Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 44

Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Lögmannsstofan er flutt í Ásbúð 102, Garðabæ. Nýr sími 43355 Almenn afgreiðsla er opin virka daga kl. 2-5 síðdegis. (Viðtalsbeiðn- ir bókaðar á sama tíma). Málflutningsskrifstofa Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður Sumarbúðir Hlíðardalsskéla 1987 10 daga hópar fyrir stúlkur og drengi samtímis. Dvalarhópar verða: 19. júní-28. júlí, 30. júní-9. júlí, 12. júlí-21. júlí. Innrítun og upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sjöunda dags aörentista, Skólarörðustíg 16, Reykjarík, mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-16.00, föstudaga kl. 8.00-14.00. Síminn er 91-13899. É. Flug/sigling - bUl 1987 - fjölmargir möguleikar - Bjóðum upp á námskeið fyrir ferðaianga sem hyggjast ferðast um Evrópu. 1. Undirbúningur ferðar. 2. Fjárhagsáætlun. 3. Skipulagning, áfangar og gististaðir. 4. Notkun korta og upplýsingaöflun. 5. Helstu sérákvæði í umferð erlendis. 6. Akstur á hraðbrautum. 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar. Námskeiðið verður í Njarðvík, Hótel Kristína, Hohsgötu 49, þriðjudaginn 12.maíkl. 18.00-22.30. Innifalið í námskeiðinu: Matur, kort og kennsla. Verð kr. 900,- (kr. 700,- fyrir félagsm. F.Í.B.). Af- sláttur fyrir hjón. Nánari upplýsingar og innritun á Hótel Kristína, sími 92-4444 eða á skrifstofu F.Í.B. \ Reykjavík, sími 91-29999. FLUGLEIDIR FRÍ Feróaskrifstofa Ríkisins Námskeiðið erhaldið ísamráði við Umferðarráð. ingum. Þeir kunna og þora að nota sér alla nýjustu tækni, ný hljóðfæri svo sem rafmagnsharmoniku og rafmagnsgítara með hefðbundum symfóníuhljóðfærum, landslags- myndir í bakgrunni með alls konar „effektum". Nú var þreyta farin að gera vart við sig hjá undirrituðum. Að þessari hátíð lokinni var svo haldinn mikill „banqet" til klukkan að ganga tólf með 10—12 réttum, víni, bjór og öðru góðgæti. Þetta hefur allt verið þvílíkt ævintýri að ég á vart orð til að lýsa því og þó hef ég enn aðeins verið hér í höfuð- borginni. I dag var mér afhent barmmerki með mynd af forsetanum og öfunda vinir mínir frá Vestur-Indíum mig mikið af því. Sjálfsagt nýt ég þess hér sem annars staðar að vera ís- lendingur. 9. september í dag er hátíðisdagur hér í landi og almennur frídagur vegna stofn- unar Alþýðulýðveldis árið 1948. Klukkan 9 í morgun vorum við við- stödd er lagður var blómakrans á minnisvarða fallinna frelsishetja, þ. á m. konu forsetans. Var það mjög hátíðlegt og áhrifamikið eins og allt annað. Að því búnu fórum við að skoða West Sea Barrage, risastóra stíflu þvert yfír flóamynni í þeim tilgangi að afla vatns, fram- leiða salt, rafmagn og til fískirækt- ar. Var mjög fróðlegt að skoða þetta mikla mannvirki og ekki síður að sjá landslagið á leiðinni. Kl. 3 fórum við í Childrens and Students Palace þar sem afburða- böm læra hinar ýmsu kúnstir, svo sem að leika á hljóðfæri, teikna og mála, fímleika, fræði Kims II Sung, skrautskrift og fleira. Komu tár í augu við að sjá einbeitinguna, lífsgleðina og tjáningargleðina í bömum, sem unnu kraftaverk hvert á sínu sviði, t.d. sjö ára telpu- hnokki, sem lék á píanó eins og Rubinstein sjálfur. Síðan var sýning með hljóðfæraslætti og dansi og söng, líkast Fame hinna yngstu. Eftir þessa löngu og skemmti- legu sýningu fómm við Kim fót- gangandi í átt að hótelinú og komum við í stóm vömhúsi á leið- inni að minni ósk og það var ævintýri út af fyrir sig. A fjórum hæðum var allt fullt af fólki að skoða, mjög fáir virtust vera að kaupa, að minnsta kosti sá ég fáa bera burðarpoka. Ég gekk fyrir við afgreiðsluborðið og flöldi manns safnaðist saman fyrir aftan mig og til hliðar að fylgjast með því hvað þessi hvíti maður væri að versla, eins og slíkt gerðist afar sjaldan. Ég þurfti að greiða fyrir plastpoka en fékk svo innkaupanet gefíns. Þetta var einkennileg reynsla. Á leiðinni heim á hótel fékk ég mér sígarettu en fann fljótt á mér og á viðmóti Kims að slíkt var ekki sjálfsagt úti á götu og tók eftir því að enginn reykti á götum úti. Og hér er líka farið eftir umferðarregl- um, jafnvel þótt engin umferð sé er gengið yfír götur á gangbraut og alls ekki gengið á ská yfír götu. Og þó em ekki lögreglumenn á hverju strái, heldur virðist löggæsl- an vera mönnum í blóð borin. Þjófnaður er óþekkt vandamál. Ég spurði sjálfan mig hvort ég væri staddur í paradís eða í hræðilegu lögregluríki. Þetta er allt svo ólíkt því sem við eigum að venjast. Þó verð ég að játa að mér fannst þetta líkara paradís en lögregluríki vegna þægilegs viðmóts og brosmildi fólks. Ekkert stress og enginn fantaskapur í umferð. Er þetta árangur þrotlauss áróðurs og stans- jauss uppeldis frá vöggu? Þetta virðist vera hægt ef fólk sér árang- ur og tilgang með aga og uppeldi og ef því er umbunað. En hvað verður þegar foringinn fellur frá? Verður hægt að halda þessu við og mun sonurinn geta tekið við af föð- umum og stjómað jafn vel? Um kvöldið reyndi ég að slaka á og hvfla mig og lék billiard við Kim og félaga hans og kepptum við tvisvar sinnum við Rússa nokkra, sem töluðu hvorki ensku né kór- esku. Og unnum þá. Einnig átti ég langa samræðu við Yossef Ramad- an, fulltrúa í PLO í Pyongyang, og var ánægjulegt að kynnast svo sið- fáguðum manni og vel menntuðum nmitm. !ÍÍS»Í«SS8sl5S«Í tivolí í Pyongyang. og varð ég öllu fróðari um Líbanon og Palestínuvandamálið en áður. Ég skrapp fram á salemið og rakst þar á einn af þjónunum, sem var að baða fætur sína í vaskinum. Kom á hann mikið fát og flýtti hann sér að þurrka sér og klæða í skó og sokka og út. Það hvarflaði að mér að ef til vill væri ekki bað heima hjá honum og hann væri að nota aðstöðu sína á vinnustað áður en hann færi heim af vaktinni. 10. september Þá er runninn upp síðasti dvalar- dagur minn hér í Kóreu að þessu sinni, og Kim vinur minn á afmæli í dag. Klukkan 9 fórum við til fæðing- arstaðar leiðtogans, Mangyongdae, og skoðuðum þar minjasafn um híbýli og lifnaðarhætti fyrri tíma, hús með stráþaki og ýmis keröld úr leir. Þama á sömu slóðum er tívolí-garður víðáttumikill og með ótal leiktækjum. Þar fórum við í rússíbana og varð ég viti mínu ijær af skelfíngu þegar þessi litla lest fór í slaufu. Á heimleiðinni skoðuð- um við neðanjarðarlestimar og göngin. Þar er sannkallað listasafn alþýðunnar, glæsilegar veggmynd- ir, kristalsljósakrónur og styttur úr gulli og granít og snyrtimennskan allsráðandi. í hádeginu tók ég rösk- lega til matar míns, kláraði alla 7 réttina og drakk heilan lítra af bjór. Nú finnst mér ég loks vera byijað- ur að jafna mig eftir ferðalagið hingað og venjast riðunni á hótel- byggingunni. Og á morgun legg ég aftur af stað til baka. Það veit guð að ég verð feginn að komast aftur heim til Kaupmannahafnar. Mér verður hugsað til þess að ég hef engar fréttir heyrt eða séð af heims- málum né að heiman í heila viku. Eftir hádegi fórum við Kim upp í Juche-tuminn, minnismerki um kenningar Kims II Sung, 170 m hátt með 40 tonna koparloga efst. Við fórum með lyftu upp og þaðan sá yfír alla borgina og langt til flalla og sveita. Hitinn nærri 40 stig. Síðan ætluðum við að skoða bókasafn alþýðunnar, Grand Peoples’ Study House, en það var þá lokað vegna hátíðanna. Mér virð- ist ekki ætla að takast að fá að skoða bókasafn í þessu landi. Ef til vill em þau full af verkum for- ingjans, Marx og Leníns og Maos formanns? Ég efast einhverra hluta vegna um að þar sé að fínna verk eftir MacLean eða Maugham. 11. september Nú sit ég í flugvélinni í Novosí- birsk á leið til Moskvu. í gær vorum við leyst út með gjöfum frá forset- anum, 3 flöskur af Insamsul, sem er brennivín með elixir-eiginleikum gegn öllum kvillum, og forláta vasa, innpakkaðan í fallegan kistil, silki- fóðraðan. Aumingja Jom vinur minn komst ekki með okkur áleiðis vegna þess að Rússamir vildu ekki gefa honum visa. Áðan lentum við í Irk- útúsk og fórum gegnum þetta leiðinlega passa- og farangurseftir- lit, þar sem starfsmenn virðast njóta þess að vera andstyggilegir, fyldir og afundnir og kunna sennilega ekki að brosa. Kynni mín af Síberíu eru ekki hrífandi og vona ég að þetta viðmót eigi aðeins við um flugvallarstarfsmenn. Það er fímm klukkustunda tímamunur milli Py- ogyang og Moskvu, og er þangað kemur fer ég um borð í vél frá SAS til Kaupamannahafnar, svo þetta verður dagurinn langi. Segja má að við fljúgum á móti tímanum. Mér fannst ég vera kominn heim er vélin mín lenti á Kastrup-flug- velli. Ég var orðinn þreyttur og slæptur eftir langt flug, kominn með brodda á kjálkana og þráði mest af öllu að komast í rúm og fara að sofa. Vinir mínir tóku á móti mér á vellinum og dvaldi ég hjá þeim í tvo daga meðan ég safn- aði þreki til að fljúga heim á leið. Ég fór með þeim í Louisiana- safnið og sá þar meira og minna misheppnaðar klessumyndir að mér fannst, eftir allan sósíalrealismann þama eystra. Og aldrei áður hafði mér fundist Kaupmannahöfn sóða- leg borg. En í samanburði við Pyongyang var hún full af drasli. Enda þótt nú sé runnin af mér mesta víman eftir þessa ferð til „lands morgunkyrrðarinnar" og ég sé farinn að efast um sannleiksgildi ýmislegs sem ég upplifði þar er ég þó á þeirri skoðun að í Kóreu sé gerð mjög athyglisverð tilraun með þjóðskipulag og menningarsam- félag sem fyllsta ástæða sé til að skoða fordómalaust og reyna að læra af reynslu þeirra. Þótt margt gott megi segja um þjóðfélagsgerð og menningarfélag okkar Islend- inga er þó æði margt, sem betur mætti fara. Og varla er það eitt- hvert náttúrulögmál að allt sé gott sem engilsexið flytur út og við inn. Kam sha ham Ida. • = IKFCS - Iceland-Korea Friendship and Cultura) Society. Höfundur er bæjarbóka vörður í Kópavogj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.