Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 18

Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Mikil imdánsaukmng hjá Sparisjóði Svarfdæla Dalvík. Á síðastliðnu ári jukust innlán i Sparisjóði Svarfdæla um 43,1% en hækkun lánskjaravísitölu nam 14,7%. Þetta er þriðja eða fjórða mesta innlánsaukning hjá sparisjóði á landinu á síðasta ári, en þeir eru 38 talsins. Heildarinnstæður í sparisjóðnum námu árið 1986 tæpum 200 milljónum króna. Hagnaður ársins varð um 2,2 milljónir króna, en það er nokkuð lægri upphæð en á árinu 1985. Samkvæmt ársreikningum nam eigið fé sjóðsins í árslok 35,5 millj- ónum króna sem er 14,5% af niðurstöðutölu efnahagsreiknings. Hækkun á eigin fé milli ára nam tæpum 30%. Þetta kemur fram í reikningum sparisjóðsins, en þeir voru lagðir fram á aðalfundi sjóðs- ins sem haldinn var nú fyrir skömmu. Sparisjóðurinn er eina peningastofnunin á Dalvík sem veitir alhliða þjónustu. Á síðasta ári var íjárfest í tölvubúnaði fyrir 3,5 milljónir króna og er hann með því fullkomnasta sem til er í banka- stofnunum í dag. Á aðalfundinum var tilkynnt úthlutun úr Menningarsjóði Svarf- dæla, en sá sjóður var stofnaður af Sparisjóði Svarfdæla í tilefni af 100 ára afmæli sjóðsins. Veittar voru úr menningarsjóðnum kr. 500 þúsund, kr. 350 þúsund til Byggða- safns á Dalvík, kr. 1000 þúsund til skólabókasafns á Húsabakka- skóla í Svarfaðardal og kr. 50 þúsund til gluggaskreytingar í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal. Á grundvelli nýrra laga um sparisjóði var gengið frá nýjum samþykktum um Sparisjóð Svarf- dæla. í framhaldi af því var ábyrgðarmönnum sjóðsins fjölgað um 10, úr 20 í 30. Kosnir voru 3 menn í stjóm sparisjóðsins og voru þeir allir endurkjömir. Auk þeirra sitja í stjórninni fulltrúi Dalvíkur- bæjar og einn fulltrúi Svarfaðar- dalshrepps. Eftirtaldir skipa stjóm Sparisjóðsins: Jóhann Antonsson frá Dalvíkurbæ, Hjörtur Þórarins- son frá Svarfaðardalshreppi, Baldvin Magnússon, Guðríður 01- afsdóttir og Óskar Jónsson. Spari- sjóðsstjóri er Friðrik Friðriksson. — Fréttaritarar. Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri. Ð SFI STJÓRNUNA RNAMSKEIÐ ERLEND NÁMSKEIÐ ÚTELUTNINCS- OC MARKA ÐSSKÓLI ÍSLANDS TÖL VUSKÓLl/ TÖL VUERÆÐSLA MIMIR MÁLASKÓLI/ RITARASKÓLI A NÁMSKEIÐ UM VERÐBRÉFAMARKAÐINN Síðastliðið haust efndi Stjórnunarfélag íslands til námskeiðs um Verðbréfamarkaðinn. Námskeiðið þótti vera mjög tímabærtþví þekking á eðli þessa markaðar hefur ekki vaxið tiljafns við umfang hans á undanförnum árum. Nú hefur verið ákveðið að endurtaka námskeiðið efnæg þátttaka fæst. Á námskeiðinu hefur verið fjallað um eftirtalda þætti: - Stefnumótun í fjármagnsupp- byggingu. - Mat á fjármagnsþörf. - Æskileg fjármagnsuppbygging. - Helstu tegundir verðbréfa á inn- lendum markaði og helstu form þeirra erlendis. - Þáttur verðbréfa (hlutabréfa og skuldabréfa) I fjárhagslegri uppbyggingu fyrirtækja, rekstri og fjárfestingu. — Tæknilega hliðin: útreikningur gengis, affalla, ávöxtunar og annars kostnaðar. — Tímaáætlanir við útgáfu og sölu verðbréfa. - Skattalegar ívilnanir við verð- bréfakaup. - Breytingará sparifjármarkaðinum og samanbúrður við ávöxtun sparnaðar í viðskiptaiöndunum. - Samanburður á núverandi sparn- aðarformum. - Helstu sjónarmið við ákvarðanatöku í verðbréfaviðskiptum: Einstaklingar - fyrirtæki - stofnanir. - Kröfur Verðbréfaþings Islands - tengsl við verðbréfasala - tengsl við fjölmiðla. - Ávöxtun inniends sparifjár í erlendum verðbréfum og/eða erlendum gjaldeyri. - Markaðssetnign verðbréfa. Námskeiðið er ætlað starfsfólki í fjármáladeildum fyrirtækja, opinberra sjóða og lífeyrissjóða og öllum þeim sem hafa áhuga á verðbréfaviðskiptum. Námskeiðið verður í umsjá Sigurðar B. Stefáns- sonar og Gunnars Helga Hálfdánarsonar með aðstoð starfsmanna Fjárfestingarfélags íslands, Kaupþings og Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans. Timi og staður: 13.-14. maí kl. 13.00-17.00 í Ánanaustum 15. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar í síma 621066. MULTIPLANII + CHART Stjórnunarfélagið hefur nú ákveðið að bjóða uppá framhaldsnámskeið í Multiplan, þar sem fariðerm.a. í neðangreind atriði forritsins, auk þess sem kennd verður notkun forritsins Chart. Chart forritið er frá sama framleiðanda og Multiplan og gerir myndræna framsetningu talna úr Multiplan mögulega. Þess má geta að forritið fer rétt með alla íslenska stafi. Fjallað verður m.a. um eftirfarandi: - Samtengingu reiknilikana á disk. - Að láta forritið teita að lausn (literation). - Notkun innbyggðra falla. - Notkun texta við uppbyggingu formúla. - Flutning talna til Chart. - Myndræna framsetningu talna með Chart. Þátttakendur: Námskeiðið erætlað öllum þeim sem setið hafa námskeið í Multiplan, eða hafa á annan hátt kynnt sér notkun þess, og vilja bæta við þekkingu sína í notkun forritsins. Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson kerfisfræðingur. Björn hefur haldið fjöld námskeiða um tölvur og tölvuvinnslu. Tími: 14., 15. og 18. maí, kl. 13.30—17.30. dBASEIII + Mest notaða gagnasafnskerfið á markaðnum I dag er dBASE 111+ sem fæst á flestar einkatölvur. Nú er dBASE 111+ komið á markað, enn fullkomnara en fyrri kerfi og mun auðveldara i notkun. Efni: - Um gagnasafnskerfi. - Skipulag gagna til tölvuvinnslu. - Uppsetning gagnasafns. - Fyrirspurnir. - Samfléttun gagnasafna. - Útreikningar og úrvinnsla. - Útprentun. Þátttakendur: Námskeiðið erætlað öllum þeim sem vilja tileinka sér hagkvæmni sem fylgir notkun gagna- safnskerfa við alls kyns gagnavinnslu. Leiðbeinandi: Valgeir Hallvarðsson, véltæknifræðingur. Tími: 11.—13. maí, kl. 13.30—17.30. m NÁMSKEIÐA NÆSTUNNI Notkunog meðferðeinkatölva 19.-22. mai Alvís Bókhaldskerfi 18.-21. maí Fjarskipti með tölvum 18.-19. maí Time Manager 18.-19. og 20.-21. maí Stjörnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.