Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987
45
matinbœu...
Frönsku sportgallarnir nýkomnir
í mörgum gerðum og litum.
matinbleu...
Þægilegir
fallegir
vandaðir.
unuF
Glæsibæ, sími 82922.
3 5- T A'
með MS sam-
lokum -hvar
og hvenær
Góðar s*undir
Minning:
ÓlafurÞ. Sigurðs-
son bifreiðastjóri
Fæddur 27. febrúar 1921
Dáinn 2. maí 1987
Þegar góður vinur hverfur úr
hópi samferðamannanna verður
manni jafnan orðs vant. Þannig fer
mér nú er ég reyni að setja á blað
nokkur minningarorð um mág minn
Ólaf Þ. Sigurðsson, sem lést á Borg-
arspítalanum 2. maí sl. eftir mjög
þjáningarfullt stríð en hann verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju í
dag.
Ölafur Þorsteinn Sigurðsson,
eins og hann hét fullu nafni, var
fæddur hér í Reykjavík 27. febrúar
1921. Hann var elstur 7 bama hjón-
anna Sigurðar Þorsteinssonar,
kaupmanns á Freyjugötu 11 og
fyrri konu hans, Lilju Marteins-
dóttur. Með síðari konu sinni átti
Sigurður 3 böm. Ólafur var því elst-
ur 10 bama Sigurðar.
Ólafur átti að mörgu leyti erfið
bemskuár. Móðir hans missti heils-
una á besta aldri og árin eftir fyrri
heimsstyijöldina og kreppuárin
voru bammörgum fjölskyldum
þung í skauti.
Á unga aldri fór Ólafur til sum-
ardvalar í sveit eins og títt var um
kaupstaðarböm og er raunar enn.
Tólf ára gamall fer hann að heiman
til lengri dvalar, eða til að vinna
fyrir sér eins og sagt var. Með öðr-
um orðum alvara lífsins var tekin
við. Hann var á ýmsum bæjum
austan fjalls og raunar víðar. Ekki
er að efa að slíkar aðstæður hafa
sett mark sitt á lífsviðhorf hans
síðar á ævinni. Það gefur augaleið
að bamaskólanám hefur verið stop-
ult, en bamaprófi (fullnaðarprófi)
lauk Ólafur á tilsettum tíma í Mos-
fellssveit og var þá á Blikastöðum.
Eftir það lá leið hans til Húsavíkur
og hlaut hann þá nokkra kennslu
hjá Friðrik A. Friðrikssyni, pró-
fasti, og var Ólafi jafnan hlýtt til
síra Friðriks og konu hans.
Sextán ára gamall er Ólafur aft-
ur kominn til Reykjavíkur og vinnur
þá ýmis störf er til féllu, m.a. á
bifreiðaverkstæði hjá Steindóri Ein-
arssyni. Snemma árs 1940 tekur
hann meirapróf bifreiðastjóra og fer
að aka leigu- og langferðabílum.
Hann ók um skeið áætlunarbíl til
Þingvalla hjá Gunnari Guðnasyni á
BSI, en lengst af ók Ólafur eigin
leigubifreið.
Eftir að hann hætti leigubíla-
akstri var hann allmörg ár við
lager- og útkeyrslustörf hjá Mið-
stöðinni hf., en síðustu fímmtán
árin starfaði hann í Álverinu í
Straumsvík eða þar til á síðasta
hausti að heilsa hans brást.
Ólafur kvæntist Sigríði Davíðs-
dóttur frá Patreksfirði árið 1944.
Sameiginlega sköpuðu þau sér hlý-
legt og fallegt heimili, lengst af í
eigin húsnæði, nú síðustu árin að
Nökkvavogi 3 hér í borg. Ólafur
og Sigríður eignuðust þrjú böm og
eru þau talin í aldursröð þessi: Jó-
hanna Andrea gift Guðna Gunnars-
syni vélstjóra, þau eiga 6 böm og
búa á Eskifirði; Urður sem gift var
Sigurði Bjamasyni skipstjóra frá
Bíldudal, en Sigurður lést fyrir
nokkmm ámm langt um aldur
fram, þau áttu 4 böm. Urður býr
á Isafirði og er sambýlismaður
hennar nú Guðjón A. Kristjánsson
skipstjóri. Yngstur bamanna er
Leifur vélstjóri sem kvæntur er
Jóhönnu Ólafsdóttur, þau eiga 2
böm og búa_ í Kópavogi.
Áður en Ólafur kvæntist Sigríði
eignaðist hann tvö böm, Sigurð
búsettan í Keflavík og Guðbjörgu
sem býr á Seltjamamesi.
Þannig er í stuttu máli lífssaga
Ólafs mágs míns. Henni svipar um
margt til lífssögu fjölmargra
ísienskra aíþýðumanna, sem lifðu
vals, en með elju og atorku hafa
skapað sér þolanleg lífsskilyrði.
Ólafur var fríður maður sýnum
og vörpulegur á velli. Hann var
snyrtimenni sem umgekkst alla
hluti af natni og nostursemi. Hann
var laghentur og mikilvirkur og
gekk með ákafa að verki. Hann var
ör í lund og gat jafnvel verið gáska-
fullur á stundum en innifyrir var
sérlega traustur og greiðvikinn
maður.
Ólafur átti sér ýmis hugðarefni.
Hann byijaði snemma að safna
frímerkjum og átti stórt frímerkja-
safn. Hann hafði mjög gaman af
að grípa í spil þegar tækifæri gafst.
Hann var í 17 ár formaður Bridge-
deildar Barðstrendingafélagsins, en
hann tók virkan þátt í starfsemi
þess félags og formaður Barð-
strendingafélagsins hefur beðið mig
að koma á framfæri sérstöku þakk-
læti til Ólafs fyrir störf hans í þágu
félagsins. Þá hafði hann mikið yndi
af lax- og silungsveiði og var slung-
inn veiðimaður. Ferðalög og útivera
voru honum ennfremur hugleikin.
Þegar ég nú kveð Ólaf Þ. Sig-
urðsson hinstu kveðju er mér efst
í huga þakklæti fyrir vinát.tu hans.
Þakklæti fyrir fiölmargar ánægju-
sem er.
Mjólkursamsalan
fltorjgmifrlðfrifr
MetsökMadáhveijumdegi!
ég líka mælt fyrir munn systkina
minna.
Genginn er góður drengur. Ég
og fjölskylda mín sendum Sigríði
systur minni og börnum hennar
innilegar samúðárkveðjur.
Vikar Davíðsson
I dag er til moldar borinn starfs-
félagi okkar og vinur, Ólafur Þ.
Sigurðsson, sem lést á Borgarspít-
alanum 2. maí sl. eftir erfiða
sjúkdómslegu.
Ólafur var fæddur 27. febrúar
1921 og var því rétt 66 ára er hann
lést.
Hann hóf störf hjá íslenska álfé-
laginu 3. nóvember 1971, fyrst í
steypuskála og síðan á rannsóknar-
stofu frá 1. febrúar 1978. Ólafur
vann öll þau störf sem honum voru
falin af mikilli samviskusemi og
natni. Hann var einstaklega lag-
hentur maður og kunni ráð við
mjög mörgu, sem kom vel í ljós
bæði heima fyrir þar sem hann
hafði lagfært ýmislegt til betri veg-
ar og ekki síður á vinnustað þar
sem hann var alltaf tilbúinn með
góð ráð og hugmyndir. Við vinnufé-
lagamir minnumst Ólafs með
þakklæti og söknuði í huga og biðj-
um Guð að blessa minningu hans.
Við sendum Sigríði Davíðsdóttur
eiginkonu hans, bömum, tengda-
bömum og öðmm ættingjum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
Guð blessa þau og styrkja á þess-
ari stundu og um alla framtíð.
Starfsfólk rann-
sóknarstofu ÍSAL
Selen
Chróm
Glandin
heilsuefnin
BÍO VÍTAMÍNIN eru byggð á visindaleg-
um rannsóknum, enda orðin mest seldu
vítaminin á Norðurtöndum og viðar i
Evrópu.
• Bio-Selen + Zink hefur hjálpað gigt-
veikum, styrkir hjarta- og blóðrásarkerf-
ið, baetir ónæmiskerfið.
• Bio-Chrom hefur reynst sykursjúkum
vel og þeim er hafa of litinn sykur i blóð-
inu, kemur jafnvaegi á sykurinnihald
blóðsins. Eina lifræna Chrom-vitaminið
á markaðnum.
•Bio-Glandin-25, sterkasta gammalin-
oliusýran á markaðnum, hjálpar gigt-
veikum og styrkir ónæmiskerfið.
•SÖLUSTAÐIR: Árbæjarapótek,
Hoftsapótek, Lyfjaberg, Kornmarkað-
urínn, Mosfellsapótek, Garðabæjar-
apótek, Apótek Seltjarnarness,
IngóHsapótek.
•Bío-Seien umboðið.
Sendum í póstkröfu út á land.
P.O. Box - 10154,110 Reykjavik,
sími 91-76610.
Frábær mynd- og tóngæði!
Einstök ending!
VHS: 60,120,180 og 240 mínútna.
Beta:130 og 195 mínútna.
m
HfíNS PETERSEN HF
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT!