Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAl 1987 Rekstur frystihúsa Sambandsins hallalaus REKSTUR frystihúsa innan Sambandsins var hallalaus eða hallalítill á síðasta ári. Afkoma húsanna var slæm framan af ári og fór reyndar versnandi er á leið. Á haustmánuðum hækkaði afurðaverð hins vegar talsvert og jafnaði út rekstrarhalla fyrri mánaða. Þessar upplýsingar komu ffarn í ræðu Árna Benediktssonar, ffam- kvæmdastjóra Félags Sambands- fískframleiðenda á aðalfundi félagsins síðastliðinn þriðjudag. Árni sagði ennfremur að greiðslu- staða frystihúsanna hefði hins vegar versnað verulega og væri í heild óviðunandi. Megin ástæða þess væri í fyrsta lagi að húsin væru með mikið lánsfé, ekki sízt vegna hallarekstrar fyrri ára, og lánin væru til mjög skamms tíma. Ennfremur þyrfti að vera nokkur hagnaður til þess að greiðslustaða héldist í horfínu í fyrirtækjum, sem væru í eðlilegri framþróun. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, var gestur fundarins og flutti árvarp í upphafí hans. Tryggvi Finnsson, formaður félags- ins (SAFF), rakti í ræðu það helzta, sem gerðist í málefnum sjávarút- vegs á siðasta ári. Hann minntist sérstaklega á niðurfellingu sjóða- kerfís sjávarútvegsins, námskeið fyrir fískvinnslufólk, breytingar á ifurðalánakerfí bankanna og end- urskipulagningu fjármagns físk- vinnslufyrirtælq'a. Á fundinum voru kynntar hug- myndir um nýja þróunardeild innan sjávarafurðadeildar Sambandsins með stuðningi framleiðenda og sölufyrirtækjanna erlendis. Hug- myndin væri að auka þróunarstarf verulega og afmarka það betur en áður með því að koma því fyrir í sérstakri deild, sem ekki sinnti öðr- um verkefnum. Þessar hugmyndir miðuðu meðal annars að því að gera frystihúsin betur hæf til að takast á við breytta starfsemi. Stefnt er að því að deildin taki til starfa á þessu ári. Á fundinum kom fram að fyrir- hugað er að stofna eignarhaldsfélag Sambandsins og frystihúsanna í því skyni að auðvelda ftystihúsunum að takast á við stærri verkefni. Fundarmenn lýstu stuðningi við framkomnar hugmjmdir, en á fund- inum voru lögð fram drög að stofnsamningi. Á fundinum komu fram veruleg- ar áhyggjur af fyrirkomulagi á útflutningi á ferskum físki, en sam- fara því færi hráefni til vinnslu- stöðva innan iands minnkandi. Rætt var um hvemig þessi mál gætu tengzt fískveiðistefnunni og nýjum hugmyndum um uppboðs- markaði og öjálst fiskverð. Samþykkt var að leita eftir sam- stöðu meðal annarra samtaka fískframleiðenda um það, hvemig bregðast skyldi við þessum vanda. Morgunblaðið/. Kr.Ben. Lúðrasveit skólans ásamt Jóni Hjaltasyni skólastjóra. Tónlistarskóli Grindavíkur: Vortónleikar í lok gróskumikils árs Vorblót á Hótel Hvolsvelli Selfossi. HÓTEL Hvolsvöllur heldur svo- nefnt vorblót í hótelinu föstudag- inn 8. maí og verður þar boðið upp á tónlistardagskrá auk fiski- hlaðborðs. Vorblótið verður í garðskála hót- elsins og munu tónlistarmennimir Helgi Hermannsson og Jónas Þórir annast tónlistina. Sérstök tónlistar- dagskrá verður um kvöldið með Bjama R. Einarssyni, Jónasi Dag- bjartssyni og Þorvaldi Steingríms- syni. Verði verður stillt í hóf á þessu fyrsta vorblóti á Hvolsvelli. Sig. Jóns. Bræður áþing f frétt Morgunblaðsins 3. mai sl. (bls. 26) eru rakin mörg dæmi um náinn skyldleika samþingmanna, allt frá Þjóð- fundi 1851 fram til dagsins i dag. Þar komu þó ekki „öll kurl til grafar“. Fjölfróður lesandi blaðsins benti á eftir- farandi dæmi til viðbótar þeim sem áður vóru talin: 1875-1877: Þessi ár sátu á þingi bræðumir Ásgeir (fyrir Húnavatnssýslur) og Tórfí (fyrir Strandamenn) Einarssynir. 1875-1880: Bræðumir Eg- gert og Tryggvi Gunnarssynir sátu á Alþingu þessi ár, Eggert fyrir N-Múlasýslu, Tryggvi fyrir S-Múlasýslu. 1859-1866:Bræðumir Jón háyfírdómari og Pétur biskup Péturssynir sátu þessi ár á þingi, konunglqömir. 1904-1915: Séra Sigurður Stefánsson og bróðir hans, Stef- án, vóm samþingmenn þessi ár. Þjóðfundur 1951: Þrír bræð- ur sátu þjóðfund. Tveggja er áður getur Eggerts Ólafs og Ólafs Eggerts Briem. Þriðji bróðurinn, Jóhann Briem, var þjóðfundarmaður fyrir Ames- inga. Grindavík. VORTÓNLEIKAR Tónlistar- skóla Grindavíkur verða haldnir í dag, fimmtudaginn 7. maí, í félagsheimiiinu Festi kl. 20.30 en efnisskráin verður fjölbreytt og ber vitni um gróskumikið vetrarstarf að sögn Jóns Hjalta- sonar skólastjóra skólans er fréttaritari forvitnaðist um starfið í vetur. Meðal annars kemur lúðrasveit skólans fram en hún er nýkomin frá landsmóti skólalúðrasveita sem haldið var á Akranesi, þá spila blokkflautuhópar og málmblásara- kvintett leikur nokkur lög. í vetur var í fyrsta sinn boðið upp á píanó- deild og var árangur hennar geysi- góður, fyrst og fremst vegna frábærra kennara sem eru Kolbrún Óskarsdóttir og Kári Gestsson. Á tónleikunum gefst gestum kostur á að kynnast þessu starfí RÚMLEGA 600 starfsmenn IBM fyrirtækisins frá 8 þjóðlöndum fóru frá íslandi í gær eftir að hafa dvalið hér í 3 daga. Um leið kom annar hópur rúmlega 700 starfsmanna IBM tíl landsins og verður hér í þijá daga. IBM hefur skipulagt slíkar ferðir til íslands undanfarin tvö ár og eru þær einskonar verðlaun til starfs- manna fyrirtækisins sem hafa skarað fram út í starfí. Ferðimar eru blanda af viðskiptaferð og en nokkrir nemendur spila einleik á píanó og einnig verður einleikur á trompet. Þá mun samkór skólans syngja innlend og erlend lög undir stjóm Kristins Sigmundssonar. Að lokum sagði Jón að um 100 nem- endur hefði innritast í skólann í vetur og hafa þeir allir komið fram opinberlega á tónleikum skólans sem haldnir hafa verið á starfsár- inu. „Eitt jákvæðasta við starf skólans er að lúðrasveitin hefur komist á legg eftir lægð fyrir tveim- ur árum. Geysilegur áhugi bam- anna sem nú eru í sveitinni vefur upp á sig svo að allt bendir til að hún muni eflast í framtíðinni. Sveit- in er að fá nýja búninga á næstunni og eftir tvö ár er stefnt að utan- landsferð," sagði Jón. Skólanum verður slitið 15. maí. — Kr.Ben. skemmtiferð. í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar M. Hansson forstjóri IBM á íslandi að fólkið hefði verið á- nægt með ferðina eins og aðrir IBM starfsmenn sem komið hafa til ís- lands. Það væri enda^ einstaklega gott að vinna með íslendingum, þjónustan hér væri góð í alla staði og matsölustaðimir frábærir og all- ir legðu sig fram við að ferðamönn- um liði sem best. IBM-starfsmenn á íslandi: Um 1400 manns í heim- sókn þessa vikuna Finnur Jónsson tílbúinn til átaka. Stykkishólmur: Morgunblaðið/Árni Grásleppuveiðin hafin Stykkishólmi. GRÁSLEPPUVEIÐIN er nú að komast í gang. Menn hafa dytt- að að bátum sinum, sumir komnir með nýja og líklega hafa aldrei verið fleiri bátar á flot settir hér um slóðir til höf- uðs grásleppunni, enda til mikils að vinna þvi afurðimar fara hækkandi og eru þegar í góðu verði og sjálfsagt margir um boðið tíl að salta. Nokkuð er liðið síðan fyrstu netin voru sett í sjóinn, en vegna leiðinlegrar tíðar vinda og éis hef- ir lítið verið hægt að sinna þeim og munu þau hafa fískað meira af þara en grásleppunni. En nú er farið að taka til tunnumar undir hrognin og skriður kominn á starfsemina. Ekki er enn hugað að hvað verður um allt annað af grásleppunni en hrognin og er ekki gott að sjá það fara forgörð- um. I gamla daga þótti kúnum gott að fá grásleppuna soðna og hrærða saman við rúgmjöl og þá glæddist mjólkin svo um munaði. Hrognamóttaka er þegar byrj- uð. í nýju verksmiðjuhúsi Bjargar hf. hér fyrir utan kauptúnið var verið að ganga frá hrognum í salt. Finnur Jónsson fram- kvæmdastjóri var þegar algallað- ur og tilbúinn til átaka, og er þetta fyrsta móttakan sem hér fer fram. — Arni Borgarnes: Yfir 800 manns komu á sýningn Einars Sýningin opnuð aftur um helgina Borgarnesi. MJÖG góð aðsókn hefur verið að málverkasýningu Einars Ingi- mundarsonar málarameistara i Borgarnesi. Komu yfir 800 manns komu á sýninguna, sem stóð frá 23. apríl til 3. maí. Vegna þessarar miklu aðsóknar og fjölda áskorana hefur Einar ákveðið að hafa sýn- inguna opna í samkomuhúsinu á laugardag og sunnudag, á milli klukkan 14 og 23. Einar Ingimundarson sagðist í samtali við fréttaritara vera mjög ánægður með viðtökur sýningar- gesta, sem sumir hefðu komið um langan veg til að sjá sýningu hans. Hann sagðist hafa í hyggju að gefa sig meira að málaralistinni í framtíð- inni. - TKÞ Frá sýningu Leikklúbbs Laxdæla á ærslaleiknum „Blessað bamalán". Blessað barnalán í Búðardal: Ærslaleiknum mjög vel tekið Búðardal. LEIKKLÚBBUR Laxdæla frumsýndi ærslaleikinn Blessað bamalán, eftir Kjartan Ragn- arsson, í Dalabúð síðastliðinn laugardag. Leikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson. Leikritinu var mjög vel tekið. Næsta sýning verður föstudaginn 8. maí og laugardaginn 9. maí verður síðasta sýningin. Leikstarfsemi Leikklúbbs Lax- dæla hefur legið niðri í nokkur ár, en með tilkomu nýrrar stjómar klúbbsins er vonast til að blóma- skeið sé framundan. Klúbburinn var stofnaður 1971 og er Blessað bamalán 19. verkefni hans. í stjóm Leikklúbbsins eru: Sigur- jóna Valdimarsdóttir formaður, Inda S. Gunnarsdóttir gjaldkeri, Ósk Axelsdóttir ritari og Sigur- björg Jónsdóttir varaformaður. Kristjana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.