Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 23 sjávarútvegi er NFI-þingum óvið- komandi, sem og sjá mátti á dagskránni. Þar var m.a. rætt um nýtísku tæknibúnað fiskiskipa, hvaða málning væri heppilegust á skipin og allt þar á milli. Það er mjög algengt að eiginkon- ur þingfulltrúa fylgi þeim til þingsins. Þeim er sérstaklega séð fyrir dægrastyttingu með ferðalög- um um nágrennið til að kynna þeim það sem markvert þykir. Ársþing- inu lýkur svo með kvöldverði og dansi. Fróðleg’ erindi Á hverjum degi, í sambandi við málsverði, eru haldnir fyrirlestrar um dægurmál eða stjómmál. Að þessu sinni var aðalræðumaður ráð- stefnunnar rithöfundurinn John Naisbitt, sem skrifaði metsölubók- ina „Megatrend". í þeirri bók, sem vakti mikla athygli innan og utan Bandaríkjanna, spáði höfundur í helstu stórstrauma í bandarísku þjóðlífi. Það þykir hafa komið fram sem höfundur sagði í bókinni. Á ársþinginu spáði hann í framvind- una fram undir næstu aldamót. Aðrir fyrirlesarar voru fótboltahetj- an Roger Staubach frá „Dallas Cowboys" og Nóbelsverðlauna- læknirinn Michael S. Brown, sem •kunnur er fyrir blóðfiturannsóknir sínar. Velgengui sjávar- útvegsins fagnað í setningarræðu sinni benti for- seti NFI, Charles Guliano, á, að það hefði verið langur aðdragandi að þeirri velgengni sem sjávarútvegur- inn ætti nú að fagna. Það hefði hvorki komið af sjálfu sér né fyrir- hafnarlaust, að á síðustu fjórum árum hefði fiskneysla í Banda- ríkjunum aukist um 20 prósent. Samkvæmt síðustu opinbem heim- ildum hefði fiskneysla aukist, í Bandaríkjunum úr 14,4 pund á hvert mannsbam árið 1985 í 14,7 Lee Wedding, framkvæmdastjóri Sjávarútvegsstofnunar Banda- ríkjanna. pund árið 1986. Þessi árangur hefði náðst þrátt fyrir hækkandi verð á fiskmeti. Forsetinn benti og á, að margar hendur hefðu lagt hönd á plóginn til að ná þessum glæsilega árangri, enginn einn hópur ætti hér allan heiðurinn. Hann skiptist milli sjó- mannanna, sem hefðu tekið upp endurbættar aðferðir í meðhöndlun físksins, fiskiðnaðarfólksins, sem hefði gert sitt til að búa svo um fiskinn, að hann væri gæðavara, lækna og vísindamanna, sem hefð sýnt fram á heilnæmi fiskáts, sölu- manna, sem hefðu sannfært kaupendur um gæðin og fjölmiðla- fólks, sem hefði gert sitt til þess að almenningur hefði fengið vitn- eskju um hollustu fískmetisins. 360 milljónir til upplýsingastarf semi í fyrra vann NFI að mörgum Guðjón B. Ólafsson var endur- kjörinn formaður Hagsmunafé- lags f iskinnf lytj enda frá Norðurlöndunum og Kanada. hagsmunamálum sjávarútvegsins með góðum árangri. Mörg þessara mála komu til kasta þjóðþingsins. Eitt þeirra var viðleitni NFI til að fá þjóðþingið til að samþykkja fjár- veitingu til upplýsingastarfsemi fyrir sjávarútveginn. Þetta gekk vel og þingið samþykkti 9 milljóna doll- ara (360 milljónir ísl. króna) fjár- veitingu í þessu skyni. Nefnd verður skipuð í þetta mál á næstunni til að framkvæma vilja þingsins. Það er þegar tryggt, að NFI fær full- trúa í þessa nefnd. Sjávarútvegs- mál á þingi Helstu málin, sem tekin verða upp í bandaríska þjóðþinginu á þessu ári, sem skipta máli fyrir sjáv- arútveginn, eru veiðiréttindi sport- veiðimanna og atvinnusjómanna. Matvælaeftirlitið hefur lagt til, að á fískafurðum verði upplýsingamið- Othar Hansson hafði orð fyrir þeirri nefnd Sjávarútvegsstofn- unar Bandaríkjanna, sem fjallar um námsstyrki. ar, sem segi til um næringargildi og þessháttar. NFI hefír lagt fram breytingartillögur við þessari til- lögu. Kalifomia og Oregon-ríki leggja fyrir þingið tillögur um að banna reknetaveiði í Kyrrahafínu. Vilja ríkin að sett verði alríkislög um þetta atriði. Frumvarp liggur fyrir þinginu um að bannað verði að fleygja plastefnum í sjó. Banda- ríkjamenn og Kanadamenn hyggja á viðræður um fijáls viðskipti milli þjóðanna, sem myndi hafa áhrif á fískinnflutning frá Kanada. Það hefir verið þymir í augum þessara þjóða hvað erlend fiskiskip ganga hart að þorskstofninum í Norður-Kyrrahafí. Bandaríkjamenn hafa í hyggju að setja lög sem myndu þvinga eigendur fiskverk- smiðja til að tilkynna starfsfólki sínu, með nokkmm fyrirvara, ef þeir hafa í hyggju að leggja verk- smiðjuna niður. NFI er andvígt slíkum lögum. Víðtæk upp- lýsingastarf semi NFI starfar stöðugt að víðtækri upplýsingastarfsemi og hefur gott samband við íjölmiðla. Upplýsinga- skrifstofan gefur út fréttabréf og útvegar ræðumenn til funda og ráðstefna um sjávarútveg. NFI hefír stofnað til ráðstefnu meðal blaðamanna, sem skrifa um mat. Gert hefir verið sjónvarps- og myndabandaefni um fiskmeðferð - og fiskrétti, sem dreift er á heimili og matstofur. NFI leggur mikla áherslu á upplýsingastarfsemina, einkum fyrir föstutímabilið er fisk- neysla almennings eykst af trúar- legum ástæðum Fyrir tilstilli NFI er októbermán- uður ár hvert nefndur fískmánuður, en þá er lögð sérstök áhersla a að hvetja til fískáts. íslendingar, sem annast fískinn- flutning til Bandaríkjanna, hafa gegnum árin verið ötulir stuðnings- menn NFI og hafa gegnt ábyrgðar- og virðingarstöðum innan félagsins. Á þessu þingi var Othar Hansson talsmaður námsstyrkjanefndar NFI. Hagsmunafélag fiskinnflytjenda frá Norðurlöndunum og Kanada (North Atlantic Seafood Associati- on) hélt að venju aðalfund sinn í sambandi við þing NFI. Guðjón B. Ólafsson var endurkjörinn formaður samtakanna. Aðalskrifstofa NFI er í Wash- ington DC. Framkvæmdastjóri samtakanna er Lee J. Weddig. Hann verður aðalræðumaður á fundi íslensk-ameríska verslunar- ráðsins, sem fyrirhugaður er í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna þann 12. maí nk. Efni erindis hans verður: „Viðskiptahömlur, við- skiptalögsaga, eða vaxandi kröfur um viðskiptajöfnuð hvað varðar fiskverslun". Ingvi S. Ingvarsson, sendiherra, mun tala á fundinum um viðskiptamál íslands og Banda- ríkjanna. Markus tískuhús Austurstræti 10a, 4. hæð. Sími 22226. Markus larkus arku r< i Markus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.