Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 - Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Blikur á lofti velferðar Hagstæð ytri skilyrði og stefnufesta stjómvalda í efnahagsmálum hafa fært áþreifanlegan bata í þjóðarbúið. Batamerkin sögðu víða til sín á liðnu ári. Hagvöxtur var meiri en um árabil. Viðskiptajöfnuður við umheiminn var jákvæður í fyrsta sinn síðan 1978. Nettó- skuldir þjóðarbúsins erlendis lækkuðu sem hlutfall af lands- framleiðslu úr 56,6% í 48,6%. Verðbólga náðist niður í 13% frá upphafi til loka ársins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkaði umtalsvert. Hinsvegar eru blikur á lofti íslenzkrar velferðar. í fyrsta lagi er verðbólgustig í helztu samkeppnislöndum okkar að- eins 2-4% — og enn er langt í land jafnstöðu við þau, að þessu leyti. í annan stað er verðbólgan eins og „falinn eldur“ í þjóðar- búskap okkar, sem blossað getur upp, ef víxlspor verða stigin. í þriðja lagi ríkir nokkur óvissa bæði í vinnumarkaðs- og stjómmálum. Um þetta efni sagði Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, á ný- afstöðnum ársfundi bankans: „Sé á hinn bóginn litið til þróunar þjóðarútgjalda virðist ljóst, að vöxtur þeirra stefni að öllu óbreyttu verulega umfram hækkun þjóðartekna, sem mundi þýða umtalsverðan við- skiptahalla við útlönd. Aukinni eftirspum hefur énnfremur fýlgt spenna á vinnumarkaði, jafnframt því sem átök um launahlutföll milli stétta og starfshópa hafa grafið undan þeirri samræmingu í launa- stefnu, sem náðist á síðasta ári. Allt eru þetta merki um vaxandi jafnvægisleysi í þjóðar- búskapnum, sem á skömmum tíma gæti eyðilagt árangur und- anfarinna ára, ef ekki tekst að marka að nýju sterka og sam- ræmda stefnu í efnahagsmál- um . . Það er vissulega tímabært að vara við hættuboðum ójafn- vægis í vinnumarkaðs-, at- vinnu- og efnahagsmálum, sem nú bryddar á, sem og þenslu- áhrifum viðvarandi ríkissjóðs- halla, eins og Seðlabankastjóri gerir. Það jafnvægi og sá stöð- ugleiki, sem unnizt hefur á liðnu kjörtímabili, að ógleymdu at- vinnuöryggi hér á landi á sama tíma og atvinnuleysi er þjóðar- böl hjá flestum grannríkjum okkar, er þjóðarheildinni alltof mikils virði til þess glutra niður um skammsýni og sundurlyndi. Ef íslenzkt sundurlyndi leysir verðbólguna úr læðingi á ný liggur leiðin niður í kjaralegan öldudal nýrrar efnahagskoll- steypu, sem þjóðin þekkir af biturri reynslu. Fjármagns- markaður Eitt mikilvægasta efnahags- markmið íslendinga er efling innlends sparnaðar. Ekki aðeins fyrir sparenduma sjálfa, sem treysta efnahagslegt sjálf- stæði og öryggi sitt, heldur ekki síður fyrir atvinnulífíð og hvers- konar uppbyggingu í þjóðfélag- inu, að ógleymdri nauðsyn þess að lækka áhvílandi erlendar skuldir. Ekkert hefur leikið inn- lendan spamað né íslenzka peningakerfið verr en verðbólg- an, sem náði raunar hámarki fyrir aðeins fjómm áram. Hjöðnun verðbólgu og já- kvæðir vextir hafa reist innlend- an peningasparnað úr rústum. Peningalegur spamaður í heild, sem nam 47% af landsfram- leiðslu 1980, var kominn upp í 80% á liðnu ári, sem er 70% raunaukning. Raunaukning frjáls spamaðar (innlán og spariskírteini) var 52% á sama tíma. Spumingin er einfaldlega sú, hvort þau skilyrði, sem leiða til peningaspamaðar, verða fest í sessi, eða brotna í nýrri verð- bóiguöldu. Nýjar ávöxtunarleiðir spam- aðar hafa og komið til. Seðla- bankastjóri komst svo að orði á ársfundi bankans: „Skipulagsbreytingar í átt til meira fijálsræðis, sem gerðar hafa verið á undanfömum áram, hafa átt veigamikinn þátt í því að hér hefur þróazt öflugri og opnari fjármagnsmarkaður." Fjármálafyrirtæki hafa risið upp til hliðar við hefðbundnar innlánsstofnanir, eins og í öðr- um vestrænum ríkjum. Um þetta efni sagði Seðlabanka- stjóri: „Hins vegar þurfa stjómvöld að fylgjast vandlega með þróun þessara mála, bæði til þess að tryggja heilbrigðan vöxt þessa markaðar og öryggi þeirra, sem þar eiga viðskipti. Einnig er mikilvægt að sambærilegar relgur gildi um starfsemi allra fj ármál astofnana, þannig að ekki séu gerðar minni kröfur um öryggi og upplýsingagjöf ijármála- og verðbréfafyrir- tækja en gerðar era til innláns- stoftiana . . .“ •*rr>0* ÓLAFUR 24 JÓHANNESSON DAGAR Hve langan tím FORMLEGAR stjórnarmyndun- arvlörasður fara senn (hönd. Af því tilefnl verður hér blrt lauslegt yf Irllt (dagsetnlngar) um stjórnarmyndunarviðrmöur aA loknum kosnlngum tll Al- þingls 1971,1974,1978,1979 og 1983. Á þessu tímablli hefur skemmst IIAIA mánuAur frð kosnlngum tll stjórnarmyndun- ar, lengst rúmlr tvelr mánuAir. Formenn flokkanna hafa haft formlegt umboA til stjórnar- myndunarvlArmAna mjög mislengl á hendl, lengst IftlA eltt á annan mánuA. Stjórnarmyndun 1971 13. júní 1971: Alþingiskosning- ar. 15. júní: Ríkisstjóm Jóhanns Hafstein (viðreisnarstjórn: sam- stjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks) biðst lausnar. 19. júní: Ólafí Jóhannessyni, for- manni Framsóknarflokks, falið að leiða formlegar stjómarmyndunar- viðræður. 13. júlí: Ólafur Jóhannesson myndar vinstri stjórn, samstjóm Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, réttum mánuði eftir kosningar. Stj órnarmyndun 1974 30. júní 1974: Alþingiskosning- ar. 2. júlí: Ríkisstjóm Ólafs Jóhann- essonar biðst lausnar. 3. júlí: Forseti ræðir óformlega við forystumenn stjómmálaflokk- anna. 5. júlí: Forseti felur Geir Hall- grímssyni, formanni Sjálfstæðis- flokks, að leíða formlegar stjómar- myndunarviðræður. 25. júlí: Geir Hallgrímsson skilar umboði eftir 20 daga viðræður. 25. júlí: Forseti felur Ólafi Jó- hannessyni, formanni Framsóknar- flokks, stjómarmyndunarviðræður. 26. júlí — 13. ágúst: Ólafur Jóhannesson reynir endurreisn vinstri stjómar. 13. ágúst: Slitnar endanlega upp úr vinstristjómarviðræðum. 14. ágúst: Þingflokkur sjálfstæð- ismanna felst á stjómarmyndunar- viðræður við Framsóknarflokkinn. 14. ágúst — 27. ágúst: Stjóm- armyndunarviðræður Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. 28. ágúst: Mynduð ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar (samstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks), sem sat út kjörtímabilið. Tæpir tveir mánuður (58 dagar) frá kosningum til stjómarmyndunar. Stj órnarmyndun 1978 25. júni 1978: Alþingiskosning- ar. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir STEFAN FRIÐBJARNARSON 1974 58 DAGA 1971 30 DAGAR GE R HALLGI ÓLAFUF JÓHANf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.