Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Saltfiskur fyrir 3,4 milljarða fluttur út Verðmæti útflutningsins 123% meira en á sama tíma í fyrra SÖLUSAMBAND íslenzkra fisk- framleiðenda hefur það, sem af er árinu, flutt utan samtals 23.500 lestir af saltfiski að verð- mæti 87 milljónir dollara eða um 3,4 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra höfðu 14.800 lestir verið fluttar utan að verðmæti um 39 miiyónir dala. Aukningin í verðmætum talið er 123%. Afskipanir á saltfiski hafa aldrei verið eins örar og nú, það sem af er þessu ári. Framleiðsla saltfisks fyrstu fjóra mánuði ársins er rúm- lega 30.000 lestir, sem er svipað og fyrstu fjóra mánuði síðasta árs. Þar sem stjómendur SÍF gera áfram ráð fyrir örum afskipunum, gengur hratt á takmarkaðar birgð- ir. Útlit er fyrir að um næstu mánaðamót verði aðeins til í birgð- um hér á landi framleiðsla síðustu daga maímánaðar. Birgðir í mark- aðslöndunum eru einnig minni en venjulega á þessum árstíma og því horfur á að eftirspum eftir saltfiski seinni hluta ársins verði mjög mikil að sögn stjómenda SÍF. Samninganefnd Félags graf ískra teiknara: Sagði af sér eftir að samningar höfðu tví- vegis verið felldir FORMAÐUR samninganefndar Félags grafískra teiknara svo og samninganefndin öll sagði af sér á félagsfundi, sem haldinn var síðdegis í gær, eftir að fundurinn hafði fellt samningsdrög að kjara- samningi við Samband islenskra auglýsingastofa. Þetta var í annað skipti, sem félagsfundur FGT fell- ir samningsdrög, sem samninga- nefnd félagsins hafði gert við Samband auglýsingastofa. Á fundinum í gær var kjörin ný samninganefnd til að annast samningagerð fyrir hönd félags- ins. gær gerðu ráð fyrir 38 þúsund krón- um í lágmarkslaun frá 1. febrúar síðastliðnum, 5% hækkun frá 1. apríl, 2% hækkun frá 1. júlí n.k. og 1,5% hækkun frá 1. október, sem þýddi að þá yrðu lágmarkslaun 40.700 krónur. Meirihluti fundar- manna vildi ekki fóma áfangahækk- unum fyrir þessar prósentuhækkanir og því voru samningsdrögin felld eins og áður segir. Félag íslenskra stórkaupmanna: Morgunblaðið/Þorkell Sumarverkin í skógræktinni VÍÐA má sjá þess merki að ursetja ungar trjáplöntur í sumarið er komið, þótt sólin sé svokallaðan safnreit, sem garð- enn sem komið er heldur hlé- eigendur geta sfðan valið sér dræg. plöntur úr. Ingunn mundaði rek- Það fylgir sumarkomunni að una og gróf fyrir tijánum, sem huga að gróðrinum og þessar Anna sá um að koma í jörðina. ungu stúlkur fengust við það hjá Síðan tók Sigríður við og jafnaði Skógræktarfélagi Reykjavíkur á moldina með hrífunni. Fossvogsbletti. Þær voru að gróð- Hafskips- málið þingfest MÁL ákæruvaldsins gegn Ragn- ari Kjartanssyni, Björgólfi Guðmundssyni, Helga Magnús- syni og Páli Braga Kristjónssyni, svonefnt Hafskipsmál, var þing- fest í Sakadómi Reykjavíkur á þriðjudag. Ákærur í málinu vom birtar hinn 9. apríl síðastliðinn. Þá lýstu sak- bomingamir því yfir að þeir myndu hafa uppi kröfu um að málinu yrði vísað frá dómi. Töldu þeir ríkissak- sóknara vanhæfan til að fylgja málinu eftir, þar sem hann hefði verið rannsóknarlögreglustjóri á meðan á rannsókn málsins stóð. Veijendur fjórmenninganna lögðu á þriðjudag fram frávísunarkröfu og verður hún tekin fyrir þann 18. þessa mánaðar. Dómari í málinu er Haraldur Henrýsson, sakadóm- ari. Hjúkrunar- fræðingar samþykktu HJÚKRUNAFRÆÐINGAR í Hjúkrunarfélagi íslands sem starfa við Borgarspítalann og á Landakoti samþykktu f gær ný- gerðan kjarasamning. 351 samþykktu samninginn, átta voru á _móti og eitt atkvæði var ógilt. Á kjörskrá voru 453 og tóku 360 þátt í atkvæðagreiðsl- unni eða rúmlega 79%. Unnt að lækka vöruverð til jafns við verð í Glasgow Að sögn Guðjóns Heiðars Pálsson- ar, formanns samninganefndar FGT, sem jafnframt er formaður félagsins, var ástæðan fyrir afsögn samninga- nefndarinnar sú, að nefndarmenn töldu sig ekki getað komið í þriðja sinn á fund Sambands auglýsinga- stofa með enn eina útgáfu af launakröfum teiknara. Fleira héngi þó á spýtunni, sem rekja mætti til félagslegrar deyfðar, enda hefði það ekki verið sama fólkið sem felldi fyrri samningsdrögin og það, sem felldi samningana í gærdag. Samningamir sem felldir voru í ÞEIR Þorsteinn Páisson, fjár- málaráðherra, og Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, segja að endurskoðuð þjóðhagsspá, sem gerir ráð fyrir halla á ríkissjóði um 3,2 til 3,4 milljarða króna og 13-15% verð- bólgu komi þeim ekki á óvart og sé ekki fjarri því sem við hefði mátt búast. Hafna þeir báðir ásökunum í þá veru að hér sé um slæman viðskilnað fráfar- andi ríkisstjórnar að ræða. Þeir kveðast báðir hafa Iagt áherslu á það í málflutningi sínum að undanfömu, að ef koma ætti í veg fyrir þenslu hér innanlands og hækkun verðbólgunnar væri nauðsynlegt að beita ákveðnum aðhaldsaðgerðum síðari hluta FÉLAG íslenskra stórkaup- manna hefur hvatt til aðgerða sem miða að því að lækka vöru- ársins. „Stjómarandstaðan var búin að spá því að hallinn væri 5 milljarð- ar, en reyndin er að hann verður 3,2 til 3,4 milljarðar. Það mátti búast við þvi að kjarasamningamir við opinbera starfsmenn hefðu þama einhver áhrif til aukningar hallans, en þau áhrif sýnast vera miklu minni en ýmsir höfðu spáð,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið. Steingrímur Hermannsson segir að hann hafi ávallt sagt að ljóst væri að það stefndi í viðskipta- halla, og því þyrfti að stíga á bremsumar. „Ég leyfði mér nú einu sinni að segja að samningar um kaup og kjör ríkisstarfsmanna verð hér á landi þannig að það verði hliðstætt þvi sem gerist í Glasgow. Meðal aðgerða, sem myndu leiða til nokkurrar þenslu og útgjalda ríkissjóðs umfram áætlun," sagði Steingrímur, „svo ég verð að segja það að ekkert í þessari skýrslu kemur mér á óvart. Hins vegar vil ég segja það, að þetta er alls ekki slæm staða, því þama er verið að spá 13—15% verðbólgu í staðinn fyrir 12% og að fjárlagahalli verið 3,2—3,4 millj- arðar í stað 2,7 milljarða. Því fer víðs ijarri að-hér sé um slæman viðskilnað að ræða. Ég bendi hins vegar á að það er langt frá því að við séum búin að sigrast á verð- bólgunni og það verður að draga úr þenslu á síðari hluta ársins." Þorsteinn sagði varðandi verð- bólguspámar: „Það var stuðst við bent er á til að ná þeim markmið- um, eru ný tollskrárlög um jöfnim tolla, lækkun á fjár- upplýsingar frá Þjóðhagsstoftiun og Seðlabanka og við héldum ekki öðru fram, en því sem þessar stofn- anir höfðu birt. Hins vegar bentum við mjög ákveðið á það að það þyrfti að fylgja eftir aðhaldssömum aðgerðum í efnahagsmálum, ef mál ættu ekki að fara úr böndun- um. Þessar tölur em auðvitað ekkert annað en staðfesting á því.“ Þorsteinn sagði að mat stjómar- andstöðunnar fyrir kosningar hefði á hinn bóginn verið að það væri tilefni til þess að ausa úr skálum í allar áttir, „en við gáfum engin slík fyrirheit, heldur þvert á móti, því við bentum á að aðhalds væri þörf, ef halda á verðbólgunni niðri og það er hægt,“ sagði Þorsteinn. magnskostnaði verslunarinnar, lækkun tolla á ýmsum vöruteg- undum frá Bandaríkjunum og niðurfelling á sérsköttun á versl- un. Stjóm Félags íslenskra stórkaup- manna hefur lagt fram kröfu um að vöruverð á Islandi verði hlið- stætt vöruverði í Glasgow þar sem það þykir lágt og þangað fari því margir landsmenn til innkaupa. Af þeirri verslun fái hvorki íslensk verslunarstétt né íslenska ríkið tekj- ur og til að ná þeim inn í landið sé aðeins ein leið, að vöruverðið sé hliðstætt, þannig að það borgi sig ekki að fara utan í innkaupaferðir. í tillögum FÍS er m.a. bent á ný tollskrárlög, sem jafna tolla og taka mið af breyttum neysluvenjum í þjóðfélaginu hveiju sinni. Þá er lagt til að aðflutningsgjöld verði reiknuð af innkaupsverði, en ekki einnig af flutningsgjöldum og tryggingum, eins og nú er gert. Félagið álítur að tekjur ríkisins vegna aðflutn- ingsgjalda þurfi ekki að skerðast vegna þessara aðgerða enda þurfi jöfn og hófleg tollheimta ekki að draga úr tollatekjum. Stórkaup- menn telja þvert á móti, að stórauk- inn kaupmáttur, sem kæmi í Iqölfar lækkaðs vöruverðs, myndi leiða til aukinnar verslunar, þ. á m. að sá hluti verslunarinnar, sem nú fer framhjá skattheimtu ríkisins og íslenskri verslunarstétt, myndi fær- ast inn í landið. Sjá nánar frétt á bls. 24. Oddvitar stiórnarflokkanna: Verður að draga úr þenslu á síðari hluta ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.