Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987
Reisa til Pyongy-
ang og heim aftur
eftirHrafn
Harðarson
Introitus
Er nokkuð frásagnarverðara en
annað í sjálfu sér? Slíkri spumingu
er vart hægt að svara nema neit-
ándi, nema gengið sé út frá því að
'sumir hlutir séu athyglisverðari en
aðrir og þá e.t.v. fremur að þeir séu
sjaldgæfari en aðrir. Nema að
hvorttveggja sé, að því sjaldgæfari,
sem hlutir eru þeim mun athyglis-
verðari séu þeir og þar af leiðandi
frásagnarverðari.
Þó er viðurkennt að um frásagn-
ir gildi sérstök lögmál, sem lúta
ekki þessum rökum, því segja.má
frá hversdagslegustu hlutum á
þann hátt að þeir verði athyglis-
verðir í hugum lesenda eða hlust-
enda. Og þótt léleg frásögn geti
vissulega spillt athyglisverðustu
hlutum em samt sem áður sumir
hlutir svo merkilegir að slök frá-
sagnarlist nær 'ekki að spilla fyrir,
svo fremi að lesandinn trúi því sem
lýst er.
Þessum stutta formála er ætlað
að skýra þá dirfsku mína að reyna
að lýsa á trúverðugan hátt ævin-
týri, sem ég upplifði er ég heimsótti
fagurt land hinum megin á hnettin-
um, og fékk nasasjón af þjóðfélagi,
sem næstum því að öllu leyti er
ólíkt okkar.
Iacta est alea
Hinn annan september sl. lagði
ég af stað með einni af vélum Flug-
leiða frá Keflavík til Kaupmanna-
hafnar, sem var fyrsti áfangi á
þessari ferð til Pyongyang, höfuð-
borgar Norður-Kóreu. Fór ég í boði
undirbúningsnefndar alþjóðlegrar
ráðstefnu um kjamorkulausan Kór-
euskaga, sem haldin var m.a. í
tilefni af ári friðarins. í Höfn gisti
ég hjá góðum vinum, íslenskum
námsmönnum, sem tóku mér sem
glötuðum syni, slátruðu hænuunga
og efndu til veislu. Um kvöldið
horfðum við á þátt í danska teveinu
um skipulagða glæpi í Bandaríkjun-
um, mafíossa og þess háttar. Ég
sofnaði út frá hugleiðingum um
glæpi og hryðjuverk í þessum stóra
heimi og er ég vakandi um morgun-
inn hvarflaði að mér að taka næstu
flugvél heim til friðsæla íslands í
stað þess að tefla lífí mínu í tvísýnu
með þessu flandri.
Eftir að hafa keypt búnt af vindl-
ingum og litla flösku af rússneskum
vodka, skráði ég mig til flugs og
settist um borð í þotu af gerðinni
Tupolev frá pólska Lot-flugfélag-
inu. Flugtaki seinkaði um 40
mínútur vegna bilunar, sennilega í
kaffívélinni, því að ég fylgdist með
flugfreyjum og flugvallarstarfs-
manni bjástra við eitthvert apparat,
sem ég þóttist vita að væri kaffívél.
Eftir ekki langt og viðburðalítið
flug var lent í Varsjá þar sem ég
þurfti að bíða í tvær klukkustundir
eftir vél frá SvissAir til Moskvu.
í biðsalnum átti ég orðastað við
aldinn Svía, sem var á leið til eyjar-
innar Lesbos að hitta vini sína.
Ekki virtist hann hafa hugmynd
um tengsl hennar við það sem nú
kallast samkynhneigð eða skáld-
konuna Sappho. Hann spurði mig
meira að segja hvaða mál væri tal-
að á íslandi og hvort það væri líkt
fínnsku? Fagnaði ég innilega er ég
heyrði tilkynnt að ég ætti að ganga
um borð í vélina mína.
Sú var af gerðinni DC9 og næst-
um tóm. Ég spurði sjálfan mig hvort
það væru vélar af þessari gerð eða
DC10, sem sífellt væru að farast,
ég mundi það ekki. En þó fannst
mér ekki einleikið að ég skyldi vera
fjórði farþeginn í svo stórri vél.
Aldrei hef ég fengið eins góða þjón-
ustu í nokkurri flugvél og þessari,
enda flugfreyjumar fleiri en far-
þegamir.
Stuttu eftir að vélin fór að lækka
flugið yfír stór-Moskvu og óð gegn-
um svört regnský buldi skyndilega
við mikill brestur og þekjan skalf
og nötraði öll og þó hjartað litla í
bijósti mér enn meir, og ég blindað-
ist af skæram blossa þar sem ég
sat og horfði út á vænginn. „Nú
er komið að því,“ hugsaði égv,þetta
er þá hættulega tegundin." Ég bað
til guðs í hljóði og bjó mig undir
ennþá lengri ferð. Eftir eina til tvær
eilífðir opnaði ég aftur augun og
horfði framan í brosandi fagur-
skreytta flugfreyju, sem sagði mér
að best væri að horfa ekki út um
glugga í svona veðri. Vafalaust
Pohyon-hofið í Mt. Myohyang.
hefur andlit mitt skipt litum eins
og ljós á umferðarvita, úr græn-
gulu í eldrautt.
í Moskvuborg kjaga
krákur um torg
í Moskvu var rigning. Ég beið í
tvo tíma, eftir vegabréfsskoðun og
farangurseftirliti. Er ég loks komst
út í fremri sal kom ég fljótlega
auga á Kóreumann með Kim II
Sung í barmi, vatt mér að honum
og spurði hvort verið gæti að hann
væri að bíða eftir mér. Ekki kannað-
ist hann nú við það, væri að taka
á móti sendinefnd frá Vestur-Indí-
um, en bað mig þó, vinsamlega,
bíða. Vék hann sér frá eitt augna-
blik. Mér leið dável, þrátt fyrir
þessar móttökur enda kom Kóreinn
að vörmu spori og sagði að allt
væri í lagi og bað mig bíða með
sér svolítið lengur.
Ég kveikti mér í vindlingi og
reyndi nú að slaka á eftir allt um-
stangið. Ég hafði ekki þorað á klóið
meðan ég beið eftir tollinum, tveir
velvopnaðir verðir stóðu þar utan
. dyra og ég gat ómögulega ímyndað
mér hveiju þeir gætu ekki tekið upp
á meðan ég, varnarlaus með öllu,
létti á mér. Svo ég hélt bara í mér.
Ég hafði varla tekið 3 reyki þeg-
ar höst kvenrödd skipaði mér á
rússneskri ensku að slökkva hið
snarasta í sígarettunni, hér væri
bannað að reykja. „Nú, það er bara
engu líkara en ég sé kominn aftur
heim á Frón,“ hugsaði ég, „allt
bannað." Og hlýddi möglunarlaust.
Skömmu síðar ókum við í
skínandi svörtum Bens eftir breið-
strætum Moskvuborgar í niða-
myrkri og rigningu, ég, Kóreinn,
Jon Odlum þingmaður frá St. Luc-
ia, Nathan og Pascal frá Domenica,
sem allir þrír urðu góðir ferðafélag-
ar mínir, gegnum sætt og súrt. Eg
tók eftir því að bflar vora aðeins
með stöðuljósin í akstri, en blikkuðu
stundum með lágu ljósunum. Ekki
veit ég enn hveiju þetta sætti. Um
síðir komum við að stórri hótelbygg-
ingu og gengum þar inn um háar
dyr Hótel Úkraínu. í anddyrinu bið-
um við félagamir fjórir í rúma
klukkustund meðan Kóreumenn
gengu frá pappíram okkar á bjúró-
krá, sem þama var, útveguðu
„hótelpassa“ og fleira þvflíkt, sem
ég ber ekki skynbragð á.
Ég fékk herbergi á 6. hæð, viður
á veggjum, rauð þung gluggatjöld,
snyrtilegt og gamaldags. Ég skim-
aði ósjálfrátt upp í loft og í öll skot
í leit að hljóðnemum, augljós áhrif
ótal amerískra kvikmynda um læví-
si Rússa. Ég horfði á sjónvarp og
hlustaði á útvarp til klukkan tólf.
Þá glumdu klukkur á öllum rásum
og dagskráin tæmd.
Éghugsaði til Leos Tolstoj, Alex-
anders Púsjkin og Mikhaels
Lermontov meðan ég reyndi að
sofna í þægilegu rúminu. Um nótt-
ina dreymdi mig njósnara, hlerunar-
tól, KGB og Dr. No. Vaknaði
sæmilega hress en þó með nokkra
flugriðu.
Ég notaði morguninn til að skoða
mig um og gekk í hálftíma að Rauða
torginu en var meinaður aðgangur
Hrafn Harðarson
„Fyrst svo margar þjóð-
ir lýsa vilja sínum til
að afvopnast, hvers
vegna er þá ekki hægt
að láta það verða að
veruleika? Eru allar
þjóðir heims aigjörlega
háðar duttlungum þess-
ara tveggja stórvelda,
sem virðast nærast á
tortryggni og ofríki?
Alla vega er ótækt að
sitja hjá í þessu stóra
hagsmunamáli allra
landa. Island verður að
hrista af sér undir-
lægjuháttinn og taka
virkan þátt í baráttunni
gegn stríði, fátækt og
fordómum.“
að því einhverra hluta vegna.
Fannst súrt að geta ekki séð Kreml-
armúra og gulltypptar hallimar
frægu. Settist á bekk í fallegum
garði þar nærri og horfði á krákum-
ar vappa um stétt. I flestum öðram
borgum era dúfur allsráðandi en
þama krankuðu krákur, grásvartar
að lit milli fóta manna. „Tákn?“
spurði ég sjálfan mig, „en þá
hvers?“
Segir ekki meira af dvöl minni í
Moskvuborg að sinni.
Yfir Síberíu
langa, lengi
Um kvöldmatarleytið var lagt af
stað frá Moskvuflugvelli í rúmlega
9 klukkustunda flug til Kóreu í vél
frá kóreska flugfélaginu af Tup-
olev-gerð. Strax og komið var í
vélina fékk maður smjörþef af
Kóreu: undurblíð tónlist fyllti eyra
og höfugur ilmur vitin. Öll sæti
vora full af kringlóttum, fagureygð-
um, gulum, góðlegum andlitum
Kóreumanna, karla og kvenna, sem
vora hlaðnir pinklum og töskum og
minnti helst á íslendinga á heimleið
úr fríi. Enda tók langan tíma að
koma öllu fyrir. í gluggasætinu við
hlið mér sat Rúmeni, stór og feitur
í gangsætinu kóreönsk kona, lítil
og nett. Alla leiðina var hún flug-
veik og svaf lengst af. Engan sá
ég feitan Kóreumann nema forset-
ann í þessari ferð. Við flugum upp
í nóttina, kolsvart myrkrið birgði
okkur sýn næstu 5 tíma. Þá fór að
lýsa af nýjum degi og var undarlegt
að fljúga móti honum og inn í hann,
sjá roðann í austri koma með út-
breiddan faðminn móti okkur og svo
glaðbeitta geisla morgunsólarinnar
leika um stél og vængi. í þrengslun-
um hugsaði ég margt milli þess sem
ég reyndi að sofna án árangurs.
Eg gerði góðum mat góð skil,
tuggði tyggjóið af áfergju enda
meinað að reykja. Öðrahveiju gaus
upp mikill ódaunn og vissi ég aldrei
hver átti heiðurinn af honum, en
ekki var hann uppörvandi. Líðan
mín versnaði eftir því sem á leið
og tíminn leið óendanlega hægt.
Loks eftir mikla mæðu og óteljandi
stellingaskiptingar í þröngu sætinu
lenti vélin í Novosibirsk og ég steig
út í svalt og bjart síberískt loft og
setti fót á asíska grand í fyrsta sinn
á ævinni. Við gengum undir eftir-
liti inn í flugstöð og upp á ókræsi-
legt loft þar sem önugar hlaðfreyjur
gættu þess að við reyktum ekki í
litlum biðsal, þar sem við gátum
létt á okkur á illa þefjandi salemi
og reykt með höfuð út um glugga.
Niðri í aðalsal flugstöðvarinnar var
troðfullt af fólki sem auðsjáanlega
var að bíða flugs, og hafði beðið
lengi, það lá á gólfum og bekkjum
innan um farangur og borð og
stóla, hermenn, konur, böm og
gamalmenni. Mér fannst ég vera
kominn inn í gamla svarthvíta kvik-
mynd um örlög farandverkamanna,
flóttamanna eða gullgrafara.
Á flugvellinum stóðu fjölmargar
risastórar flutninga- og farþegavél-
ar, sumar með slapandi vængjum.
Næsti áfangastaður var Irkútsk
nálægt Baikal-vatni hinu mikla.
Þegar mitt tímaskin sagði mér að
við ættum að fara að lenda gall við
rödd flugstjórans sem tilkynnti að
smábreyting yrði og við myndum
lenda í Chita í staðinn.
Meðan vélin var að undirbúa
lendingu og flaug lágt gat ég virt
fyrir mér síberískt landslagið undir
mér: ávalir ásar, kjarri vaxnir og
skógarreitir á milli, tjamir og lítil
vötn, háspennulínur, akrar og engi.
Um leið og hjólin snertu stein-
steypta brautina þóttist ég viss um
að hún myndi brotna í spað, svo
mjög hristist hún og skókst og virt-
ist aldrei ætla að nema staðar.
Loksins stoppaði hún þó úti á
brautarenda, sneri nefi um 20 gráð-
ur, og stóð kyrr um stund, síðan
um 5 gráður og aftur stopp. Út um
gluggann sá ég mann á hjóli aka
um lítinn slóða yfír engi við völlinn,
lengra burtu sá ég háa strompa
handan áss nokkurs, sem blésu
gráum eimi út í sólbjartan daginn.
Nú leið og beið og ekkert gerðist.
„Hvað er a tama," hugsar hann ég
með ímyndunaraflið í pokum, „er
nú búið að ræna vélinni og verið
semja um lausnargjald? Enda
ég þá ævi mína hér úti í miðri
Síberíu eins og fátækur statisti í
lélegri stórviðburðakvikmynd og
veit ekki einu sinni hver leikur aðal-
hlutverkið?" Sem betur fer kom á
daginn að völlurinn var of lítill fyr-
ir svo stóran farkost og þurfti
stóran trukk til að draga vélina á
trýninu að flugstöðinni.
Á þessum velli sá ég margar
skrýtnar litlar og stórar flugvélar,
-sennilega herflugvélar, gamlar
tvíþekjur og þyrlur margskonar.
Þama var tveggja stunda stopp
með viðeigandi passaeftirliti og
spumingum um tilgang farar, hvað-
an komið og hve mikla aura hefði
ég, í hvaða mynt, um byssur og
sprengjur, eiturlyf og þjóðemi o.fl.
Var mín íslenska biðlund löngu
þrotin en óttinn var öllu yfírsterk-
ari og kingdi ég allri gremju og
gleypti gífuryrðin, sem heima á ís-
landi hefðu fengið að fylla sali. Sem
betur fór var þetta síðasta stopp á
leiðinni til Pyongyang og hafði ég
þá óbilandi trú að þegar þangað
kæmi tæki annað og betra við.
Dagbókarbrot frá
Landi morgunkyrrðar-
innar, Koryo
5. september 1986.
Loksins er ég kominn til Pyong-
yang, þessarar yndislegu borgar,
hún tekur fram öllum myndum sem
ég hafði séð af henni. Eg bý á 25.
hæð á Hótel Koryo og hef útsýn
langt yfír borgina. Móttökumar
vora stórkostlegar: hver og einn
erlendu gestanna fær leiðsögu-
mann, lítil stúlka færði okkur
blómvönd, við heilsuðum ýmsum
fyrirmönnum, sem komnir vora til
að bjóða okkur velkomna og síðan
gengum við fram hjá heiðursverði,
stórri hljómsveit og skrautklætt
fólk fagnaði okkur með söng og
veifaði blómvöndum. Leiðsögumað-
urinn minn, Kim, fylgdi mér alia