Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 22

Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND HEIÐAR FRÍMANNSSON Bretland: Skólamál og sljórnmál Það hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins að undanfömu að ýmislegt er að gerast í skólamálum í Bretlandi um þessar mund- ir. Menntamálaráðherrann, Kenneth Baker, hefur lagt fram tillögur á síðustu vikum, sem þýða í raun byltingu í brezkum skólamálum, verði þær framkvæmdar. Kennarar, sem takast af hörku á við ráð- herrann um kaup sitt og réttindi hafa tekið þessum tillögum fálega og segja þær einungis til þess ætlaðar að drepa átökunum á dreif. Ljóst er að skólamál verða ofarlega á baugi í komandi kosningabar- áttu, enda hafa foreldrar áhyggjur af minnkandi kröfum í skólum og verri menntun. Tillögiir Bakers Fyrir níu mánuðum tók Kenneth Baker við embætti menntamála- ráðherra af Sir Keith Joseph, sem beitti sér fyrir róttækum breyting- um á skólakerfínu. Hann vildi taka upp ávísanakerfí í brezka skóla- kerfínu, sem þýðir að hver nemandi fær ávísun á tiltekna upphæð á hverju ári, sem hann er skyldugur að vera í skóla, og getur innleyst í tilteknum skóla. En hann fékk litlu áorkað í þessu efni. Kennarar og skólastjórar beittu sér af mikilli hörku gegn öllum hugmyndum um ávísanakerfí og foreldrar sýndu því lítinn áhuga. Sir Kenneth Joseph fékk ekki heldur stuðning frá eigin ráðuneyti við þessa hugmynd og innan Ihaldsflokksins hefur aldrei verið verulega mikill stuðningur við hana. Hann beitti sér einnig fyrir því, að komið yrði á mati á störfum kennara, sem réði frama og launa- hækkunum í starfí. Kennarar voru einnig mótfallnir þessu. En nú hef- ur það gerzt, að þeir hafa náð samkomulagi við viðsemjendur sína um öll meginatriði slíks skipulags, en vegna deilna um samningsrétt hefur þetta samkomulag ekki náð fram að ganga. Það kemur í ljós nú í sumar, hvort eitthvað verður af því. Tillögur Kenneths Baker hafa verið í fjórum atriðum. í fyrsta lagi hefur hann lagt til að komið verði á tækniskólum í stórborgum með aðstoð fyrirtækja, þar sem gerðar verði miklar kröfur til náms og áhuga nemenda og foreldra. Þessir skólar verði undir beinni stjóm skólastjómar, sem í eigi sæti fulltrúar fyrirtækja, ráðuneyt- is og skólans, en ekki undir stjóm bæjar- og borgarstjóma, eins og allir opinberir skólar á gninn- og framhaldsskólastigi eru. Ástæðan fyrir því að Baker vill þessa breyt- ingu er sú, að hann telur að skólanefndir á vegum bæjanna hafí gert skóla ofurselda stjóm- málum, sem sé ein höfuðmeinsemd í skólakerfi Breta. í öðm lagi hefur hann lagt til að tekin verði upp samræmd náms- skrá í öllum skyldunámsskólum. Þetta þýðir ekki að hið sama verði kennt i öllum skólum, heldur að lágmarkssamræming verði á milli skóla á þeim markmiðum, sem reynt sé að ná. Hugsunin að baki þessu er sú, að tryggja rétt nem- enda til sambærilegs náms í ólíkum skólum. Nú er þessum málum þannig háttað, að um enga sam- ræmingu er að ræða af hendi ráðuneytisins. Það sendir eftirlits- menn sína í skólana reglulega til að meta skólastarfíð. Þeir skila skýrslu, sem lögð er fyrir ráðuneyt- ið og skólanefnd viðkomandi skóla. Ráðuneytið hefur þó takmarkað vald til að framfylgja ráðleggingum í slíkri skýrslu. í þriðja lagi hefur Baker lagt til að skólar verði fjárhagslega sjálf- stæðir. Það þýðir að skólastjóri eða yfirkennari verði fjármálastjórar skólanna. Á hveiju ári verði skólum úthlutað tiltekinni upphæð, en það verði á valdi hvers skóla, hvemig þeirri upphæð sé varið. Þetta fyrir- komulag hefur verið reynt nú í Skólamál verða ofarlega á baugi í komandi kosningum í Bretlandi. nokkur ár í Cambridge-skíri og gefízt vel. Skólum hefur verið betur stjómað og þeir hafa haft meiri Qárráð til þeirra hluta, sem þeir vilja, en ella væri. Þeim hefur tekizt að spara fé, sem þeim tókst ekki áður. En þetta þýðir líka að skólastjómendur þurfa að læra að fara með flármál. Þeir, sem búið hafa við þessa skipan, hæla henni á hvert reipi og segja að mun minni tími fari í fjármál en ýmsir haldi í fyrstu. í fjórða lagi hefur Baker lagt til að tekin verði upp próf, sem lögð verði fyrir alla anemendur Ijórum sinnum á skólaferlinum: við 7 ára, II ára, 14 ára og 17 ára aldur. Þessi hugmynd hefur fallið í grýtt- an jarðveg hjá kennurum. Þeir telja að verið sé að hverfa aftur til skipu- lags, sem ríkti fyrir áratug eða meir og nafí verið úr sér gengið. Kenneth Baker segir, að hér sé einungis verið að veita nemendum upplýsingar um stöðu þeirra með sem gleggstum og áreiðanlegust- um hætti og þessi próf eigi ekki að velja nemendur og ákveða örlög þeirra með jafn afdrifaríkum hætti og þau gerðu áður. Þau eru líka tæki til að tryggja sambærilega menntun í ólíkum skólum. Gömlu lögin úrelt Kenneth Baker hefur boðað að allar þessar tillögur verði í nýjum lögum, sem sett verði um skóla í landinu, sigri íhaldsflokkurinn í næstu kosningum. Þau myndu ger- breyta skólakerfínu. Þau lög, sem nú eru í gildi, eru frá 1944 og eru kennd við Rab Butler, þáverandi menntamálaráðherra íhaldsflokks- ins. Þau voru á sinni tíð talin mikið framfaraspor fyrir menntun í landinu. I þeim var kveðið á um að bæjar- og sveitarstjómir skyldu sjá um skólahald upp að stúdents- prófí. Ekki var um neina frekari samræmingu að ræða. Háskólamir sáu svo til þess að nemendur fengju réttan undirbúning undir háskóla- nám til dæmis með krcfum um inntökupróf. Kenneth Baker telur að sveitarstjómimar séu nú alls vanhæfar um að sjá um skólahald- ið vegna þess hve þær hafí ríka tilhneigingu til að blanda stjóm- málum inn í rekstur skólanna. Þannig hafa ýmsar bæjarstjómir í London til dæmis beitt harkalegum áróðri gegn kynþáttahatri í skólum, sem hefur komið niður á kunnáttu bama í lestri, skrift og reikningi. Nýjasta dæmi þess er í Brent- hverfínu í London, en skýrsla um skólahald þar var gefin út nýlega. í henni kemur fram að mjög skort- ir áhuga og aga hjá nemendum, kennarar sumir hverjir illa hæfír og vantreysta yfírvöldum. Annað atriði úr lögunum, sem var einnig orðið úrelt, kvað á um samninga kennara um laun við nefnd, sem valin var af sveitar- stjómum, kennarasamtökum og ríkinu, svokallaða Bumham-nefnd. í raun réðu kennarar í henni því, sem þeir vildu. Þeir gátu að vísu ekki stjómað því hvaða upphæð var til skiptana á hveijum tíma, en þeir gátu ráðið því hvers konar launakerfí kennarar bjuggu við. Þessi nefnd var orðin gagnslaus að allra mati. í nýjum lögum, sem tóku gildi í mars sl., var þessi nefnd aflögð, en menntamálaráðherran- um fengið vald til að ákveða kaup og kjör kennara í allt að þijú ár, ef hann næði ekki samkomuiagi við samtök kennara. Þessum lögum hefur Baker beitt og kennarar eru æfir yfír. Kenneth Baker fékk því fram- gengt innan ríkisstjómarinnar, að kennurum var boðin 16% launa- hækkun á tveimur ámm. Til þess fékk hann 600 milljónir punda, en fjármálaráðherrann, Nigel Lawson, og embættismenn hans voru þessu mjög andvígir. Þessi hækkun er töluvert umfram hækkun annarra launþega. En Baker krafðist þess að launakerfí kennara yrði tekið til rækilegrar endurskoðunar. Hann vildi lækka byijunarlaun, en gera kennurum kleift að hækka mjög verulega í launum ef þeir stæðu sig. Um aðferðina við að meta frammistöðu kennara í starfi hafði náðst samkomulag í meginat- riðum, þegar slitnaði upp úr samningunum vegna þess að kenn- arar kröfðust meiri hækkunar en Baker bauð. Þegar svo var komið ákvað Kenneth Baker að láta reyna á nýju lögin og ákvað launahækkun kennara upp á sitt eindæmi, lét semja drög að samningi, sem hver kennari verður að skrifa undir per- sónulega, þar sem nákvæmlega er kveðið á um vinnuskyldu hans. Á næstu vikum munu kennarar skrifa undir þennan samning við ríkið. Á ársþingum sínum um páskana ák- váðu tvö stærstu stéttarfélög kennara að túlka þennan samning mjög bókstaflega. En ákvörðun Bakers að framfylgja nýjum lögum hefur farið mjög illa í stéttarfélög kennara, eins og búast mátti við, og skýrir hvers vegna slík harka hefur verið í yfírlýsingum þeirra og þær verkfallsaðgerðir, sem þau hafa gripið til. Þau saka Baker um að svipta kennara samningsrétti, en hann svarar því til að innan þriggja ára verði að vera komin á sameiginleg nefnd ríkisins og kenn- ara til að semja um kaup og kjör. Hér sé því einungis um tímabundna ráðstöfun að ræða. Baker telur að aðgerðir kennara njóti ekki stuðn- ings almennings og foreldra, sérstaklega í ljósi þeirrar kaup- hækkunar, sem þeir fengu. Hann metur það svo að aðgerðir kennar- anna komi verst niður á þeim sjálfum. En hveijar sem afleiðingar kenn- araverkfallanna verða er alveg ljóst, að menntamál verða átaka- mál í komandi kosningum. Fiskur og fagurt Kf í Dallas Velgengni sjávarútvegsins fagnað á ársþingi NFI Eftirívar Guðmundsson Forystumenn í sjávarútvegi Bandaríkjanna og víðar að úr heiminum, þar á meðal frá ís- landi og öðrum Evrópulöndum, fjölmenntu á 42. ársþingp Sjávar- útvegsstofnunar Bandaríkjanna (National Fisheries Institute), sem að þessu sinni var haldið í Dallas, Texas. NFI er áhrifamesta hags- munafélag sjávarútvegsiðnaðar- ins i Bandaríkjunum og þeirra, sem versla með f iskmeti á Banda- ríkjamarkaði. Markmið NFI er að stuðla að aukinni neyslu sjáv- arafurða, búa í haginn fyrir útgerð og fiskverslun og sjá til þess að jafnan sé nægjanlegt fiskmeti fyrir hendi til að full- nægja eftirspurn og þörfum neytenda. Fagurt líf og f iskur Það er ekki ólíklegt að vinsældir ársþinga NFI stafí af því að þar er blandað saman starfí og leik. Þingin eru haldin til skiptis í stór- borgum Bandaríkjanna, frá New York til Honolulu. Stór gistihús þarf til að hýsa þingheim, sem er um 1000 til 1200 manns. Fyrsta degi þingsins er venjulega varið til leika, stundað er golf, sund, eða tennis og aðrar útiíþróttir. Fyrsta kvöldið verður móttaka forseta samtakanna, þar sem boðið verður uppá það besta sem fæst á staðnum af fískmeti, fyrst og fremst, en kjöt þó ekki útilokað. Árdegis næsta dag hefjast nefnd- arstörf sem halda áfram sleitulaust þar til þinginu lýkur. Nefndir eru margar og skipta verkefnum með sér, en auk þeirra starfa og lands- hlutanefndir, sem fjalla um byggða- vandamál. Ekkert sem snýr að Morgunblaðið/Björn Pálsson Nemendurnir sex sem ljúka prófi nú í vor, talið frá vinstri: Guðni Ágústsson, Gylfi Garðarsson, Ásgeir Guðjónsson, Tryggvi M. Bald- vinsson, Guðrún Ingimundardóttir óg Helgi Pétursson. Verk eftir þau verða flutt á tónleikum í kvöld og annað kvöld. Tónfræðideild Tónlistarskólans: Tónverk eftir sex nemendur á tónleikum TÓNFRÆÐIDEILD Tónlistar- skólans í Reykjavík heldur tvenna tónleika, þar sem flutt verða frumsamin tónverk eftir sex nemendur sem ljúka prófi í vor. Fyrri tónleikamir verða í dag, fimmtudaginn 7. maí, í Langholts- kirkju kl. 20.30. Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur undir stjóm Arthur Weisberg, og flutt verða hljómsveitarverk eftir Helga Pét- ursson, Guðna Ágústsson, Guðr- únu Ingimundardóttur og Tryggva M. Baldvinsson. Síðari tónleikarnir verða föstu- daginn 8. maí í húsakynnum skólans að Laugavegi 178, Bol- holtsmegin, kl. 18.00. Flutt verða verk eftir Ásgeir Guðjónsson og Gylfa Garðarsson. Flytjendur eru kór Tónlistarskólans í Reykjavík, hljóðfærahópur nemenda skólans og annarra en stjómandi er Snorri S. Birgisson. Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.