Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987
Sjónvarpsstjömu-
stríð í Frakklandi
París, frá Torfa H. Tulinius, fréttaritara Morgunblaðsins.
Á undanförnum vikum hefur dregið til tíðinda í frönskum sjón-
varpsmáium. Þremur sjónvarpsstöðvum hefur verið úthlutað til nýrra
eigenda. Tvær voru þegar í einkaeign, en fyrir tæplega hálfum
mánuði seldi franska ríkið auðjöfrinum Francis Bouygues helming
hlutafjár og rekstrarleyfi elstu og stærstu ríkisreknu sjónvarpsstöðv-
arinnar, Télevision francaise 1 eða TFl. Þar með lauk þriggja ára
löngu skeiði í franskri fjölmiðlasögu, en á þessum árum hefur ríkið
verið smám saman að binda enda á einokunarstöðu sína í sjón-
varpsrekstri.
Nú eru sjónvarpsstöðvamar í
landinu orðnar sex. Tvær eru í eigu
ríkisins en fjórar í höndum einkaað-
ila, en tímabil óheftrar samkeppni
þessara sjónvarpsstöðva um áhorf-
endur og auglýsingarekjur er að
fara í hönd. Þetta varð öllum Iands-
mönnum ljóst miðvikudaginn 22.
apríl þegar nokkrir af vinsælustu
skemmtikröftum, sem hafa átt
veigamikinn þátt í að tryggja TFl-
stöðinni yfirburði, tilkynntu að þeir
hefðu þegið tilboð stjómenda
fimmtu stöðvarinnar, sem einnig
er í einkaeign, um að koma til
starfa hjá henni með haustinu, vita-
skuld gegn því að tekjur þeirra yrðu
stórauknar.
Þetta er mikið áfall fyrir hina
nýju eigendur TFl, því í hinu háa
verði sem þeir greiddu fyrir stöðina
(rúmir 20 milljarðir íslenskra króna)
var m.a. reiknað með vinsældum
áðumefndra skemmtikrafta. Nú er
fyrirsjáanlegt að auglýsingatekjur
stöðvarinnar verði ekki eins miklar
og gert var ráð fyrir. Einnig er
augljóst að mikið fjölmiðlastríð
muni geisa hér á næstu misserum,
og að hart verði barist um sjón-
varpsstjömumar og þá áhorfenda-
hópa sem fylgja þeim. Francis
Bouygues, hinn nýbakaði eigandi
TFl, lýsti því yfir á dögfunum, að
það væri ekki markaður fyrir allar
þessar sjónvarpsstöðvar, sem höfða
til sömu áhorfendahópa, óhjá-
kvæmilegt væri að einhveijar þeirra
vikju og að líklegast yrðu það ríkis-
reknu stöðvamar FR3 og Antenne
2.
Frá ríkiseinokun til
frjálsrar samkeppni
Áður en athugað er hvað er í
veði í þessu stjömustríði, sem stend-
ur nú yfir á bak við sjónvarps-
skerma frönsku þjóðarinnar, væri
ekki úr vegj að rekja í stuttu máli
fjölmiðlasögu síðustu ára hér í
landi, til að lesendur geti skilið
hvers vegna ástandið er eins og það
er í dag. Eins getur reynsla Frakka
verið forvitnileg íslendingum, því
við emm á sömu braut og þeir, þó
þeir séu komnir nokkmm skrefum
lengra.
Þegar Giscard d’Estaing var
kjörinn forseti 1974 vom aðeins
tvær sjónvarpsstöðvar í landinu,
báðar í eig^u ríkisins og undir sterku
eftirliti þess. Á valdaárum hans var
þriðja stöðin búin til en henni var
ætlað að þjóna landsbyggðinni.
Einnig var ORTF, þ.e. ríkisútvarp
Frakka, leyst upp í smærri eining-
ar. Útvarp og sjónvarp vom aðskilin
og hverri sjónvarpsstöð var ætlað
að starfa sjálfstætt og keppa við
hinar.
Ekki sáu sósíalistar ástæðu til
að hrófla við þessu fyrirkomulagi á
fyrstu valdaámm sínum, nema ef
vera skyldi til að auka sjálfstæði
fréttastofa sjónvarpsstöðvanna.
Þeir höfðu sakað Giscard um að
misnota ríkisfjölmiðlana til að
hampa sér og sínum mönnum á
kostnað stjómarandstöðunnar.
Þegar þeir tóku við stjóm létu þeir
nokkra fræga stuðningsmenn Gisc-
ard innan sjónvarpsins vfkja, en til
að fyrirbyggja að unnt yrði að saka
hann um sams konar misbeitingu á
valdi sínu og fyrirrennari hans lét
Mitterrand búa til nýja stofnun, sem
hlaut nafnið Haute autorité de
l’audio-visuel eða æðstaráð ljós-
vakamiðla, en því er ætlað það
hlutverk að tryggja sjálfstæði þess-
ara miðla gagnvart ríkisvaldinu.
Upp úr 1983 stigu sósíalistamir
fyrstu skrefin í fjölgun sjónvarps-
stöðva og aukningu á umsvifum
einkafjármagns í fjölmiðlunarmál-
um. Þá var stofnuð fjórða sjón-
varpsstöðin, Canal Plus. Sú stöð er
„mgluð" eins og Stöð 2 á íslandi,
og þarf einnig að borga aukagjald
fyrir afnot af henni. Auglýsingafyr-
irtækið Havas á meirihlutann í
þessari sjónvarpsstöð en ríkið á
Havas enn sem komið er.
Herða tók á atburðarásinni á
síðustu mánuðum valdatíðar sósíal-
ista, þegar ljóst var orðið að þeir
yrðu ekki áfram við stjóm eftir
kosningar. Þá leyfðu þeir stofnun
tveggja nýrra sjónvarpsstöðva,
fimmtu og sjöttu stöðvarinnar, en
þær stöðvar skyldu vera algerlega
í eigu einkaaðila. Sjötta stöðin
skyldi vera popptónlistarstöð, og
því höfða fyrst og fremst til ungl-
inga en fimmta stöðin skyldi senda
út almennt sjónvarpseftii.
Spaghetti-sjónvarp
Hægri flokkamir litu það heldur
óhým auga að Mitterrand og hans
menn skyldu vera fyrstir til að ríða
á vaðið með að leyfa einkarekstur
á sjónvarpsstöðvum. Slíkar ráðstaf-
Francis Bouxy
anir vom búnar að vera alllengi á
stefnuskrá þessara flokka en
ákvörðun Mitterrand kom nokkuð
á óvart. Þegar í ljós kom hverjum
yrði gefíð leyfi til að reka fimmtu
stöðina gátu talsmenn þeirra bent
réttilega á að annar þeirra sem
fengu leyfið er náinn vinur Mitter-
rand, Jérome Riboud að nafni, en
sá fékk stöðina í félagi við ítalska
sjónvarpskónginn Silvio Berlusconi.
Þetta mál varð vatn á myllu and-
stæðinga Mitterrand í kosningabar-
áttunni í fyrra. Annars vegar var
honum fært að sök að misnota að-
stöðu sína til að koma sínum
mönnum að, hins vegar um að
hleypa ómenningunni inn í landið,
því það sjónvarp sem Berlusconi
hefur upp á að bjóða byggir fyrst
og fremst á innantómum banda-
rískum framhaldsþáttum. Fimmta
stöðin gekk því undir nafninu spag-
hettístöðin vegna þjóðemis annars
eigenda hennar.
Þegar ríkisstjóm Jacques Chirac
tók til starfa fyrir rúmu ári var því
lýst yfir um leið að mikilla breyt-
inga var að vænta í sjónvarpsmálum
og þær létu ekki á sér standa. Eig-
endum fimmtu og sjöttu stöðvarinn-
ar var tilkynnt að stöðum þeirra
yrði úthlutað upp á nýtt, og að
æðstaráð ljósvakamiðla, sem sósíal-
istar höfðu stofnað til, yrði leyst
upp og öðru nýju komið á laggimar
Robert Hersault
í staðinn. Eins tilkynnti Francois
Léotard, fjölmiðla- og menningar-
málaráðherra, að hann hygðist selja
tvær af þremur sjónvarpsstöðvum
sem ríkið ætti.
Sjónvarp til sölu
Nú átti greinilega að stokka upp
í sjónvarpsmálum í Frakklandi. Léo-
tard hætti fljótlega við að selja
aðra ríkisreknu sjónvarpsstöðina en
þrátt fyrir það vom þijár áf sex
sjónvarpsstöðvum í boði og frá því
í haust hefur ýmislegt verið á seyði,
á opinbemm vettvangi og á bak við
tjöldin, sem óþarfi er að rekja hér
en mikið hefur verið skrifað um
þetta í blöðum héma í allan vetur.
Niðurstaðan hefur verið að koma í
ljós á síðustu vikum. Sjötta stöðin,
sem var áður tónlistarstöð og sem
er jafnframt minnsti bitinn af þrem-
ur, rennur til franskra einstaklinga
sem hyggjast gera hana að stöð sem
sendir út almennt sjónvarpsefni.
ítalski fjölmiðlakóngurinn og
bragðarefurinn Silvio Berlusconi,
sem átti fimmtu stöðina ásamt vini
Mitterrand, skaut keppinautum sín-
um ref fyrir rass með því að hafa
vinaskipti á réttri stundu og mynda
bandalag við franska blaðakónginn
Robert Hersant, sem er mikill vinur
hægri flokkanna. Hersant og Ber-
lusconi fengu fimmtu stöðina og
hyggjast nú ná sér í eins stóran
hluta af auglýsingamarkaði Frakk-
Héraðssýn-
ing kynbóta-
hrossa á
Víðivöllum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda
héraðssýningu á Víðivöllum,
félagssvæði Fáks, á laugardag-
inn og verða þar tekin til dóms
kynbótahross af suðvestur-
horninu. Skráningu lauk á
mánudag, en ekki lá fyrir þeg-
ar þetta var skrifað hversu
mörg hross voru skráð.
Að sögn Þorkels Bjarnasonar
hrossaræktarráðunauts hefjast
dómstörf klukkan níu, en gert er
ráð fyrir að vera með einhveija
kynningu á bestu hrossunum
seinnipart dags. Þó ræðst það af
því hvort dómstörfum verður lokið
á skikkanlegum tíma og fer það
að sjálfsögðu eftir því hversu
mörg hross eru skráð.
Þá sagði Þorkell að ætlunin
væri að hafa númerakerfí þannig
að menn tækju sér númer þegar
þeir kæmu á staðinn, en með því
móti þyrftu menn ekki að bíða
þama tímunum saman með hesta
sjna. Sagði Þorkell að þeir myndu
afgreiða Ijögur eða fimm hross á
klukkustund svo menn gætu auð-
veldlega séð fyrir hvenær röðin
kæmi að þeim. Það er Búnaðar-
samband Kjalamesþings sem
stendur að sýningunni í samvinnu
við hestamannafélög á svæðinu.
í dómnefnd verða auk Þorkels
þeir Sveinbjöm Eyjólfsson, Þor-
móðsdal, og Guðmundur Sigurðs-
son, Hvanneyri.
Fáksmenn á
leið gegnum
Grafarholts-
land.
Félagar úr
hestamannafé-
laginu Herði
taka á móti
Fáksmönnum
eftir að þeir
koma yfir
Korpu og gera
flestir stuttan
stans við klett-
ana í Blikastað-
alandi sem er
orðinn löggilt-
ur áningastað-
ur hestamanna
sem þarna fara
um.
Snævi þakin jörð var í -
Hlégarðsreið Fáksmanna
ÞAÐ leit ekki vel út með hina
árlegu Hlégarðsreið Fáksmanna
þegar þeir litu út um gluggann
að morgni 1. mai og við þeim
blasti 20 sentimetra jafnfallinn
snjór og flestir búnir að járna
hesta sína á sléttskeifur.
Á tímabili leit út fyrir að ferðinni
yrði aflýst eða frestað og voru kven-
félagskonur í Mosfellssveit orðnar
áhyggjufullar um að þær sætu uppi
með allan baksturinn sem átti að
fara ofan í Fáksfélaga. Endirinn
varð samt sá að lagt var' af stað
um tvöleytið og töldu mér)n að um
þijú hundruð hefðu tekið þátt í reið-
inni að þessu sinni en undanfarin
ár hefur þetta verið á bilmu ljögur
til fímm hundruð. Mikil sólbráð var
fyrri hluta dags en nokkur vindur
að norðan þegar kom í Mosfells-
sveitina. Voru menn fljótir í förum
enda frekar hráslagalegt þegar líða
tók á daginn og ekki fysilegt að
stansa lengi á áningarstöðum.