Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 58

Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Ólympfuleikarnir í Seoul: Island mætir Ameríku í fyrsta leik LEIKJARÖÐ f handknattleik karla á Ólympíuleikunum f Seoul á hef- ur nú verið ákveðin, en þar keppa f a-riðli, heims-og Olympfumeist- arar Júgoslava, Sovótríkin, Svíþjóð, ísland og eitt lið frá Ameríku og eitt Afríkulið. í b-riðli eru lið frá A-þýskalandi, Spáni, Tékkóslóvakíu og einu Asfulandi, auk liðs gestgjafanna, Kóreu, en þeir fengu að velja sér riðil. Alls verða leiknir 36 leikir, en ísland mætir í fyrsta leik Ameríku- liðinu, því næst liði frá Afríku, en í þriðja leiknum spilum við á móti Svíum. Því næst leikur íslenska lið- ið við Júgóslava og síðasti leikur landans verður við lið Sovótríkj- anna. Sex efstu þjóðirnar vinna sór þáttökurótt í A-heimsmeistara- keppninni í handknattleik í Tékkó- slóvakíu 1990, án þess að þurfa að taka þátt í B-heimsmeistara- keppninni í Frakklandi 1989, en fari svo að Tékkóslóvakía verði í hópi sex efstu þjóða þýðir það að sjöunda þjóðin fer beint til Tékkó- slóvakíu. Þetta kemur m.a. fram í ferða- skýrslu sem Jón Hjaltalín Magnús- son hefur sent frá sér, en hann var fulltrúi íslands í Seoul, þegar dregið var í riðla þann 15. apríl sl., en þar að auki var ástæða ferð- arinnar til Seoul að afla gagnlegra upplýsinga um Ólympíuleikana, ferðir þangað og möguleika á kynningu íslands í tengslum við Olympíuleikana. íslandi boðið á mót í S-Kóreu í ágúst Eins og áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu, hafa Suður- Kóreumenn boðið íslenska lands- liðinu á sterkt mót í ágúst nk. og hefur verið ákveðið að mótið verði 5. - 11. ágúst. í skýrslunni segir Jón m.a.: Ferðin var í alla staði áhugaverð og gagnleg. Handknatt- leikssamband Suður-Kóreu hefur mikinn áhuga á samstarfi við HSÍ, þar sem liðin lentu ekki í sama riðli og hafa þeir áhuga á að landslið okkar komi til Seoul í ágúst 1987. Undirbúningur fyrir Ólympíuleik- ana gengur mjög vel og hafa næstum aliir keppnisvellir verið byggðir og voru þeir prófaðir 1986 í sambandi við Asíuleikana. Verið er að byggja nýtt þorp fyrir íþrótta- menn og fréttamenn, en gert er ráð fyrir nokkur þúsund frétta- mönnum alls staðar úr heiminum á Ólympíuleikana. Niðurröðun leikja Júgóslavía og Sovétríkin leika fyrsta leikinn, en niðurröðunin er þessi: 20. september Júgóslavía - Sovétríkin Ungverjaland - S-Kórea Svíþjóð - Afríka A-Þýskaland - Asía ísland - Amerfka Spánn - Tékkóslóvakía 22. september Ameríka - Júgóslavía Tékkóslóvakía - Ungverjaland Sovétríkin - Svíþjóð S-Kórea - A-Þýskaland Afríka - ísland Asía - Spánn l2j±*l¥ifJ2l b’LUUU 7w^8!tmlé * a®ROUP AGRpue.. A YU6- & x JP & jee. mmrné. B eDRg 5 A i sL«eæ B ESP -H2! A URS £ S Bi KO R w ^ A AM E 0! 5 0 TCH.ÍS 3. A AFRýiffl 0 /> 3 j oUfO^ % ■ ni • Að afloknum drætti. Curt Wadmark, formaður skipulagsnefndar alþjóða handknattleikssambandsins og Kim Chong-Ha, formaður Ólympíunefndar Suður—Kóreu, ásamt börnunum sem drógu í riðla. 24. september Júgóslavía - Afríka Ungverjaland - Asía Svíþjóð - ísland A-Þýskaland - Spánn Sovétríkin - Ameríka S-Kórea - Tékkóslóvakía 26. september ísland - Júgóslavía Spánn - Ungverjaland Ameríka - Svíþjóð Tékkóslóvakía - A-Þýskaland Afríka - Sovétríkin Asía - S-Kórea 28. september Ameríka - Afríka Tékkóslóvakía - Asía ísland - Sovétríkin Spánn - S-Kórea Júgóslavía - Svíþjóð Ungverjaland - A-Þýskaland 30. september verður leikið um 11., 9., 7. og 5. sæti og 1. október um 3. og 1. sæti. Morgunblaðið/Sfmamynd/B. Valsson • Carmelo Micciche, skoraði fyrra mark Frakka í leiknum gegn ís- lendingum í síðustu viku, hefur áhuga á að skipta um félag. Hann leikur nú með Metz en vill helst leika með Mónakó eða Marseille næsta keppnistímabil. Frakkland: Carmelo Micciche vill fara frá Metz Frá Bernharðl Valssyni, fróttarltara Morgunblaðslns f Parfs NAFNIÐ Carmelo Micciche komst á allra manna varir hér í Frakklandi í sfðustu viku. Þá var þessi 24 ára gamlf knattspyrnu- maður frá Metz valinn f fyrsta skipti í landslið Frakka og hlut- verk hans f liðinu sem valið var til að leika gegn íslendingum var einfalt - að skora. Því miður fyrir íslendinga, en sem betur fer fyrir Micciche tóks honum að skora mark. Markið setti Micciche á stjörnupall, franska pressan lofaði hann og almenning- ur dáði. Lífið lék sem sé við Micciche í síðustu viku. En fyrir hann er lífið ekki eins Ijúft og maður gæti haldið. Á sínum Þrjátíu ogþrír keppa fyrir ísland fjögurra ára ferli hefur hann reynt ýmislegt. Atvinnuleysi, meiðsli og auðmýkt hafa títt leitað hann uppi, þannig að á tímabili var þessi ítalsk ættaði leikmaður kominn að því að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn. En þá kom Marcel Husson, þjálfari Metz inn í myndina og tók Micciche að sér. Undir hans vernd- arvæng hefur hann verið síðan. En nú lítur allt út fyrir að Miccic- he reynast þeim verstur sem honum unni mest. Hann vill nefni- lega óður og uppvægur komast frá Metz og Husson og reyna fyrir sér með einhverju af stóru félögunum. Ekki er þó líklegt að það muni ganga átakalaust. Micciche á enn- þá eftir tvö ár af samningi sínum við Metz og hafa forráðamenn fé- lagsins verið ósparir á yfirlýsingar þess efnis að Micciche fari ekki frá félaginu fyrr en samningurinn er runninn út. Hlutverk hans á að vera að byggja upp sterkt lið hjá Metz, svo einfalt er það. Hver úrslit verða í þessarri rimmu er ekki gott að segja. Metz hefur réttinn sín megin þar sem samningur hans við félagið er ekki runninn út, en Micciche er aldeilis á öðru máli og segist ekki ætla að láta þennan samning aftra sér. „Það er rétt, samningur minn við Metz er ekki runninn út og í dag einbeita þeir sér að því að draga kjarkinn úr félögum sem spyrjast fyrir um mig, en ég ætla samt sem áður að leika annars staðar næsta keppnistímabil, einna helst hjá Mónakó eða Mar- seille," segir Micciche. Af þessu má sjá að ferill Micciche verður ekki síður litríkur í framtíðinni, en í liðinni tíð. Hvort hann leikur með Metz á næsta ári eða ekki ætti að koma í Ijós á næstunni. ÓLYMPÍULEIKAR smáþjóða Evr- ópu fara að þessu sinni fram í Mónakó og standa yfir frá 14 maí nk. til 17. maí. Þáttökulönd eru að þessu sinni, auk ísiands, Lux- emborg, Lichtenstein, Andorra, San Marino, Monaco, Matla og Kýpur. Islensku þáttakendurnir keppa í körfuknattleik, júdó, frjálsum íþróttum, sundi, skotfimi og lyft- ingum og mæta eftirtaldir til leiks fyrir okkar hönd: í körfuknattleik: Páimar Sigurðs- son, Jóhannes Kristbjörnsson, Jón Kr. Gíslason, ívar Webster, Guð- mundur Bragason, Torfi Magnús- son, Gylfi Þorkelsson, Valur Ingimundarson, Hreinn Þorkels- son, Henning Henningsson, Hreiðar Hreiðarsson og Magnús Matthíasson. í frjálsum íþróttum keppa, Jó- hann Jóhannsson, Guðni Sigur- jónsson, Aðalsteinn Bernharðsson og Pótur Guðmundsson. Svan- hildur Kristjónsdóttir, Oddný Árnadóttir og Þórdís Gísladóttir. í hópi sundkeppenda eru Magnús Ólafsson, Ingólfur Árnason, Arn- þór Ragnarsson, Eðvarð Þór Eðvarösson, Bryndís Ólafsdóttir, Hugrún Ólafsdóttir, Heiga Sigurð- ardóttir og Ragnheiður Runólfs- dóttir. Keppendur í skotfimi eru þeir Tryggvi J. Sigmannsson og Kristinn Kristinsson, en í júdó mæta til leiks þeir Karl Erlingsson, Ómar Sigurðsson, Halldór Haf- steinsson og Sigurður H. Berg- man. Keppendur í lyftingum eru svo þeir Haraldur Ólafsson og Birgir Borgþórsson. Auk íþróttafólksins verða með í ferðinni þeir Gísli Halldórsson, formaður Ólympíunefndar íslands og Bragi Kristjánsson sem verður fararstjóri. Júdó: Þrírá ÞRÍR íslendingar taka þátt í Evrópumeistaramótinu í júdó, sem hefst í París í dag. Það eru þeir Sigurður Hauksson, Hall- dór Hafsteinsson og Ómar Sigurðsson, sem sigraði í sínum þyngdarflokki á EM 1985. Sigurður keppir í undir 95 kg flokki, Halldór í undir 86 kg flokki og Ómar í undir 78 kg flokki. íslendingar kepptu í fjórum þyngdarflokkum á EM 1985 og sigruðu í þeim öilum, en þá tóku þátt auk Ómars, Halldór Guð- björnsson, Magnús Hauksson og Karl Bang. Að EM loknu fara íslensku keppendurnir til Mónakó til að taka þátt í Ólympíuleikum smá- þjóða og þar bætist Karl Bang í hópinn. Fararstjóri keppendanna er Hákon Örn Halldórsson, form- aður Júdósambandsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.