Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 9 LÍFEYRIS BREF ARLEGA 1.008.000 kr. SKATTFRJÁLSAR TEKJUR ----------\ SÖLUGENGI VERÐBREFA ÞANN 6. maí 1987 |f Einingabriéf verö á einingu Einingabref 1 Einingabréf 2 Einingabréf 3 Lifeyrisbréf verö á einingu Lifeyrisbréf Skuldabréfaútboð Kópav. 1985 1. fl. pr. 10.000,- kr. Verðtryggð vedskuldabréf 2 gjaidd. a án 6% 6% KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar ■ sími 68 69 88 Lánstimi r Nafnvextir 11% áv. umfr. verðtr. L 13% áv. umfr. verótr. 1 J Sölustaður Lífeyrisbréfanna er hjá Kaupþing hf. Vinstri sósíalistar íhuga inngöngu í Alþýðubandalagið Vinstri sósíalistar hyggjast annað tveggja byggja upp flokkspólitísk samtök eða starfa sem hópur innan Alþýðubandalagsins. Ragnar Stefánsson: Tilefnið kreppa Alþýðubandalagsins Klofnar Alþýðubandalagið? Frá því er greint í Þjóðviljanum í gær að Vinstri sósíalistar, sem svo nefna sig, íhugi inngöngu í Alþýðubandalagið með það að markmiði að koma stefnumálum sínum á framfæri þar. Enginn þarf að fara í grafgötur um það að kveikjan að þessum áhuga rót- tæklinganna á Alþýðubandalaginu er hin veika staða flokksins eftir ófarirnar í þingkosningunum. Þeir telja sig vera í aðstöðu ti! að ná verulegum áhrifum nú þegar flokkurinn er í sárum og mikil óvissa ríkir um framtíð hans. í Staksteinum í dag er fjallað um þessi áform Vinstri sósíalista og vöngum velt yfir því hvort þau geti leitt til klofnings og jafnvel upplausnar Alþýðubandalagsins. Ihuga inn- göngu í Þjóðviljanum í gær birtist áberandi frétt undir fyrirsögninni 7Vinstri sósíalistar: Ihuga inngöngu i Al- þýðubandalagið." Þar segir i upphafi: „Vinstri sósialistar eru á kross- götum og annars vegar er um það að ræða fyrir samtökin að byggja upp alhliða flokkspólitísk samtök eða að félagar saintakanna og aðrir vinstri sósíalistar gangi i Alþýðubandalagið með þvi markmiði að koma stefnumálum á framfæri þar, sagði Ragnar Stef- ánsson, einn af forsvars- mönnum Vinstri sósia- lista, þegar hann var spurður út í þann orðróm að Vinstri sósíalistar sem hópur kynnu að vera á leið inn i Alþýðubanda- lagið.“ Og enn segir í frétt blaðsins: „Ragnar sagði að undanfarið hafi átt sér stað óformlegar við- ræður innan samtakanna um þessar leiðir og það væri sérstaklega með til- liti til þeirrar kreppu sem Alþýðubandalagið er komið i núna.“ Hér er ekkert verið að fela. Ragnar Stefánsson, byltingarforingi úr Fylk- ingunni (hvað er annars orðið um þau samtök?), segir berum orðum að Vinstri sósíalistar ætli að notfæra sér veikleika Alþýðubandalagsins til að ná þar áhrifum. Hann tekur að visu fram að engar ákvarðanir um inngöngu i flokkinn hafi verið teknar, en af orð- um hans má ráða hverjar óskir hans eru. Ekkivel- komnir? Alþýðubandalagið er að mörgu leyti fjölbreytt- ur flokkur, þar sem margir óánægju-, sér- visku- og sérhagsmuna- hópar hafa fundið sér hreiður. Mönnum kann því að virðast að litlu breyti þótt enn einn utan- garðshópurinn bætist í safnið. Vissulega mundu Vinstri sósíalistar undir forystu Ragnars Stefáns- sonar ekki breyta neinu um heildarsvip Alþýðu- bandalagsins út á við þótt þeir væru þar innan- borðs. Skoðanabræður þeirra eru þar nú þegar og jafnvel menn sem eru enn lengra til vinstri (þótt e.t.v. sé erfítt að ímynda sér að það sé unnt!). í þessu sambandi ber þó að gæta að því að innan Alþýðubanda- lagsins eru l£ka menn sem eru réttir og sléttir kratar að norrænni fyrir- mynd og þeir hafa ímugust á öfgaöflunum og sérviskuhópunum á vinstri kantinum. Þessa menn er einkum að fínna innan verkalýðshreyf- ingarinnar, s.s. viðtölin við Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ, og Guðmund J. Guðmundsson, form- ann Verkamannasam- bandsins, hér i blaðinu bera með sér. Verkalýðs- forystan er löngu orðin þreytt á þvi hve ábyrgð- arlaus kröfupólitík og yfírboðsstefna hefur fengið að vaða uppi inn- an Alþýðubandalagsins. Það er ekki óskynsam- legt að ætla að þessum mönnum þyki skörin tek- in að færast upp í bekkinn ef Vinstri sósía- listar eiga eftir að koma til Iiðs við hina háværu róttæklinga sem fyrir eru í flokknum. Vel má vera að þeir teldu að inn- ganga Vinstri sósíalista væri dropinn sem fyllti mælinn. Asmundur Stef- ánsson útilokar það ekld í viðtali við Morgunblaðið í gær að komið geti til „hjónaskilnaðar“ eða „upplausnar fjölskyldu" og á þar við klofning Alþýðubandalagsins. Það er rétt mat hjá Ragnari Stefánssyni að Alþýðubandalagið er í kreppu. Það er ekki nema eðlilegt að hann vilji notfæra sér þá stöðu til að koma baráttumál- um sínum á framfæri og ná völdum í flokknum. En sú spuming vaknar líka, hvort reynt verði að hindra inngöngu hans og annarra vinstrí sósíalista í flokkinn og þá með það í huga að koma í veg fyrir útgöngu verkalýðs- foringjanna. Þetta mun væntanlega skýrast á nsestu dögum. Um þar næstu helgi kemur mið- stjóm Alþýðubandalags- ins saman og ræðir ástand og horfur í stjóm- málum og innanflokks- málum. Verði þar tekin ákvörðun um að flýta landsfundi flokksins (sem á að vera í haust) er ljóst að Svavar Gests- son er búinn að missa tökin og líklegt að klofn- ingur og upplausn blasi við. Hafí Svavar aftur á móti undirtökin i mið- stjóminni og landsfundi verði ekki flýtt er senni- legt að reyna verði að ná málamiðlun innan flokksins og koma í veg fyrir frekarí sundrungu með þvi að halda Vinstrí sósíalistum og öðrum ókyrrðarmönnum niðrí. Um þetta er annars of snemmt að spá, en vissu- lega er hér um fram- vindu að ræða sem fróðlegt verður að fylgj- ast með. JÍ JÍ JÍ Jí Jí Luxemborg Lykillinn að töfrum Evrópu. Það er margt að sjá og gera í stórhertogadæminu luxemborg. Fagurt landslag, fornar byggingar, fjölbreytt menningarlif, verslanir og veitingastaðir. Á Glæsilegt hótel og vel staðsett í borginni. Helgarpakki: 3 dagar i Luxemborg fyrir aðeins 14.990 kr.* Súperpakki: Kostar litið meira, eða 16.050 kr* en býður upp á miklu meira. Kynntu þér þessar sérlega hagstæðu Lúxemborgarferöir á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. ♦Gildir til I5.maí FLUCLEIDIR Sé forseta íslands og ríkisstjórn þökk fyrir heið- ur mér auÖsýndan á 85 ára afmœli 23. apríl, svo og öörum sem mintust mín þennan dag, þar á meÖal frœgum scmskum leikflokki frá Kungliga Dramatiska Teatern, sem efndi hér til merkilegrar sýníngar, er gerö var aö nokkru eftir einni af skáldsögum mínum. Halldór Laxness. Hjartans þakkir fceri ég öllum þeim, er sóttu mig heim niræÖan 24. apríl sl. og fœrÖu mér gjafir í orÖum, bókum, blómum, heillaskeytum og fleiru. Heill og heiÖur fylgi ykkur öllum, sem lögöuö hug, hjarta og hönd þar aÖ. Kristján Jónsson frá Snorrastöðum. * Kvenfélagið Heimaey Hið árlega veislukaffi kvenfélagsins Heimaeyjar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudag- inn 10. maíkl. 14. Aldraðir sérstaklega boðnir velkomnir. uSaiaiaiaiHH eimtuaðferðinm. Eftir það verða áskriftargjoidin skuld- fœrð á viðkomandi greiðsiukortareikning SÍMINNER 691140- 691141

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.