Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 25

Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ-1987 25 Albert Guðmundsson: Við eigum gúmmístígvél handa þér! Stórkostlegt úrval. Sérstaklega viljum við vekja athygli á því, að hin níðsterku ofanálímdu ISLAND klofstígvél eru komin aftur. Ananaustum Sími 28855 IJ Tónlistarfólkið sem kemur fram á tónleikum Kammersveitar KAMMERSVEIT Reykjavíkur mun halda tónleika í Bústaða- kirkju á sunnudaginn 10. maí klukkan 20.30. Þetta verða fjórðu og síðustu tónleikar Kammersveitarinnar á þessum vetri. Á tónleikunum mun Reykjavík- urkvartettinn leika Sechs Bagat- ellen op. 9 eftir A. Webem og Strengjakvartett í F-dúr eftir M. Ravel. Þá verður fluttur píanók- Reykjavíkur i Bústaðakirkju. vintett op. 57 eftir D. Shos- takovich og leikur Guðríður S. Sigurðardóttir á píanóið. I Reykjavíkurkvartettinum leika Rut Ingólfsdóttir og Júlíana Elín Kjartansdóttir á fiðlur, Guð- mundur Kristmundsson á lágfíðlu og Amþór Jónsson á selló. „Tel að Borgara- flokkur eigi að vera í stjómarandstöðu“ VEGNA mistaka við vinnslu blaðsins í fyrrakvöld urðu þau leiðu mistök að síðari hluti af viðtali við Albert Guðmundsson, formann Borgaraflokksins féll niður. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum og birtir viðtalið við Albert í heild hér að neðan. ALBERT Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, segist telja að það sé hlutverk Borgaraflokksins á næsta kjörtímabili að vera i stjórnarandstöðu. Hann kveðst ekki hafa haft samband við full- trúa neins annars stjórnmálaflokks, né hafi aðrir haft samband við hann. „Ég hef ekki hugsað mér að gera neitt fyrr en forseti íslands hefur ákveðið hver fær umboðið Aðgerðir til lækkunar vöruverðs á Islandi: Jafnir og hóflegir tollar sem taka mið af breyttum neysluvenjum Aðflutningsgjöld verði reiknuð af innkaupsverði FÉLAG íslenskra stórkaupmanna telur unnt að lækka vöruverð hér á landi þannig að það verði hliðstætt vöruverði i Glasgow, en sem kunnugt er hafa margir íslendingar farið þangað til innkaupa þar sem vöruverð þykir lágt. Á fundi með fréttamönnum, þar sem hug- myndir F.Í.S. voru kynntar, kom m.a. fram að á vegum félagsins hefur að undanförnu verið unnið að þvi að kanna leiðir til að lækka vöruverð og spyrna fótum við þeirri þróun að landsmenn sæki i vax- andi mæli i innkaupaferðir til annarra landa. Er það álit stórkaup- manna að þar þurfi að koma til stjómvaldsaðgerðir, hagræðing innflytjenda sjálfra, aðgerðir þeirra er veita versluninni þjónustu og sanngjarnar aðhaldsaðgerðir almennings í landinu. föngum og neysluvörum til íslands. Samhliða því er óhjákvæmilegt að lagfæra núverandi neysluskatta- kerfí. Fella þarf niður þá sérsköttun á verslun umfram aðra atvinnuvegi þjóðarinnar, sem viðgengist hefur hérlendis. Ennfremur þarf að fella niður skatta af fjarskiptatækjum hvers konar og öðrum framleiðslu- tækjum verslunarinnar, svo að hún sitji við sama borð og aðrir atvinnu- vegir. Aðföng til samkeppnisiðnað- ar, svo sem vélbúnaður og varahlutir, eru tollfijáls svo fremi þau séu ekki keypt af lager íslenskr- ar innflutningsverslunar. Þetta flytur viðskipti úr landi, eykur kostnað innlends iðnaðar og hækk- ar þar með innlent vöruverð." Efla þarf verðskyn al- mennings í ályktun félags íslenskra stór- kaupmanna segir ennfremur að samhliða þessu þurfí að efla verð- skyn almennings. Aukið frelsi í viðskiptum hafí þegar lækkað vöru- verð víða, en því miður séu neytend- ur hérlendis orðnir svo vanir boðum og bönnum í þessu efni, að það taki þá talsverðan tíma að ná áttum. „Með auknu frelsi og aukinni samkeppni reynir enn frekar á verð- skyn almennings og möguelika hans á að átta sig á því hvaða kost- ir eru í boði. Verðkannanir þurfa að vera vel unnar. í þeim verður að bera hliðstæða hluti saman, en ekki ósambærilega hluti innan sama vöruflokks. Félag íslenskra stór- kaupmanna er reiðubúið til að taka þátt í hvers konar samstarfí er miðar að því að efla verðskyn al- mennings, því án þess er lítið gagn í bættum viðskiptaháttum. Tekjur ríkisins Þá segir í ályktun F.Í.S. að félaginu sé ljóst að tekjur íslenska ríkisins séu að umtalsverðum hluta aðflutn- ingsgjöld. Því kunni einhver að álykta að þessar tillögur séu innlegg í pólitíska umræðu um almenna skattheimtu og telqur ríkissjóðs. Félagið álíti hins vegar að þótt far- ið verði að tillögum þessnum varðandi aðflutningsgjöld þurfí Stórkaupmenn telja ennfremur, að takist að ná þessum markmiðum muni af þeim hljótast meiri hags- bætur fyrir launafólk en nokkru sinni hafí verið samið um í einu lagi milli aðila vinnumarkaðarins, og að þeim myndi fylgja veruleg hjöðnun verðbólgu. Opinberar aðgerðir í ályktun Félags íslenskra stór- kaupmanna um aðgerðir til að lækka vöruverð segir m.a.: „Meðal opinberra aðgerða, sem grípa þarf til, eru ný tollskrárlög, sem jafna tolla og taka mið af breyttum neysluvenjum í þjóðfélag- inu hveiju sinni. Áðflutningsgjöld ber að reikna af innkaupsverði, en ekki einnig af flutningsgjöldum og tryggingum, eins og nú er gert. Þá er einnig nauðsynlegt að lækka fjármagnskostnað verslunar- innar, fyrst og fremst með því að veita innflytjendum aðgang að láns- fé þar sem það er hagkvæmast á heimsmarkaðnum hveiju sinni. Yrði þetta gert og jafnframt jafnaðir tollar á vörum frá helstu viðskiptal- öndum okkar, yrði unnt að spila á gengi gjaldmiðla vöruverð og vexti í hinum ýmsu löndum og ná vöru- verði verulega niður. Gífurleg lækkun bandaríkjadoll- ars undanfarna mánuði hefur ekki nýst íslenskum neytendum nema að hluta, vegna þess að tollar á ýmsum vörutegundum frá Banda- rílq'unum eru miklu hærri en tollar á sambærilegum evrópskum vörum. Bandarísku vörumar eru því enn dýrari hérlendis en hinar evrópsku, jafnvel þótt þær séu séu í mörgum tilvikum ódýrari í innkaupi og a.m. k. fullkomnlega samkeppnisfærar hvað gæði varðar. Þessir tollamúrar valda því að bandaríska markaðn- um er ekki sinnt sem skyldi. Augljóst er að samræming aðflutn- ingsgjalda gæfi aukna möguleika á að hagnýta bestu kjör í innkaupum hveiju sinni, neytendum til mikilla hagsbóta. Islendingar hafa um árabil tekið þátt í afnámi tolla- og vemdarmúra milli landa og telur F.Í.S. nauðsyn- legt að íslensk stjómvöld sýni gott fordæmi með lækkun tolla af að- Morgunblaðið/Julíus Talsmenn Félags íslenskra stórkaupmanna, sem kynntu tillögur fé- lagsins um aðgerðir til að lækka vöruverð, frá vinstri: Arni Reynisson framkvæmdastjóri, Guðmundur Hallgrimsson útbreiðslunefnd, Har- aldur Haraldsson formaður F.Í.S., Öm Johnsen útbreiðslunefnd og Sverrir Berahöft útbreiðslunefnd. þessar tekjur ekki að skerðast. „Jöfn og hófleg tollheimta þarf ekki að draga úr tollatekjum. Stóraukinn kaupmáttur, er kæmi í kjölfar lækk- aðs vömverðs, myndi leiða til aukinnar verslunar almennt, þar á meðal að sá hluti verslunarinnar sem fer nú framhjá skattheimtu ríkisins og íslenskri verslunarstétt myndi færast inn í landið", eins og segir í tillögum Félags íslenskra stórkaupmanna. til stjómarmyndunar, en ée er þeirrar skoðunar að hlutverk okk- ar í Borgaraflokknum sé að vera í stjómarandstöðu á næsta kjörtímabili," sagði Albert í sam- tali við Morgunblaðið. „Þetta tel ég vegna þess að í lýðræðisþjóð- skipulagi er stjómarandstaða jafn mikilvæg og stjómarsinnar, því ef ekki er um málefnalega and- stöðu að ræða þá ríkir alræði hinna fáu.“ Albert sagði þó að ef það skipti sköpum í stjómarmyndunarvið- ræðum, þá myndi Borgaraflokkur- inn ekki fírra sig ábyrgð. „Við munum ekki hlaupa frá neinum vanda þó að við sjáum að við blasi mikill vandi í efnahagsmálum með allan þann halla á ríkissjóði sem er í dag.“ Albert kvaðst ekki telja að stjómarmyndunarviðræður þyrftu að taka mjög langan tíma, þó hann gæti á þessu stigi ekki gert sér glögga grein fyrir því hversu langan tíma þyrfti til að mynda stjóm. „Ég man ekki betur en sjálf- stæðismenn hafí notað það sem Grýlu á kjósendur í kosningabarát- tunni, að ef þeir kysu Borgara- flokkinn, þá væru þeir þar með að kjósa vinstri stjóm yfír þjóðina. Nú fæ ég ekki betur séð en sjálf- stæðismenn vilji ólmir mynda nýsköpunarstjóm, þannig að eitt- hvað hefur breyst hjá þeim, ef marka má skrif Morgunblaðsins að undanfömu," sagði Albert Guð- mundsson. Kammersveit Reykjavíkur: Tónleikar í Bústaða- kirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.