kjarasamninga, sem síðan hafa verið gerðir við opin- bera starfsmenn o.fl., gætu atvinnu- telq'ur hækkað meira milli ára, eða um 25% á mann. Til að fá nokkra mynd af hugsan- legri launaþróun á árinu er hér farin sú leið að setja fram tvö tilvik um tekjuþróun á árinu. Tilvik I gerir ráð fyrir 25% aukningu atvinnutekna á mann milli áranna 1986 og 1987. Tilvik II gerir hins vegar ráð fyrir 27% aukningu á mann, sem felur í sér að almennt breytist laun á svipuð- um nótum og nýverið var samið um í kjarasamningum opinberra starfs- manna. í báðum tilvikum hefur verið tekið fullt tillit til launaleiðréttinga vegna líklegrar hækkunar fram- færsluvísitölu umfram rauð strik. Þessar horfur í lqaramálum hafa óhjákvæmilega áhrif á verðlagsþróun á árinu. í þjóðhagsspá í febrúar var reiknað með ll‘/2% verðhækkun frá upphafi til loka árs. Á ofangreindum forsendum gæti verðbólga hins vegar orðið um 13% frá upphafi til loka árs í tilviki I, en um 15% í tilviki II. Þá er miðað við óbreyttar gengisafstöður frá því sem þær eru nú. Á þessum forsendum gæti kaup- máttur tekna orðið meiri á þessu ári en fyrri áætlanir gáfu til kynna. Til- vik I gæti falið í sér 8'/2% hækkun kaupmáttar atvinnutekna á mann milli áranna 1986 og 1987, saman- borið við 7% í fébrúarspánni. f tilviki II verður kaupmáttaraukningin hins vegar um 10%. Kaupmáttur ráðstöf- unartekna gæti aukist í svipuðum mæli og kaupmáttur atvinnutekna, þar sem ekki er gert ráð fyrir breyt- ingum á beinum sköttum í þessum dæmum. Vinnumarkaður Þjóðhagsstofnun gerði könnun á atvinnuástandi og horfum í október á síðasta ári og kom þá í ljós tals- verð umframeftirspum eftir vinnu- afli. Samskonar könnun er nú í gangi og er niðurstaðna að vænta mjög bráðlega. Atvinnuleysi var mjög lítið fyrstu þijá mánuði ársins, eða 2% af mannafla í janúar en 0,3% í febrúar og mars, sem er svipað og fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Þjóðarútgjöld í febrúarspá Þjóðhagsstofnunar var áætlað, að einkaneysla ykist um 5% að raungildi á þessu ári. Að öðru jöfnu má búast við svipuðum breyt- ingum neyslu og tekna. Þetta hefur þó ekki orðið raunin hér á landi síðustu tvö árin vegna vaxandi spam- aðar. í þeim dæmum, sem hér eru sett fram, er hins vegar reiknað með sama hlutfalli spamaðar af tekjum og í fyrri spá, þannig að einkaneysla er nú talin aukast um 6% í tilviki I og 7% í tilviki II. Samneysla er nú einnig talin auk- ast meira en áður var gert ráð fyrir, fyrst og fremst vegna meiri launa- hækkana opinberra starfsmanna. í þjóðhagsspá í febrúar var spáð 3% aukningu samneyslu á þessu ári, en nú virðist sem aukningin gæti orðið 4%. Fjárfestingarhorfur fyrir þetta ár hafa ekki breyst frá því í febrúar, en þá var gert ráð fyrir því, að flár- festing ykist um rúm 4% frá sfðasta ári. Samkvæmt þessu gætu þjóðarút- gjöld í heild aukist um tæp 7% á þessu ári í tilviki I og um 7’/2% í til- viki II. Utanríkisviðskipti Samkvæmt spá íjóðhagsstofnunar í febrúar voru taldar horfur á vemleg- um afgangi af vöm- og þjónustuvið- skiptum við útlönd á þessu ári. Á móti vógu miklar vaxtagreiðslur af erlendum lánum. í heild var því reikn- að með, að halli á viðskiptum við útlönd yrði tæplega 1 milljarður króna í ár, eða '/2% af landsfram- leiðslu. Á fyrsta fjórðungi þessa árs var vömskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 1,3 milljarða króna, samanborið við 400 milljón króna afgang á sama tíma í fyrra. Útflutningur virðist hafa verið heldur minni það sem af er árinu en búist var við. Fátt bendir þó til annars, en að fyiji spá gangi eftir fyrir árið í heild. Á sama tíma hefur innflutningur verið meiri en reiknað var með. Munar þar mestu um gífurlega aukningu í innflutningi bifreiða. Erfitt er að spá fyrir um framvindu vömviðskiptanna, þar sem svo skammt er liðið á árið. Ekki hef- ur verið gerð _ný spá um vömútflutn- ing á árinu. Á hinn bóginn má gera ráð fyrir því, að vöminnflutningur verði meiri en áður var áætlað vegna meiri kaupmáttar. Engar nýjar upp- lýsingar liggja fyrir um þjónustuvið- skipti á þessu ári. Spár þar að lútandi em því óbreyttar. Miðað við tilvik I er áætlað, að viðskiptahallinn aukist um tæpan 1 milljarð króna og gæti þannig orðið 2 milljarðar króna á þessu ári, eða rúmlega 1% af landsframleiðslu. Gangi tiivik II hins vegar eftir gæti það leitt til 2>/2 milljarðs króna við- skiptahalla á árinu, eða tæplega U/2% af landsframleiðslu. Viðskiptakjör í febrúar var spáð áframhaldandi viðskiptalq'arabata á þessu ári, eða um 4% í heild. Á útflutningshlið var gert ráð fyrir að verð í íslenskum krónum myndi hækka um 10’/2% að meðaltali milli áranna 1986 og 1987. Að svo stöddu er ekki reiknað með breytingum á febrúarspá um þróun útflutningsverðs á þessu ári. Á hinn bóginn gæti innflutningsverð orðið nokkm hærra en áður var gert ráð fyrir, þar sem nú er reiknað með hærra gengi Evrópumynta en þá. Mikil óvissa ríkir um þróun olíuverðs á næstunni. í febrúar var gert ráð fyrir, að innflutningsverð olíu yrði að meðaltali 10% lægra í dollumm á þessu ári en í fyrra. Olíuverð á Rott- erdammarkaði fyrstu fjóra mánuði ársins bendir hins vegar til þess, að lækkunin gæti orðið heldur minni. Innan tíðar munu liggja fyrir upp- lýsingar frá Hagstofu íslands um verðþróun í vömviðskiptum á fyrsta ársfjórðungi og verða spár um við_- skiptalqör þá skoðaðar að nýju. Á þessu stigi er því gert ráð fyrir svip- uðum viðskiptakjörum á þessu ári og í fyrri spá. Hins vegar ber að vekja athygli á veikri stöðu Bandaríkjadoll- ars á alþjóðagjaldeyrismarkaði og hugsanlega frekari gengislækun hans næstu misseri, sem gæti haft neikvæð áhrif á viðskiptakjör. Gengismál Ekkert lát hefur verið á gengis- lækkun Bandaríkjadollars það sem af er þessu ári. Til maríbyrjunar hafði hann lækkað um 1272% gagnvart japönsku yeni frá áramótum en um 8—11% gagnvart öðmm helstu gjald- miðlum. Gengi krónunnar miðað við meðaltal myntvoga er óbreytt frá áramótum í samræmi við yfirlýst markmið stjómvalda. Meðalgengi krónunnar miðað við innflutningshlið landavogar hefur hins vegar lækkað nokkuð á sama tíma, eða um nálægt 3%. Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka íslands hækkaði raungengi krónunnar milli áranna 1985 og 1986 og um 2% miðað við hlutfallslegar verðbreytingar hér á landi og erlend- is. Lausleg áætlun bendir til að í tilviki I gæti raungengið á þennan mælikvarða hækkað um 9% milli ár- anna 1986 og 1987, en um 10% í tilviki II, en þá er reiknað með að verð erlends gjaldeyris verði að með- altali 2% hærra á þessu ári en í fyrra. Með samanburði á breytingum á launakostnaði hér á landi og í helstu viðskiptalöndum fæst annar mæli- kvarði á breytingar raungengis og samkeppnisstöðu atvinnuvega. f tii- viki I gæti hlutfallslegur launakostn- aður hækkað um tæplega 20% frá fyrra ári en um rúmlega 21% í tilviki II. Þá er gert ráð fyrir, að framleiðn- iaukning hér á landi og erlendis verði hin sama. Brejftingar á hiutfallsleg- um launakostnaði segja þó ekki alla söguna um stöðu samkeppnisgreina heldur verður einnig að hafa aðra þætti í huga eins og fjármagnskostn- að, opinber gjöld o.fl. Þó hlýtur staða innlendra samkeppnisgreina að versna þegar launaþróun er þeim svo óhagstæð sem í þessum tilvikum. Hagur sjávarútvegs Áætlanir Þjóðhagsstofnunar um rekstur botnfískveiða og -vinnslu miðað við rekstrarskilyrði í maíbyijun sýna góða afkomu. Botnfiskvinnslan í heild er nú rekin með hagnaði sem nemur 9—10% af tekjum. Þar af er hagnaður frystingar 6% og söltunar 17—18%, þrátt fyrir greiðslur af salt- físki í Verðjöfnunarsjóð sem nema um 6% af tekjum. Heldur minni hagn- aður er á botnfískveiðum en -vinnslu, eða 8—9% af telq'um. Eins og þessar áætlanir bera með sér, er afkoman nú góð í öllum þessum greinum og hefur batnað að mun frá árínu 1986, en þá var afkoma í sjávarútvegi betri en um langt árabil. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga að rekstrarskil- yrði á seinni helmingi ársins gætu orðið lakari en hér er gert ráð fyrir vegna hugsanlegra kostnaðarhækk- ana innanlands. Hækkun á verði sjávarafurða gæti þó vegið þar á móti. f þessum áætlunum hefur ekki verið reiknað með yfirborgunum á hráefni umfrarn það sem átti sér stað á árinu 1985. Ástæða er til að ætla að yfirborganir séu nú meiri en 1985, sem bætir afkomu veiða á kostnað vinnslu. Ríkisfjármál Á ijárlögum fyrir árið 1987 var gert ráð fyrir 2,8 milljarða króna tekjuhalla á A-hluta ríkissjóðs. Tekju- halli frá áramótum til marsloka var rúmlega 2 milljarðar króna, en það svarar til um 21% af tekjum. Á sama tíma í fyrra nam hallinn um 1,8 mill- jörðum króna, eða rúmlega 23% af teiqum. Endurskoðun á telquáætlun ríkis- sjóðs fyrir árið 1987, miðað við forsendur tilviks I, bendir til þess, að tekjur verði um 45,2 milljarðar króna, eða um 2,2 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þar af eru 600 millj. kr. vegna meiri hagn- aðar af ÁTVR en áður var reiknað með. Endurskoðun Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar á útgjöldum A-hluta ríkissjóðs á þessu ári gefur til kynna að þau verði 2,7 milljörðum króna meiri en reiknað var með í fjárlögum, eða samtals 48,6 milljarðar króna. Tekjuhallinn á árinu öllu gæti því orðið um 3,4 milljarðar króna, en það svara til um 7,5% af áætluðum tekj- um ríkissjóðs á árinu. í tilviki II yrði tekjuhallinn að öðru jöfnu minni en þetta, þar sem tekjur gætu aukist um 200 millj. kr. umfram gjöld. í þessu tilviki yrði því tekjuhallinn um 3,2 milljarðar króna Peningamál Þróun peningamála í fyrra var á ýmsan hátt hagstæð, einkum á fyrri helmingi ársins. Á fyrstu 3 mánuðum þess árs hafa heildarinnlán í innláns- stofnunum aukist um 9'/2%, en á sama tíma hækkaði lánskjaravísi- talan um 5%. Heildarútlán hafa hins vegar aukist um 13'/2% frá áramót- um. Um mánaðamótin febrúar/mars gengu í gildi nýjar reglur um innláns- bindingu og lausafjárskyldu innláns- stofnana í samræmi við lög um Seðlabanka fslands. Þessar breyting- ar fólu í sér, að innlánsbindingin var lækkuð úr 18% af innlánum í 13%. Seðlabankinn greiddi innlánsstofnun- um þessa lækkun með ríkisvíxlum og reiðufé. Alls fengu innlánsstofnan- ir þannig ríkisvíxla að ijárhæð 1.450 milljónir króna, sem teljast til útlána þeirra. Afurðalán í erlendum gjald- miðlum hafa aukist verulega frá áramótum. Þegar ríkisvíxlum og af- urðalánum er sleppt kemur í ljós, að önnur útlán hafa aukist um 7% frá áramótum. Landsf ramleiðsla og þjóðartekjur í þeim dæmum um tekju- og út- gjaldabreytingar, sem hér hafa verið rakin, gæti landsframleiðslan aukist um nálægt 4% á þessu ári og þjóðar- tekjur um 5‘A—6%. Þetta er nokkru meiri hagvöxtur en Þjóðhagsstoftiun spáði í febrúar og er aukningin um >/2%. Hún stafar af því að nú er gert ráð fyrir meiri launahækkun og hærri kaupmætti tekna en áður, sem leitt gæti til meiri neyslu innlendrar vöru og þjónustu en reiknað var með í febrúar. En vegna mikillar þenslu í efnahagslífinu gæti aukin innlend eftirspum komið fram í meiri inn- flutningi en hér er reiknað með. Hagvöxtur yrði þá að sama skapi minni. Undirskriftalistar 800 Snæfellinga af- hentir samgöngn- ráðherra: Veg-inum yf- ir Fróðár- heiði verði komið í lag YFIR 800 íbúar á utanverðu Snæfellsnesi hafa skorað á samgönguráðherra að hann hlutist strax til um það að Vegagerð ríkisins komi vegin- um yfir Fróðárheiði í lag. Undirskriftarlistar með nöfn- um 801 manns voru afhentir Matthíasi Bjarnasyni sam- gönguráðherra í gær. í skjalinu segir að vegir á Snæ- fellsnesi hafi spillst óvenju mikið undanfamar vikur vegna aur- bleytu. Fjallvegir hafi því verið illfærir. Vegagerð ríkisins hafi gripið til þess ráðs að lýsa veginn um Fróðárheiði ófæran, en beint þess í stað allri umferð um Kerl- ingarskarð, sem verið hafí ein samfelld forarvipla og lagfæring á veginum handahófskennd. A sama tíma hafi forarvilpur og drulluslörk verið færri á Fróðár- heiði, enda vegurinn þar stofn- braut og betur upp byggður en vegurinn á Kerlingarskarði. „Það vekur því furðu og er ofar mann- legum skilningi, að ekki skuli gert við veginn á Fróðárheiði og um- ferð beint þar yfir,“ segir í skjal- inu. Þar segir einnig: „Við undirrit- aðir íbúar á utanverðu Snæfells- nesi viljum því harðlega mótmæla því sinnuleysi, sem Vegagerð ríkis- ins hefur sýnt að undanfömu gagnvart Fróðárheiði og bendum á, að Fróðárheiði er stysta og hen- tugasta leiðin fyrir Ólafsvík og Hellissand suður um og ekki síst nauðsynleg fyrir sveitimar sunn- anfjalls, sem sækja heilbrigðis- þjónustu til Ólafsvíkur." Skorað er á samgönguráðherra að hlutast til um að Vegagerð ríkisins komi veginum yfir Fróðár- heiði í lag svo að umferð um utanvert Snæfellsnes geti gengið með eðlilegum hætti. ítrekuð er nauðsyn leiðarinnar vegna heil- brigðisþjónustu við þá er á sunnanverðu Snæfellsnesi búa og jafnframt bent á mikilvægi þunga- flutninga með fisk og fískafurðir frá þessum stöðum, sem em með stærstu verstöðvum landsins. Öm Steingrímsson í Ólafsvík, sem vann að söfnun undirskrift- anna, segir að fólki þætti undar- legt að starfsmenn Vegagerðar- innar skuli blákalt beina umferð um Kerlingarskarð, þó að hún hafi verið ófær. Á þeim tíma hafí bílar setið fastir á veginum. Vegfa- rendur hefðu orðið fyrir stórtjóni af þessU; vegna skemmda á bílum sínum. Á sama tíma hefði aðeins þurft minniháttar viðgerð á vegin- um yfir Fróðárheiði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.